Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. janúar 1976. TÍMINN 7 1 gærmorgun kom upp eldur i Laugardal, I bekkja- og timburgeymslu Reykjavikurborgar. AUt slökkvi- lið Reykjavikur var kvatt á vettvang og gekk slökkvistarf fremur erfiðlega, enda mikill eldur I húsinu. Talið er að húsið sé gjörónýtt. Tlmamynd: G.E. Viðræður við ríkisstjórnina 6 næsta leiti? — Aðildarfélög ASÍ afla sér verkfallsheimilda BH-Reykjavik. — Samninga- nefndir vinnuveitenda og ASÍ um kjaramál komu saman hjá sátta- semjara I gær, og var enn verið að ræða um atriði þau, er nefnd- irnar eru að koma sér saman um að ræða við rlkisstjórnina um. Að þvi er Timinn komst næst i gærkvöldi, liggur nokkurn veginn ljóst fyrir, hvaða atriði það eru, sem þessir aðilar hyggjast ræða um við rikisstjórnina, — en fund- ur með henni hefur enn ekki verið boðaður. Timanum var heldur ekki kunnugt um það i gærkvöldi, hvenær næstu fundur samninga- aðila með sáttasemjara yrði haldinn. Aðildarfélög innan Alþýðusam- bandsins eru nú sem óðast að boða til funda, þar sem tekin er afstaða til verkfallsboðunar. Nokkur félög hafa þegar afgreitt málið, að sögn ólafs Hannibals- sonar, skrifstofustjóra Alþýðu- sambandsins, og hefur verkfalls- heimildin alls staðar verið sam- þykkt. Stærstu félögin hafa þó ekki haldið fundium málið ennþá. Kynna töku loft- mynda Árið 1974 var skipuð á vegum Rannsóknaráðs rikisins fjarkönn- unarnefnd, til að gera tillögur um skipulag á öflun og miðlun fjar- könnunargagna, frá gervihnött- um og flugvélum. t upphafi beindust störf nefndarinnar eink- um að fjarkönnun úr gervihnött- um, en þó er ljóst að loftmyndir teknar úr flugvélum sinni eftir sem áður mikilvægu hlutverki. Hefur ör þróun á sviði loftmynda- tækni leitt til sífellt vaxandi og viðtækari notkunar loftljós- mynda. A það við einnig hér á landi, enda þótt við höfum ekki haft aðstöðu, eða fjárveitingar, til að nýta til fulls þessa tækni. Til kynningar á þessum þætti fjarkönnunar hefur Rannsókna- ráð rikisins nú ákveðið að efna til tveggja daga fræðslu- og kynn- ingarfundar um töku og notkun loftmynda, aðstöðu, sem fyrir hendi er hér á landi og nýjungar á þessu sviði. Fjarkönnunarnefnd hefur annazt undirbúning fundar- ins, sem er haldinn með stuðningi Landmælinga Islands, Orkustofn- unar, Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Vegagerðar rikis- ins. Auk innlendra frummælenda er boðið til fundarins Hr. E. Mc- Laren, forstöðumanni Loft- myndadeildar f jarkönnunar- stofnunar Kanada (Airborne Operations Section, Canada Cent- erforRemote Sensing). Kanada- menn eru taldir með fremstu þjóðum á sviði fjarkönnunar. Fundurinn verður haldinn dag- ana 20.-21. janúar 1976 að Lög- bergi, húsi Lagadeildar Háskól- ans. Þátttakendur verða um 120 frá 50 stofnunum og fyrirtækjum. Þann 13. janúar siðast liðinn tók Myndiðjan Astþór á móti hundrað þúsundasta viðskiptavini sinum. Hann heitir Þorsteinn Friðþjófsson, og i tilefni af þessum timamótum var honum færð að gjöf Exakta ljós- myndavél að verðmæti um 50.000 krónur. Myndiðjan Ástþór h.f. hóf starfsemi sina i júli 1974, og var stofn- kostnaður um 20 milljónir. Fjöldi starfsmanna er nú 15 manns, og hefur velta fyrirtækisins, miðað við heils árs rekstur, tvöfaldazt á árinu 1975 frá árinu 1974. Myndiðjan Ástþór hefur nýlega byrjað nýja þjónustu við viðskipta- vini sina. Býður Myndiðjan nú til sölu um allt land „Filmupokann”. Þessi nýja þjónusta felst i þvi, að hægt er að kaupa Filmupoka i hvaða verzlun sem er. Filman er sett i pokann, og hlutaðeigandi getur sett pokann ófrimerktan i póst. Siðan er filman framkölluð hjá Myndiðjunni Astþór, og að þvi loknu eru myndirnar sendar i pósti heim til ljósmynd- arans ásamt nýrri litfilmu. Glerdýrin hjé L.A. Leikfélag Akureyrar frumsýndi leikritið „Glerdýrin” eftir ameriska höfundinn Tennessee VVilliams föstudaginn 16. janúar. Þýðingu leiksins gerði Gisli Ásmundsson. Leikstjóri er Gisli Halldórsson, en hann hefur sem kunnugt er starfað með L.A. að undanförnu bæöi sem leikari og leikstjóri. Leikmyndina gerir Jónas Þór Pálsson, sem vel er þekktur fyrir snjalla vinnu fyrir leikfélag sins heimabæjar Sauðárkróks, en vinnur nú I fyrsta sinni fyrir L.A. Aðstoöarleikstjóri er Gestur E. Jónasson.Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson. Tennessee Williams er eitt af beztu leikskáldum Amerlku og Glerdýrin eru meðal hans þekktustu verka. Bæjarstjórn Sauðdrkróks: Vill aukið samstarf lögreglu og bæjar- yfirvalda til að vinna að málefnum ung- menna á staðnum Á FUNDI bæjarstjórnar Sauðár- króks 13. janúar var eftirfarandi samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa: „Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur haft áhyggjur af framferði barna og unglinga i bænum á gamlárskvöld undanfarin ár og telur nauðsynlegt að taka upp aukið samstarf lögreglu, bæjar- stjórnar og félaga i bænum um að reyna að beina athafnaþrá ung- mennanna i jákvæða átt. Hins vegar lýsir bæjarstjórn undrun sinni og vanþóknun á fréttum, sem birtar hafa verið i dagblaðinu Visi og fleiri blöðum um ástand og bæjarbrag á Sauðárkróki s.L gamlárskvöld. Bæjarstjórn telur ljóst. að at- huguðu máli, að framkomnar ásakanir séu i nokkrum atriðum ýktar og rangar og fréttaflutning- ur i heild i villandi æsifréttastil. sem virðistengum öðrum tilgangi þjóna en rýra álit bæjarins og bæjarbúa út á við." Stór-bingó Víkings ó morgun kl. 8 í Sigtúni ÞRJÁR UTANLANDSFERÐIR og fjöldi annara glæsilegra vinninga 18 umferðir spilaðar — Húsið opnað kl. 7,30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.