Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 18. janúar 1976 ' ’ 'TÍMINN 25 KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR — OKKUR SKORTIR ÞANN TRÚAR- LEGA OG SÖGULEGA BAK- GRUNN, SEAA ÞARF TIL AÐ SKYNJA HROLLVEKJUNA í AAYND ÞESSARI. ÞVÍ HLÝTUR HÚN í OKKAR AUGUAA AÐ VERA TILGANGSLÍTIL MANNLEG AFSKRÆAAING KVIKAAYNDA HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson SEM ENGUM GETUR GERT GOTT AÐ SJÁ AUSTURBÆJARBIO: SÆRINGAMAÐURINN Þegar um kvikmyndina Særingamanninn er fjallað, svo og þegar á hana er horft, verður að hafa í huga bakgrunn hennar, þau trúarviðhorf, sem hún er sprottin af. Án þess verður mynd- in ekki skilin, og án þess verða öll skrif um hana kák. Efni myndarinnar má virðast næsta fáránlegt og fjarri öllum raunveruleik í augum og eyrum kaldrifjaðra tslendinga, sem lifað hafa alla sina tið i návigi við kölska og lita á hann sem einn af refum viðskiptalifsins, fremur en verulega illt afl og afgerandi. Þvi má þó ekki gleyma, að það er fyrst og fremst mótmælendatrú okkar, sem skapað hefur meö okkur viröingarleysi þetta og vantrú á veraldleg völd gamla mannsins. Þar sem menningar- legur forgrunnur okkar dregur fram fáránleikann, beinir uppeldi og trúarlegur grunnur rétt- trúaðra kaþólikka huga þeirra að ógnum og hræðileik þess, sem fyrir augu og eyru ber. Trú kaþólikka á tilvist kölska er mun litrikari, sterkari og skapar með þeim meiri ógn en orðiö get- ur með okkur. Þeim er hann hræðilegt afl, vald hins illa I heiminum, keppinautur guðs um sálir þeirra, og jafnvel likami. Þeir verða vakandi og sofandi að vera á verði og reiðubúnir til bar- áttu, þvi ef þeir slaka á árverkn- inni, getur hann náð tökum á þeim, og þeirra biður eilif for- dæming. Viö skynjum kölska sem lúmskan, illkvittinn hrekkjalóm, sem viö getum teflt skák við, kveðizt á við og gert að þjóni okk- ar. Meira að segja hugmyndir okkar um himnariki og helviti eru of loðnar til að valda okkur veru- legum áhyggjum. Þennan mismun ber að hafa I huga, þegar horft er á kvikmynd- ina Særingamanninn, og sé það gert, verður hún það hryllileg- asta, sem sézt hefur á hvita tjald- inu hér. Sagan Litil stúlka, dóttir leikkonu einnar, tekur skyndilega að sýna af sér látæði, sem ekki getur talizt eðlilegt. Hún rifur allt og tætir umhverfis sig, gerist ruddaleg I framkomu, og upp úr henni renn- ur hið soralegasta orðbragð, sem hægt er að hugsa sér. Jafnframt þessu ummyndast hún i útliti, af- skræmist og þrútnar. Breyting sú, sem á henni verð- ur, ber öll einkenni þess, sem I Is- lenzkum þjóðsögum er nefnt um- skiptingar, og greinilegt er, að hún er alls ekki lengur sú sem hún var. Móðir hennar leitar meö hana til sálfræðinga og geölækna, sem skoða hana, rannsaka og ræða sin á milli, en reynast með öllu ófærir um að hjálpa henni á nokkurn máta. Þegar sjúkleiki stúlkunnar ágerist svo, að ekki er orðið lift umhverfis hana, verður móður hennar það loks fyrir að leita til kaþólsku kirkjunnar, i þeirri von HVER SINN SKAMMT Stjörnubiú Allt fyrir Elsku pétur Leikstjórn: Peter Yates Aðalhlutverk: Barbra Streisand, Michael Sarrazin, EsteR'e Par- son, William Redfield, Vivian Bonnell, Richard Ward. Hvortheldur hún er óframfærin stúlka, sem reynir að brjótast til frama á leiksviði, lifsleið gleði- kona, sem leitar sér menntunar i oröabók, eða eiginkona leigubil- stjóra, sem leitar manni sinum leiða til áhugaverðari starfa, þá er hún söm og jöfn. Svo ófrið, að hún nálgast fegurðina aftan frá, einlæg, áköf, tilkippileg i hvers kyns brask og brall, klaufsk og oft kjánalega einsýn, en heiöarleg og tekur það nærri sér að leyna einhverju. Hugurinn ber hana ávallt hálfa leiö, og stundum lengra, og þvi flækir hún sig gjarna i vefi, sem henni er ekki fært að losa sig úr hjálparlaust. Oftast er þó grinið efst á baugi, mannleg kátina og lifsgleði, sem þvi miður er að glatast úr kvikmyndaheiminum. Hún heitir Barbra Streisand og hóf leikferil sinn i söngvamynd- um af léttara tagi, en hefur siðan leikið i sönglausum myndum jafnt, með vel viðunandi árangri. Henni tekst að gæða hlutverk sin hlýlegri gleði, sem nær til flestra áhorfenda, og þótt hún sýni ekki annaö en sjálfa sig i hlutverkum sinum, þá er það nóg. Það er hæfilegt að sjá eina af myndum hennar á ári. i baráttu við kerfið Henrietta (Barbra Streisand) er eigiukona Pete (Michael Sarrazin) og er ákaflega ánægö með þá stöðu sina. Hún er akai- ' '^ifangin af manni sin”Tn oa Ekki er þó lifiö óslitinn dans á rósum hjá þeim Henriettu og Pete, þvi þau hafa litlar tekjur og þurfa að spara grimmt til að komast af. Hver reikningur verð- ur að skoðast og endurskoðast vandlega, áður en hann er sam- þykktur og greiddur, og öll út- gjöld verða að takmarkast eftir getu. Það er þvi óhjákvæmilegt að Henrietta (eða Henry, eins og Pete nefnir hana) lendir i útistöð- 1 um viö kerfið, sem alls ekki er miðað við sparnað einstaklings- ins. Henry rekur sig einfaldlega á það, að þau eru stöðluð i spjald- skrám hinna ýmsu stofnana, og öll merki þess að stöðlunin lýsi þeim ekki rétt, eru túlkuð sem tákn um óheiðarleika og ofneyzlu. Henry rekur sig þvi á að yfir- borö kerfisins segir litið um inn- viði þess. Hinar svokölluðu þjón- ustustofnanir, svo sem trygg- ingafélög, lánastofnanir, sima- félög og fleiri, hafa alls ekki þjón- ustu að markmiði, eins og þær þó halda fram i auglýsingum sinum og kynningarslagoröum. Þessar stofnanir eru einfaldlega settar upp til að mjólka hinn almenna borgara, og ef þær neyðast til að sýna þjónustulund gagnvart ein- hverjum, þá er samningum við hann tafalaust sagt upp. Einstaklingurinn er varnarlaus og hjálparvana gagnvart ægi- valdi stofnananna. Hitt kerfið Þegar Henry og Pete sjá sér möguleika á aö græða peninga á viöskiptum, geta þau þvi ekki leitaö til opinberra um stofnfé að láni. i >u á. aö hver sá s'em ekki á penn.^. til okrara og fær hjá honum þá peninga, sem þörf var fyrir. Þar með hefst ferill hennar i „Hinu kerfinu”, sem er alveg eins og hið opinbera, nema faliö. Henry gengur kaupum og söl- um meðal undirheimalýðsins og flækist æ meir i netum hans. Að lokum fer þó allt vel, eins og vera ber, og draumar þeirra hjóna- kornanna rætast. Samanburður Við höfum áður séð kvikmynd- ir, þar sem grin er gert að kerfinu og slagorð þess gerð að engu með þvi að sýna hiörétta eðli þess. Viö höfum einnig séö myndir, sem sviptu hulunni af undirheimavið- skiptum vestrænna þjóðfélaga. Það sem þessi mynd hefur um- fram aðrar að þvi leyti til, er samanburðurinn á þessum tveim viðskiptakerfum, samanburður, sem sýnir þau sem áþekk, allt að þvi eins, nema hvað annað er lög- legt, hitt ólöglegt. Spurningin veröur sú, hvað skilur i raun lög frá lögleysu i við- skiptum? Svarið verður: Ekkert, utan mismunandi aöferöir við inn- heimtu. Létt og leikandi I stuttu máli, Kvikmynd þessi erlétt og leikandi og hin ágætasta á að horfa. Hún getur ekki talizt listaverk, og er ekki heldur frá- bæraðneinu leyti, en fyllir þó vel þaö hlutverk sem henni er ætlaö. Streisand skilar hlutverki Henry með ágætum, þótt nafn- breytingin sé e.t.v. óþörf. Aörir leikarar standa og fyrir sinu. ' Tvndin er fersk, þrátt fyrir af- lum klvsium, oy >,;W - -- ann i stúlkunni i þvi skyni að kynnast honum, og ákvarða þannig áhrifarikustu aðferðina til að særa hann. 1 viðræðum við þá kynnir andinn sig sem Satan sjálfan, og færir nokkrar sönnur á að kynningin sé rétt. Að undirbúningnum loknum hefst svo viðureign þeirra við djöfsa, og verður hún æði söguleg, áður en yfir lýkur. Söguþráðurinn er i upphafi myndar tengdur fornri tið og menningu og með þeim tengslum látið liggja að þvi, að vald kölska sé ekki á nokkurn hátt timabund- ið. 1 myndarlok er einnig sett upp nokkurs konar vopnahlé, kölski er ekki sigraður, heldur hefur hann Framhald á bls. 27. HAFNARBÍÓ: GULLÆÐIÐ Það verður enginn svikinn af Gullæðinu, fremur en flestum öðrum myndum meistara Chaplin. Mannleg hlýja hans og græskulaus kimni ná hug og hjarta áhorfandans, svo fremi hann er mannlegur. Litli maðurinn með stóra hjartað er kominn á tjaldið enn einu sinni, og vetrarveður ætti ekki að stöðva neinn kvikmyndaáhugamann. — HV GAMLA BÍÓ: HRÓI HÖTTUR Frábær mynd, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Walt Disney kvikmyndaverið hefur sérhæft sig i gerð langra teiknimynda, sem yfir- leitt fjalla um dýralif, og myndir þessar eru ávallt með þvi bezta, sem völ er á i kvikmyndahúsunum. Þótt undirrituðum þyki þessi mynd ekki ná alveg þvi sem sumar fyrri myndirnar hafa verið, svo sem hefðarkettirnir, þá er það per- sónulegt mat og breytir engu um að þessi mynd er einnig frábær. Hver veit, máski sagan af Hróa hetti hafi einmitt gerzt svona. — HV TÓNABÍÓ: BORSALINO OG CO. Hressandi blóðbaðsmynd, sem fjallar um átök Mafiufeðra i Mar- seille. Vélbyssurnar gelta, sýran kraumar, næturklúbbarnir loga glatt og afbrotamenn eru trúir köllun sinni. Delon er i essinu sinu i hlutverki hins kaldrifjaða manndrápara, og ekki laust við að grunsemdir læðist að áhorfandanum, um að hann hafi komið nálægt sliku áður. Kærkomin hvild frá kynþáttaflækjum, þeim sem siðustu ár hafa gengið undir nafninu glæpamyndir. Þetta er glæpamynd eins og þær gerðust beztar, hörð, hrein, ómenguð og frjáls. — HV LAUGARÁSBÍÓ: ÓKINDIN ÓGURLEGA Hin ágætasta afþreying, einkum fyrir þá sem hafa unun af að sjá samborgara sina brudda og brytjaða af risaskepnum. Tæknilega er þessi mynd ákaflega vel gerð, en breytingar þær sem gerðar eru frá söguþræði bókarinnar, eru fremur tilgangslitlar og meö öllu óskiljanlegar. — HV NÝJA BÍÓ: SKÓL’1 íc í HARVARD Allra sæmilegasta mynd, sem gerir hö„. -fVi ; 'ftu ’ ’qrd-háskólanum bandariski. veiun. ■ ?efi ef til vill ekki ' °f að prestar hennar kunni einhver ráð. Móðirin hefur frá upphafi verið sannfærð um að dóttir hennar sé ekki haldin neinum venjulegum sjúkdómi, enda hafði hún orðið vitni að ýmsum þáttum aðdrag- anda hans, svo sem rúmhristingi og öðru, sem eindregiö bendir til utanaðkomandi áhrifa á sál dótturinnar. Tekst henni að sann- færa embættismenn kirkjunnar um að stúlkan sé haldin illum anda, og fá tveir prestar heimild til að reyna að særa hann á brott. Satan sjálfur Einn þáttur i undirbúningi prestanna er að ræða við illa and-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.