Tíminn - 17.01.1976, Síða 4

Tíminn - 17.01.1976, Síða 4
4 TÍMINN Laugardagur 17. janúar 1976. Býst ekki við að deyja Helzt mætti imynda sér, að Leopold Stokowski hljóm- sveitarstjóri byggist alls ekki við þvi að deyja. Hann er nú 93 ára gamall, og nýverið undir- Seldi myndir Gina prinsessa á smárikinu Liechtenstein seldi nýlega nokkrar myndir á uppboði. Sagt er, að hana vanti tilfinnanlega ritaði hann samning um að stjórna hljómsveit á Rivierunni árið 1982, eða eftir sjö ár. Þá ætti hann sem sagt að vera hundrað ára, ef guð lofar. peninga, enda á hún fjögur hundruð fátæka ættingja, sem hún þarf að sjá fyrir. Eru hamingjusöm en... Bernhard prins og Juliana Hol- landsdrottning hafa nú verið gift i 38 ár. Ekki hefur lifið liðið án sársauka, en — auðvitað eru þau hamingjusöm, hvislar einn af vinum þeirra. Það eina er, að Bernard vill ekki alltaf þurfa að leika aðra fiðlu, eins og hefur verið hlutskipti hans sem drottningarmanns, og þvi verður sennilega ekki breytt úr þessu. Bjargað á síðustu stundu „Königshalle” Karlamagnúsar, sem byggð var 774 i Lorsch i nánd við Mannheim verður nú bjargað frá hruni og algjörri eyðileggingu. Aður en húsa- friðunarárið 1975 rann út, átti að hefjast handa um endurbætur og lagfæringu þessarar eld- gömlu byggingar, sem er sú elzta, sem til er i Vestur-Þýzka- landi, að þvi er talið er. Umferðin, sem þýtur um göturnar i kring um bygginguna, hafa valdið henni meira tjóni heldur en flest annað þessi 1200 ár, sem hún hefur staðið. Einnig hefur mengun andrúmsloftsins 1 kring um hana haft sin áhrif. Menn voru fastlega farnir að búast við þvi að Königshalle myndi hrynja áður en lagt um liði. Þegar árið 1797 var byggingin seld til niðurrifs, en um það leyti var hún notuð sem ávaxta- geymsla. Siðan var farið að geyma i húsinu leður og tóbak. Það var ekki fyrr en árið 1956, að menn tóku ákvörðun um, að varðveita skyldi þessa byggingu, og nú er sem sagt byrjað á að lagfæra hana, svo vonir standa til, að hún eigi eftir að vekja athygli i framtiðinni, sem elzta bygging Þýzkalands. fengið eitthvað, sem það sjálft getur notað. Ef viðkomandi aðili fer ekki með neitt heim með sér eftir að hafa lagt inn vörur i verzlunina, fær hann miða með áætluðu verðmæti þess, sem hann hefur lagt inn, og getur svo komið siðar og fengið það sem honum hentar. Verzlun þessi er rekin af kirkjufélagi, og starf- semin er hin blómlegasta. Þarna er yfirleitt til nóg af alls kyns fatnaði og leikföngum, og fólk getur ætið fengið eitthvað sem það getur haft gagn af. Búðin er einungis opin tvo daga i viku, og á myndinni getið þið séð, hversu mikið er til i henni. 1 Okeypisbúðinni i Stammheim, sem er eitt af úthverfum Köln- ar, heyrist aldrei peningaglam- ur, og þar sjást ekki peningar, en þó ganga viðskiptin einstak- lega vel. Fyrir tveimur árum fékk fólkið i Stammheim hug- mynd, sem það hrinti þegar i framkvæmd. Hugmyndin var sú að opna skiptiverzlun, þar sem fólk getur skipt á alls konar barnafatnaði og barnaleikföng- um. Fólkið kemur með það sem það á sjálft, og er enn nothæft, en hætt er þó að nota á þess heimiii, og i staðinn getur það EF ég á að segja sannlcikann, þá vaknaði ég svo seint, að ég hafði ekki tima til að klæða mig. Heyrðu elsku bezti. Mér er sko alveg sama þótt þú sért sköllótt- ur. ^ntda Heldurðu að þú vildir vera svo góður að kveikja i pipunni minni. Þú skilur, að ég er svo litill, að ég má ekki vera með cldspýtur. DENNI DÆMALAUSI Ef hún er bara pinulitið pirruð setur hún kökuboxið á efstu hill- una, en ef hún er regulega vond felur hún það.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.