Tíminn - 17.01.1976, Qupperneq 15

Tíminn - 17.01.1976, Qupperneq 15
Laugardagur 17. janúar 1976. TÍMINN 15 o Flugleiðir að Flugleiðir munu framvegis sem hingað til stefna að þvi að halda uppi ferðum til sólarlanda á lægstu gjöldum sem við verður komið, án tillits til þess hvort þar verður um samkeppni að ræða eða ekki. Einokunargrýlan Hér er komið að þeim þætti áróðursins gegn Flugleiðum, sem telja verður þann skaðlegasta, og jafnframt þann hættulegasta sé stefnt að þvi, sem hlýtur að vera þjóðinni kappsmál, að samgöng- urnar við landið séu sem mest í höndum landsmanna sjálfra. Það getur hins vegar aldrei orðið ef leyft verður að vega að þeim að- ila, sem tilnefndur hefur verið til aðhalda uppi áætlunarflugi til og frá landinu, með óeðlilegri og skaðlegri samkeppni. Aðeins með sterku islenzku flugfélagi getum við eygteinhverja von um að geta sjálfir að mestu annazt flugsam- göngur okkar. Samkeppnin mun örugglega koma utan frá og það mun þurfa styrk til að mæta henni. Þá er og þess að minnast í sam- bandi við sameiningu flugfélag- anna, að til hennar var stofnað af yfirvöldum landsins, fyrrverandi samgöngu- og fjármáláráðherr- um með vitund og samþykki þá- verandi rikisstjórnar. Allur flugrekstur er háður leyf- um yfirvalda og gagnkvæmum millirikjasamningum. Hann er ekki frjáls eins og siglingar á sjó. Viðkomandi yfirvöldum ber þvi að annast stefnumótun i þessum málum, eða a.m.k. að taka ábyrgan þátt i henni. Það var það, sem fyrrverandi rikisstjórn gerði og sýndi þá, að minu mati, stjórnvizku og framsýni sem ætla má að verði þjóðinni til góðs um langa framtið, verði málum fylgt eftir svo sem til var stofnað. - En ýmsir eru ókunnugir sögu þessa máls og aðrir sem kunnugri eru, kunna að hafa gleymt ýmsum þáttum henn- ar. Astæða er þvi til að rifja hana upp mönnum til fróðleiks og skilnings. Til þess þarf aðeins að skyggnast þrjú stutt ár afturi timann. Þá, eins og nú, héldu islenzku flugfélögin, Flugfélag tslands og Loftleiðir, uppi áætlunarferðum milli Is- lands og nágrannalandanna, þá i samkeppni hvort við annað, nú i samstarfi. Það skeði þá dag nokkurn f vetrarbyrjun, nánar til tekið þann 3. nóvember 1972, að báðum flugfélögunum barst sam- hljóða bréf frá þáverandi sam- gönguráðherra, svohljóðandi: „Flugmálastjóri hefur skýrt ráðuneytinu frá fyrirætlun Flug- félags tslands hf., og Loftleiða h.f, um flug félaganna á flugleið- inni milli tslands og Noregs, Dan- merkur og Sviþjóðar á þessum vetri. Hefur flugmálastjóri varað við hinni hörðu samkeppni félaganna, sem stofni reksturs- öryggi þeirra i hættu. Flugráð hefur fjallað um málið og fylgir bráðabirgðaálit flugráðs hjálagt, dags. 26. f.m. Ráðuneytið er sammála flug- ráði um, að nauðsynlegt sé af þjóðhagslegum orsökum að draga úr innbyrðis samkeppni is- lenzku flugfélaganna, að þau taki nú þegar upp viðræður um ráð- stafanir til að draga úr sam- keppni sinni á Norðurlandaleið- unum. Hafi ekkert komið fram um næstu mánaðamót um sameigin- legar aðgerðir félaganna til að draga verulega úr samkeppni á téðum flugleiðum, mun ráðuneyt- ið óska tillagna flugráðs um skiptingu umræddra flugleiða milli félaganna samkvæmt þvi, sem segir i niðurlagi bréfs flug- ráðs.” Eftir nokkra yfirvegun málsins ákváðu flugfélögin „að taka upp viðræður sin á milli til að draga úr samkeppni sinni á Norður- landaleiðunum”, eins og það var orðað og fóru þess á leit við sam- gönguráðherra að rikisstjórnin tilnefndi hlutlausan aðila til að veita hugsanlega aðstoð við viðræður félaganna. Þann 24. sama mánaðar barst svo flugfélögunum samhljóða svarbréf frá þáverandi fjármála- ráðherra, „ritað i samráði við og með samþykki samgönguráðu- neytisins”, svohljóðandi: „Ráðuneytið hefur að undan- fömu að gefnu tilefni tekið til ihugunar rekstrarafkomu is- lenzku flugfélaganna m.a. vegna samkeppnisflugs þeirra á flug- leiðum til og frá íslandi til ann- arra Evrópulanda. Er það viðhorf ráðuneytisins byggt á fyrirliggj- andi upplýsingum, að núverandi skipan þessara mála sé áhyggju- efni, stefni rekstri beggja aðila i hættu og sé þjóðhagslega óhagkvæm. Ráðuneytið vill með þessu bréfi staðfesta þetta viðhorf sitt, sem , það hefur áður látið i ljós munn- lega við báða aðila og leggur mikla áherzlu á, að flugfélögin gangi til samninga um samvinnu um flutninga (pool-samninga) á þeim flugleiðum, sem félögin bæði þjóna, svo og samninga um viðhaldsþjónustu og skrifstofu- hald á þeim stöðum erlendis, þar sem bæði félögin hafa starfsemi. Jafnframt er lögð áherzla á, að samhliða geri félögin áætlun, þar sem stefnt verði að nánari sam- vinnu og samruna félaganna innan tiltekins árafjölda, ef það telst hagkvæmt við athugun málsins. t samræmi við framkomnar óskir flugfélaganna beggja, eru ráðuneyti fjármála og sam- gangna sameiginlega reiðubúin til þess að tilnefna fulltrúa til þess að leiða umræður vegna áður- nefndrar samvinnu og hafa falið Brynjólfi Ingólfssyni, ráðuneytis- stjóra, það starf af sinni hálfu. Jafnframt eru starfandi fulltrúar þessa ráðuneytis, samgöngu- ráðuneytis og Seðlabankans um þessi mál, Hörður Sigurgestsson, sérfræðingur, ólafur S. Valdi- marsson, skrifstofustjóri og Sigurgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri. Munu þeir verða Brynjólfi Ingólfssyni til aðstoðar vegna þessa máls, og er þess ósk- að, að þeir sitji sameiginlega fundi með félögunum eftir þvi sem ástæða þykir til.” Flestir þekkja svo framhald málsins, en það fólst i viðtækum og viðamiklum samningaviðræð- um flugfélaganna með aðstoð tilnefndra fulltrúa rikisstjórnar- innar, sem stóðu það sem eftir var vetrar 1972-73 og lyktaði með samkomulagi þeirra i april 1973 um sameiningu. Var samkomu- lagsgrundvöllurinn siðan sam- þykktur á aðalfundi beggja félag- anna þann 28. júni 1973 og Flug- leiðir tóku til starfa þann 1. ágúst sama ár. Aður en málið kom fyrir aðal- fundi félaganna þótti rétt að fá þann skilning flugfélaganna stað- festan af samgönguráðuneytinu að eftir sameiningu þeirra yrði þeim veitt einkaleyfi á „áætlunarflugi til útlanda”. I svarbréfi samgönguráðherra, dags. 25. júní 1973, segir svo um þetta atriði: „Ráðuneytið minnir á, að Flug- félag Islands h.f. og Loftleiðir h.f. hafa annaðhvort eða bæði allt frá þvi fyrsta verið tilnefnd af Is- lands hálfu til að njóta þeirra réttinda, sem Island hefur haft, samkvæmt loftferðasamningum við önnur ríki (designated airlines), hafi félögin viljað starfrækja flug á viðkomandi flugleiðum. Telur ráðuneytið ekki neina ástæðu til að gera ráð fyrir, að breyting verði á þessari stefnu, þótt yfirstjórn félaganna verði sameinuð, nema siður sé. Ráðu- neytið minnir á að opinber stjórn- völd hafa átt frumkvæði að sameiningartilraunum flugfélag- anna og hlýtur rökrétt afleiðing þeirrar stefnu að vera Sú, að sam- einað flugfélag, eða núverandi flugfélög, sem verða undir þess yfirstjórn, verði tilnefnd til að njóta allra þeirra réttinda til reglubundins áætlunarflugs, á erlendum flugleiðum, sem tsland hefur samkvæmt loftferða- samningum, og það eða þau vilja nýta.” Ekki er þörf a orðlengja þetta frekar, en vegna ádeilna og blaðaskrifa taldi ég fulla ástæðu til að rifja það upp hér og nú. — O - Að lokum þetta: íslenzka þjóðin glataði sjálfstæði sinu þegar hún bar ekki lengur gæfu til að standa saman, en sóaði þess í stað kröftum sin- um i innbyrðis deilur i þýðingar- mestu málum. Sumir virðast telja, að með sameiningu flugfélaganna innan Flugleiða hafi skapazt fyrirtæki, sem sé of stórt, of mikið bákn. Þetta er mikil skammsýni. Stærð er auðvitað afstætt hugtak og fer eftir þvi við hvað er miðað. Sé mi- að við önnur islenzk fyrirtæki ber að játa að Flugleiðir er i hópi hinna stærðstu þeirra. Sé aftur á móti miðað við þau flugfélög i ná- grannalöndum okkar, sem rétt eiga á að stofna til samkeppni um áætlunarflug til og frá landi okk- ar, þá er Flugleiðir aðeins peð. Ein af megin forsendum þess að þjóðin haldi endurheimtu sjálfstæði er sú, að hún sé fær um að annast sjálf samgöngurnar við landið,hvort heldur er á legi eða i lofti. Forsenda þess er aftur á móti sú, að hún hafi yfir að ráða sterkum fyrirtækjum. Reglu- bundnum og öruggum flugsam- göngum verður ekki uppi haldið án styrks og stærðar, fjármagns og kunnáttu. Islendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af stærð Flugleiða heldur af smæð, félagsins. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARSTJÓRI óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á Flókadeild spitalans. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkona deildar- innar i sima 16630. FÓSTRA óskast til að veita for- stöðu dagheimili fyrir börn starfs- fólks. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona spitalans. STARFSSTÚLKA óskast til ræst- inga. Upplýsingar veitir forstöðu- kona, simi 38160. LANDSPÍTALINN H JÚKRUN ARDEILD ARST J Ó RI óskast á Röntgendeild spitalans frá 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan. Reykjavik, 16. janúar 1976. SKRIFSTOFA R Í KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 Viðtalstímar Kristinn Finnbogason formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna i Reykjavik verður til viðtals á skrifstofu Framsóknar- flokksins Rauðarárstig 18, laugardaginn 17. janúar frá kl. 10 til 12. Árshátíð á Akureyri Framsóknarmenn á Akureyri og við Eyjafjörð halda árshátið laugardaginn 17. janúar að Hótel KEA og hefst hún kl. 19 með borðhaldi. Avarp flytur Þráinn Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. Flutt verða skemmtiatriði og dans stiginn til kl. 2 eftir miðnætti. Upplýsingar og miðasaia á Hótel KEA. Hverfasamtök framsóknarmanna í Breiðholti Aðalfundur Hverfasamtaka framsóknarmanna i Breiðholti verður haldinn fimmtudaginn 22. janúar kl. 20:30 að Rauðarár- stig 18. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi mætir á fundinum og ræðir um málefni hverfisins. Suðureyri Samband ungra Framsóknarmanna, kjördæmissambánd Fram- sóknarmanna á Vestfjörðum og Framsóknarfélagið á Suðureyri gangast fyrir félagsmálanámskeiði á Suðureyri. Námskeiðið hefst mánudaginn 19. jan. n.k. kl. 21.00 Leiðbeinandi verður Heiðar Guðbrandsson form. verkalýðs- og sjómannafélags Álft- firðinga Suðavik. Námskeiðið er öllum opið. Kópavogur Þorrablót framsóknarmanna verður i Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 24. janúar næstkomandi. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Þátttaka tilkynnist i sima 40656 — 41228 — 40322 og 41815 fyrir 20. þessa mánaðar. Stjórnin. Kanarí- eyjar Þeir sem áhuga haf a á feröum til Kanaríeyja (Teneriffe) i febrú- ar, gefst kostur á ferð hjá okkur 19. febrúar (24 dagar). Góðar íbúðir, góð hótel. Sérstak- ur afsláttur fyrir flokksbundið framsóknarfólk. örfá sæti laus. Þeir, sem eiga pantaða miða, en hafa ekki staðfest pöntun sina með innborgun eru beðnir um að gera það strax, að öðrum kostieiga þeir á hættu að missa af ferðinni. Haf- ið samband við skrifstofuna aö Rauðarárstig 18, simi 24480. Skrifstofan er opin frá kl. 9-6 virka daga nema laugardaga frá 9- 12.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.