Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. janúar 1976. TÍMINN M I VEG FYRIR ARAÐI DRJÚGAR GJALDEYRI Skipting kostnadar 1975 ráð fyrir neinum stökkbreyting- um, enda margt sem bendir til að hófleg bjartsýni varðandi væntanlega flutninga henti bezt á þessu nýbyrjaða ári. Rikisábyrgðir Haustið 1974 sóttu Flugleiir um rikisábyrgð fyrir tveimur erlend- um lánum.Hið fyrra, að upphæð $ 13.500.000, var til kaupa á tveimur þotum af gerðinni DC-8-63, sem Loftleiðir höföu starfrækt um nokkurt árabil á leigukaupsamn- ingi við Seaboard World Airlines, en upphaflegt kaupverð þessara flugvéla, og núverandi markaðs- verð, er um 22 millj. dollara. Um $ 8.500.000 af leiguverði höfðu áð- ur gengið upp i kaupverð flugvél- anna. Siðara lánið, að upphæð $ 5.000.000 var ætlað til að bæta rekstrarfjárstöðu félagsins. Rikisstjórnin fól sérstakri nefnd að kanna fjárhagsstöðu félagsins ásamt rekstrar- og fjárhags- áætlunum. Að fengnu jákvæðu áliti hennar, lagði rikisstjórnin frumvarp fyrir Alþingi til að afla heimildar fyrir veitingu ábyrgð- anna og var frumvarpið, svo sem kunnugt er, samþykkt eftir nokkrar umræður. Að rikisábygð fenginni voru tekin tvö lán i Bandarikjunum, alls að upphæð 13,5 millj. dollara, og gengið frá kaupum DC-8 flug- vélanna. Hefur rúm 1 millj. doll- ara af þessum lánum nú þegar verið endurgreidd, i samræmi við gerða lánasamninga. Fyrirhugað rekstrarlán, að upphæð 5 millj. dollara hefur hins vegar ekki enn verið tekið og gæti svo farið að ekki yrði þörf & að taka það fyrst um sinn. Við teljum hins vegar mikið öryggi i þvi fólgið fyrir Flugleiðir, að eiga kost á rfkis- ábyrgð fyrir sliku láni, ef nauð- synlegt reynist að bæta f járhags- stöðu fyrirtækisins, enda er rekstrarfé þess vissulega i lág- marki. Allmiklar umræður hafa orðið um þessa rikisábyrgð og aðrar, sem Flugfélag Islands og Loft- leiðir höfðu áður fengið. Virðist svo sem sumir vilji likja þeim við beinan rikisstyrk, sem er auðvit- að hin mesta fjarstæða. Skemmst er frá að segja, að hvorugt flug- félaganna hefir nokkru sinni notið rfkisstyrkja, og er liklegt að einsdæmi sé að tekizt hafi að byggja upp flugsamgöngur þjóð- ar, innanlands og við umheiminn, algjörlega án rikisstyrkja, svo sem hér hefur verið gert. 1 þessu sambandi skal þess og getið, að lán þau til kaupa á Fokker-flugvélum og þotunni „GULLFAXA" sem Flugfélagi íslands var veitt rikisábyrgð fyrir á sinum tima, eru nii að fullu endurgreidd og staðið hefir verið að fullu við alla lánasamn- inga Loftleiða og Flugleiða. AFKASTAGETA sæti 249 burðargeta 46 "\ 126 20 ^fc^ 48 5,5 TONN Flugskýlisbruninn Svo sem mönnum er i fersku minni, kom upp eldur i aðalflug- skýli Flugfélags Islands á liðnum vetri og brann það ásamt verkstæðum félagsins, varahlut- um og ýmsum verðmætum tækj- um, til kaldra kola. Atburður þessiátti sérstað þann 13. janiiar 1975 og er þvi i dag liðið rétt ár siðan. Svo sem að likum lætur hefir flugskýlisbruninn valdið miklum erfiðleikum fyrir flugreksturinn I heild og þá sérstaklega hjá flug- virkjum og öðrum, sem vinna að viðhaldi flugvélanna og á ýmsum verkstæðum félagsins. Aðstaða þeirra til að sinna vandasömum störfum sinum hefur verið mjög bágborin siðan flugskýlið og verkstæðin brunnu, og hafa þeir sýnt mikinn þegnskap og þolin- mæði við hinar erfiðu aðstæður. Unnið er nú að lögn hitaveitu og nýrrar raflýsingar i það flugskýli Flugfélagsins, sem áður var að- eins notað til geymslu flugvél- anna, en það hefur verið notað til viðhalds Eokker-flugvélanna slðan hitt skýlið brann og munu aðstæður batna nokkuð að þvi loknu. Viðunandi verður ástandið i þessum málum þó ekki fyrr en byggt hefur verið nýtt skýli, ásamt verkstæðum, og er unnið að þvi að það mál komist i höfn á þessu ári. Áróður gegn Flugleiðum A nýliðnu ári, þá sérstaklega i siðasta mánuði þess, hefur marg- vislegum áróðri verið uppi haldið gegn Flugleiðum. Kennir þar margra grasa, en að ýmsum dylgjum slepptum, sem ekki geta talizt svaraverðar, má greina eftirfarandi tvömeginatriði áróð- ursins: í fyrsta lagi: Að fargjöld á áætlunarleiðum innanlands og milli lands séu ó- eðlilega há og hið sama gildi um verð Kanarieyjaferða. 1 öðru lagi: Að með sameiningu flugfélag- anna hafi þau náð einokunarað- stöðu, sem hættuleg sé og leiða muni til hærri fargjalda til tjóns fyrirallan almenning. Þvi beri að heimila samkeppni á áætlunar- leiðum af hálfu innlendra aðila. O Ég tel ekki rétt að ljúka svo máli minu að ekki sé fullyrðing- um þessum gerð nokkur skil, með lýsingu staðreynda eða með rökfærslum, eftir þvi sem við á. Fargjöld Vfkjum fyrst að fargjöldum á áætlunarleiðum. Gerður hefur verið samanburður á innanlands- fargjöldum okkar og flugfar- gjöldum innan hvers hinna þriggja skandanavisku landa, Danmerkur, Noregs og Sviþjóð- ar, á hliðstæðum vegalengdum. Miðað er við þrjár flugleiðir okk- ar, þ.e stytztu flugleiðina, sem er milli Reykjavikur og Vestmanna- eyja, millivegalengd sbr. Reykja- vík—Akureyri og hlutfallslega langa flugleið eins og Reykja- vik—Hornafjörður. Þessi saman- burður synir, að i þessum nágrannalöndum okkar eru innanlandsfargjöld mun hærri en hér, eða, sé tekið meðaltal far- gjaldanna á Norðurlöndum, eru þau 95% hærri á stytztu vega- lengdinni, 83% hærri á millivega- lengd og 86% hærri á lengstu leið- inni, eða m.ö.o. næstum helm- gingi hærri á öllum leiðum, en fargjöld eru hér á landi. Sé fargjaldið frá Reykjavik til Kaupmannahafnar borið saman við fargjöld frá öllum fjórum höfuðborgum hinna Norðurland- anna til staða i fjarlægð, kemur i ljós, að þau eru öll hærri, þetta frá 18 upp i 42% eða að meðaltali 34% hærri. Við þetta má svo bæta þvi, að Flugfélag tslands hefur um langt árabil verið aðili að sambandi þeirra Evrópuflugfélaga, sem eru meðlimir IATA, en samband þetta safnar árlega upplýsingum um tekjur og gjöld þeirra félaga, sem eru innan vébanda þess. Meðal þeirra upplýsinga, sem þar koma fram eru rauntekjur félag- anna, eða nyt eins og það hefur verið kallað, miðað viðhvern far- þega-kilómetra. Tekjur Flug- félags Islands hafa ætið verið langlægstar allra félaganna fyrir hverja slika einingu og voru t.d. fyrir árið 1974 rúmlega 40% lægri en meðalnyt meðlima sambands- ins. Kanaríey ja f erðir: Þá hefur þvi verið haldið fram, að tilkoma samkeppnisaðila i Kanarieyjaflugi hafi leitt til lækk- unar á verði þeirra ferða. Stað- reyndirerhins vegarsú, að þegar Flugfélag Islands hf. hóf braut- ryðjendastarf sitt I vetrarorlofs- ferðum með flugi til Kanarieyja fyrir 5 árum, siðan var verði á þeim ferðum haldið I algjöru lág- marki og tekið fullt tillit til hinnar auknu nýtingar flugvéla og áhafna, sem gerði kleift að bjóða hiö lága verð. Hefur verið stefnt að þvi, að halda verði sem lægstu i þessum ferðum æ siðan og hafa hækkanir á þeim ekki fylgt verð- lags- og kauphækkunum. Þegar hinn nýjí aðili kom til skjalanna fyrir ári siðan var þvi ekki um lægra verð að ræða af hans hálfu, a.m.k. ekki'svo þýðingu hefði. Rétt er að það komi fram hér, Frh. á bls. 15 Farþegaflutningur í millilandaflugi 1975 (þús.) HEILDARFARÞEGAFJOLDI 1975- 487.364 __________1974- 510.604 FÆKKUN- 23.240 VEXTIR FLUGREKSTUR ALMENNUR REKSTUR OG STJÓRNUN AFGREIÐSLU-OG STÖÐVAKOSTN. HAQDBLD 5/1 1076 SALA OG AUGLYSINGAR Skipting tekna í flugrekstri 1975 PÓSTUR LEIGUFLUG Starfsmannafjöldi Flugleida - þróun FlugvirkjarLUX . 991 LL1232 HOTEL ESJA '74 60\ 75 FL1575 FL FI448Í 1779 1635 1624 HAGO. 5/1 107S'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.