Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. janúar 1976. TÍMINN 9 /* Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Jíórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötjf, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimj 19523. Verð i lausasölu lír. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprentfr.fT Nýjar viðræður verða að byrja frá grunni Tilkynning rikisstjórnarinnar um stjórnmálaslit við Bretland, hefur boriðskjótan árangur.Brezka stjórnin hefur lýst yfir þvi, að hún muni kalla her- skip sin út fyrir 200 milna mörkin og Harold Wilson muni óska eftir viðræðum við Geir Hallgrimsson. Sá böggull er hins vegar sagður fylgja skammrifi, að brezka stjórnin geri þetta i trausti þess, að brezkir togarar verði ekki áreittir innan 200 milna markanna. Það kemur að sjálfsögðu ekki til grein, að íslendingar hætti að fylgja islenzkum lögum innan fiskveiðilögsögunnar. Þvi verður að lita á slikan fyrirvara Breta, ef til kemur, sem formsat- riði, sem þeir ætlist ekki til i alvöru, að farið verði eftir. Af hálfu islenzku rikisstjórnarinnar hefur margsinnis verið lýst yfir þvi, að ekki yrði fallizt á slikt, og stendur það að sjálfsögðu óbreytt. Það er vissulega nokkur árangur, sem vafalaust hefur hlotizt af tilkynningu rikisstjórnarinnar um að slita stjórnmálasambandinu, að Bretar kalla herskip sin út fyrir mörk fiskveiðilandhelginnar og óska eftir viðræðum milli forsætisráðherranna um málið. Þó er þetta ekki aðalatriðið, heldur hitt, hvort skilningur brezkra stjórnvalda á ástandi þorskstofnsins og forgangsrétti strandrikisins hef- ur nokkuð aukizt frá þvi, sem verið hefur hingað til. Það veltur alveg á þessu, hvort nokkur endan- legur árangur næst af viðræðum forsætisráðherr- anna eða ekki. Af hálfu Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra hefur jafnan verið lýst yfir þvi, að komi til nýrra viðræðna milli íslendinga og Breta, verði að byrja á þeim frá grunni. Fyrri viðræður verða ekki lagð- ar neitt til grundvallar, og öll tilboð, sem komið hafa fram i þeim, eru úr sögunni. Eðlilegur grund- völlur nýrra viðræðna er sú skýrsla, sem islenzkir fiskifræðingar hafa samið um ástand þorskstofns- ins, og brezkir fiskifræðingar hafa fallizt á i höfuð- atriðum. í viðtali við fréttamann Rikisútvarpsins eftir ráðherrafund Nato i desember, lýsti Callag- han utanrikisráðherra Breta sig fylgjandi þvi, að fyrst yrði athugað i nýjum viðræðum hve mikil heildarveiðin mætti vera. Þetta kom aldrei til verulegrar athugunar i hinum fyrri viðræðum. I framhaldi af þvi, þegar sérfræðingar hafa orðið ásáttir um heildarveiðina, kemur það að sjálf- sögðu fyrst til athugunar, hvað strandrikinu ber samkvæmt forgangsrétti þess. Það er óhjákvæmilegt, að slik samningagerð hlýtur að taka einhvern tima. Á meðan verða Bretar að hlita þvi, að íslendingar haldi uppi sjálf- sagðri lögsögu innan fiskveiðilögsögunnar. Það væri náttúrlega hið sama og að hætta allri samn- ingagerð, ef Bretar létu herskip sin hafa einhverja ihlutun um löggæzlustörf islenzku varðskipanna á meðan viðræður fara fram. Á þessu stigi skal engu um það spáð, hvort sam- komulag næst eða ekki. Það veltur á þvi, hvort brezk stjórnarvöld fást til að gera sér grein fyrir ástandi þorskstofnsins og hvort þau fást til að viðurkenna réttmætan forgangsrétt íslands. Von- andi þýðir boð Wilsons það, að brezk stjórnvöld hafi gert sér nánari grein fyrir báðum þessum at- riðum — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Japanir semja við Kínverja Fór Gromyko erindisleysu til Tokío? HINN 13. þ.m. hélt Takeo Miki, forsætisráðherra Jap- ans, blaðamannafund, sem hefur vakið mikla athygli. Hann skýrði þar frá þvi, að japanska stjórnin hefði ákveð- ið að undirrita fljótlega friðar- samning við Kina, en slikur samningur hefur verið til meðferðar um nokkurt skeið, og samkomulag náðst um öll atriði hans, nema eitt. Kin- verjarhafalagt áherzlu á, að i samningnum væri ákvæði um, að bæði rikin myndu beita sér gegn tilraunum þriðja rikis til að ná yfirdrottnun i Asiu. Japanir hafa ekki viljað fall- ast á þetta sökum þess, að Rússar hafa talið Kinverja ætla að nota þetta gegn sér, enda komið óbeint og beint fram hjá Kinverjum, að hér væri i rauninni átt við Sovét- rikin. Rússar hafa þvi varað Japani stranglega við þvi, að hafa slikt ákvæði i samningn- um. Slik undanlátssemi við Kinverja gæti haft alvarleg áhrif á sambúð Japans og Sovétrikjanna. Af þessum ástæðum hefur japanska stjórnin ekki viljað fallast á umrætt ákvæði til þessa. A áðurnefndum blaðamanna- fundi lýsti Miki yfir þvi, að stjörnin hefði ákveðið að láta ekki lengur stranda á þessu ákvæði og myndi hún fallast á þá ósk Kinverja, að hafa það i samningnum, en eftir væri að ganga endanlega frá orðalagi þess. Miki hélt þvi jafnframt fram, að frá sjónarmiði japönsku stjórnarinnar beind- ist þetta ákvæði hvorki gegn Sovétrikjunum né Banda- rikjunum, þvi að bæöi þessi riki hefðu lýst yfir þvi við mörg tækifæri, að þau stefndu ekki að yfirdrottnun i Asfu. Þvi væri ástæðulaust að láta friðarsamning við Kina stranda lengur á þessu ákvæði. Til þess væri vissu- lega kominn timi, að gerður yrði friðarsamningur milli Kina og Japans, þar sem meira en þrjátiu ár væru liðin siðan þessi riki áttu i striði. UMRÆDD yfirlýsing Mikis vakti mun meiri athygli en ella vegna þess, að hún var birt næstum strax á eftir, að Andrei A. Gromyko utanrikis- ráðherra Sovétrikjanna hafði lokið heimsókn til Tokyo. Er- indi hans þangað hafði verið að ræða um friðarsamning Takeo Miki milli Japans og Sovétrikjanna en hann hefur verið á döfinni undanfarin ár, en rúm 30 ár eru einnig siðan styrjöldinni milli Japans og Sovétrikjanna lauk. Samkomulag hefur hing- að til strandað á þvi, að Japanir hafa gert kröfu til, að þeir fengu aftur fjórar eyjar, sem Rússar hertóku og hafa haldiðsiðan. Rússar hafa hins vegar ekki viljað láta þær af hendi, og ráða þar sennilega mestu hemaðarleg sjónarmið. Þó munu Rússarhafa léð máls á þvi, að skila tveimur þeirra aftur og er fyrirrennari Mikis i forsætisráðherraembættinu, Tanaka, talinn hafa getað sætt sig við það. Miki lýsti þvi hins vegar yfir á blaðamanna- fundinum, að ekki komi til mála að sætta sig við annað en að Japan fengi allar eyjarnar. Blaðadómar um Tokyoför Gromykos eru yfirleitt þeir, að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. Honum hafi hvorki tekizt að koma i veg fyrir, að Japanir gerðu friðarsamning við Kinverja, né að fá þá til að fallast á friðarsamning við Sovétrikin. Fyrir Rússa er það augljóst áhyggjuefni, ef sam- skipti Kinverja og Japana fara vaxandi. Náin samvir.na milli gulu stórþjóðanna á sviði verzlunar og iðnaðar gæti orðið til þess, að hraða stórlega ýmsum efnahagslegum framförum i Kina,t.d.á sviði stóriðjunnar. DÓMAR fréttaskýranda eft- ir þessa atburði eru yfirleitt á þá leið, að japanska stjórnin hafi hér eftir langt þóf og miklar umþenkingar kosið heldur að nálgast Kina en Sovétrikin. Pólitisk sjónarmið eru talin hafa veruleg áhrif á þessa ákvörðun Mikis og fylgismanná hans. Vinstri flokkarnir, sem eru i stjórnar- andstöðu i Japan, hafa lagt mikla áherzlu á aukin sam- skipti við Kina. Friðar- samningur við Kina mun draga úr áhrifunum af þeirri gagnrýni þeirra, að japanska stjórnin hafi tekið hér of mikið tillit til rússneskra og banda- riskra sjónarmiða. Þá eru aukin samskipti við Kina, ekki siður mikið áhugamál japanskra iðjuhölda, sem telja sig eygja mikinn markað i Kina fyrir vörur sinar. Miki hefurað undanförnu verið tal- inn standa höllum fæti póli- tiskt, og er ekki ósennilegt, að hann styrki stöðu sina með friðarsamningnum við Kina. A blaðamannafundinum lagði Mikiáherziu á, að Japan legði áfram höfuðáherzlu á nána samvinnu við Bandarfk- in. Hann kvað Japani ekki vantreysta Bandarikjunum. þótt þau hefðu dregið sig i hlé i Vietnam og beittu ekki her- valdi i Angola. Japanir gerðu siður en svo litið úr valdi og áhrifum Bandarikjanna á vettvangi alþjóðamála. Fyrir Bandarikjamenn eru þessi ummæli Mikis sennilega nokkur huggun, en fyrir þá getur það ekki verið siður áhyggjuefni en fyrir Rússa. ef samskipti gulu stórþjóðanna aukast, þvi að þær gætu látið sig meira en dreyma um vfir- ráð I Asiu. Þ.Þ. Japanski utanríkisráðherrann fagnaði Groniyko innilega.er hann tók á móti honntn á flugvellinum i Tokió.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.