Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 21. janiiar 1976. Ríkur flóttamaður Tékkneska tennisstjarnan Martina Navratilova (18 ára), sem settist að i Bandarikjunum, hefur á einum mánuði unnið sér inn 150.000 dollara i verðlaun- um. Þetta er miklu meira en nokkrum i Tékkóslóvakiu auðn- ast að vinna sér inn á heilu ári. öfund er sennilega stór þáttur i þvi að tékkneska tennissam- bandið afneitar henni. Martina hefur greitt tékkneska tennis- sambandinu 20% og innanlands sjóðaþjónustu 30%. ,,Mér stendur á sama um skattana,” segir hún. Hún gerir sér vonir um að fá að leika tennis fyrir Cleveland i heimskeppninni seinna á þessu ári og koma sér upp aðsetri i Suður-Kaliforniu. Þar sem Martina er ógift og hefur svona háar tekjur, lendir hún i háum skattstiga — 50% til alrikis og 10% til Kaliforniurfk- is. En Martina segir, að hún meti frelsi meira en peninga. ,,Og frelsi tii að leika tennis og lifa eins og mér þykir bezt, er á- stæðan til þess að ég ákvað að gerast ameriskur borgari. Allir, sem kvarta yfir lifnaðarháttun- um i Bandarikjunum,” bætir hún við, ,,ættu að fara til Evrópu til kommúnistarikis eða sósialistarikis, og þá munu þeir skilja, hversu heppnir þeir eru.” Romina Power hefur skipt um hlutverk Margir muna enn eftir leikaran- um Tyrone Power. Hann þótti bæði afbragðs leikari, — og var einn þeirra, sem dró kvenfólkið að sér eins og segull stál. Meira að segja hér á Islandi, er hann var á ferð á striðsárunum, þá fylltist Austurvöllur af konum á öllum aldri (þvi að leikarinn bjó sólarhring á Hótel Borg), og biðu þær eftir þvi að fá að sjá þennan fræga mann aðeins i svip. Sumar hinar heppnari og ágengari fengu meira að segja eiginhandaráritun hans. Hann var kvæntur fallegri leikkonu, sem heitir Linda Christian og eignaðist með henni dóttur, sem skirð var Romina, og auðvitað var fögur eins og foreldrarnir. Þegar Romina var fjögurra ára gömul, þá skildu foreldrarnir og þremur árum seinna varð Tyrone Power bráðkvaddur er hann var að leika i kvikmynd, sem tekin var á Spáni. Romina, dóttir hans hefur þvi haft litið af honum að segja, en leikkonan móðir hennar, lagði mikla áherzlu á, að dóttir hennar reyndi að koma sér áfram i i vikmyndaheiminum. Romina íwer hafði auðvitað góð sam- oönd frá barnæsku við ýmsa að- ila i kvikmyndagerð, og 16 ára var hún farin að leika, en hún var sérlega falleg og vel vaxin ung stúlka, og vegna ákafa hennar við að koma sér áfram, þá tók hún hvaða hlutverki sem var, og lenti i þvi, að sitja fyrir sem nektarfyrirsæta, og leika töluvert i svipuðum kvikmynd- um. Nú er Romina orðin 23 ára, og hefur algjörlega sagt skilið við allt slikt, að þvi að hún seg- ir. Hún ér gift itölskum söngv- ara, Albano Carrisi að nafni, og hennar hlutverk er nú, segir hún, að vera góð eiginkona og hugsa um að byggja upp gott og hamingjusamt heimili með Albano. Móðir hennar var ekki ánægð með þessi umskipti á högum hennar, þvi að hún sagði að nú hefði aðeins vantað herzlumuninn til þess að Romina kæmist á toppinn i leik- listinni, — en ,,ef pabbi minn hefði lifað, þá er ég viss um að hann hefði skilið”, sagði Romina við blaðakonu eina, sem leitaði eftir svari hjá henni um það hvort henni væri alvara .neð þessi hlutverkaskipti. Hér sjáum við Rominu og eigin- mann hennar Albano Carrisi. I Lífstíðarsamreingur Mark Spitz, sem gerði garðinn frægan á Ólympiuleikunum hér um árið, mun ekki þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur á næstunni. Umboðsskrifstofa hans náði langtimasamningi fyrir hann við Schick-rakvélafyrirtækið. Samningurinn var á þá leið, að Mark mun fá 17 milljónir á ári árin 1972—1977, og frá 1979 og næstu 99 ár að telja mismunandi háar upphæðir, miðaðar við starf það, sem hann hefur innt af höndum fyrir fyrirtækið. Mark er sagður hinn ánægðasti með samninginn, en talið er, að forráðamenn Schick hafi verið heldur fljótfærir, þvi þeir losna ekki við Spitz á meðan hann dregur andánn. Eiginmaöurinn vill aöeins borga höldum kerlingunni hans. lausnargjaidiö, ef viö DENNi DÆMALAUSI Þér ætti aö liöa miklu betur, af þvi að ég var að gefa Wilson höf- uðverkinn þinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.