Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. janúar 1976 TÍMINN 17 Landhelgismdlið til umræðu í borgarstjórn: SJÁLFSTÆÐISMENN VILDU EKKI STYGGJA NATO BH-Reykjavik. — Mjög snarpar umræftur urftu i borgarstjórn Reykjavikur á fimmtudags- kvöldið um landheigismálift. B o r g a r f u 1 lt r ú a r allra minnihlutafiokkanna fluttu harðorða ályktunartillögu, þar sem m.a. var krafizt stjórn- málaslita vift Breta og hótaft úr- sögn úr NATO, ef brezku her- skipin sigldu ekki tafarlaust út úr isienzku fiskveiöilögsögunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins treystu sér eki til aö samþykkja þessa tillögu. Var þó reynt aö koma til móts við sjónarmiö þeirra. Felldu þeir tillögu minnihlutaflokkanna, en fengu þess i stað samþykkta tillögu, sem gekk skemur. í þeirri tillögu er krafizt stjórn- málaslita við Breta, en i stað þess aöhóta úrsögnúrNATO, er lagt til, að islenzk stjórnvöld beiti öllum tiltækum ráöum innan NATO til ,,að ná fram fullum sigri okkar i máli þessu”, eins og segir i ályktuninni. Þessi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisf lokksins var samþykkt með 11 atkvæðum. Fjórir borgarfulltrúar sátu hjá, þ.e. Kristján Benediktsson og borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, Sigurjón Pétursson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Þor- björn Broddason. Tveir af borgarfulltrúum minnihlutaflokkanna, Alfreð Þorsteinsson og Björgvin Guðmundsson greiddu atkvæði með tillögu Sjálfstæðismanna að felldri tillögu minnihlutans. Gerðu þeir svohljöðandi grein fyrir atkvæði sihu: „Enda þótt tillaga Sjálf- stæðismanna gangi mun skemur en tillaga borgar- fulitrúa minnihiutaflokkanna, teljum vift rétt aft greiöa henni atkvæði aft tillögu minnihluta- flokkanna feildri. Æskilegast heffti verið, aft full samstaöa hefði náðst i borgar- stjórninni um ályktun i jafn þýðingarmiklu máli og land- helgismáiinu. Það tókst hins vegar ekki, þrátt fyrir tilraun tii málamiölunar. Vift erum fylgjandi þátttöku í samvinnu vestrænna rfkja, en teljum rétt, aft afstaða islands til aöildar aft Atlantshafsbanda- laginu verfti endurskoftuft, hverfi brezk herskip ekki tafar- laust úr fiskveiftilögsögunni.” Sem fyrr segir, urðu mjög snarpar umræður um þetta mál i borgarstjóminni. Það kom strax i ljós, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gátu með engu fellt sig.við það orðalag i tillögu minni- hlutans ,,að tilkynna úr- s ö g n ú r NATO, hverfi herskipin ekki tafarlaust á brott” eins og þar segir. Taldi Birgir ísl. Gunnarsson, borgar- stjóis að tillaga minnihlutans væri mistök. Eðlilegra hefði verið að reyna að ná samstöðu allra flokka i þessu máli. Taldi borgarstjóri, að kommúnistar (þ.e. Alþýðubandalagsmenn) hefðu ráðið ferðinni i þessu máli og hann léti hvorki þá né neina aðra segja sér fyrir verkum i þessu máli. 1 sama streng tók Albert Guð- jundsson. Taldi hann miður, að borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins hefðu skrifað undintillöguna. Sagði hann, að NATO væri brjóstvörn vestrænna lýðræðis- rikja, og það væri markmið kommúnista að notfæra sér á- stand, eins og nú hefði skapazt til að tortryggja NATO. Sagði Albert, að það kæmi ekki til greina, að Islendingar segðu sig úr NATO á þessu stigi, en það væri hins vegar ekki óhugsandi siðar. Alfreð Þor- steinsson sagðist harma það, að ekki skyldi hafa náðst samstaða allra flokka i borgarstjórn um sameigin- lega ályktun i þessu þýðingarmikla máli. Hann sagðist vilja mótmæla þeirri einföldun staðreynda, sem fram hefði komið i máli borgarstjóra og Alberts Guðmundssonar. Það væri al- rangt, að kommúnistar hér á landi hefðu einhverja forystu i mótmælum gegn framferði Breta. Fólk úr öllum flokkum, til lands og sveita, fordæmdi at- hæfi þeirra, þ.á.m. fjölmargir Sjálfstæðismenn, Einnig minnti hann á, að einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og am\ bassador Islands i Brussel hefðu sagt i viðtölum, að endurskoða þyrfti aðildina að NATO, ef Bretar hyrfu ekki á braut með herskip sin. Þá spurði Alfreð, Albert Guðmundsson hvaða á- stand þyrfti að skapast til að Albert teldi rétt að endurskoða afstöðuna til NATO, hvort Bretar þyrftu að sökkva einu eða fleiri varðskipum til að hann skipti um skoðun. 1 ræðu sinni ræddi Kristján Benediktsson um lengd fyrri þorskastriða og afskipti NATO þá. Benti Kristján á, að viö ætt- um fárra kosta völ á hafinu, þannig að við myndum ekki vinna þetta strið þar. ís- lendingar væru óþolinmóðir núna, og ástæðan til þess væri tvenns konar: 1. Bretar eyða þorskstofnin- um undir vernd herskipa. 2. Bretar eru ósvifnari nú en þeir hafa verið áður. Þá b e n t i Kristján Bene- diktsson á það, að við hefðum hér varnarlið samkvæmt veru okkar i NATO — hins vegar stæðum við i striði við eina voldugustu þjóð þessa bandalags. Það liti þvi ekki út fyrir, að það værisama,hvaðan kúlan kæmi, og vissulega væri þörf á að gera sér fulla grein fyrir þvi, hvað þetta varnarlið hér væri að verja? — Hafa menn geð i sér að sitja við hringborðið i fastaráði NATO, meðan ein aðalþjóðin, sem þar ræður, er að reyna að sökkva varðskipum og veiða undir herskipavernd bróður- partinn af þeim litla þorski, sem hér er eftir? sagði Kristján Benediktsson á einum stað i ræðu sinni. Benti Kristján á það, að samþykkt tillögu minnihluta- fulltrúanna væri þörf aðgerð. Luns þyrfti slika samþykkt frá hinni ihaldssömu borgarstjór- til að lesa i flugvélinni daginn eftir. Það væri gott mótvægi gegn leiðara Morgunblaðsins, en leiðari blaðsins frá 14. janúar bar nokkuð á góma. Þar segir, að við myndum fyrst og fremst skaða eigin hagsmuni með þvi að fara úr bandalaginu o.s.frv. Markús örn Antonsson benti m.a. á það i sinni ræðu, að ekki væri minnzt á varnarliðið i til- lögunni. Þótt við færum úr NATO, gætum við samið um varniníandsins, eins og við hef ð- um raunar gert. Davið Oddsson benti á það, að Luns þyrfti aðfá i veganesi góða tillögu frá borgarstjórn. Sagði Davið, að það væru hagsmunir þessara þjóða sjálfra, sem réðu þvi að þær vildu halda i okkur i bandalaginu. Aldan þakkar varðskipsmönnum A stjórnarfundi Skipstjóra- og haldinn var 11.1. 1976, var eftir- stýrimannafélags öldunnar, sem farandi ályktun samþykkt Eitt þekktasta merki á s^jNorðurlöndumy^þ RAF- \SUNN3K BATTEFÖER 5MNNBK BATTERIER GEYMAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum — 6 og 12 volta — jafnan fyrirllggjandi r7 ARMULA 7- SIMI 84450 einróma. „Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélags „öldunnar” sendir áhöfnum varðskipanna virðingar- og þakklætiskveðjur fyrir stórkostlega frammistöðu þeirra i baráttunni við brezku sjóræningjana. Hins vegar átelur stjórn „öldunnar” islenzk stjórn- völd fyrir seinagang i viðbrögð- um gagnvart ágengni og árásum Breta á islenzk varðskip og önnur skip innan islenzkrar fiskveiði- lögsögu og telur að stórauka ætti við liðstyrk Landhelgisgæzlunn- ar. Stjórn „öldunnar” telur að þegar i stað skuli slitið stjórnmálasambandi við Breta og íslendingar segi sig þegar úr NATO og loki herstöðinni á Suðurnesjum. Stjórn „öldunnar” lýsir fullum stuðningi við aðgerðir sjómanna og stuðningsmanna þeirra á Suðurnesjum og sendir þeim baráttukveðjur.” Halogen-ljós fyrir J-perur - ótrúlega mikið Ijósmagn PERUR f ÚRVALI NOTIÐ tAÐBESlA IILOSSI Skipholti 35 • Símar: B-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa SÉRSTAKT TILBOÐ Blaupunkt SJÓNVÖRP sem ættu að kosta kr. 92.650 seljast gegn staðgreiðslu á KR. 85.000 Afborgunarskilmdlar: Verð kr. 89.500 Útborgun kr. 30.000 Eftirstöðvar til 8 mdnaða Blaupunkt SJÓNVÖRP Sérstök langdrægni Tóngæði sérstök OG SVO OFANGREINT TILBOÐ lllllHú auk eftir talinna umboðs manna / . If-'úúernMjon h.f. REYKJAVÍK - AKUREYRI Akranes: Verzlunin Bjarg Borgarnes: Verzlunin Stjarnan Búðardalur: Einar Stefánsson Patreksfjörður: Baldvin Kristjánsson Bildudalur: Verzlun Jóns Bjarnasonar Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga Siglufjörftur: Gestur Fanndal Húsavik: Bókav. Þór. Stefánssonar Hornafjörftur: Verzlunin Kristall Vestmannaeyjar: Vérzlunin Stafnes Selfoss: G. A. Böðvarsson Keilavik: Verzlunin Stapafell.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.