Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 18. janúar 1976 „Ó FINNIST SÁ BLIKANDI BRUNNUR" „I ljóörænni list og boðskap Ólafs Jóhanns Sigurðssonar sameinast norræn hefð I ljóða- gerð vitund skáldsins um hinn flókna vanda mannsins I nútim- anum. Þessum vanda lýsir skáldið i ljóðum sinum sem tragiskri andstæöu náttúrunnar og hins tæknivædda samfé- lags”. Þannig hljóðar greinargerð dómnefndar um bókmennta- verölaun Norðurlandaráðs, sem ákvað á dögunum að veita Ólafi Jóhanni verðlaunin eins og al- kunna er. Allir unnendur skáldverka Ólafs fagna þvi einlæglega að honum skuli nú sýndur þessi sómi. Ekki vegna þess að neinn höfundur verði ágætari af því að hljóta verðlaun. Við höfum lengi vitað að Ólafur er i allra fremstu röð islenzkra skálda. En það gleður okkur að bók- menntafræðingar skuli nú hafa metið eittþaðbezta sem við höf- um fram að færa til jafns við helztu skáldverk með öðrum norrænum þjóðum. Vist er eftirtektarvert að Ólafur skuli hljóta verðlaunin fyrir ljóðagerð siha en ekki sagnaritun. Sjálfur litur hann á ljóðin sem aukagetu á ritferli sinum, tómstundaiðju. En ljóð hefúr hann ort frá unga aldri og gaf út dálitið safn árið 1952, Nokkrar visur um veðrið og fleira.Siðan liðu tveir áratugir þar til ljóðabókin Aö laufferjum kom út og tveim árum siðar Að brunnum. Fyrir þessi tvö söfn sem út voru gefin I einni bók i sænskri þýðingu hlýtur hann nú verðlaun Norðurlandaráðs. En skáldsaga hans, Hreiðrið, hefur ekki verið lögð fram i þessari samkeppni. Hefði þó verið for- vitnilegt að sjá hversu þetta djúpsæja og vandaða skáldverk heföi skilað af sér I þýðingu og fallið dómnefndarmönnum i geð. Væntanlega mun i kjölfar verðlaunanna tekið að þýöa bækur ólafs á norræn mál meira en áður. Er þá liklegt að Hreiðrið verði þar ofarlega á blaði. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafa lengi verið nokkurt viðkvæmnismál ýms- um islenzkum höfundum. Þegar árin liðu án þess að verðlaunin féllu Islendingu i skaut tóku menn að ókyrrast og mátti heita árvisst upphlaup i blöðum, ekki sizt þegar Sviar hrepptu verð- launin. Þvi var jafnvel hreyft að íslendingar ættu að hætta þátt- töku i samkeppni þessari vegna meinbægni frændþjóðanna. Verður nú fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum þeirra aðila innanlands sem mesthöfðu horn i siðu þessa samstarfs. En vist Bújörð óskast óskum eftir upplýsingum um jarðir sem eru til sölu. Um verð, stærð, ræktað land, möguleika á frekari ræktun, byggingar og ef bústofn og vélar eru einnig til sölu. Upplýsingarnar sendist: Stefáni Magnússyni, Skúlagötu 74 Rvik, simi 91-27374 eða Gunnari Hallssyni, Hafnarstræti 93 Akureyri, simi 96-23808. Dróttarvél Notuð disil dráttarvél óskast tii kaups. Allar disildráttarvélar koma til greina, má vera ógangfær. Tilboð ásamt helztu upplýsingum sendist blaðinu fyrir 1. febrúar. Merk: DRÁTTARVÉL 1882. er það skemmtilegt að fyrsti is- lenzki höfundurinn til að hljóta verðlaunin skuli ekki vera neinn þeirra sem mest hafa sig I frammi i f jölmiðlum og á mann- þingum, heldur höfundur,sem er jafnfrábitinn öllum auglýsinga- brögðum og Ólafur Jóhann. Það sýnir að stundum þarf ekki að berja bumbur fyrir höfundum til aö orð þeirra nái til eyrna samtiðarinnar. Annars er það ef til vill Ólafi mestur sigur að hann skuli hljóta þessa viðurkenningu fyrir ljóð sin. Fáguð og fingerð lýrik hlýtur jafnan að eiga erfitt að komast til skila á annarri tungu: hún er miklu bundnari málinu sjálfu en prósaskáld- skapur. Skiptir þá öllu að þýð- andinn kunni vel til verks. Þótt hnökrar séu á þýðingu Inge Knutsson og honum hafi orðið á nokkur mistök sums staðar, hefur tekizt að snúa þeim ljóð- um sem mestu varða, og viða meö ágætum. Inge Knutsson mun nú hafa I undirbúningi frekariþýðingar islenzkra sam- timabókmennta á sænsku. Má vænta góðs af þvi starfi hans. Þess er ekki kostur að fjalla að ráði um ljóð ólafs Jóhanns, enda hefur það áður verið gert hér f blaðinu. Þau einkennast af fágætum lýrískum næmleik. Efniviður þeirra er einatt sóttur til náttúrunnar, minninganna, æskunnar, þeirra sælustunda þegar maðurinn liföi i sátt við umhverfi sitt og sjálfan sig. Spenna ljóðanna felst i þvi að skáldið er sér meðvitandi um að þessar stundir eru liðnar, sam- tlðin hefur villzt af leið og legg- ur ekki lengur rækt við hin upp- runalegu verðmæti. Skáldið er uggandi um framtiðina: Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum um löndin þver og endilöng, um öræfi sem byggð? En tákn hinnar klassisku menningar er brunnurinn. Það er vel til fundið að safn ljóðanna ber nafnið Du minns en brunn. Brunnurinn er megintákn i báð- um bókunum: Þú minnist brunns sem var dýpri en alliraðrir. Úr óljósum brotum geymist myndhans i þér og verður þvi aðeins heil að háskiog þjáning hjarta þitt gisti.... Háski og þjáning setja mark á ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðsson- ar. En þau eru ekki það ákall „sundurtættrar aldar” sem ýmsir skynja I skáldskap þeirr- ar kynslóðar sem komust til manns á timum heimsstyrjald- ar og kalda striðsins. Ljóð ólafs eru klassisk að ytra formi jafnt sem innviðum, jafnvæg I hugs- un. — Þar sem samtiðin er i upplausn, á skáldið sér heim sem er heill. Verðmætum hans vill hann bjarga yfir hið myrka fljót Dreyrá, þá „blökku elfi með blóð i streng” sem ort er um I siðasta ljóði fyrri bókar- innar. Það er haustsvipur yfir ljóð- um ólafs Jóhanns. En dýpt til- finninganna vex af vitund þess að skáldið ber nær hinu óvæða fljóti. Sjálfur á hann ófundna lindina: Þú veizt að vötn eru tærust þegar veður kólna um haust, sú uppspretta'svölust allra sem undan klaka brauzt. Ó finnist sá blikandi brunnur, þá bergir þú endalaust. Ef til vill má lita svo á að dómnefndin um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs hafi meö vali sinu viljað beina hug- um manna að þeirri uppsprettu klassiskrar menningar sem samtiöin má ekki missa sjónar af i öllu umróti sinu, tæknivæð- ingu, hagvexti og háreisti. Ólafur Jóhann er einn ágætasti fulltrúi skálda sem hefja til vegs húmanísk verðmæti á vorri tið. List hans á erindi við alla þá sem vilja reyna aðhalda áttum i gerningaveðri timans. Gunnar Stefánsson. . mm 'Ú, V' V . • • ■' nordITIende Plötuspilari, kasettu-segulband, magnari og útvarpsstillir Verö á allri samstæöunni ca. 132.850,- Þessi framieiösla NORDMENDE verksmiðjanna gefur yður kost á margri ánægjustund. I einu og sama tækinu er sameinaö: magn ari kasettu-segulband og útvarpsplötuspilari, auk þess fylgja 2 hátalarar og 2 hljóðnemar. Stereo 6005 SCP — 30 watta hifi hljómburður í stereo Tveir hátalarar fylgja Hvort sem þér viljið hlusta á uppáhaldsplötuna eöa útvarpið/ og kannske taka þáttinn upp á segulband um leið.... allt þetta og margt fleira býðst yöur i einni samstæðu. Fallegt útlit og hannað til að taka sem minnst pláss. Skipholti 19 - símar 23800 & 23500 Klapparstíg 26. — Sími 19800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.