Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 20. janúar 1978. Þessi hraunhóll var áður miklu reglulegri i lögun, en jarðskjálftinn hefur nánast tvistrað landslaginu á þessum slóðum, eins og myndirnar bera mcð sér. Myndir Marinó Eggertsson, Kópaskeri Spjöllin eftir jarð- skjálftann koma undan snjónum SJ-Reykjavik Enn eru að koma i ljós ummerki eftir jarðskjálftann á Kópaskeri fyrri mánudag, þeg- ar mestar urðu skemmdirnar þar. 1 gærmorgun sáu Ibúar Kópaskers sprungu, sem liggur skáhailt yfir Klifagötu og er hátt I metra á breidd. Snjórinn er ekki alls staðar dottinn niður, en móta sést fyrir að þetta er löng sprunga. t túninu á Katastöðum i Núpa- Staðsetning sjúkra- bifreiðar í Breiðholti — er brýnt hagsmunamál Breiðholtsbúa, sagði Alfreð Þorsteinsson í borgarstjórn sveit, sem eru suðaustur af Kópa- skeri, kom einnig i Ijós sprunga i jörð, sem er það breið, að hægt er að troða sér ofan i hana, og er mittisdjúp. Þetta var á laugardaginn, þeg- ar snjó tók upp, og þá sáu Kópa- skersbúar einnig að hraunhóll, sem þeir þekktu vel og stóð við Presthólalón, hafði algerlega tvistrazt. Búizt er við að allar þessar breytingar á náttúrunni hafi orðið i sterkasta jarðskjálftanum á fyrri mánudag. Nálægt Prest- hólalónum er einnig viða mis- gengi og óslétt, þar sem áður var sléttlendi. Þá er einnig löng sprunga fyrir neðan Valþjófs- staði, sem liggur þvert yfir veg, sem þar liggur. Sprungan i túninu á Katastöðum A FUNDI borgarstjórnar s.l. fimmtudag mælti Alfreð Þor- steinsson borg'arfulltrúi Fram- sóknar.flokksins fyrir tillögu um staðsetningu sjúkrabifreiðar i Breiðholtshverfi. Minnti hann á, að undanfarna daga og vikur hefði skapazt ófremdarástand I hverfinu sökum snjóþyngsla. Alfreð sagði m.a.: „Ég hef orðið var við það hjá fólki i hverfinu, að það finnur til öryggisleysis, þegar Breiðholts- hverfi einangrast með þessum hætti — og þá ekki sizt með tilliti til þess, ef slys eöa bráða sjúk- dóma bæri að höndum. Nýlegt dæmi er til þess, að sjúkrabifreið hafi verið á þriðja tima að brjóta sér leið i gegnum hverfið við erfið skilyrði. Sem betur fer var ekki um lifshættu- leg slys að ræða, en þó það al- varleg, að um fótbrot var að ræða i öðru tilvikinu.” Alfreð benti á alvarlegri til- vik, sem hann kvað þó ekki rétt að ræða. Siðar sagði hann I ræðu sinni: „Ég hygg, að þegar við ræð- um um einn tiltekinn þátt, eins og sjúkraflutninga, þá verðum við að ræða það mál á grund- velli þess, að samgönguleiðir i hverfið eru ófullnægjandi — og á meðan svo er, verði að gera nauðsynlegar bráðabirgðaað- gerðir, ef menn fallast ekki á að gera ráðstafanir til frambúð- ar.” Siðar i ræðu sinni sagði Alfreð Þorsteinsson, að það væri siður en svo, að tillaga hans væri ein- göngu til orðin vegna ófremdar- ástandsins siðustu daga. „Það er ekki siður öryggisatriði við venjuleg og eðlileg akstursskil- Alfreð Þorsteinsson. yrði, að sjúkrabifreið sé staðsett i Breiðholtshverfi” sagði hann. Minnti hann á, að 10-12 km væru frá Slökkvistöðinni á Reykja- nesbraut á fjarlægustu staði i hverfinu, og þegar sú vegalengd væri tvöfölduð, þ.e. með þvi að aka til baka á næsta sjúkrahús, þá væri sú vegalengd orðin býsna löng og tekið gæti allt að hálf tima frá útkalli að koma sjúkum eða slösuðum á áfanga- stað. Gilti þetta ekki sfður, þótt sjúkrabifreið væri send frá Ar- bæjarstöðinni. Væri hins vegar staðsett sjúkrabifreið I hverfinu styttist þessi timi um helming. „Ég held, að ég þurfi ekki að fara um það mörgum orðum, hvaða þýðingu það getur haft að koma fólki fljótt undir læknis- hendur. Þar geta minútur eða jafnvel sekúndur ráðið um lif eða dauða.” Þá sagði Alfreð enn fremur: „Ég hef rætt þetta mál við slökkvistjórann i Reykjavik og þá um þann möguleika, að sjúkrabifreið hafi varðstöðu i Breiðholtshverfi. Ef hægt er að tala um einhvern ágreining milli okkar um þetta efni, þá liggur hann helzt i þvi, að ég hefði kosið, að sjúkrabifreið væri að staðaldri staðsett i hverfinu, en hann telur slikt ógerlegt að óbreyttum að- stæðum, en telur þó auðvelt að hafa sjúkrabifreið i neyðartil- fellum staðsetta einhvers staðar i hverfinu, t.d. þegar ófærð er.” Alfreð Þorsteinsson sagði, að þó að ekki væri gert meira, myndi hann fagna sliku kerfi, þótt hann kysi varanlegri lausn þangað til samgöngur hafa ver- ið bættar, t.d. með tengingu Breiðholtshverfis og Arbæjar- hverfis, en þá myndi Arbæjar- stöðin geta þjónað Breiðholts- hverfinu betur. 1 lok ræðu sinnar sagði Alfreð, að óverjandi væri að tefla i frek- ari tvisýnu með þvi að fram- kvæma ekki tillögu sina. Taldi hann, að hér væri fyrst og fremst um skipulagsbreytingu að ræða en ekki kostnaðarauka, nema að litlu leyti. Auk Alfreðs töluðu Magnús L. Sveinsson (S) og Sigurjón Pét- ursson (Ab). Lýstu þeir báðir yfir stuðningi við tillöguna, en töldu þó ekki allt fengið með sjúkrabifreið. Tillögu Alfreðs var visað til borgarráðs til frekari meðferð- ar. Sprungan I Klifagötu á Kópaskeri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.