Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 4
4 ' TÍMINN - Sunnudagur 18. jaAúar 1976 Frisia Ein merkilegasti hluturinn á sýningu þeirri, sem haldin var i tilefni 200 ára „afmælis” Bandarikjanna, var þetta myndarlega skipslikan. Það er nákvæm eftirliking af gufu- skipinu Frisia, sem flutti hvorki meira né minna en fimmtiu þús- und landnema frá Evrópu til Ameriku á árunum 1872—1885. Frisia var 106 metrar að lengd og nimaði eitt þúsund farþega. * Skipið var smiðað i Skotlandi árið 1872, og vélar þess, sem gengu fyrir gufuafli, voru 2.800 hestöfl. Hún var i stöðugum ferðum milli Hamborgar i Þýzkalandi og ýmissa staða i Ameriku og komst þessa leið yfirleitt á skemmri tima en tiu dögum. Fyrsta likanið var smiðað árið 1873 og haft til sýningar á heimssýningunni i Vinarborg. Það er nú i Sögu- ★ Hættur að reykja Leonid Bréznjev, sem nú er ná- lægt sjötugu, er hættur að reykja. Hann reykti til skamms tima um 40 sigarettur á dag, og gerði það allt frá þvi hann var ungur drengur. Það byrjaði með þvi að hann var staddur i sumarfrii á Krim. Þar stalst hann eitt sinn til þess að reykja, þegar foreldrar hans sáu ekki til, og eftir það gat hann ekki hætt. safninu í Hamborg. Bandaríkja- menn fengu þýzka hagleiks- menn til þess að smiða fyrir sig annað likan, sem var miðpunkturinn i svokallaðri landnemadeild afmælis- sýningarinnar i Bandarikjun- um. Það likan er nú til sýnis i þjöðminj asafninu þeirra i Washington. ★ Jackie farin að vinna í Þetta var undarlegur morgun. Klukkan var aðeins átta, og hún var komin á fætur og búin að lita út um gluggann sinn. En hvaö heimurinn leit undarlega út, svona snemma dags. Hún boröaði soðið egg og virti fyrir sér gráa kjólinn, sem hún var komin i. Hann var sérlega skrif- stofulegur fannst henni. Þetta var fyrsti vinnudagur Jacqueline Bouvier Kennedy Onassis. Hún fór I leigubil til bækistöðva útgáfufyrirtækisins Viking Press við Madison Avenue i New York. Hún hefur ekki unnið frá þvi hún var ljós- myndari árið 1954 — En milljónir kvenna vinna úti, og hvers vegna skyldi ég ekki gera það lika, segir hún. Caroline er nú i skóla i London, en John yngri býr enn með móður sinni. Það er töluverður munur á Jackie i dag, eða eins og hún var árið 1954, þegar hún vann sem ljósmyndari. Hér sjáið þið hana i báðum hlutverkunum — hlut- verki ljosmyndarans, og hlut- verki skrifstofustúlkunnar i bókaútgáfunni. VÆ5ÁT . - Hvort þú megir blása. Ertu alveg bilaður, og ég sem var rétt I þessu að finna, hvernig ég gæti kveikt eld. Reyndu að lita á það á þennan hátt: — Nýr dagur er risinn, heimurinn liggur fyrir fótum þin- um og biöur þess aö þú leggir hann undir þig. Framtiðin er björt, og komdu svo fram og fáðu þér kaffi. ◄ Er til nokkuð jafnslæmt og að muna, að það er eitlhvað, sem maður man ekki, og geta ekki munað, hvaö það cr. DENNI -J BíWIipt- Það eina, sem ég vil fá að borða eru þrjár pylsur, tiu sykurkúlur og ein kolsvört kr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.