Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 15
14 TÍMINN Sunnudagur 18. janúar 1976 Sunnudagur 18. janúar 1976 TÍMINN 15 Húsmædraskóli Reykjavikur vió Sóivallagötu. Katrin Helgadóttir, fyrrverandi skóiastjóri Húsmæ&raskóla Reykja- vlkur. Timamynd Gunnar. „í SÁLARÞROSKA SVANNA BYR SIGUR KYNSLOÐANNA k Rætt við Katrínu % Helgadóttur fyrrverandi skóla- IV stjóra Húsmæðra- i skóla Reykjavíkur FLESTIR REYKVÍKINGAR munu kannast viö Katrinu Helga- dóttur, fyrrverandi skólastjóra Húsmæfiraskóla Reykjavikur. Margar af húsfreyjum þessa lands hafa gengiö i skóla til henn- ar, og varla er ofmælt, þótt sagt sé um Katrinu iikt og Snorri Sturluson sagöi um Erling Skjálgsson foröum, aö hún hafi komiö öllum tii nokkurs þroska. A siðast liðnu hausti lét Katrin af stjórn Húsmæðraskóla Reykjavikur og Jakobina Guð- mundsdóttir settist i sæti hennar. í ljósi þeirrar staðreyndar þótti ekki fara illa á þvi að sækja Katrlnu heim og fá að leggja fyrir hana nokkrar spurningar. Skólanum var frábær- lega vel tekið Og þá er bezt að snúa sér að efninu, Katrln: — Hvenær var Húsmæöraskóli Reykjavikur stofnaður? — Skólinn var vigður 7. febrúar 1942. Bandalag kvenna I Reykja- vik stóð að stofnun skólans, kon- urnar söfnuðu fé, keyptu húsið að Sólvallagötu 12 i Reykjavik og af- hentu siðan borginni skólann. — Þú nefndir Bandalag kvenna i Reykjavik, en höföu ekki ein- hverjir einstaklingar forystu um þessar framkvæmdir ö&rum fremur? — Jú, það er alveg rétt. Ragn- hildur Pétursdóttir i Háteigi var aöalhvatamaðurinn að þessari skólastofnun, ásamt Laufeyju Vilhjálmsdóttur, Guðrúnu Jónas- son og fleiri konum, sem of langt yröi upp að telja. I fyrstu skóla- nefndinni var Ragnhildur formaður, en aðrar voru Laufey Vilhjálmsdóttir, Kristin Ólafs- dóttir læknir, Fjóla Fjeldsted, hússtjórnarkennari, Guðrún Jónasson bæjarfulltrúi, Vigdis Steingrimsdóttir, kona Hermanns Jónassonar, sem þá var forsætis- ráðherra. Vigdis sat siðan óslitið i skólanefnd þangað til I fyrra. — En hver var fyrsti skóla- stjórinn? — Frú Hulda Stefánsdóttir stjórnaði skólanum fyrstu tólf ár- in, en þá tók ég við og hafði það verk á hendi þangað til núna, siðastliöið haust. Ég hætti fyrsta september. — Uröuö þiö ekkert varar við aö fólki þætti þetta óþarfi, aö vera aö mennta sérstalega verðandi húsmæöur? — Nei, siður en svo. Hafi ein- hver eimur verið eftir af þeim hugsunarhætti i landinu á þessum árum, þá urðum við að minnsta kosti ekki þess varar. Húsmæðra- skólinn var i rauninni arftaki hús- stjórnarkennslu Kvennaskólans i Reykjavik, sem hafði verið lögð niður. Styrjöldin var i algleym- ingi, landið var lokað, ungar stúlkur komust ekki utan til náms, þótt þær vildu og gætu, og hérheima voru námsbrautir ekki orðnar eins margar og seinna varð. Aösóknin varð þvi strax gifurlega mikil. í mörg ár var langur biðlisti eftir skólavist, og hann styttist litið, þótt skólinn út- skrifaði sifellt fleiri og fleiri nemendur. Og vinsældir skólans birtust i fleiri myndum en mikilli aðsókn. Allur almenningur var hugmyndinni strax hlynntur, og margir styrktu skólann með fjár- framlögum. Svo opnuðust nýjar leið- ir — Aðsóknin hefur lika haldizt, þótt árin liöu? — Já, mér finnst skólinn hafa verið ákaflega farsæll frá upphafi vega og þangað til fyrir eitthvað tveim-þrem árum, að fór að bera á samdrætti i umsóknum. Þær breytingar stöfuðu þó ekki af þvi aö skólinn heföi versnað, heldur höfðu aðstæður i þjóðfélaginu breyzt. Nú voru framhaldsdeildir komnar til sögunnar. Aður höfðu ungar stúlkur, sem búnar voru að ljúka gagnfræðaprófi eða hliðstæðu námi, komið til okkar og notað biðtima sinn til þess að stunda námi Húsmæðra- skólanum, af þvi að þær komust ekki inn i framhaldsskólana fyrr en átján ára. En nú komu sem sagt framhaldsdeildirnar til sögunnar, og þaðan komust stúlkurnar beint inn i ýmsa sér- skóla, til dæmis hjúkrunarnám, fóstrunám, o.s.frv. Þessar nýju aðstæður opnuðu leið að beinna og krókalausara námi, og það hlaut óhjákvæmilega að koma niður á Húsmæðraskólanum, ekki sizt á meðan nýjabrumið var mest. Nú má enginn skilja orð min svo að áfellast ungu stúlkurnar eða aðstandendur þeirra. Það var fullkomlega eðlilegt að fólk not- færði sér hinar nýju aðstæður. Hins vegar leit ég alltaf svo á, að stúlkur væru miklu betur undir nám búnar með þvi að hafa veriö i húsmæðraskóla á milli skyldu- náms og framhaldsskóla, — en vitanlega fylla framhaldsdeild- irnar I þá eyðu, sem þarna var áður. Nemendurnir komu viða að — Viö minntumst á langan biölista, — en hversu margar voru námsmeyjarnar á fyrstu ár- um skólans? — Mig minnir, að fyrsta árið hafi verið tuttugu stúlkur i heimavist og tuttugu i dagskóla. Tveimur árum seinna var skólan- um breytt þannig, að hægt var að taka við fjörutiu i heimavistina. Tuttugu og fjórar stúlkur voru i dagskólum, tveimur deildum auk þess voru kvöldnámskeið. Yfir- leitt voru þvi um það bil tvö hundruö nemendur allt skólaárið. — Hefur alltaf veriö starfrækt heimavist viö skólann? — Já, alltaf. Skólinn var eins ogstórtheimili, og ég held að mér sé óhætt að segja, að þar hafi rikt góður andi. Það er ákaflega ánægjulegt, þegar fyrrverandi nemendur skólans eru að heimsækja hann, eða fundum okkar ber saman. Hlýleikinn og elskusemin ■ eru svo mikil, að manni hlýnar um hjartaræturn- ar. Ég er þess fullviss, að nemendur skólans myndu ekki sýna honum svona mikla tryggð, ef þeim fyndist ekki að hann hefði orðið þeim til góðs. — Námsmeyjar skólans hafa verið bæði utan af landi og úr Reykjavik? — Já, hvort tveggja. Að visu voru þetta fyrst og fremst Reykjavikurstúlkur, enda skólinn i upphafi miðaður við Reykjavik, og þvi var nemendafjöldinn utan af landi takmarkaður framan af árum, en seinna var þvi hætt. Reynslan sýndi, að reykviskar stúlkur sóttu húsmæðraskólana úti á landi, og mér fannst i raun- inni ágætt, að sveitir og bæir skiptustá nemendum og stuöluöu þannig að gagnkvæmum kynn- um, svo ég hætti alveg við þær takmarkanir, sem giltu i upphafi. Nemendur skólans voru meira að segja ekki einskorðaðir við fs- land. Hjá okkur voru stúlkur frá Norðurlöndunum, Bandarikjun- um og Bretlandi, —oft af islenzk- um ættum. Skólinn hefur með öðrum orðum staðið opinn þeim, sem til hans vildu koma. — Var skylda að vera I heima- vistinni? — Já, það var lengst af skylda, en á siðari árum var talsvert mikið slakað á þeirri kvöö, þvi að þá v ar krafa unglinganna oröin sú að eiga kvöldið fyrir sig. Timarn- ir breyttust, og skólinn breyttist með. Ég held, að varla hafi liðið svo ár, að ekki hafi verið gerðar einhverjar breytingar hjá okkur. Einu var hafnað og annað tekið upp i staðinn. Húsmæðraskóli Reykjavikur hefur aldrei verið einangrað fyrirbæri i þjóðlifinu, heldur hefur hann mótazt með þvi. Hin hagnýtu fræði — Þiö hafiö auðvitað ekki kom- izt hjá þvi, fremur en aörir skólar, aö ýmis vandamál kæmu upp? — Þar sem manneskjur eru, hljóta mannleg vandamál að skjóta upp kollinum, alltaf öðru hvoru. En ég verð að segja, að mér þótti gaman að kljást við þau. Jú, það gat verið grátur aðra stundina og gleði hina, en við komumst alltaf fram úr þeim vandamálum, sem við var að glíma, og sigrarnir stæltu okkur og glöddu. í þessu sambandi minnist ég alveg sérstaklega kennaranna, sem við skólann störfuðu. Húsmæðraskóli Reykjavikur hefur frá upphafi vega verið alveg sérlega heppinn með kennara, svo að segja má, að þar hafi verið valinn maður i hverju rúmi, — og svo er enn. — Hvaö voru kennararnir margir? — Þeir voru sjö. — En námsgreinarnar? — Þær voru fyrst og fremst, þær, sem ég vil kalla „húslegar námsgreinar”. Það er að segja, að stúlkunum voru kennd öll nauðsynlegustu störf húsmóður: matreiðsla, þvottur, ræsting og handavinna. Með handavinnu er átt við fatasaum, þar á meðal gerð ungbarnafata, og svo út- saumur, prjón(hekl og vefnaður. Flestar stúlknanna urðu mjög færar I öllum þessum greinum. Ég var alltaf sérlega ánægð með að geta kennt vefnað, þvi að þar fengu stúlkurnar tækifæri til þess að þroska smekk sinn og hug- myndaflug, og þar beittu þær sér oft á listrænan hátt, i glimunni við form og liti. Þekking á efni var eitt af þvi, sem nemendur okkar tileinkuðu sér á meðan á skólaverunni stóð Einkum var okkur mikið i mun að kenna þeim að meta islenzku ull- ina, sem seint verðurof lofuð, þvi að fá efni standa henni á sporði til klæðagerðar. „Og hvað er menning manna, ef menntun vantar snót?” — Svo hafiö þiö kennt bóklegar greinar? — Já, við kenndum matarefna- fræði, heimilishagfræði, vörú- þekkingu, heilsufræði, og bók- menntir. En tungumál voru ekki kennd, nema islenzka. Frú Hulda kenndi islenzku, en ég bókmennt- ir. — Við lásum mikið. Lestrar- kvöld voru reglulega, og þegar „frjáls timi” var, notaði ég hann til lestrar, þvi að kennarinn mátti velja lestrarefnið. Stúlkurnar sátu þá með handavinnu sina og ég las fyrir þær. — Má ég spyrja, hvað þú hafir lesiö? — Já, hvort þú mátt, en hins vegar verður svar mitt ekki tæm- andi, þvi aö lestrarefniö var fjölbreytilegra en svo, að ég gæti talið það allt upp I þessu stutta spjalli okkar. Auk nýrra bóka las ég Einar Kvaran, Jón Trausta, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Kamban, og marga fleiri. Ég hylltist til þess aö lesa bækur, sem stúlkurnar höfðu ekki haft kynni af áður, til þess að vikka sjóndeildarhring þeirra. Framan af árum gerði ég mikið að þvi að lesa kvæði, en íagði þann siðniður seinna, af þvi að ég fann að áhigi á ljóðalestri var ekki lengur fyrir hendi. — Voru nemendurnir ekki mis- jafnlega á vegi staddir, þegar þeir komu I skólann? — Jú, óneitanlega, en þeir bættu hver annan upp, eða svo fannst mér að minnsta kosti. Siðan hafa þessir blessaðir nemendur okkar haldið út i lifið, einsog vera ber, og orðið góðir og nýtir þegnar þjóðfélags okkar. Ég mætti einni stúlkunni „minni” i morgun. Hún sagði: ég á fimm börn, og það má ekkert minna vera. Oghún geislaðiaf hamingju og llfsfjöri. — Þaö var leitt aö heyra, aö þú skyldir veröa vör viö dvinandi ljóöaáhuga hjá námsmeyjum þínum. En voru þær þá ekki neitt vandfýsnar hvaö sögurnar snerti? — Ekki segi ég nú að þeim hafi þótt allt jafn gott i þeim efnum heldur. Ég man til dæmis, að oft var fussað dálitið, þegar fyrst var minnzt á að lesa eftir Laxness, en það hvarf fljótt. Ég byrjaði oftast á þvi að lesa söguna Úngfrúin góða og húsið. Sagan er skemmti- leg aflestrar og likleg til þess að ná fljótt vinsældum, enda brást ekki að hún fangaði hugi nemenda minna. En stundum gátu þær ekki á sér setið að segja, að þær væru alveg hissa á þvi að þetta skyldi geta verið eftir hann Halldór Laxness! Nú, og svo las ég lika nýjar bækur, eins og ég var að segja áð- an. Þannig man ég að ég las Brekkukotsannál, þegar hann kom út, og auðvitað margar fleiri, bæði eftir Laxness og aðra höfunda. „Ég gleymi ekki svipn- um á þeim...” — Voru ekki haldnar kvöldvök- ur i skólanum? — Jú, þær voru venjulega i annarri hverri viku. Til þeirra var mjög vandað, en þó fór nú svo, að þær létu undan siga, vegna þess að stúlkurnar kusu heldur að sitja með handavinnu sina og láta lesa fyrir sig en starfa að kvöldvökunum. Þó var ein kvöldvaka, sem við létum aldrei falla niður og lögðum allt .af mikla vinnu i. Það var jóla- kvöldvakan. Þá urðu allir nemendur að leggja eitthvað af mörkum. Enginn mátti sitja hjá, heldur urðu allir að bera sinn hluta ábyrgðarinnar. Það var alltaf mikið verk að skipuleggja þessar jólakvöldvökur, en ánægjulegt var það engu að siður. Við buðum jólagestum, skóla- nefndinni og fleiri, og lékum fyrir þessa gesti okkar. — Voru ekki stundum fengnir einhverjir aökomandi til þess aö skemmta I skólanum? — Jú, við útveguðum okkur oft fyrirlesara, og á árshátlðum voru oft einhverjir aðfengnir skemmti- kraftar. Stundum var lika listkynning 1 skólanum. Ég minnist sérstak- lega einnar, vegna þess, hversu ánægjuleg mér þótti hún. Þá komu þeir til okkar, Páll ísólfsson og Tómas Guömundsson, og með þeim voru Jón Þórarinsson og Steindór Hjörleifsson. Steindór talaði um Tómas, en Jón um Pál. Svo söng Þuriður Pálsdóttir við undirleik Páls, og Tómas las upp. Þennan vetur var Gerður Hjörleifsdóttir vefnaðarkennari hjá okkur. Þegar svo þessi list- kynning átti að fara að byrja, sagði Steindór Hjörleifsson, að hér vildi nú svo vel til, að skólinn hefði sjálfur innan veggja sinna einhvern bezta upplesara á ljóð- um Tómasar Guðmundssonar, sem til væri i landinu. Þar átti hann við Gerði, en við urðum ekki litið undrandi, þvi að þetta viss- um við ekkert um, þótt við ynnum með henni. Mér er það i minni i sambandi við þessa. listkynningu, að meðal veitinganna, sem námsmeyjarn- ar reiddu fram, voru tvær kökur, og hét önnur Brennið þið vitar, en hin Fyrir sunnan Frikirkjuna. Onnur kakansýndi vita, sjálfsagt á eyju, þvi allt I kring var ólgandi haf, en á hinni gaf að líta Fri- kirkjuna, Tjörnina með syndandi svönum á, og svo sást grænklætt par leiðast þar suður eftir stign- um. Ég gleymi ekki svipnum á þeim báðum, þar sem þeir stóðu hvor hjá sinni köku, sem gerðar höfðu verið þeim til heiðurs. — Svo hafið þiö auövitaö kynnt listamenn hinnar yngri kynskóö- ar? — Já, og þar man ég meðal annars eftir Þorsteini frá Hamri. Vitaskuld má endalaust um það deila, hversu langt á að ganga i þessum efpum. Sjálfsagt finnst sumum, að listkynning hafi verið of litil I Húsmæöraskóla Reykja- vikur, öðrum kann að þykja hún fullkomlega næg. Það verður aldrei gert svo öllum liki. Skólinn hefur fylgt timanum, eins og vera ber — Það hefur veriö góöur félagsandi I skólanum? — Já, alltaf. Þetta var gott og notalegt heimili. Þar áttu kennararnir mikinn hluta að máli, enda voru þeir spakir hjá okkur og sjaldan kennaraskipti. Svo var húsvörður i skólanum, sem gegndi þvi starfi um þrjátiu og þriggja ára skeið samfleytt, enda var hún kölluð „Ingibjörg okkar.” Hún vann sér það til frægðar, meðal annars, að hafa aldrei sofið yfir sig og aldrei kom- ið of seint heim, þessi þrjátiu ár, og rösklega það, sem hún gegndi húsvarðarstarfinu. — Við höfum nú rætt hér heilmikiö um Húsmæ&raskóla Reykjavikur og þann anda sem rikti innan hans. En hvernig finnst þér skólinn hafa staðið sig i straumi timans, ef ég má komast svo að oröi? — Mér finnst hann hafa fylgt timanum, eins og vera ber. Hins vegar hafa orðið ákaflega miklar breytingar i þjóðfélaginu og þess vegna hefur starfsemi skólans tekiðmiklum breytingum. Nú vill fólk heldur stutt námskeið, og vel má vera að það sé það sem koma skal. Nú er hafin starfsemi i skólanum undir stjórn nýs skóla- stjóra, þar sem kennt er á marg- vlslegum námskeiðum, stuttum og löngum.Frá þvi20. september og til jóla, sóttu þessi námskeiö hvorki meira né minna en 298 nemendur. Til samanburðar viö þetta má geta þess, að áöur (og reyndar enn), er hinn raunveru- legi námstimi I skólanum einn vetur. Heimavistarstúlkurnar voru i niu mánuði, en auk þess voru tvö dagná'mskeið, og stóð hið fyrra I þrjá mánuöi, en hið siðara i fimm mánuði. Og svo voru fimm vikna kvöldnámskeið. — Getur ekki skólinn haldiö áfram aö blómstra, þótt starf- semin færistæ meira til skipulegs' námskeiöahalds? — Jú, það er alveg rétt. t vetur er til dæmis heimavist fyrir 24 stúlkur. Þærbyrja núna strax eft- ir áramótin. Ég er satt að segja ákaflega ánægö aö vita til þess, að heimavistin skuli þó ekki vera alveg niður lögð, og vonandi á hún einhverja framtið fyrir sér. Ég hygg gott til vorsins — En hvernig er þér nú innan brjósts, þegar þú litur yfir farinn veg, eftir áratuga langt starf sem kennari og skólastjóri Húsmæöraskóla Reykjavikur? — Ég lit meö gleði til baka. Ánægjustundirnar hafa verið miklu fleiri en hinar. Mér finnst við oft hafa hrósað sigri, og þeir sigrar hafa byggzt á samstarfi kennara, skólastjóra og nemenda. Yfirleitt hafa allir' þessir aðilar lagzt á eitt að leysa þau vandamál, sem að steðjuðu. Hins vegar er ég fegin að hafa lokið þessu. Nú eru timamót i starfsemi skólans, og þess vegna var timabært aö ég léti af störfum og nýr skólastjóri tæki við. Ég tel að skólinn hafi verið mjög hepp- inn að hafa fengið Jakobinu Guð- mundsdóttur fyrir skólastjóra. Hún á að baki reynslu sem kenn- ari við Húsmæðraskóla Reykja- vikur.og erþvi kunnug þeim nýju viöhorfum sem eru að skapast varðandi starfsemi skólans. — Og sjálf sezt þú ekki i helgan stein, þótt þessum áfanga ævinnar sé lokiö? — Nei, siður en svo. Ég hlakka mikið til vorsins, þvi að þá get ég farið að sýsla við gróður, sem ég hef aldrei getað sinnt fyrr en komiðer langt fram á sumar. A liðnum árum hef ég aldrei verið laus frá skylduverkum minum fyrr en um miðjan júli, eða jafn- vel ennþá seinna, en á þeim tima er ekki búmannlegt að hefja vor- yrkjur. Ég hygg þvl gott til vorsins, og ég hugsa líka hlýtt til skólans, sem ég hef starfaö við öll þessi ár, og óska honum alls góðs. — VS. Merki Húsmæöraskóla Reykjavikur. Merkiö er eftirliking af gömlum lyklahring, en lyklahringurinn hefur iöngum veriö stööutákn hinnar reglusömu húsmóöur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.