Tíminn - 17.01.1976, Side 8

Tíminn - 17.01.1976, Side 8
8 TÍMINN Laugardagur 17. janúar 1976. Laugardagur 17. janúar 1976. TÍMINN 9 Örn O. Johnson forstjóri: Greinagerð um starfsemi Flugleiða h.f. STOFNUN FLUGLEIÐA KOM í VEG FYRIR TAPREKSTUR 1975 OG SPARAÐI DRJÚGAR FJÁRHÆÐIR í ERLENDUM GJALDEYRI Flugmálin, og hinir ýmsu þætt- ir flugrekstrar og flugsam- gangna, hafa mjög veriö i sviös- ljösi á nýliðnu ári, ekki aöeins er- lendis heldur einnig hér á iandi. 1 umræðum um þessi mál viröist sem -eriendis hafi hæst boriö hina erfiöu fjárhagsafkomu mikils fjölda flugfélaga vföa um heim, enda haft á orbi, aö sum þekkt flugfélög hafi jafnvel riöaö til falls. Orsakir þeirra erfiöleika, sem steðjað hafa að flugrekstrinum erusjálfsagtmargþættar, en ekki fer þó milli mála að meginvanda- málinhafa verið oliuhækkanirnar og almennar hækkanir rekstrar- kostnaöar á flestum sviðum vegna verðbólgu. Flugleiðir hafa auðvitað átt við þessi sömu vandamál að stríða eins og erlendu flugfélögin, og raunar I enn rikara mæli, þar sem verðbólga hefur verið meiri hér á landi en vlðast annars staðar. Auk þess jók það á erfiðleika okkar að ýms verstu áföllin á þessu sviði, svo sem olíukreppan, skullu yfir skömmu eftir stofnun Flugleiða, og áður en timi hafði unnizt til að koma við þeirri margvlslegu hagræðingu, sem sameining flugfélaganna gerir mögulega. Arið 1975 var annað heila árið, sem Flugleiðir störfuðu. Arið var nokkur prófsteinn á árangurinn af sameiningu flugfélaganna þvi það var fyrsta árið, sem við varð komið ýmsum þýðingarmiklum breytingum, sem leiddu til auk- innar hagræðingar I rekstrinum. Strax eftir stofnun félagsins, sumarið 1973, var að vísu hafizt handa um stöövun þeirrar sóunar fjármuna, sem leitt hafði af sam- keppni flugfélaganna tveggja á Evrópuleiðum, aðallega þó flug- leiðunum til Norðurlanda. Hins vegar tók það fram eftir ári 1974 að ákvarða ýms meginatriði i skipulagi Flugleiða og árið 1975 var þvl fyrsta árið, sem ýmsir jákvæðir þættir sameiningarinn- ar tóku að segja til sin. Rekstraráætlun fyrir 1975 Arið 1975 var lika hið fyrsta, sem gerö var heildarrekstrar- áætlun fyrir félögin, bæöi um flutninga og þá einnig um tekjur, gjöld og fjárstreymi. Við gerð þessarar rekstraráætlunar, sem byrjað var að vinna að um haust- ið 1974, varð auðvitað að taka tillit til þess efnahagssamdráttar, sem fariðvar að gæta bæði hérlendis og erlendis á árinu 1974, og gera mátti ráð fyrir að farið gæti vax- andi. t öllum markaðslöndum fyrirtækisins hafði verðbólgan vaxið frá árinu áður. Mest varð hún á íslandi, 43% að meðaltali, en minnst I Þýzkalandi, 7%. Þá mátti einnig gera ráð lyrir neikvæðum áhrifum af þeim far- gjaldahækkunum, sem reynzt höfðu óhjákvæmilegar vegna hinna miklu oliuhækkana, sem byrjuðu haustið 1973, og dundu yfir með miklum þunga, sérstak- lega fram eftir ári 1974, en sem dæmi um þær hækkanir má nefna, að eldsneytiskostnaður beggja félaganna varð 130 millj. krónum hærri I júlimánuði 1974 en hann hafði verið I sama mánuði árið áður, og var þó flugáætlun svipuð báða þessa mánuði. Þá blöstu þær staðreyndir við haustið 1974, að farþegum i á- ætlunarflugi yfir Norður- Atlantshaf fækkaði allveru- lega frá árinu áður og fag- mönnum kom yfirleitt saman um, að ekki væri bata að vænta á þeirri flugleið, nema síður væri, á árinu 1975. (Við lok ársins 1974 kom i ljós að heildar farþega- flutningar yfir Norður-Atlantshaf höfðu minnkað um 10.5% en flutningar Loftleiða á sömu leið þó mun minna, eða um 4.2%) Af þessari ástæðu var strax um haustið 1974 tekin sú veigamikla ákvörðun að starfrækja aðeins þrjár DC-8 flugvélar á Norð- ur-Atlantshafsleiðinni sumarið 1975,1 stað fjögurra sumarið 1974. Þessi ákvörðun var öllum ráða- mönnum Flugleiða þungbær, sér- staklega þar sem hún hafði I för með sér uppsögn 16 flugliða, en hún var nauðsynlega eins og á stóö.ogviðteljum nú, þegarhorft er til baka, að réttmæti þessarar ákvörðunar hafi sannazt á liðnu ári, enda héldu flutningar á Norð- ur-Atlantshafi áfram að dragast saman á árinu. Loks blasti það við I lok ársins 1974, að komum erlendra ferða- manna til tslands hafði fækkað um 5% frá árinu áður og fjölgun farþega með Fí og LL á Evrópu- leiðum hafði verið með minnsta móti, eða aðeins 1.9% frá árinu áður. Einnig hafði dregið úr aukningu farþegaflutninga innanlands 110.0% en þeir höfðu aukizt um 20.4% árið áður. í ljósi alls þessa og með tilliti til rekstrarafkomu fyrirtækisins undanfarandi ár, og erfiðrar fjár- hagsstööu, var talin brýn nauðsyn að gæta fyllstu varúðar við gerð rekstraráætlunar fyrir árið 1975, Skipting sölu 1975 m.a. með fækkun ferða yfir Norð- ur-Atlantshaf, svo sem áður er getið, og með þvi að halda uppi svipuðum ferðafjölda á Evrópu- leiðum og árið áður, en að fjölga þó nokkuð ferðum á innanlands- leiðum. Jafnframt var i flutningaspám og tekjuáætlunum gert ráð fyrir 10% fækkun farþega á öllum millilandaleið- um, en 10% fjölgun farþega á innanlandsleiðum. Rekstur Flugleiða árið 1975 Nú er árið 1975 gengið hjá og þvl nokkur ástæða til að skyggn- ast eftir hvernig okkur hefur farnazt, bæði hvað afköst og af- FLUGLEIÐIR HF Sætanýting B-727 Evrópuleiöir: A flugleiðunum milli Evrópu- landa voru fluttir 119.860 farþeg- ar, sem er 0.3% fleiri farþegar en árið áður (119.509). Gert hafði verið ráð fyrir samdrætti I þess- um flutningum, en þó hafði ferð- um verið fjölgað frá fyrra ári vegna mjög hárrar sætanýtingar á Norðurlandaleiðum á timabili sumarið 1974. Sætanýting lækkaði þvi I 62.9% úr 66.9% árið áður. Innanlandsflug: Fluttir voru rúml. 206.700 i innanlandsflugi og nemur aukningin um 2.7% en gert hafði verið ráð fyrir allt að 10% aukn- ingu. Sætanýting var svo til óbreytt frá árinu áður,eða 62.7% (var 62.6%). Farþegum I leiguflugi milli landa fjölgaði verulega eða um 23.8% i 32.811 og hleðslunýting I slikum flugum var 85.3%. komu snertir. Endanlegar tölur liggja auðvitað ekki fyrir ennþá, og þá sizt að þvi er varðar fjárhagsafkomuna, en farþega- flutningar fyrstu 11 mánuðina hafa verið gerðir upp og sé áætluðum flutningum siðasta mánaðar ársins bætt viðþær tölur hefúr árangur orðið sem hér greinir hvaö farþegaflutninga snertir i áætlunarflugi: Noröur-Atlantshaf: Arið 1974 fluttu Loftleiðir 282.146 farþega milli Bandarikj- anna og Evrópu, um Island. Gert hafði verið ráð fyrir 10% hækkun þeirra á árinu 1975, en fækkunin nam hins vegar 7% og farþega- fjöldinn var 262.200. Vegna fækkunar ferða batnaði sætanýt- ing og var 75.4%, en hafði veriö 72.7% árið 1974. Farþegum I Bahamaflugi með félaginu International Air Bahama fækkaði um u.þ.b. 10% og urðu þeir um 72.500. Alls fluttu flugvélar Flugfélags Islands, Loftleiða og Internation- al Air Bahama þvi um 694.000 farþega á árinu, sem er um 2.5% fækkun frá árinu 1974. Vöru- og póstflutningar félag- anna hafa ekki enn verið gerðir upp, en sýnt er að vöruflutningar hafa minnkað nokkuð á milli- landaleiðum. Varðandi f járhagsafkomu Flugleiða á liðnu ári er þvi miður ekki mikið hægt að segja enn sem komið er. Þó má gera ráð fyrir að hagnaður verði af rekstrinum, þótt ekki verði hann mikill. Reyn- ist það svo, hygg ég að við getum sæmilega við unað miðað við all- Farþegafjöldi innanlands 1975 (þús.) fluglbðirhf ar aðstæður, þ.e.a.s. samdrátt i flutningum og mikla hækkun rekstrarkostnaðar vegna verð- bólgu. Hefur þá ráðið úrslitum annars vegar takmörkun á sæta- framboði, semleiddi til betri nýtingar flugvélanna og, hins vegar, margháttuð hagræðing og spamaður i rekstri. Um þetta hvort tveggja hefur svo örugg- lega betur til tekizt en ella hefði vegna þess, að félögin höfðu verið sameinuð. Vegna sameiningar þeirra var komið i veg fyrir tap- rekstur þrátt fyrir erfitt árferði, og vegna hennar hafa sparazt drjúgar fjárhæðir i erlendum gjaldeyri, sem miklu máli skiptir fyrir þjóarbúið. FLUGLEIÐIR HF Sætanýting DC-8 Áætlanir fyrir nýbyrjað ár Nú er verið að ljúka við gerð rekstraráætlunar fyrir árið 1976. Nokkur óvissa rikir þó enn um vissa þætti sumaráætlunar, en helztu breytingar i millilanda- flugi frá liðnu sumri verða væntanlega þær, að f jölgað verði um eina ferð milli Luxembourg og Chicago, þ.e. úr 3 i 4 ferðir vikulega og I stað 2ja ferða til Osló og Stokkhólms, sem farnar voru með DC-8 flugvélum i fyrra, verða nú 3 ferðir með Boer.ing 727. Þá mun beinum ferðum til Kaupmannahafnar fjölga úr 8 i 9 og veröa tvær þeirra með DC-8. Tvær ferðir verða til Þýzkalands vikulega, hliðstætt þvi sem var sumarið 1973. Fleiri minniháttar breytingar kunna einnig að verða gerðar á sumaráætluninni frá þvi sem var I fyrra, en ekki er gert ráð fyrir neinum stökkbreyting- um, enda margt sem bendir til að hófleg bjartsýni varðandi væntanlega flutninga henti bezt á þessu nýbyrjaða ári. Rikisábyrgðir Haustið 1974 sóttu Flugleiir um rikisábyrgð fyrir tveimur erlend- um lánum. Hið fy rra, að upphæð $ 13.500.000, var til kaupa á tveimur þotum af gerðinni DC-8-63, sem Loftleiðir höfðu starfrækt um nokkurt árabil á leigukaupsamn- ingi við Seaboard World Airlines, en upphaflegt kaupverð þessara flugvéla, og núverandi markaðs- verð, er um 22 millj. dollara. Um $ 8.500.000 af leiguverði höfðu áð- ur gengið upp i kaupverð flugvél- anna. Siðara lánið, að upphæð $ 5.000.000 var ætlað til að bæta rekstrarfjárstöðu félagsins. Rikisstjórnin fól sérstakri nefnd að kanna fjárhagsstöðu félagsins ásamt rekstrar- og fjárhags- áætlunum. Að fengnu jákvæðu áliti hennar, lagði rikisstjórnin frumvarp fyrir Alþingi til að afla heimildar fyrir veitingu ábyrgð- anna og var frumvarpið, svo sem kunnugt er, samþykkt eftir nokkrar umræður. Að rikisábygð fenginni voru tekin tvö lán i Bandarikjunum, alls að upphæð 13,5 millj. dollara, og gengið frá kaupum DC-8 flug- vélanna. Hefur rúm 1 millj. doll- ara af þessum lánum nú þegar verið endurgreidd, i samræmi við gerða lánasamninga. Fyrirhugað rekstrarlán, að upphæð 5 millj. dollara hefur hins vegar ekki enn verið tekið og gæti svo farið að ekki yrði þörf á að taka það fyrst um sinn. Við teljum hins vegar mikið öryggi i þvi fólgið fyrir Flugleiðir, að eiga kost á rikis- ábyrgð fyrir sliku láni, ef nauð- synlegt reynist að bæta fjárhags- stöðu fyrirtækisins, enda er rekstrarfé þess vissulega i lág- marki. Allmiklar umræður hafa orðið um þessa rikisábyrgð og aðrar, sem Flugfélag Islands og Loft- leiðir höfðu áður fengið. Virðist svo sem sumir vilji likja þeim við beinan rikisstyrk, sem er auðvit- að hin mesta fjarstæða. Skemmst er frá að segja, að hvorugt flug- félaganna hefir nokkru sinni notið rikisstyrkja, og er liklegt að einsdæmi sé að tekizt hafi að byggja upp flugsamgöngur þjóð- ar, innanlands og við umheiminn, algjörlega án rikisstyrkja, svo sem hér hefur verið gert. I þessu sambandi skal þess og getið, að lán þau til kaupa á Fokker-flugvélum og þotunni „GULLFAXA” sem Flugfélagi íslands var veitt rikisábyrgð fyrir á sínum tima, eru nú að fullu endurgreidd og staðið hefir verið að fullu við alla lánasamn- inga Loftleiða og Flugleiða. Flugskýlisbruninn Svo sem mönnum er i fersku minni, kom upp eldur i aðalflug- skýli Flugfélags Islands á liðnum vetri og brann það ásamt verkstæðum félagsins, varahlut- um og ýmsum verðmætum tækj- um, til kaldra kola. Atburður þessiátti sérstað þann 13. janúar 1975 og er þvi I dag liðið rétt ár síðan. Svo sem að likum lætur hefir flugskýlisbruninn valdið miklum erfiðleikum fyrir flugreksturinn i heild og þá sérstaklega hjá flug- virkjum og öðrum, sem vinna að viðhaldi flugvélanna og á ýmsum verkstæðum félagsins. Aðstaða þeirra til að sinna vandasömum störfum sinum hefur verið mjög bágborin siðan flugskýlið og verkstæðin brunnu, og hafa þeir sýnt mikinn þegnskap og þolin- mæði við hinar erfiðu aðstæður. Unnið er nú að lögn hitaveitu og nýrrar raflýsingar i það flugskýli Flugfélagsins, sem áður var að- eins notað til geymslu flugvél- anna, en það hefur verið notað til viðhalds Eokker-flugvélanna siðan hitt skýlið brann og munu aðstæður batna nokkuð að þvi loknu.Viðunandiverður ástandið i þessum málum þó ekki fyrr en byggt hefur verið nýtt skýli, ásamt verkstæðum, og er unnið að þvi að það mál komist i höfn á þessu ári. Áróður gegn Flugleiðum A nýliðnu ári, þá sérstaklega I siðasta mánuði þess, hefur marg- vislegum áróðri verið uppi haldið gegn Flugleiðum. Kennir þar margra grasa, en að ýmsum dylgjum slepptum, sem ekki geta talizt svaraverðar, má greina eftirfarandi tvö meginatriði áróð- ursins: I fyrsta lagi: Að fargjöld á áætlunarleiðum innanlands og milli lands séu ó- eðlilega há og hið sama gildi um verð Kanarieyjaferða. 1 öðru lagi: Að með sameiningu flugfélag- anna hafi þau náð einokunarað- stöðu, sem hættuleg sé og leiða muni til hærri fargjalda til tjóns fyrirallan almenning. Þvi beri að heimila samkeppni á áætlunar- leiðum af hálfu innlendra aðila. - O - Ég tel ekki rétt að ljúka svo máli minu að ekki sé fullyrðing- um þessum gerð nokkur skil, með lýsingu staðreynda eða með rökfærslum, eftir þvi sem við á. Fargjöld Vikjum fyrst að fargjöldum á áætlunarleiðum. Gerður hefur verið samanburður á innanlands- fargjöldum okkar og flugfar- gjöldum innan hvers hinna þriggja skandanavisku landa, Danmerkur, Noregs og Sviþjóð- ar, á hliðstæðum vegalengdum. Miðað er við þrjár flugleiðir okk- ar, þ.e stytztu flugleiðina, sem er milli Reykjavikur og Vestmanna- eyja, millivegalengd sbr. Reykja- vlk—Akureyri og hlutfallslega langa flugleið eins og Reykja- vik— Hornafjörður. Þessi saman- burður sýnir, að i þessum nágrannalöndum okkar eru innanlandsfargjöld mun hærri en hér, eða, sé tekið meðaltal far- gjaldanna á Norðurlöndum, eru þau 95% hærri á stytztu vega- lengdinni, 83% hærri á millivega- lengd og 86% hærri á lengstu leið- inni, eða m.ö.o. næstum helm- gingi hærri á öllum leiðum, en fargjöld eru hér á landi. Sé fargjaldið frá Reykjavik til Kaupmannahafnar borið saman við fargjöld frá öllum fjórum höfuðborgum hinna Norðurland- anna til staða i fjarlægð, kemur i ljós, að þau eru öll hærri, þetta frá 18 upp I 42% eða að meðaltali 34% hærri. Við þetta má svo bæta þvi, að Flugfélag Islands hefur um langt árabil verið aðili að sambandi þeirra Evrópuflugfélaga, sem eru meðlimir IATA, en samband þetta safnar árlega upplýsingum um tekjur og gjöld þeirra félaga, sem eru innan vébanda þess. Meðal þeirra upplýsinga, sem þar koma fram eru rauntekjur félag- anna, eða nyt eins og það hefur verið kallað, miðað við hvern far- þega-kilómetra. Tekjur Flug- félags Islands hafa ætið verið langlægstar allra félaganna fyrir hverja slika einingu og voru t.d. fyrir árið 1974 rúmlega 40% lægri en meðalnyt meðlima sambands- ins. Kanaríey ja ferðir: Þá hefur þvi verið haldið fram, að tilkoma samkeppnisaðila i Kanarieyjaflugi hafi leitt til lækk- unar á verði þeirra ferða. Stað- reyndir erhins vegarsú, að þegar Flugfélag Islands hf. hóf braut- ryðjendastarf sitt i vetrarorlofs- ferðum með flugi til Kanarieyja fyrir 5 árum, siðan var verði á þeim ferðum haldið i algjöru lág- marki og tekið fullt tillit til hinnar auknu nýtingar flugvéla og áhafna, sem gerði kleift að bjóða hið lága verð. Hefur verið stefnt að þvi, aðhalda verði sem lægstu i þessum ferðum æ siðan og hafa hækkanir á þeim ekki fylgt verð- lags- og kauphækkunum. Þegar hinn nýji aðili kom til skjalanna fyrir ári siðan var þvi ekki um lægra verð að ræða af hans hálfu, a.m.k. ekki' svo þýðingu hefði. Rétt er að það komi fram hér, Frh. á bls. 15 Flugflotí AFKASTAGETA DC-8 sæti burðargeta A^ 249 46 * ~ | B-727 126 20 F-27 48 5,5 TONN Farþegaflutningur í millilandaflugi 1975 (þú&i Skipting kostnadar 19Z5 VEXTIR FLUGREKSTUR ~l ÁLMENNUR REKSTUR ------------ OG STJÓRNUN AFGREIÐSLU-OG SALA OG AUGLYSINGAR STÖÐVAKOSTN. HAGDEILD 5/1 1976 Skipting tekna í flugrekstri 1975 PÓSTUR LEIGUFLUG FARPEGAR FRAGT Starfsmannafjöldi Flugleida - þróun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.