Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. janúar 1976. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinu. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötm simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalslræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga,sjmi 19523. VerðJ[ lausasölu ár. 40.00. Askfiftargjald kr. 800.00 á mánuði. ' BlaðaþrentJT.fT Þorskastríðið og varnarmálin Það er rétt, sem haldið hefur verið fram, að is- lenzkir stjórnmálamenn hafa i fyrri þorskastrið- um ekki viljað blanda saman landhelgismálinu og varnarmálunum. Þetta hefur lika verið af- staða þeirra i upphafi þorskastriðsins nú. Brezk stjórnvöld og brezkir togaramenn hafa hins veg- ar hagað sér nú á annan veg en i fyrri þorska- striðum. Þessir aðilar hafa ekkert tillit tekið til þeirra upplýsinga visindamanna, að ástand þorskstofnsins sé nú alvarlegra en nokkru sinni fyrr. Þvert á móti hafa þeir stóraukið sóknina og hafa stundum verið helmingi fleiri togarar að veiðum en venjan er á þessum tima árs. Þá hefur verið haldið uppi miklu tiðari og harðari ásigling- artilraunum á islenzk varðskip en áður. Þetta og fleira hefur haft þau áhrif, að almenningur beinir athygli sinni meira og meira að þátttöku okkar i Atlantshafsbandalaginu og hersetu Bandarikj- anna hérlendis, sem ætluð er að vera landi og þjóð til varnar. Menn spyrja i vaxandi mæli: Hvers virði er þetta okkur, ef Bretar fá að halda áfram ofbeldisverkum sinum afskiptalaust af hálfu þessara aðila? Fyrir þá, sem hafa viljað halda landhelgismál- inu og varnarmálunum aðskildum, tjóir ekki annað en að gera sér þetta ljóst. Almenningur blandar þessum málum saman, hvort sem stjórnmálamönnum fellur það miður eða ekki. Ljóst dæmi um þetta eru mótmælaaðgerðirnar, sem hafa átt sér stað á Keflavikurflugvelli. Þar hafa yfirleitt verið að verki þeir, sem hafa verið fylgjandi varnarsamstarfi við Bandarikin. Þeir eru hins vegar orðnir þreyttir á sinnuleysi Bandarikjanna, þegar minnsti bandamaður þeirra er fótum troðinn. Þetta er skiljanleg af- staða. Liklegt er, að þeim, sem þannig hugsa, eigi eftir að fjölga, ef ekki verður breyting á afstöðu Bandarikjanna. Alþýðuflokkurinn er annað dæmi um þetta. Hann hefur alltaf verið fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Nú hafa þingflokkur og framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins samþykkt að ,,ögranir og ofbeldi Breta i fiskveiðilandhelgi okkar hljóti að hafa örlagarik áhrif á viðhorf ís- lendinga til varnarsamstarfs íslands innan At- lantshafsbandalagsins og aðildar þess að þvi.” Formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, segir i Alþýðublaðinu siðastl. laugardag, að rétt sé, að ,,allir viti, að takist ekki að stýra málinu farsællega i höfn, geta ekki aðeins varnarmálin, heldur og sjálf aðildin að bandalaginu, komið til endurskoðunar.” Það er vafalaust, að þetta viðhorf Alþýðuflokksins á nú góðan hljómgrunn hjá þjóð- inni. íslendingar vilja fá úr þvi skorið, hvort þeir eiga einhvers stuðnings að vænta hjá banda- mönnum sinum eða ekki. Svörin við því geta ráðið miklu um viðhorf almennings til utanrikis- málanna i framtiðinni. Tómas Tómasson sendiherra túlkaði tvimæla- laust rétt afstöðu þjóðarinnar, þegar hann sagði á Natofundinum, að íslendingar myndu endur- skoða stöðu sina i bandalaginu, ef Bretar héldu ofbeldisverkum sinum áfram. fslendingar vænta stuðnings frá bandamönnum sinum, og þó eink- um Bandarikjunum. Vonbrigði i þessum efnum, geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. -Þ.Þ ERLENT YFIKLIT ___________\_____ Semja risaveldin um árásarvopnin? Mikilvægar viðræður að hefjast í AAoskvu I DAG er Henry Kissinger væntanlegur til Moskvu og mun hann dvelja þar til föstu- dags. Kissinger skýröi frá þessari fyrirhuguðu ferð sinni á blaðamannafundi, sem hann hélt i Washington síðastl. mið- vikudag. Hann sagði, eð aðal- erindi sitt til Moskvu væri að ræða við rússneska ráðamenn um takmörkun karnorku- vopna, sem væru notuð til árásar. För sin hefði verið ákveðin sökum þess, að hann hefði fengið skilaboð frá rúss- nesku stjórninni þess efnis, að hún væri fús til tilslökunar frá fyrri tillögum, án þess að skil- greina það nánar. Þá myndi jafnframt verða rætt um Angola og ástandið þar. Eins og kunnugt er, náði Nixon samkomulagi við rúss- nesku stjórnina um takmörk- un kjarnorkuvopna, sem notuð eru i varnarskyni. Samningur um þetta var undirritaður i Moskvu i maimánuði 1972 og þótti hinn merkasti, þvi að bæði rikin voru þá að hefja kapphlaup um gerð nýrra kjarnorkuvopna, sem gætu grandað flugskeytum i tæka tið, en sýnt þótti, að þetta kapphlaup yrði mjög kostnaðarsamt. Þetta sam- komulag hefur tvimælalaust sparað báðum rikjunum stór- felld hernaðarútgjöld. Hins vegar náðist ekki að þessu sinni samkomulag um tak- mörkun kjarnorkuvopna, sem nota má til árásar, en þá er ekki eingöngu um sprengjur að ræða, heldur einnig um langfleyg flugskeyti eða flug- vélar, sem geta flutt þær. Þó náðist eins konar bráða- birgðasamkomulag um tak- mörkun þessara vopna og skyldi það gilda til 5 ára eða þangað til i mai 1977. Þessi timi skyldi svo notaður til að ná varanlegra samkomulagi. Segja má, að viðræður um slikan samning, sem venju- lega gengur undir nafninu Salt II, hafi staðið látlaust siðan. ÞEGAR Nixon fór frá völd- um, var viðræðum um slikan samning alllangt komið. Ford lagði áherzlu á, að þeim yrði haldið áfram. Á fundi hans og Bréznjevs, sem var haldinn i Vladivostok rétt fyrir árslok 1974, undirrituðu þeir eins konar uppkast að samning um þetta efni, en ýmis atriði þess yrðu þó athuguð nánar áður en til endanlegrar samnings- gerðar kæmi. Viðræður um þessi atriði hafa haldið áfram siðan, án þess að samkomulag hafi náðst. Þetta hefur átt sinn þátt i þvi, að fyrirhuguðu ferða lagi Breznjevs til Bandarikj- anna hefur stöðugt verið frest- að, en ætlunin var að undirrita samninginn við það tækifæri. Fyrst var ráðgert, að Bréz- njev færi til Bandarikjanna vorið 1975, siðan haustið 1975, en nú virðist alveg óráðið hve- nær úr þvi verður. Það veltur mjög á þvi, hvernig Kissinger ganga viðræðurnar i Moskvu nú I vikunni. Það, sem veldur mestum erfiðleikum i þessum viðræð- um, mun vera tilkoma nýrrar rússneskrar flugvélar og nýs bandarisks flugskeytis, sem ekki var reiknað með, þegar gengið var frá uppkastinu i Vladivostok 1974. Hin nýja rússneska flugvél, sem hefur hlotið nafnið Backfire, mun enn vera á tilraunastigi, en hún þykir likleg til að geta flutt kjarnorkusprengjur langar vegalengdir. Rússar eiga engar slikar flugvélar nú. Hið nýja bandaríska flug- skeyti er eins konar mannlaus flugvél, sem hægt er að stjórna með mikilli nákvæmni og getur farið lægra en venju- leg flugskeyti og varnir gegn þvi þess vegna erfiðari. Það er hins vegar ekki eins hrað- fleygt og hin langfleygu flug- skeyti, sem Bandarikjamenn ráða yfir nú. Rússar halda þvi fram, að umrædd flugvél þeirra, geti ekki talizt jafnoki þeirra flugskeyta og flugvélá, sem uppkastið nær til, og hinu sama halda Bandarikjamenn fram um hið nýja flugskeyti sitt. Sérfræðingar viðurkenna, að báðir hafi rétt fyrir sér, en hvort tveggja þessara tækja megi fullkomna, og þá geti þetta breytzt. Bandarikja- menn munu hafa boðizt til að fallast á takmörkun þessara nýju tækja, en Rússar hafnað þvi að taka þau með i samninginn. Ýmsir aðilar, þar á meðal New York Times, hafa lagt til, að samið yrði um að hætta framleiðslu þessara tækja, þar sem uppkastið gerði ráð fyrir þvi, að hvort rikið um sig réði samkvæmt þvi yfir svo miklum árásar- mætti, að það gæti eyðilagt hitt á 40 minútum! Sannarlega ætti það að þykja nægilegt. VIÐRÆÐUR þær, sem nú eruaðhefjastiMoskvu, skipta persónulega miklu máli fyrir þá Kissinger og Brlznjev báða. Ef Kissinger nær ekki neinum árangri i þessari Moskvuför, er ekki annað lik- legra en að hann taki þann kost að segja af sér, þvi að hann getur ekki vænzt meiri árangurs siðar á þeim tima, sem eftir er á kjörtimabili Fords. Fyrir Bréznjev væri það lika áfall, ef hann gæti ekki skýrt frá neinum árangri af þessum viðræðum, þegar flokksþing kommúnista hefst i næsta mánuði, en hann hefur talið umræddan samning eitt stærsta áhugamál sitt og eitt mikilvægasta sporið, sem hægt væri að stiga til bættrar sambúðar. Þeir Kissinger og Bréznjev eiga hins vegar við ramman reip að draga, þvi að hershöfðingjar beggja land- anna tortryggja alla slika samninga, og báðir eiga við hauka að glima. 1 flokksstjórn kommúnista eru ekki allir á sama máli og Bréznjev og i Bandarikjunum biða and- stæðingar Fords eftir þvi, að gagnrýna hann fyrir undan- látssemi. Það myndi hins vegar verða heimsfriðnum til ómetanlegr- ar styrktar, ef umrætt sam- komulag gæti náðst milli risa- veldanna. Þ.Þ. Bréznjev og Nixon við undirritun fyrri Salt-samninganna i Moskvu 1972

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.