Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. janúar 1976. TtMINN 5 Reykingar barna og unglinga Ekki alls fyrir löngu voru birtar niöurstööur rannsókna á tóbaksreykingum skóla- barna. Niðurstööur sýndu, aö reykingar skólabarna hafa aukizt stórlega. Ennfremur kom i ljós, aö ótrúlega mörg börn á 10-12 ára aldursskeiöi reyktu, en fyrir nokkrum ár- um heyröu reykingar barna á þessum aldri til undantekn- inga. Ljóst er þvi, aö tóbaks- reykingar eru orðnar verulegt vandamál, og sýnilegt, aö sá áróöur, sem rekinn er gegn tóbaksreykingum, nær ekki nema takmörkuðum árangri, a.m.k. hvað yngri aldurshópa áhrærir. Bann d sölu tóbaks til barna og unglinga? Sem kunnugt er, þá er áfengisverzlunum óheimilt að afgreiöa börn og unglinga meö lÍll 1111 m áfengi. Sú ráöstöfun hefur vafalaust átt drjúgan þátt i þvi að hindra, aö unglingar kom- ist yfir áfengi, þó aö þaö sé hins vegar vitaö, aö misbrest- ur sé á þvi sem öðru. Spurning er, hvort hliðstæð ráöstöfun i sambandi við tóbakssölu kæmi aö gagni. Vitaö er, aö margur unglingurinn byrjar sigarettureykingar sinar i sjoppunni i nágrenni skólans. Gjarnan sameinast tveir eöa þrir um sigarettukaupin. Án þess, aö hér sé verið að mæla meö boöum og bönnum al- mennt, er mjög liklegt, aö bann viö sölu tóbaks til ung- linga myndi hafa jákvæö áhrif I þá átt aö koma i veg fyrir reykingar. Ályktun Heilbrigðis- rdðs Reykjavíkur- borgar Heilbrigöisráö Reykja- vikurborgar f jailaði um þetta mál á fundi sinum nýlega. I ályktuninni segir m.a.: „Heilbrigöismálaráö telur, aö róttækra aögerða sé þörf, ekki sizt til aö stemma stigu viö hinum stórauknu reyking- um meöal skólanemenda og telur, aö bann viö sölu tóbaks til barna og unglinga á grunn- skólaaldri sé áhrifarikasta aö- feröin i þcssu efni.” Vonandi er, aö rétt yfirvöld ihugi þessa alvarlegu áskorun heilbrigöisyfirvalda Reykja- vikurborgar. — a.þ. ATVINNULEYS- INGJUM FJÖLGAR í REYKJAVÍK BH-Reykjavik — Tala atvinnu- lausra á skrá i Reykjavik hefur aukizt mjög frá áramótum, og var fjöldi þeirra, sem látið höföu skrá sig að kvöldi 14. janúar sl. samtals 297. Tala atvinnulausra á skrá I Reykjavik 2. janúar sl. var 198. Samkvæmt upplýsingum, sem Tlminn fékk hjá Ráðningarstofu Reykjavikurbæjar er hér um að ræða 201 karlmann og96konur. Ef litið er á skiptingu eftir at- vinnugreinum kemur i ljóB, aö vörubifreiðastjórar eru langfjöl - mennastir eða 66 talsins. Þá eru 48 verkamenn á skránni. Starfs- menn i byggingaiðnaðinum koma nú nokkuð viö sögu, og i fyrsta skipti um margra ára skeið eru múrarar á atvinnuleysisskrá, eða 22 talsins. Þá eru þarna 18 tré- smiðir og 16 málarar. Handtekinn áður en vitað var um innbrot! gébé—Rvik. — Lögreglan á Siglufirði var snögg til, er hún hafði handtekið mann nokkurn þar áður en kom i ljós að brotizt hafði verið inn. Maður þessi, sem er góður kunningi lög- reglunnar á Siglufirði, hafði sést aðfaranótt miðvikudags, er hann hafði gert tilraun til að brjótast inn I Kaupfélag Eyfirðinga, en hafði gefizt upp við það og ekki farið inn i húsið. — Siðar kom svo i ljós, eftir að sami maður hafði verið settur inn, að brotizt hafði verið inn i Hraðfrystihúsið Isa- fold. Hafði hurð þar verið brotin upp og nokkuð var um minni hátt- ar skemmdir. Maðurinn hafði ætlað sér að komast i peninga- skáp, sem er um 150-200 kg á þyngl. Að sögn lögreglunnar lét hann skAp þennan húrra niður steintröppur, og brotnaði mikið úr tröppunum, en skápurinn var eftir sem áður harðlokaður, þó að eitthvað hafi hann dældast við meðferðina. © Sjóðakerfið 1 áætlun ársins 1975 eru heOdar- tekjur sjóðanna taldar nema tæp- um 11 milljörðum króna, þar af nema tekjur af útflutningsgjöld- um 5 milljörðum, greiðslur i Stofnlánasjóð 2,5 milljörðum, og vaxtatekjur, einkum Fiskveiði- sjóðs, 1,3 milljörðum. Heildar- tekjur niðurgreiðslusjóðanna þriggja eru áætlaðar 4,4 milljarð- ar króna, en heildargjöld um hálfum milljarði lægri og veldur þvi hagstæð afkoma Oliusjóðs, sem aflar 690 milljónum kr. meir en útgreiðslum nemur á árinu, og allt gengur til að jafna þann mikla halla, sem varð á fyrra ári. Afkoma allra sjóðanna er talin óhagstæð um 300-400 milljónir kr. Heildartekjur allra sjóða sjávarútvegs 1976 miðað við skil- yrði i nóvemberlok 1975 eru tald- ar nema um 11.6 milljörðum, þar af 6,3 milljarðar af útflutnings- gjöldum, 3 milljarðar vegna greiðslna I Stofnfjársjóð 1,4 milljarðar vaxtatekjur Fiskveiði- sjóðs. Heildarútgjöld sjóðanna eru talin stefna i 13 milljarða króna. Yfir 90% af áætlaðri hækk- un tekna sjóðanna af útflutnings- gjöldum 1975 má rekja til Oliu- sjóðs. Stóraukin fjárþörf niður- greiðslusjóðanna, einkum Oliu- sjóös, er þvi i raun aðalorsök hinnar stórfelldu hækkunnar út- flutningsgjalda á siðustu misser- um. En að óbreyttum reglum sjóðanna nema útflutningsgjöld tæpum 16% af framleiðsluverð- mæti útfluttrar sjávarvöru, sem áætlað er um 40 milljarðar á þessu ári. Útflutningsgjöldin eru um þriðjungur af heildarandvirði hráefnisins. Þá segir að þess séu mörg dæmi, að greiða eigi allt að sjö mismunandi gjöld af sömu afurð samkvæmt ákvæðum jafnmargra lagabálka. Þar við bætist að ekki eru öll gjöldin af sama stofni, þvi að sumar afurðir bera tvenns konar gjald, þar sem annars veg- ar er miðað við útflutningsmagn- ið og hins vegar greitt gjald i . hlutfalli við útflutningsverðmæt- ið. Gjaldskrá útflutningsgjalda er afar flókin, þar sem greina þarf á milli alltað 16afurðaflokka og að minnsta kosti 8 mismunandi gjaldþátta, en þar að auki er um að ræða margháttaðar undanþág- ur frá þessum gjöldum. Siðar segir að með þvi að rekja sig aftur til hinna ýmsu vinnslu- greina og færa gjaldtökuna til uppruna sins i aflanum fæst t.d. sú niðurstaða, að raunverulegt heildarverð á þorski frá sjónar- miði vinnslunnar, sé aö meðaltali 61 króna, en skiptaverðið er hins vegar um 40 kr. 1 Stofnlánasjóð fara 6 kr i Olíusjóð 9 kr, Trygg- ingasjóð tæpar 2 kr óg I aðra sjóði tæpar 4 kr. Þetta eru meðaltölur. Sjóðaframlögin eru hærri ef um saltfiskverkun er að ræða, en lægri fyrir freðfisk. Bent er á, að heildarverð þorsks, steinbits og ufsa, sé rúm- lega 50% hærra en skiptaverð.ef ekki er reiknað með verð- jöfnunargreiðslum til frystihús- anna vegna þorsk- og ufsaflaka. Sé það gert er kostnaðarverðið rúmlega 30% hærra á þessum tegundum. Ýsu- og karfaverð er i heild um 47% hærra en skipta- verö, en að frádregnum verðjöfn- unargreiðslum 20 eða 28% hærra. Sé litið til niðurgreiðslusjóðanna tveggja, er oliusjóðsframlagið 17-20% af skiptaverði helztu botn- fisktegunda en tryggingasjóðs- framlagið 4-5% af skiptaverði þeirra. Heildarverð humars og loðnu er hærra i hlutfalli við skiptaverð en gildir um algeng- ustu tegundir botnfisks eða humarverð 61,7% og loðnuverð 78.5%. Þá kemur fram, að til sjóðanna renni um og yfir 50% ofan á skiptaverð til sjóðanna þar af 15-18% i stofnlánasjóð. Þessar tölur eru þó hærri fyrir loðnubát- ana eða um 85% i heild. 1 greinargerðinni kemur einnig fram, að væri Olíusjóður felldur niður ættifiskverð annað en loðna að geta hækkað um 18-20% að meðaltali til báta og togara og að auki 5-6% við afnám Trygginga- sjóðs. Við afnám allra sjóða ann- arra en Stofnlánasjóðs ætti fisk- verð annað en loðna að geta hækkað um 32-34%. Loðna ætti hins vegar að geta hækkað um nálægt 50% við afnám Oliusjóðs og Tryggingasjóðs og um 70% við afnám allra sjóða annarra en Stofnlánasjóðs. Siöar I skýrslunni segir, að þeg- ar dregin eru saman skipti við alla útflutningsgjaldasjóði, sem raktir verða til einstakra veiði- skipa fást eftirfarandi niður- stöður: 1. Bátar af stærðinni 51-110 tonn, venjulegir vertiðarbátar, bera þungann af sjóðunum. Þessi stóri flokkur báta 200 talsins nýt- ur sin þvi alls ekki sem skyldi. Nettóframlag til sjóðanna gæti verið 1 milljón kr. á bát eða 200 millj. kr. 2. Loðnuúthaldinu er mjög iþyngt með útflutningsgjöldum, hins vegar ná veiðiskipin, sem loðnuveiðar stunda, að jafna met- in vegna þess, hve mikið þau fá úr Oliusjóöi. 3. Minni skuttogararnir, vaxtarbroddurflotans, koma sem næst sléttir út úr skiptum sinum viö sjóðina. 4. Stóru skuttogararnir fá stór- kostlega styrki úr sjóðum. Senni- lega um 20 millj. kr. á ári á skip. 5. Mikið fé er flutt um sjóöina frá hinum fengsælu til hinna slak- ari. Ætla má aðum sjóðina renni 200-300 millj. kr. frá 250 skipum i fengsælasta þriðjungi flotans til annarra 250 I slakasta þriðjungn- um 6. Kostnaður við útgerðina er án efa meiri en vera þyrfti vegna sjóðanna. O Stjórnmálaslit freigátan rekst bakborðsmegin að aftan á Þór. Kl. 14.22. Freigátan heldur sömu siglingarstefnu og Þór og er rétt við skut varðskipsins. Matsmenn telja, að i hinni hröðu atburðarrás og við það hættuástand sem skapazt hafði, geti timasetningum skeikað litilsháttar, en það breyti þó ekki þvi, að atburðarrás hafi i þvi sem máli skiptir, orðið á þann hátt sem að framan er lýst. 1 ályktun matsmanna segir að þeir séu sammála um að foringi freigátunnar Leander hafi verið staðráðinn I þvi að hindra Þór i að komast að hópi brezkra tog- ara, og að foringi Leander hafi visvitandi og á mjög grófan hátt gerst brotlegur við ákvæði 24. greinar Alþjóðasiglingarreglna sbr. Tilskipun um reglur til að koma i veg fyrir árekstra á sjó, skv. lögum nr. 79 frá 10. ágúst 1965, en i a) lið þeirrar greinar segir, að sérhvert skip er siglir uppi annað skip skuli vikja fyrir þvi. Einnig aö foringi Leander hafi visvitandi gerzt brotlegur við 27. og 29. grein sömu reglna, er mæla fyrir um afbrigði, þeg- ar hætta er á ferðum og tilhlýði- legar varúðarreglur. Matsmenn fá eigi séð, að skip- herra Þórs hafi átt nokkurn annan kost, en að halda stefnu sinni og ferð óbreyttri, er freigátan sigldi kl. 14.19—14.21 fast við bakborðssiðu Þórs og sveigði á varðskipið og skall á það. Telja matsmenn að skip- herra Þórs hafi þvi ekki getað forðazt árekstur eins og á stóö.” Kjarakaup Hjarta-crepe og Combi- crepe kr. 176,- pr. hnota áður kr. 196,- Nokkrir Ijósir litir á aðeins kr. 100,- hnotan 10% aukaafsláttur af 1 kg. pökk- um. Verzlunon HOF Þingholtsstræti 1. AUGLÝ’SIÐ I TÍMANUM Guðmundur Björgvinsson sýnir í sal Arkitektafélagsins Guðmundur Björgvinsson hefur opnað myndlistarsýningu i sýn- ingarsal Arkitektafélags Islands að Grensásvegi 11. Sýnir hann þar 42 penna- og pastel-teikning- ar, sem allar eru til sölu. Timlnn er pemngar Sýningin verður opin dagana 17.-25. janúar kl. 2-22 daglega. Guðmundur er 21 árs gamall og stundar nám við háskóla i Banda- rikjunum I sálarfræði og listum. Tapast hefur sótrauð hryssa, fullorðin, óafrökuð, ótamin en bandvön. Kristinn Brynjólfs- son, Gelti, sími um Minni-Borg. DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐ í ræðumennsku og mannlegum samskiptum er að hefjast. Námskeiðið mun hjálpa þér að: * Öðlast HUGREKKI og SJÁLFSTRAUST. Bæta MINNI þittá nöfn, andlitog staðreyndir. Láta í Ijósi SKOÐANIR þinar af meiri sann- færingarkrafti i samræðum og á fundum. Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ- INGU og VIÐURKENNINGU. Taliðer að85% af VELGENGNI þinni sé kom- in undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. Starfa af meiri LiFSKRAFTI — heima og á vinnustað. Jf Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Jf Verða hæfari að taka við meiri ABYRGÐ án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiðinu. FJÁRFESTING I MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. Innritun í dag og næstu daga. Upplýsingar í síma 82411 Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.