Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. janúar 1976. TÍMINN 5 UÉ MÉÉ !| n H i m Skildi Lúðvík ekki skýrsluna? „Annað hvort cru þetta visvit- andi blekking- ar eða stað- festing á þvi, að Lúðvik hafi enn ckki skilið skvrsluna um þróun sjávar- útvegs.” Þessa kjarnyrtu setningu er að finna i svari starfshópsins uin sjávarútvegsmál, er starf- aði á vegum Rannsóknaráðs rikisins, við ýmsum fullyrð- ingum Lúðviks Jósepssonar i sambandi við endurnýjun fiskiskipaflotans. Er starfs- hópurinn, sem skipaður er sérfræðingum um sjávarút- vegsmál, mjög harðorður i garð Lúðviks fyrir vafasamar fullyrðingar. M.a. segir starfshópurinn, að meðölin, sem Lúðvik noti, séu „suin- part óvönduð og jafnvel ósvif- in.” Lúðvík óprúttinn Ástæðulaust er að rekja svar starfshópsins á þessum vettvangi, þvi að svarið birtist iheild annars staðar í hlaðinu. Þó er ástæða til að vekja at- hygli á eftirfarandi ummæl- um : „Það er raunar sárgrætilegt að sjá, hve sumir menn eru lauslátir i meðferð sinni á heiðarlega unnum skýrslum. Er það nokkur furða, þótt margir tslendingar haldi þvi fram, að skýrslur séu að verða gagnslausar hérlendis. Óprúttnir stjórnmálamenn taka ekkcrt mark á þeim nema nota megi þær til að styðja citthvað, sem þeir sjálfir hafa haldið fram áður. Ilvenærskyldi aöþvikoma, að það verði pólitiskur vegsauki fyrir stjórnm álamenn að viöurkenna, að þeir hafi haft rangt fyrir sér t.d. vegna skorts á upplýsingum ef ekki annað.” Hvenær birtir Þjóðviljinn svarið? Fróðlegt verður að vita, hvort hclzti sérfræðingur Alþýðu- handalagsins um sjávarút- vegsmál inannar sig i það að viðurkenna mistök sin. Og enn fróðlegra verður að fylgjast meö þvi, hversu fljótt Þjóð- viljinn birtir svar starfshóps- ins. Siðast, þegar þessi starfs- hópur sendi Þjóðviljanum linu, var orösendingunni stungið undir stól, en birt seint og siðar meir vandlega falin i blaðinu. —a.þ. Tilraunavinnsla á perlusteini hafin ó Akranesi: Möguleikar opnast fyrir fjölþættan steinefnaiðnað Gsal-Reykjavik — Hafin er til- raunavinnsla og -þensla á perlu- steini á vegum gosefnanefndar hjá Sementsverksmiðju rikisins á Akranesi. Talið er, að hægt sé að framleiða um 20 þús. tonn af perlusteini á Akranesi, og er ver- ið að ljúka áætlun um þann rekst- ur. Verið er að Ijúka frumáætlun um byggingu verksmiðju, t.d. á Grundartanga, til vinnslu allt að 100 þús. tonna af þurrkuðum, möluðum og flokkuðum perlu- steini til útflutnings og til innan- landsnota. Með perlusteinsvinnslu er stefnt að uppbyggingu fjölþætts steinefnaiðnaðar, sem byggður er á notkun perlusteins. Verið er að ljúka við hagkvæmnikönnun á vinnslu allt að hundrað þús. tonna á ári af hráperlusteini úr Presta- hnúki á Kaldadal, sem siðan yrði malaður, þurrkaður og sigtaður i nokkra flokka, mismunandi að komastærð, til sölu á erlenda markaði eða til notkunar innan- lands. Hluti perlusteinsins yrði þaninn innanlands og notaður i ýmsar afurðir, s.s. pússningu, finpússningu (einangrunarpússn- ing), siuperlustein, léttsteypu, einangrunarplötur, milliveggja- og þilplötur með gipsi, sem jarð- vegsbætirí garðyrkju, fylliefni og dreifiefni fyrir sápu, málningu, á- burð o.fl., til leiriðnaðar og múr- steinsgerðar o.m.fl. //98■ ok : 900 /.-■ 'J r / ; r fceiilondc- jokull / p o ri Sj o kull t350• // . <b 'q 'r \U- - \V- %■ . \ '*Oo ">300 ■ \ ^ v —-s / / / 50(X / n 5km __ — Perlusteinn finnst i Prestahnúki i Geitlandsjökli. A kortinu sézt Presta- hnúkur og næsta umhverfi. Hvað er perlusteinn? Perlusteinn er fremur nýlegt, súrt, glerkennt gosberg, sem finnst á ungum eldgosasvæðum og hefur þann eiginleika, að nokkurt magn vatns er bundið í steinefnum. Þegar steinninn er hitaður upp i 800—1000 stig á Celsius, losnar vatnið og gufu- þrýstingurinn, sem myndast, þenur bergið út allt að 10—20 falt og rúmþyngd fellur úr u.þ.b. 1125 kg á rúmmetra i allt að 50—100 kg á rúmmetra. Notkunarmöguleik- G.B.—Akranesi — Siðast liðinn laugardag gekkst gosefnanefnd rikisins fyrir kynningarfundi um perlusteinsvinnslu i Sements- verksmiðju rikisins á Akranesi, þar sem mættir voru milli 60 og 70 manns frá Iðnaðarráðuneytinu og ýmsum stofnunum, sem hlut eiga að máli, svo og frá nokkrum fyr- irtækjum, sem komið geta til með að hafa áhuga á framgangi þeirra verkefna, sem þarna er um að ræða. 1 hádegisverðarboði, sem Se- mentsverksmiðjan stóð fyrir og Sveinn Björnsson frá Iðnþróunar- stofnuninni stjórnaði, bauð Sig- mundur Guðbjartsson, - form . stjórnar Sementsverksmiðjunn- ar, gesti velkomna til samkvæmis þessa. Þá flutti Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra ávarp og lýsti i stórum dráttum tildrögum þessa fundar og hvers vegna til hans væri stofnað. Forstjórar Se- mentsverksmiðjunnar, Guð- mundur Guðmundsson og Svavar Pálsson, fluttu einnig ávörp, svo og Hörður Jónsson, form. gos- efnanefndar, og Vilhjálmur Lúð- viksson. Nokkrar fyrirspurnir voru bornar fram, og veittu hlut- aðeigandi fræðimenn svör við þeim. Þá var gestum boðið að skoða nýju tilraunaverksmiðjuna, sem komið hefur verið upp i húsa- kynnum Sementsverksmiðjunn- ar. Þar er hægt að framleiða 5-6 tonn af þurrkuðum og flokkuðum hráperlusteini á klst., en þenslu- verksmiðjan framleiðir 1 rúm- metra af þöndum perlusteini á klst. Verksmiðju þessa á að reka til að hafa aðstöðu til að kynna þetta á erlendum mörkuðum, með út- flutning siðar i stórum stíl i huga, og einnig til nota og sölu hér innanlands. ada, en mjög vaxandi áhuga á notkun perlusteins virðist gæta i Bretlandi.á Norðurlöndunum og i Þýzkalandi, og hefur náðst sam- band við fyrirtæki i þessum lönd- um, sem áhuga hafa á perlu- steinskaupum. Heimsframleiðslan var talin vera um 1,5 m tonn á ári 1973, þar af voru i Evrópu, utan Rússlands, notuð um 30,9%, i Sovétrikjunum 25,5% og i Bandarikjunum 42,6%. Allur perlusteinn notaður i Þýzkalandi, Bretlandi, Benelux- ar perlusteins byggjast fyrst og fremst á hinni lágu rúmþyngd hans eftir þenslu. Efnismagn og efnisgæði Þeim stöðum, þar sem perlu- stein er að finna i Prestahnúki, hefur verið skipt i fjögur svæði, og hefur forhönnun bent til þess, að magn perlusteinsins á þessum svæðum sé alls 17—20 milljónir rúmmetra, en gera má ráð fyrir að magnið geti verið miklu meira. Tilraunir með mölun, þenslu og athuganir á efnis- og eðliseigin- leikum þanins og óþanins perlu- steins gefa til kynna, að hann sé fyllilega sambærilegur við annan perlustein, sem nú er á markaði, t.d. frá Grikklandi, Ungverja- landi, Tékkóslóvakiu og viðar. Um markaðshorfur er það að segja, að markaðir yrðu væntan- lega á Norðurlöndum, Þýzka- landi, Bretlandi, Hollandi, Belgiu. Bandarikjunum og Kan- löndunum, Frakklandi og Norðurlöndum er innfluttur. á Ætla má, að arðsemi af perlu- steinsvinnslu sé viðunandi, sér- staklega þegar um slikan undir- stöðuiðnað er að ræða. Ljóst er. að vænta má mun meiri arðsemi af ýmsum iðnaði, sem byggzt gæti á perlusteinsvinnslu. Ýms litil iðnaðartækifæri gætu grundvallazt á ódýrum flokkuð- um perlusteini, bæði fyrir is- lenzkan byggingariðnað og til út- flutnings. Mætti þar nefna tilbúna pússningu, plötur ýmis konar. milliveggjaframleiðslu og fram- leiðslu á siuneti úr perlusteini til útflutnings. Sammerkt með öllum þessum iðnaðartækifærum er væntanlega mun hærri arðsemi en i hráperlusteinsvinnslunni. og að án útflutnings á flokkuðum perlusteini mvndi arðsemi þeirra og samkeppnisaðstaða verða mun lakari. Framhald á bls. 19 Þjár mismunandi myndir perlusteins, 1. hráperlusteinn, 2. malaður perlusteinn, 3. þaninn perlusteinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.