Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 1
. Leiguflug—Neyðarf lua HVERT SEAA ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík i Hvammstangi — Stykkis- ,hólmur — Rif Súgandafj. ISjúkra- og jallt land jSímar: ■2-60-60 & 2-60-66 V leiguflug um Utanríkis- málanefnd: Eðlilegt að stjórn- málasam- bandi verði slitið Sjá bls. 3 ÞRIÐJUNGI AFLANS FLEYGT? gébé Rvik — — Þvi er ekki aö neita, að við höfum heyrt slæmar sögur af að miklu sé hent af smá- fiski á islenzku togurunum fyrir vestan, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur I gær, en við höfum engar beinar sannanir. — Þetta er mjög alvarlegt mál, þar sem þessi fiskur er aðaluppistaðan i árganginum sem veiðast mun i kring um 1980, sagði Jakob. — Fyrst þegar hrotan byrjaði, fyrir u.þ.b. 10 dögum, fékkst góð- ur, stór fiskur, en siðan hefur afl- inn farið ört minnkandi og versn- andi. Hefur jafnvel heyrzt að skipstjórnarmenn togaranna hafi látið fleygja allt að þriðja hluta aflans. Lágmarksstærð fisksins er 43 sentimetrar. Bretar eiga leikinn, segir forsætisráðherra: Ekki stjórnmálaslit, ef þeir kalla herskipin út úr 200 mílna landhelgi — fá frest fram að næstu helgi FJ-Reykjavik. — Það kemur ekki til stjórnmálaslita við Breta, ef þeir kveðja herskip sin út úr landhelgi okkar, sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra, á fundi með fréttamönn- um i gær og tii þess fá þeir frest fram á aðra helgi. Bretar eiga næsta leik og það er aigjörlega á þeirra valdi, hvort til stjórn- málaslita kemur eða ekki. Forsætisráöherra sagði, að ef Bretar kveddu herskipin út úr landhelginni, væri að sinu mati grundvöllur til nýrra samninga- viðræðna við þá. — En ég vil taka það skýrt fram, að i þeim viðræðum verður að byrja upp á nýtt. Ekkert tilboð er fyrir hendi. Og ég tel svigrúmið mjög litið, þannig að það yrðu áreiðanlega erfiðar samninga- viðræður, ef af þeim verður. Þá sagði forsætisráðherra, að ís- lendingar myndu aldrei gefa vilyrði fyrir þvi, að varðskipin hættu að áreita brezka togara innan 200 milna, þó að herskipin brezku færu af miðunum. — Við munum halda uppi fullri löggæzlu innan 200 miln anna, sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra sagði, að rikisstjórnin myndi koma sam- an til fundar á mánudag og miö- að við það, sem fyrir lægi nú, teldi hann einsýnt að ákvörðun yrði tekin um slit á stjórnmála- sambandi við Breta. Ef brezk herskip yrðu innan 200 milna um aðra helgi myndu stjórn- málaslitin koma til fram- kvæmda þá. Þessi frestur, sagði forsætisráðherra, yrði gefinn Bretum til að gefa þeim færi á að halda stjórnmálasambandi við tslendinga, með aö kveðja herskip sin út úr landhelgi ts- lands. Forsætisráðherra kvað Luns, aðalframkvæmdastjóra NATO, ekki fara með nein skilaboð frá islenzku rikisstjórninni til þeirr- ar brezku. Hins vegar vissi Luns nú hug okkar I landhelgismálinu og þó bein framkvæmd á stjórn- málaslitum hefðu ekki verið viö hann rædd, væri honum full- kunnugt um að þau væru yfir- vofandi. NÝSKIPAN SJÓÐAKERFISINS: SJÓDIR LAGÐIR NKXJR OG EIN LÖG SETT UM ÚTFLUTNINGSGJALD? «. bi,, Skjálftavirkni við Kröflu að aukast Starfsmenn við Kröflu gistu í Reynihlíð í nótt — Ef ástand helzt óbreytt ganga þeir að störfum sínum í dag gébé-Gsal-Reykjavik — Ragnar Stefánsson, jarðskjálf ta- fræðingur, sem nú er I Mývatns- sveit, óskaði eftir þvi i gær- kvöldi við Almannavarnanefnd á staðnum, að allt fólk yrði flutt burt af Kröflusvæðinu, þar sem ,,viss hætta væriá eldgosi” eins og Ragnar orðaði það sjálfur i viðtali við Tímann. 43 menn vinna nú við Kröfluvirkjun. Stöðugar jarðhræringar voru á Kröfusvæðinu i gærdag, og sagði Ragnar að upptök skjálft- anna væru nálægt Leirhnúk. Skálftarnir geta vissulega bent til þess að eldgos væri i að- sigi, og ég tel liklegast, að það muni gjósa aftur i Leirhnúk, eða þar i næsta nágrenni, sagði Ragnar. — Það hafa oft áður komið hér Nýtt gos við Leirhnúk í aðsigi? svona jarðskjálftahrinur án þess að eldgos fylgi i kjölfarið, sagði hann. Ragnar sagði, að hann teldi óráðlegt að fólk hefðist við upp við Kröflu og kvaðst hafa lagt til að allri vinnu yrði hætt þar i bráð. Timinn hafði tal af Þorgilsi Axelssyni bygginarstjóra verk- taka fyrirtækisins Miðfells við Kröfluvirkjun i gærkvöldi, og sagði hann að allir starfsmenn- irnir væru undir það búnir að yfirgefa staðinn á 5 minútum. — Menn vinna hérna og vinna til þess að dreifa huganum frá jarðskjálftunum, sagði Þorgils, — og það hefur unnizt alveg sér- staklega vel það sem af er ár- inu. Jón Illugason, fréttaritari Timans i Mývatnssveit, sagði i viðtali við blaðið I gær, að jarð- skjálftavirkni hefði aukizt s.l. tvo sólarhringa. 1 gærdag íúnd- ust tveir sterkir kippir, sem taldir voru vera um 4-4,5 stig á Richterkvarða, og sagði Jón að nú væri stöðug vakt við jarð- skjálftamæla i Reynihlið allan sólarhringinn. — Mjög litill svefnfriður hefur verið við Kröflu, sagði Jón, en þar eru 43 manns að störfum. Eru þeir I viðbragðsstöðu og tilbúnir að yfirgefa staðinn fyrirvaralaust, ef þörf þykir. Geysimargir jarð- skálftakippir fundust við Kröflu i fyrrinótt og lágu menn al- klæddir i rúmum sinum til að vera við öllu búnir. — A fimmtudag kom harðasti jarðskjálfti sem mælzt hefur hér kl. 14:25. Reyndist hann vera 4,5-5 stig á Richterkvarða og er talið að upptök hans hafi verið nálægt Kröflu. Fannst jarðskjálfti þessi mjög greini- lega i Reynihlið. Starfsmenn Orkustofnunar voru á leið að stóru borholunni við Kröflu þeg- ar þessi hrina kom og var skjálftinn það öflugur að þeir hrösuðu við. —Þeir lýstu þessu, að það væri eins og högg mikið hefði komið fyrst, siöan mikill hávarði, sagði Jón, og að hjarn- ið þarna hefði sprungið i allar áttir. Þá sagði Jón, að þeim hefði ekki verið farið að litast á blik- una á fimmtudag, þegar aukinn titringur hafði komið fram á mælunum þrisvar sinnum, en siðar kom i ljós, að þessu hafði valdið jarðýta sem var að ýta við vinnubúðirnar við Kröflu. Sýnir þetta hve mælarnir eru nákvæmir. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Klukkan 23.30 i gærkvöldi varð það að samkomulagi á fundi almanna- varnarnefndar i Reynihlið, aö starfsmenn Kröf luvirkjunnar skyldu gista i Reynihlið s.I. nótt, var ákvörðun þessi tekin i sam- ráði viðyfirmann almannavarna i sýslunni, sýslumanninn á Húsa- vik, og yfirmenn við Kröflu. Gert er ráð fyrir, ef ástand helzt óbreytt að starfsmenn gangi að störfum sinum við Kröflu i dag. — Aðsögn Jóns Illugasonar, var allt með eðlilegum hætti við Kröflu rétt fyrir miðnætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.