Tíminn - 21.01.1976, Síða 1

Tíminn - 21.01.1976, Síða 1
Leiguflug—Neyöarflua HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 ÆHGIRf Áætlunarstaöír: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land jSímar: 2-60-60 & 2-60-66 leiguflug um ÓLAFUR JÓHANNESSON UM ÁKVÖRÐUN BRETA: Beii 1 vi ð bi rög ð vi ð fy rir- ætli un rí ki isst jórnarinnar Við munum að sjálfsögðu eftir sem áður halda uppi löggæzlu innan 200 mílnanna FJ-Reykjavík. — Ég tel þá ákvöröun Breta að kveðja herskipin út fyrir 200 milurnar bein viðbrögð við fyrirætlun islenzku rikisstjórnarinnar um að siita stjórnmálasambandinu að öðrum kosti, sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra f viðtali við Timann i gær. Dómsmálaráðherra var fyrst spurður, hvað hann vildi segja um hin skjótu viðbrögð Breta. — Ég er ánægður yfir þvi, að þeir skuli ætla að fara út með herskipin og þoturnar. Ef þeir siðan bjóða forsætisráðherra til viðræðna, tel ég sjálfsagt að þvi boði verði tekið. Það eru hins vegar augljósir erfiðleikar á þvi að fara i samn- ingaviðræður við þá, þar sem svigrúm okkar er svo takmarkað. —• Telur þú llklegt, að af samningum geti orðið, þrátt fyrir okkar takmarkaða svigrúm? — Ég vona, að samningar náist. — Hefur rikisstjórnin eitthvað um það rætt, hvernig að nýjum samningum við Breta skuli stað- ið? — Nei. Það mál hefur ekkert verið rætt ennþá. — Nú segjast Bretar senda herskipin inn aftur, ef varðskipin áreiti áfram brezka togara. Geta þeir gert sér einhverjar vonir um það, að togarar þeirra fái frið fyrir varðskipunum? — Það er þá ekkert nema þeirra traust. Við getum aldrei gefið yfirlýsingu um slikt. Þvi var neitað 1973, Sú neitun var bréfleg og er til I orð- sendingum, sem fóru á milli forsætisráðherra land- anna þá. Við munum að sjálfsögðu eftir sem áður halda uppi löggæzlu innan okkar 200 milna. — Telur þú, að þessi skjótu viðbrögð Breta séu afleiðing af milligöngu Luns, aðalframkvæmda- stjóra NATO? — Ég tel þá ákvörðun Breta að kveðja herskipin út fyrir 200 milurnar bein viðbrögð við fyrirætlun is- lenzku rikisstjórnarinnar um að slita stjórnmála- sambandinu að öðrum kosti. Bretum var kunnugt um þessa fyrirætlun, og ákvörðunin um að kveðja herskipin út úr Islenzkri landhelgi var ekki tekin af Callaghan, einum á ■ þremur timum i Brussel. Auðvitað hefur brezka rikisstjórnin verið búin að gera sér grein fyrir þvi, hver hennar viðbrögðyrðu, ef við tækjum málið svo langt, að stjórnmálaslit væru framundan. Hins vegar efa ég alls ekki, að Luns hafi gert sitt til að lægja öldurnar, en persónulega finnst mér það alveg óþarfi hjá aðalaframkvæmdastjóranum að vegsama það sem drengskap hjá Bretum, þótt þeir látiaf vopnaðri árás á annað bandalagsríki NATO. — Telur þú, að þessi ákvörðun brezku rikisstjórn- arinnar hafi eytt mestu spennunni I landhelgismál- inu? — Hún getur minnkað spennuna eitthvað i bili. En ég býst við þvi, að enn sé langt i land, áður en lausn málsins finnst. KRÖFLUVIRKJUN: Gsal-Reykjavik — Sam- kvæmt frétt frá Reuters-fréttastofunni brezku i gærdag, héldu brezku freigáturnar þrjár, sem siðustu daga hafa verið á tslandsmiðum, út fyrir 200 milna fiskveiðilögsögu Is- lands I gærmorgun. Land- helgisgæzlunni bókst ekki að staðfesta hvort freigáturnar væru komnar út fyrir fisk- veiðimörkin i gærdag, þar eð veður hamlaði gæzluflugi. Vonzkuveður var á miðun- um I gærdag, snjókoma og dimmviðri. STOÐVARHÚSIÐ SIGIÐ gébc Rvik— A mánudag, þegar starfsmenn við Kröfluvirkjun gerðu mælingar á stöðvarhúsinu, kom i ljós, að undirstaða hússins, eða grunnur, hafði sigið um a.m.k. 4 sm, eða sem svarar 7 sm halla á 100 metra. Pétur Pálma- son verkfræðingur sagði i gær, að siðast hefðu slikar mælingar farið fram i lok nóvember, og hefði grunnur hússins sigið þetta siðan. — Það eru fjórir fastir punktar á hornum hússins, sagði Pétur, sem við miðum við þegar við mælum. Ekki kvaðst hann hafa nein tök á að skýra orsakir þessa, og þótt sjálfsagt væri ekki hægt að lagfæra þetta, þá væri allt i lagi, er.n sem komið væri. VÍSINDAMENN SKRIFA IÐNAÐARRÁDHERRA: Óráðlegt að halda áfram framkvæmdum við Kröflu BH-Reykjavik— Sl. mánudagrit- uðu þrir jarðfræðingar og einn jarðeðlisfræðingur, sem allir starfa hjá Raunvisindastofnun Háskóla Islands, þeir Sigurður Þórarinsson, Eysteinn Tryggva- son, Þorleifur Einarsson og Sigurður Steinþórsson, bréf til Gunnars Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra vegna framkvæmda við Kröflu. Sagði Sigurður að I bréf- inu væri rakin saga þriggja eld- gosa á þessu svæði og bent á að ekki hafi komið jarðskjálftar i Mývatnssveit nema eldgos hafi fylgt. I ljósi þeirra staðreynda telja þeir fjórmenningarnir óráð- legt að halda áfram framkvæmd- um við Kröflu fyrr en þessi hrina sé gengin yfir, og eru þó aðeins undanskildar allra nauðsynleg- ustu viðhaldsaðgerðir. Atli Heimir Sveinsson hlaut tón- skáldaverðlaun Norðurlandaráðs

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.