Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.01.1976, Blaðsíða 16
( Laugardagur 17. janúar 1976. METSÖLUBÆKim Á ENSKU í -, VASABROTI t. Ðl fyrir góóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖD SAMBANDSINS Síuvindlingar auka stórlega líkur á hjartasjúkdómum Reuter/London. Brezkt visinda- timarit birti frétt þess efnis i gær, aö þeim reykingamönnum, sem reyktu svokallaða „filter"vind- linga væri hættara viö þvi að fá hjartasjúkdóma, heldur en þeim, Pravda: Harðarár- ásir á Kína Reuter/Moskva. Pravda, hiö opinbera málgagn sovézku stjórnarinnar, réðist i gær harkalega á kinverska leiðtoga undir forystu Maos, sem blaðið sagði að hefði náð völdum i landinu með ofbeldi. Lýsti Pravda þeirri von sinni, að sannir kinverskir föður- landsvinir steyptu núverandi leiðtogum i Kina af stóii. Loks fór aðsnjóa í Innsbruck Reuter/Innsbruck. Undirbún- ingsnefnd vetrarolympiuleik- anna, sem fram fara i Inns- bruck í Austurriki, glöddust ákaflega i gær, er snjóa tók þar annan daginn i röð. t Inns- bruck er nú jaf nfallinn 20 til 30 cm snjór, og dugir hann vel til að hægt sé að halda þar hina fyrirhugðu leika. Illa horfði hins vegar um tima, þvl að ekkert snjóaði i Innsbruck, og var þvi gripið til þess ráðs að flytja snjó þangað á vörubil- um. AAesta sjótjón sögunnar Reuter/Osló. Eigendur risaflutn- ingaskipsins Berge Istra, sem ekkert hefur spurzt til frá þvl 29. des. sl. hafa gefið upp alla von um björgun þess. Skipið var 227,556 tonna og á þvi 32 manna áhöfn. Siðast spurðist til þess er það var á siglingu um Kyrrahafið, á leið til Japan frá Braziliu. Forstjóri skipaútgerðarinnar, sem gerir skipið út, sagði i gær, að skipið væri tryggt fyrir 27 milljónir dollara, og þvi væri hér um að ræða mesta skipsskaða allra tima. sem reykja venjulega vindlinga, þ.e.a.s. án filters. Hins vegar er það ekki dregið I efa, að siuvind- lingar dragi úr likiim á þvi að reykingamenn fái lungnakrabba- mein. Sian dregur úr skaðlegum áhrifum vissra efna i vindlingun- um, en eykur hins vegar stórlega gasmyndun, en gasið getur svo aftur valdið hjartasjúkdómum hjá viðkomandi reykingamönn- um. Það er dr Nicolas Wald, sem stendur fyrir rannsóknum þeim, sem leitt hafa framangreind við- horf i ljós. Eru niðurstöður til- rauna hans byggðar á saman- burði á söluaukningu siuvindlinga siðustu 20 árin og fjölgun hjarta- sjúkdómstilfella á sama timabili. Dr. Wald telur liklegt, að 3 af hverjum fjórum reykingarmönn- um i Bretlandi reyki nú siu- vindlinga. Þetta þýðir, að hinn venjulegi reykingamaður fær nú minna af tjöru i lungun, en hins vegar eykst stórlega magn mon- oxide gass, með þeim afleiðing- um, að likaminn verður ber- skjaldaðri fyrir hjartasjukdóm- um heldur en ella. 1 venjulegum vindlingum án siu dregst súrefni inn i vindlinginn gegnum gljúpan pappirinn, en svo er ekki i siuvindlingum. Þar er pappirinn ekki eins gljúpur, en það aftur leiðir til aukinnar og hraðari myndunar mon- oxide-gassins. AnkerJörgensen: Sósíaldemókratar dragi úr samstarfi við kommúnista Reuter/Kaupmannahöfn.Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danríierkur, lýsti þvl yfir i viðtali við danska rikisútvarpið i gær, að það væri skoðun sin, að sósiaídemókratar I Evrópu ættu að hætta samvinnu og samstarfi við þá kommúnistaflokka i Evrópu, sem fylgdu Moskvu- stjórri að málum. Jörgensen verður gestgjafinn á fundi leiðtoga evrópskra sósialdemókratiskra flokka. Hann sagði i útvarpsviðtalinu, að greina bæri á milli þeirra kommúnista, sem fylgdu Moskvustjórn að málum og hinna, sem gerðu það ekki. „Við megum ekki gleyma þvi, að það eru margs konar kommúnista- flokkar starfandi i Evrópu," sagði hann. Jörgensen vildi ekki útiloka samstarf við þá kommúnista- flokka, sem ekki fylgdu Moskvustjórn að málum, en kvaðst I raun litt hlynntur slik- um hugmyndum. Aukin samskipti s ó s I a 1 d e m ó k r a t a og kommúnista i Evrópu verður helzta umræðurefnið á fundi sósialdemókrataleiðtoganna, og mun franski sósialdemókratinn Francois Mitterand hefja umræðurnar. Enn streyma flóttamenn frá Angola til S.-Afríku Reuter/Walvis-Bay, Suðvestur- Afrlku. 34 skipsfarmar af flóttamönnum frá Angola eru á leiðinni til Walvis flóa i Suður- Afriku til viðbótar þeim 2,700 flóttamönnum, sem þangað komu i fyrradag, en neitað var um land- gönguleyfi af hálfu suður-afriskra yfirvalda. Flóttamennirnir 2,700 komu á 24 skipum og bátum til Suður- Afriku. Búizt er við, að þeir, sem nú eru á leiðinni verði komnir til Suður-Afriku á mánudaginn. Þeir koma frá Benguela, að þvi er hafnaryfirvöld þar skýrðu frá. Þeir, sem komu frá Mocamedes I fyrradag, segja, að nú geysi þar harðir bardagar milli FNLA og UNITA, sem barizt hafa saman gegn MPLA, Portúgalskir ræðismenn gengu um á meðal flóttamannanna, sem komu i fyrradag, og völdu þá úr, sem máttu ganga í land. Hætta er á að sjúkdómar breiðist út meðal flóttamannanna vegna lélegrar hreinlætisaðstöðu þeirra. Sækir stjórn S.-Afríku brátt um aðild að OAU? Reuter/Jóhannesarborg. Áreiðanlegar fregnir frá Jóhann- esarborg herma, að stjórn Suð- ur-Afriku Ihugi það nú af mikilli 37 kg. af hassi fundust á pakist- önskum herforingjum Reuter/Norrköping, Sviþjóð Sænska lögreglan tók 20 foringja i pakistanska hernum til yfir- heyrslu I gær, eftir að sænskir tollverðir fundu 37 kg af hassi um borð I c-130 Hercules-flutninga- flugvél, sem Pakistanirnir komu á til Sviþjóðar. Það voru hundar lögreglunnar, sem fundu hassið i fórum mannanna, á flugvellinum I Nörrköping. Pakistanirnir eru i Sviþjóð þeirra erinda að sækja varahluti i 46 Saab-vélar, sem nýlega voru keyptar frá Sviþjóð. Lögreglan telur, að þau 37 kg sem fundust i gær, séu aðeins hluti þess magns, sem i vélinni sé að finna. Heimildirherma,aðlögreglan i Sviþjóð sé þess reiðubúin að taka vélina úr umferð um stundarsak- ir til þess að geta grandskoðað hana i þessu tilliti. Þrir Pakistan- ir, sem búa i Sviþjóð eru grunaðir um að vera við mál þetta riðnir, og að hafa ætlað að veita eitur- lyfjunum viðtöku, og sjá um dreifingu þeirra. Pakistanska sendiráðið i Stokk- hólmi hefur opinberlega krafizt þess, að foringjarnir 20 verði látnir lausir. Fregnir herma, að einn foringjanna sé mjög hátt- settur, en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp stöðuheiti og nöfn mannanna. Óstaðfestar fregnir herma, að vélin hafi haft viðkomu á Möltu og i Paris, enda fannst mikið magn af stereohljómflutnings- tækjum i henni við fyrstu leit. alvöru að sækja um aðild að Einingarsamtökum Afrikurikja OAU. 1 fréttum frá Suður-Afríku segir, að stjórnin geri sér grein fyrir þvi, að umsókn hennar um aðild verði hugsanlega hafnað, vegna stefnu hennar i kynþátta- málum, en ætli engu að siður að hætta á og sækja um aðild, þar sem stjórn landsins telji sig hafa márgt til málanna að leggja á vettvangi OAU. Það mun álit stjórnar Suður-Afriku, að hinn misheppn- aði fundur OAU I Addis Ababa um helgina, þar sem rætt var um Angola, auki likurnar á þvi að að- ild þeirra verði samþykkt. McGovern heimsækir S.- og N.-Vietnam Reuter/Saigon. Bandariski öldungadeildarþingmaðurinn George McGovern, sem var ákafur andstæðingur íhlutunar Bandarikjanna I strlðið I Viet- nam á sinum tlma, lauk seint i gærkvöldi 24 klukkustunda heimsókn sinni til Saigon. Hann átti m.a. viðræður við Huynh Tan Phat, forseta bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar I Suður-Vietnam. McGovern er formaður Suð- austur-Asiunefndar öldunga- deildar Bandarikjaþings. Frá Saigon hélt hann til Hanoi, höfuðborgar Norður-Vietnam. í Saigon skoðaði þingmaðurinn margar opinberar stofnanir og sjúkrahús. Þetta er i annað skiptið sem hann kemur til Sai- gon, fyrst kom hann þangað I september 1971. Spitzbergen: Norðmenn á móti eigin konum Rússanna Reuter/Osló. Knut Frydenlund, utanrikisráðherra Noregs, mót- mælti formlega við sovézku stjórnina i gær ólöglegri dvöl rússneskra kvenna á hinu alþjóð- lega landsvæði Spitzbergen. Utanrikisráðherrann kvaddi Smirnov, sendifulltriia sovézka sendiráðsins I Osló á fund sinn I gær og skýrði fyrir honum álit stjórnar sinnar á máli þessu. Hinn 23. desember sl. kom mik- ill fjöldi sovézkra kvenna til Spitzbergen til aðdvelja þar með eiginmönnum sinum, en þetta telja Norðmenn ólöglegt fram- ferði, sem brjóti gegn Parisar- sáttmálanum um Spitzbergen frá 1920, en þá var fullveldi Norð- manna yfir eyjunni viðurkennt á alþjóða vettvangi. Norðmenn segja, að samkv. samningnum megi' aðeins yfirmaður Sovét- mannanna hafa eiginkonu sina hjá sér, en aðrir ekki. í eftir talin hverfi Víoimelur Ljósheimar Háteigsvegur Tunguvegur Símar: 1-23-23 og 26-500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.