Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarfluq HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER F4£?«HF ÆNGIRr Áætlunarstaðir: Blönduós — Siglufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 ■eiguriug um ÓLAFUR JÓHANNESSON DÓMSMÁLARÁÐHERRA: San iþykktii i er sjc ilfsög ð_ ef1 l’irallt það >, sem ó i undar i er g er igi ð FJ—Reykjavik — Þessi samþykkt er sjálfsögð, eftir allt það, sem á undan er gengið, sagði Ólafur Jóhann- esson dómsmálaráðherra i viðtali við Timann i gær- kvöldi. Ráðherrann kvaðst vilja vona það, að Bretar notuðu frestinn til að kveðja herskip sin út úr landhelgi okkar. — En viðhinu verðum við auðvitað að vera búin, sagði ráðherrann, að stjórn- málasiitin komi til fram- kvæmda. Dómsmálaráðherra sagði, að ef Bretar yrðu við þessu skiiyrði og vildu setjast aftur að samningaborði, gætum við illa neitað þeim um við- ræður. — En það liggur i augum uppi, að viðræður verða ákaflega erfiðar, þár sem okkar svigrúm tii samn- inga er svo litið, sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra. Bretar fá frest til miðnættis 24. janúar SAMKVÆMT samþykkt, sem gerð var á fundi rikis- stjórnar Islands i dag, litur rikisstjórnin svo á, að ef brezk herskip og Nimrodþot- urnar eru ennþá innan 200 milna fiskveiðilögsögu ís- lands kl. 12 á miðnætti sam- kvæmt Greenwich meðal- tima hinn 24. janúar 1976, sé stjórnmálasambandi milli Islands og Bretlands slitið og að loka verði sendiráði Breta i Reykjavik og diplómatiskir starfsmenn þess kvaddir heim. Brezkt herskip I isienzkri landhelgi. Verður það farið út fyrir þann 24. n.k.? Spjöllin eftir jarðskjálftann > Q Viðræður við Breta — um framkvæmd á stjórnmálaslitum FJ—Reykjavik. — 1 dag hefjast viðræður við Breta um framkvæmd stjórnmálaslitanna milli landanna samkvæmt samþykkt rikisstjórnarinnar i gær. Semja ber við Breta um gagnkvæma heimkvaðn- ingu diplómatiskra fulltrúa, en þeir sem eftir verða, munu starfa áfram á ábyrgð þess sendiráðs, sem tekur að sér að gæta hagsmuna þeirra rikja, sem stjórnmálasambandi slita sin á milli. Þannig mun sendiráði íslands i London verða lok- að, en þess i stað koma íslandsdeild norska sendi- ráðsins. Starfsmenn þeirrar deildar munu annast ræðismannsstörf, viðskipta-, menningar- og út- breiðslustörf, en norski sendiherrann verður póli- tiskur fulltrúi okkar gagnvart brezkum stjórnvöld- um. Liklegt er, að úr sendiráði Islands i London komi Niels P. Sigurðsson sendiherra einn heim, en Helgi Agústsson sendiráðsritari og Eirikur Benedikts verði áfram sem starfsmenn Islandsdeildar norska sendiráðsins. Helgi mun þá áfram geta gegnt upp- lýsingamiðlun til brezkra fjölmiðla. Af hálfu Breta er liklegt að sendiherrann hverfi heim og einn starfsmaður annar, en annað starfs- fólk sitja áfram sem starfsfólk Bretlandsdeildar franska sendiráðsins, sem tekið hefur að sér að gæta hagsmuna Breta hér á landi, ef af stjórnmála- slitunum verður. Samningar undir- ritaðir við Sovétríkin HHJ—Rvik— Nú hefur verið und- irritaður samningur um sölu á 60 þúsund barnajökkum til Sovét- rikjanna. Að samningi þessum standa iðnaðardeild SÍS, Prjóna- stofan Katla i Vik i Mýrdal, Dyngja á Egilsstöðum og sam- band sex prjónastofa á Norður- landi. Þetta er fimmti samning- urinn, sem þessir aðilar hafa gert með sér um sölu á þessari flik, sem upphaflega var hönnuð á vegum prjónastofunnar i Vik i Mýrdal. Prjónastofurnar hafa nú framleitt 230 þús. barnajakka á hálfu öðru ári, og er söluverðmæti þeirra um 350 milljónir króna. Framleiðslu upp i þessa siðustu pöntun á að vera lokið fyrir miðj- an mai, og er þegar hafinn undir- búningur nýrra samninga við Sovétmenn. Þessi verkefni hafa verið prjónastofunum mikil lyftistöng, þvi að þær áttu flestar erfitt upp- dráttar fjárhagslega sökum verk- efnaskorts. Auk þess hefur at- vinna aukizt verulega á þeim stöðum, sem hlut eiga að máli. Loðnusala til Japans a.m.k. 2000 lestir ÖLL LOÐNA, SEM SAMBANDSFRYSTIHÚSIN GETA FRAMLEITT Á ÞESSARI VERTÍÐ, SELD FYRIRFRAM JH—Reykjavik — Sjávaraf- uröadeild Sambands is- lenzkra sanivinnufélaga hefur gcngið frá fyrirframsölu á allri loðnu, sem unnt vcrður að frysta I sambandsfrystihúsun- um á þcirri vertið, sem nú fer að. Er áætlað, að magnið geti orðið að minnsta kosti 2000 tonn, en kaupendur hafa skuldbundið sig til þess að taka viö hverju þvl viðbótarmagni, sem fram- leitt kann að verða. Kaupandinn er japanska fyrir- tækið Mitsui & Co. Ltd., og voru samningar undirritaðir i Tókió föstudaginn 16. janúars.l. Fyrir hönd Sambandsins önnuðust samningagerðina þeir Sigurður Markússon, íramkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar, og Arni Benediktsson, framkvæmda- stjóri Kirkjusands h.f. Verð á frystri loðnu er nokkru hærra en það var á vcrtiðinni 1975. Þá fengust og fram nokkr- ar breytingar á gæðakröfum og vörulýsingu sem ætla má, að leitt geti til aukinnar fram- leiðslu. Svo sem kunnugt er var mjög litið íramleitt af frystri loðnu á vertiðinni 1975. og var ástæðan m.a. hinar ströngu gæðakröfur. sem kaupendur þá gerðu, t.d. að þvi er varðar stærð loðnunnar og leyfilegt átumagn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.