Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. janúar 1976. TÍMINN 13 |f JiH.Ih! 1111 Kettir í fanta höndum Eyþór Erlendsson skrifar: „Hinn 9. des. sl. birtist í Tim- anum furðuleg grein, eftir Tóm- as H. Sveinss. Rúsinan i þeim pylsuenda er sú, að hann skorar á Dýraverndunarfélagið að þakka tveimur drengjum bréf- lega fyrir meðferð á ketti nokkrum, sem þeir murkuðu lif- ið úr á mjög svo vitaverðan hátt. Allir vita, að ýmsar bros- legar hugmyndir einstakra manna eru stundum opinberað- ar á siðum dagblaðanna, en þó mun þessi fáránlegri þeim flest- um. Greinarhöfundur rekur gang þessa ógeðfellda máls og er sýnilegt, að öll hans frásögn byggist eingöngu á upplýsing- um frá þeim hinum sömu drengjum, sem ódæðisverkið unnu. Og ekki leynir sér, að hann trúir hverju þeirra orði, enda augljóst mál, að þeir eru i hans augum gæzkan sjálf holdi klædd og framkvæmdu þennan verknað éinungis i góðum til- gangi. Virðingarleysi fyrir sannleik- anum hygg ég að sé nokkuð al- mennt nú orðið, og er það einn af löstum þeim, sem siglt hafa i kjölfar bættra lifskjara. Hin uppvaxandi kynslóð er þeim eídri siztbetri i þessum efnum, en þegar um óknyttastráka er að ræða mun til þess þurfa meiri en meðaltrúgirni, að láta þá sannfæra sig undir svona kring- umstæðum. Hafi það hins vegar við rök að styðjast, sem óliklegt er, að lög- reglan hafi beinlinis neitað drengjunum um þá bón, að af- lifa köttinn, þá hafa þeir sömu laganna verðir að sjálfsögðu brugðizt skyldu sinni. En af ein- hverjum dularfullum ástæðum virðist drengjunum hafa gleymzt að snúa sér til Dýra- verndunarfélagsins, sem i þessu tílviki lá beinast við að gera, og hlýtur að vekja slæmar grun- semdir. T.H.S. upplýsir i grein sinni, aðkötturinn hafi verið „bundinn og hengdur upp á snaga” og sið- an barinn i hel. Þó ótrúlegt sé, virðist hann ekkert hafa við þessa drápsaðferð að athuga og telur það aukaatriði hvort dýrið dóvið fyrsta högg eða ekki, sem er furðulegt sjónarmið. Það vill nú svo til, þö að baga- legt sé að sjálfsögðu fyrir um- ræddan greinarhöfund og vinina hans tvo, að frá þessu atviki hefur einnig verið sagt i Dag- blaðinu, og er þar um mál þetta fjallað á allt annan og trúverð- ugri hátt, enda sjálfir sökudólg- arnir þá ekki heimildarmenn- irnir. Þar segir, að margnefndir drengir, sem eru 14 og 16 ára gamlir, lifi „að sögn gjörsam- lega i hryllingsheimi banda- riska söngvarans og hryllings- ins Alice Cooper, eigi allar hljómplötur hans, og hafi vegg- fóðrað herbergi sin með mynd- um af honum”. Ennfremur seg- ir i sömu grein: „Kettinum, sem var heimilisköttur, var hent út á gaddinn og notuðu piltarnir tækifærið til að svala ofbeldis- fýsn sinni á honum”. Væri ó- neitanlega fróðlegt fyrir höfund Timagreinarinnar, að kynna sér þessa hlið málsins. t beinu áframhaldi af upplýs- ingum þessum i Dagblaðinu, og i sömu grein, er frá þvi sagt, að óþokkar i' Breiðholtinu hafi farið með kött „upp á efstu hæð i blokk og fleygt honum niður á götu”. Kötturinn drapst þó ekki og var hann þá settur i rusla- tunnu og siðan kveikt i. Glæpastarfsemi af þessu tagi virðist vera býsna algeng i þétt- býlinu nú á timum, og er óhugn- anlegt til þess að vita. Dýrin þurfa þvi vissulega á hjálp allra sinna vina að halda, og mega þeir dcki undir nokkrum kring- umstæðum dotta á verðinum. — Tökum höndum saman og veit- um dýraniðingum það aðhald, sem torveldar þeim að koma sinum illu áformum i fram- kvæmd. Tónlistarverðlaun Norður- landaróðs veitt í næstu viku Verk eftir Atla Heimi og Lejf Þórarinsson lögð fram af okkar hólfu Þriðjudaginn 20. janúar kemur dómnefndin um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 1976 saman i Kaupmannahöfn til að ákveða, hvaða tónverk skuli hljóta verðlaun. Verðlaunin eru 50.000 danskar krónur. Eftirtalin tónverk hafa verið lögð fram: Danmörk: Pelle Gudmundsen — Holmgreen: Einleiksverk fyrir rafmagnsgitar, og Ib Nörholm: 3. sinfónía „Day’s nightmare 1”. Finnland: Einar Englund: Pinaókonsert nr. 2, og Aulis Sallinen: „Ratsumies” („Riddarinn”) ópera. Island: Atli Heimir Sveinsson: Konsert fyrir flautu og hljóm- sveit, og Leifur Þórarinsson: „Angelus domini” fyrir sópran, einleik og kammerhljómsveit. Noregur: Antonio Bibalo: „Fröken Julie” (kammerópera), og Kare Kolberg: „Hakena anit” (Kanverska konan”), sjónvarps- listdans. Sviþjóð: Lars-Gunnar Bodin: „Syner” (fyrir hljómband) og Svend-David Sandström: „Through and through” (fyrir hljómsveit) Tónlistarverðlaununum var út- hlutað fyrsta sinn árið 1965. í upphafi var ákveðið að veita þau þriðja hvert ár, en 1969 var þvi breytt i annað hvert ár. Til þess hafa hlotið þau eftirtalin tónskáld fyrir tilgreind tónverk: 1965: Karl-Birger Blomdahl: Óperan „Aniara”. 1968: Joonas Kokkonen: 3. sinfónian 1970: Lars Johan Werle: Kammeróperan „Drömmen om Therese”. 1972: Arne Nordheim: „Eco” (tónverk fyrir hljómsveit og kór). 1974: Per Nörgaard: Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið „Gilgamesh” (kammerópera) Verðlaununum verður nú út- hlutað i sjötta skipti. Dómnefndina skipa tveir aðal- mennog einn varamaður frá hverju landi. Fulltrúar hvers landsleggja fram i mesta lagi tvö tónverk eftir tónskáld sem eru á lifi. Við ákvörðun um úthlutun verðlauna eru tveir fulltrúar frá hverju landi, tiu menn samtals. Tónverk sem koma til greina, eru sinfóniur, kammertónlist, leikræn tónlist eða önnur laga- smið, sein fullnægir listrænum kröfum á háu stigi. Við úrskurð er höfð hliðsjón af tónverkum, sem hafa verið frumflutt á siðustu ár- um. eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. til 31. janúar 1976. Hörpudiskur i vinnsluhæfu á- standi, 6 sm á hæð, og yfir, hvert kg... kr. 26.00. Verðið er miðað við, að seljendur skili hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskips, og skal hörpudiskurinn veginn á bflvog af löggiltum vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Framleiðslueftirlits sjávarafurða, og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslu- stað. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda i nefndinni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Gamaliel Sveinsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Jón Sigurðsson og Kristján Ragnars- son af hálfu seljenda og Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson og Marias Þ. Guðmundsson af hálfu kaupenda. Ný söngkona heldur tónleika Ragnheiður Erna Guðmundsdóttir, mezzo- sópransöngkona heldur tón- leika i sal Tónlistarskóla Kópavogs að Hamraborg II, 3. hæð, sunnudaginn 18. janúar kl. 16.00. Undirleik annast Guðmundur Jónsson pianó- leikari. Ragnheiður Erna er að ljúka burtfararprófi i ein- söng við Tónlistarskóla Kópa- vogs, en hún hefur stundað nám hjá Eliasbetu Erlings- dóttur. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Brahms, Sibelius og R. Strauss. Einnig syngur hún lög eftir islenzk tónskáld. Verð á hörpudiski til mdnaðarmóta Ný og betri skipan á tryggingarmólum borgarinnar — byggð á tillögum Kristjdns Benedikts- sonar, borgarfulltrúa Framsóknarmanna BH-Reykjavik. — „Borgarstjórn samþykkir sem meginreglu, að fyrst um sinn skuli eftirfarandi tryggingar borgarinnar vera i gildi, auk lög- og samningsbund- inna trygginga: a. Núgiidandi ferða- og slysa- tryggingar starfsmanna. b. Núgildandi ábyrgðartrygg- ingar. c. Tryggingar BUR, að þvf er tekur til skipareksturs og birgða. d. Vörur i flutningi og geymslu á vegum Innkaupastofnunar. e. Frjálsar tryggingar, þar sem tryggingarverðmæti á sama stað og raunverðmæti eru yfir 25 milljónir króna. Aðrar tryggingar falli niður frá lokum yfirstandandi tryggingar- timahiis, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi að mati borgar- stjórnar. Sú meginstefna skal gilda, að ofangreindar tryggingar séu boðnar út. Hagsýslustjóra er falið að semja nánari reglur um fram- kvæmd tryggingarmála.” Svofelld tillaga borgarstjóra var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag. Meðal þeirra, sem til máls um þessa tillögu, var Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem fagn- aði þessari tillögu, og benti á, að þarna gæfi að lita árangur af tillöguflutningi hans frá þvi um miðjan október sl„ en þá bar Kristján Benediktsson fram svo- hljóðandi tillögu i borgarstjórn: „Borgarstjórn samþykkir að segja upp frá 1. janúar n.k. öllum tryggingum, öðrum en skyldu- tryggingum, sem nú eru i gildi hjá borginni og stofnunum henn- ar. Þau tjón, sem verða kunna á þeim munum, sem falla úr trygg- ingu, verði greidd af rekstrar- eða framkvæmdafé borgarinnar eða viðkomandi stofnunar. Þá samþykkir borgarstjórn að hagsýslustjóri, i sainvinnu við borgarendurskoðanda, kanni og skili um það áliti til borgar- ráðs hvort ástæða sé til i ein- stökum tilvikum, að borgin og stofnanir hennar kaupi sérstakar tryggingar. Verði um slikt að ræða, samþykkir borgarstjórn, að þær tryggingar verði ávalit boðnar út á frjálsum markaði." Kvað Kristján Benediktsson i ræðu sinni ástæðu til að fagna þvi. að nýrri og bættri skipan skuli nú komið á tryggingamál borgarinn- ar. Þau hefðu verið i hinum versta ólestri, en það stæði vissu- lega mjög til bóta með þessu skrefi. í==l?VS*» XÍvtwízfXík 4" _■. , llllllllll 11111111111 ífi J/ Menntamálaráðuneytið, MB| 13. janúar 1976. || Laus staða Staða forstöðumanns Mannfræðistofnunar Háskóla Is- lands er laus til umsóknar. Askilið er að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi i mannfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með itarlegum upplýsingum um ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 15. febrúar nk. Kirkjugarðar Reykjavíkur Munum væntanlega ráða næsta sumar unglinga til vinnu i kirkjugörðunum eins og verið hefur. Aldurslágmark er 15 ár (f. 1961). Þar sem búast má við fleiri umsóknum en unnt er að sinna, verður útdráttur látinn ráða hverjir fá vinnu. Umsóknir sendist skrifstofu kirkjugarð- anna fyrir 1. marz 1976. Þeir sem hafa sótt nú þegar þurfa ekki að endurnýja umsóknir sinar. Kirkjugarðar Reykjavikur. Til sölu Mach vörubifreið, 2 hásinga, með framdrifi og spili, 200 hö. scania vél. Nýr pallur og sturtur, snjótönn fylgir. Upplýsingar gefur: Sigurður Stefánsson, Flögu, Skriðdal, S-Múl. Sími um Geiróifsstaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.