Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. janúar 1976^ TÍMINN tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgrciöslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á máuuöi. — S Blaoaprent ÍT.f:' Islendingar í sókn í upplýsingastríðinu Það er ótvirætt, að aðgerðir þær, sem rikis- stjórnin ákvað á fundi sinum 8. þm., hafa orðið til þess að vekja stóraukna athygli erlendis á málstað íslands i þorskastriðinu. Jafnframt virðist greini- legt, að stuðningurinn við islenzkan málstað hefur aukizt. Hinir brezku andstæðingar okkar eru lika byrjaðir að kvarta undan þvi, að íslendingar séu að sigra i upplýsingastriðinu. Ráðstafanir þær, sem rikisstjórnin ákvað á áðurnefndum fundi sinum, voru þessar: I fyrsta lagi var sendiherra Islands hjá Atlants- hafsbandalaginu falið að krefjast fundar i fasta- ráði bandalagsins, og itreka þar kæru íslands og greina jafnframt frá siðustu atburðum. Þessi fundur var haldinn fáum dögum siðar, eða 12. þ.m. Fregnum, sem borizt- hafa af þessum fundi, ber saman um að málflutningur Tómasar Tómassonar sendiherra hafi verið með miklum ágætum. Eink- um er þó rómuð framganga hans á blaðamanna- fundi, sem var haldinn eftir hinn lokaða fund i fastaráðinu. Þar lýsti hann ákveðið yfir þvi, að Is- lendingar myndu taka til endurskoðunar afstöðu sina til Atlantshafsbandalagsins, ef þeir fengju ekki stuðning á þeim vettvangi. Þessi yfirlýsing hefur bersýnilega vakið stóraukna athygli erlendis á alvöru þorskastriðsins. I öðru lagi ákvað rikisstjórnin að óska eftir þvi við Joseph Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, að hann kæmi hingað til lands til viðræðna við rikisstjórnina. Luns brá skjótt við, og er komu hans hingað þegar lokið. Óhætt er að segja, að þetta ferðalag hans til íslands hefur vak- ið verulega eftirtekt erlendis og hjálpað til að kynna málið og mikilvægi þess fyrir Islendinga. Það eitt er ekki litilsvert. Að öðru leyti skal ekki spáð um árangurinn af ferð Luns, en það má full- yrða, að hann hefur fullan skilning á, að hér er um stórfellt sjálfstæðismál íslendinga að ræða, og muni ekki liggja á liði sinu við að kynna það sjón- armið. I þriðja lagi ákvað rikisstjórnin að senda ráðu- neytisstjóra utanrikisráðuneytisins sem fulltrúa rikisstjórnarinnar til höfuðborga Atlantshafs- bandalagsrikjanna i Evrópu og gera rikisstjórnum þessara landa grein fyrir þvi alvarlega ástandi, sem skapazt hefur vegna yfirgangs Breta innan fiskveiðilögsógu Islands. Ráðuneytisstjórinn hefur nú þegar lokið heimsókn til flestra umræddra borga og hvarvetna verið vel tekið og ferðalag hans vakið umtal. Þess ber að vænta, að góður ár- angur verði af þessari för, en þegar hún hefur náð þvi marki að vekja aukna athygli á málstað ís- lendinga. í fjórða lagi ákvað rikisstjórnin að kalla heim sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og i Bandarikjunum og Kanada i þvi skyni að undirbúa frekari kynningu málstaðar Islands hjá aðildar- rikjum öryggisráðsins og rikisstjórnum Banda- rikjanna og Kanada. Sendiherrarnir hafa dvalizt hér i nokkra daga, en jafnframt haft samband við viðkomandi rikisstjórnir, einkum þó rikisstjórn Bandarikjanna. Ef til vill kunna einhverjir gagnrýnendur rikis- stjórnarinnar að segja, að ekkert af þessu ráði úr- slitum i þorskastriðinu. Áreiðanlega er þó ekkert vænlegra til sigurs, ásamt baráttu varðskipanna, en að vekja sem mesta athygli erlendis á þorska- striðinu og mikilvægi þess fyrir sjálfstæði Islands, að Bretar eyðileggi ekki þorskstofninn. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Keppa Chang og Wang við Teng? Chang þykir líklegastur eftirmaður Tengs ENN HEFUR það ekki verið tilkynnt opinberlega i Peking, hver verði eftirmaður Chou En-lais sem forsætisráðherra, enalmennt er þvi spáð, að það verði Teng Hsiao-ping, sem er fyrsti varaforsætisráðherra og hefur verið staðgengill Chous að undanförnu. Af þvi mátti ráða, að Chou tryði hon- um betur en öðrum og væri að undirbúa það, að hann yrði eftirmaður sinn. Af þessu hefur lika verið ályktað, að Mao bæri sérstakt traust til Tengs, og væri búinn að taka hann i sátt aftur. En þótt Teng veröi skipaður eftirmaður Chous, fer þvi fjarri, að staða hans verði eins sterk og fyrir- rennara hans. Þvi valda margar ástæður, og sú ekki veigaminnst, að Teng er orð- inn 72 ára gamall. Þvi er ekki reiknað með þvi, að hann haldi lengi um stjórnvölinn. Það þykir heldur ekki óliklegt, að hann eigi áhrifamikla keppi- nauta, sem gjarna vilji fá stöðuhansfyrren seinna. Allt, sem um þetta er rætt i erlend- um fjólmiölum, eru þó meira og minna getgátur, þvi að það fer leynt, sem gerist á æðstu stöðum i Peking. 1 AGIZKUNUM fjölmiðla" að undanförnu hafa tveir menn oftast verið nefndir sem hugs- anlegir keppinautar Tengs eða liklegir eftirmenn hans. Þeir eru gamlir samstarfsmenn frá Shanghai, þar sem menning- arbyltingin átti upptök sin 1966, og hefur þvi oft verið tal- ið, aðharðasti byltingarkjarni kommúnistaflokksins hafi ból- festu i Shanghai. öðrum þess- ara manna, Wang Hung-wen, skaut óvænt upp eftir flokks- þingið 1973, en hann var þá gerður að varaformanni i flokknum og settur i þriðja sæti i metorðastiganum, eða næst á eftir þeim Mao og Chou. Þá var i fyrstu litið svo á, að honum væri ætlað að taka við af Mao, og ætlunin væri að yngja upp flokksfor- ustuna, en Wang var þá ekki nema 37 ára gamall. Wang var siðan teflt mikið fram á árinu 1974,en þegarkom fram á árið 1975, hvarf hann alveg af sjón- arsviðinu og sást ekki i Peking fyrr en rétt fyrir áramótin sið- ustu. Sennilegt þykir, að hon- um hafi verið falið eitthvert verkefni utan Peking til að sýna hæfileika sina. t stað Wangs skaut upp nýjum manni frá Shanghai á flokks- þinginu, sem haldið var i árs- byrjun 1975. Þessi maður var Chang Chun-chiao. Hann var kjörinn annar varaforsætis- ráðherra, næst á eftir Teng, og mmmmmmam?**'!--^ Chang Chun-chiao jafnframtsettur sem eins kon- ar pólitiskur eftirlitsstjóri hjá hemum. Áhöld hafa verið tal- in um, hvor þeirra Tengs eða Changs væri valdameiri. Teng er einn af varaformönnum flokksins, en það er Chang ekki. Chang á hins vegar sæti i framkvæmdanefnd flokksins, sem fer með mest völd, en þar á Teng ekki sæti. Af þessum og fleiri ástæðum telja ýmsar heimildir nú, að Chang geti verið sá maður, sem sé likleg- astur til að keppa við Teng um forustuna, eða að taka við af honum, þegar þar að kemur. Það siðara þykir þó liklegra. CHANG CHUN-CHIAO er oft- ast talinn vera 66 ára að aldri, en sumar heimildir telja hann allt að tiu árum yngri. Litið er kunnugt um feril hans, annað en það, að hann hafi starfað sem blaðamaður, og hafi það verið upphafið að áhrifum hans innan flokksins. Eftir að kommúnistar náðu yfirráðum i Shanghai, varð hann brátt leiðtogi þeirra þar, og hefur verið það þangað til á siðasta ári, þegar hann var skipaður annar varaforsætisráðherra. Blaðamaður, sem skrifaði undir handarjaðri Changs i Shanghai, Yao Wen-yuan, rit- aði blaðagreinina, sem talin er hafa hleypt menningarbylt- ingunni 1966 af stokkunum. Þau Chang og Chiang Ching. kona Maos, eru oft talin vera frumkvöðlar hennar, en að sjálfsögðu hafi þau haft sam- þykki Maos. Fari svo. að umræddir þre- menningar forfallist af ein- hverjum ástæðum, hafa tveir menn of tast verið nefndir sem liklegir til að hlaupa I skarðið. Annar þeirra er gamall per- sónulegur vinur Chous. Yeh Chien-ying hermálaráðherra. en hann er orðinn 78 ára. Hinn er Chen Hsi-lien. sem er nii einn af varaforsætisráðherr- unum. e_n var áður háttsettur i hernum. Hann er 63 ára. Vín- átta er sögð milli hans og Tengs. Þ.t>. Teng Hsiao-ping

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.