Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 21. janúar 1976. Heimir Steinsson: „Græðum saman mein og mem II Ræða, flutt á samkomu Framsóknarmanna að Borg í Grímsnesi í nóvember s.l. „Eitt er landið, ægi gyrt, yzt á Ránar slóðum.” Langt er nú um liðið frá þvi er þjóðskáldið Matthias setti saman þessifleygu visuorð. Margt hefur breytzt. Land, sem þá var ein- angrað, flestum gæðum rúið, litils virt og kúgað, er nú i þjóðbraut lofts og lagar, vel megandi, jafn- vel auðugt, auk alls annars sjálf- stætt riki, sem hefur brotið sér brautina til eigin forræðis og heldur nú virðingu sinni á bekk með öðrum þjóðum. Við, sem hér erum inni, erum talandi dæmi þessarar þróunar: Prúðbúið fólk, saman komið til að skemmta sér i glæsilegum húsakynnum. Og öll eigum við að góðu að hverfa, þeg- ar mannfagnaði lýkur og heim kemur. Séu lifskjör okkar borin saman við það, sem tiðkaðist á dögum Matthiasar, má ætla, að við öll, almennir borgarar þessa lands, búum við meiri velsæld óg eindregnara öryggi en jafnvel þeir fáu tslendingar, sem auðugir kölluðust fyrr meir. Eigi að siður kom það upp i huga mér, visuorðið góða, er ég tók að igrunda, hvað hafa skyldi til umræðu hér i kvöld. Þessa dagana finnum við tslendingar áþreifanlegar til þess en löngum endranær, að enn byggjum við land, sem er eitt og ægi gyrt, — yzt á Ránar slóðum. Ofan i glað- værð okkar lýstur framandi hugs- un, uggvænlegri og örvandi i senn: Við höfum alltaf orðið að berjast fyrir þessu eina landi, — og fyrir þeim ægi, sem gyrðir það. Aðrar þjóðir hafa ásælzt okkar eignarhlut, öid fram af öld. Á dögum þjóðskáldsins börðumst við fyrir þvi einfaldasta, sem til er, — fyrir réttinum til að ráða landinu einir og hagnýta gæði þess á eigin spýtur, — eiga óáreittir þá hluti, sem hafðir eru til hnifs og skeiðar. I dag berj- umst við enn fyrir hinu sama, þótt i nýrri mynd sé. Enn stendur styrrinn um þetta hiðeinfaldasta,' sem til er, — um réttinn til að ráða einir hagnýtingu þeirra gæða, sem landinu fylgja, — um fiskinn i' lslandshafinu, um lifs- björgina sjálfa, — enn um það, sem haft er til hnifs og skeiðar. -Hér er hvorki staður néstund til að setja á langar tölur um land- helgismál. En getur nokkur is- lendingur i svip staldrað við frá stundargamni eða dagsins önn, án þess honum komi i hug sú ör- lagarika barátta, sem nú er háð og ráðist hefur verið i af þvilikum hetjuhug, að lengi mun mega leita hliðstæðra dæma i sögu þessa lands? Ihinni fyrri baráttu, um landið sjálft, unnum við sigur. Sérhver ný sóknarlota á hafið út hefur einnig endað með islenzkum sigri.. Samningar voru sjálfsagð- ir æ ofan i æ, bæði fyrr og siðar. Sjálfstæðisbarátta 19. aldar var ekki háð með ofbeldi af okkar hálfu. Til þess höfðum við hvorki vilja né bolmagn. Sama máli gegnir um hina nýju sjálfstæðis- baráttu. Seigla og samningaþóf voru og eru okkar eðlilegustu vopn. En sérhver nýr samningur veitti andstæðingum okkar ævin- lega stundargriðin ein, — stundargrið, sem að lyktum jafn- giltu ósigri þeirra, en algjörum sigri okkar. Þannig fór það ávallt, — og þannig mun það enn fara nú. Við höfum átt við ýmsum að sjá i landhelgismálum okkar, ts- lendingar. En engir hafa reynzt okkur svo sérstæðar vitsmuna- verur sem nágrannar okkar, Bretar. Herskip voru þeirra rök, þegar orð þraut við samningáborð ið. Af gnægð hjartans mælir munnurinn, og enginn verður vist krafinn um meiri stjórnmála- hyggindi en honum eru gefin. Enn eru Bretar teknir að tæpa á þess- um óyggjandi rökum sinum, furðu vongóðir um, að þau muni duga, — og það þótt hitt hafi þrá- sannazt,. að fiskveiðar hala- klipptra togara undir herskipa- vernd i vetrarveðrum norðurhafa eru fremur tekjurýr atvinnuveg- ur. Enginn verður vist heldur krafinn um meiri hæfileika til að læra af reynslunni en honum hafa i vöggugjöf hlotnazt. Ástæðulaust er að vanmeta andstæðing. Bretum er það enn i lófa lagið að skaka vopn framan i okkur tslendinga. Hitt fer ekki milli mála, að enn munu þraut- seigja og þolgæði tslendinga gera það vopnaglamur að háðunginni einni. Enn munu Bretar um siðir semja, — okkur i hag, — en sjálf- um sér i óhag, hvort heldur ,,um- þóktunartiminn” varir nú lengur eða skemur þessu sinni. Enn munum við vinna sigur, — og enn munu Bretar tapa. Rétt mun raunar að búast við harðari átökum nú en nokkru sinni fyrr. Af þvi tilefni er skað- laustað minnast þess, að þótt við Islendingar ekki séum herveldi i venjulegum skilningi þess orðs, eigum við afar sterkan leik á borði, ef Bretar raunveruiega kjósa strið. Lega tslands á hnettinum gerir það að verkum, að landið sjálft er jafnvirði ótal- inna herfylkja og flotadeilda. Við höfum hingað til varazt það, ts- lendingar, — e.t.v. um of, — að beita þessum ótviræðu hernaðar- legu yfirburðum okkar á skák- borði heimsmála. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort is- lenzkri þjóð ekki beri að fylkja sér um þau orð, sem Guðmundur Kærnested, skipherra, lét falla nýverið. Þar talaði ekki æsinga- maður eða pólitiskur hlaupa- strákur af nokkru tagi. Þar mælti hins vegar fullum hálsi og af köldu raunsæi sá núlifandi ís- lendingur, sem helzt ætti að bera skynbragðá hernað. Staðreyndin er þessi, að við ráðum „Virkinu i norðri.” Þeirerlendir aðilar, sem um árabii hafa átt við okkur sam- starf um hagnýtingu þessa virkis, verða nú að skilja það, að þvi að- eins ljáum við máls á sliku sam- starfi i einhverri mynd, að á móti komi fullur stuðningur við stefnu okkar i li'fshagsmunamáli þjóðar- innar. Við erúm engum helgum eiðum bundnir. 1 sjálfstæðismálí okkar, landhelgismálinu, hljótum við að beita öllum brögðum. Með þeim hætti einum heyjum við eins og menn það strið, sem Bretar nú fyrir hvern mun virðast vilja troða upp á okkur. Þvi fyrr sem tslendingar gera hemaðarlegum bandamönnum sinum þetta fyllilega ljóst, þvi fyrr mun brezka ljónið leggja nið- ur sina rotnu rófu og ganga að enn einum þeirra óhagstæðu samninga, sem sagan af dæma- fáu örlæti hefur úthlutað hinum trega þjóðflokki við Ermarsund. Það fer ekki hjá þvi, að ts- lendingi svelli móður, er hann hugsar til þessarar baráttu allr- ar. Ég hygg það ekki fjarri lagi að ætla, að þjóðerniskennd sé okkur tslendingum eigi miður i blóð borin en öðrum. Þar með á ég ekki við þjóðrembing stórveldis, er með misjöfnum árangri reynir að sölsa undir sig annarra eignir. Þar á ég við hina eðlilegu rcisn litilmagnans, sem neitar að láta hafa sig að fótaskinni og berst, — ekki til landvinninga, — heldur fyrir lifi sinu. Þess konar reisn, þess konar sjálfsvirðing, er smá- þjóð óhjákvæmileg nauðsyn, ef hún á að varðveita sjálfa sig i hafi þjóðanna-. Þjóðerniskennd tslendinga er af eigin toga, — ólik mörgu þvi, er i sögunni gengur undir þessu nafni. Hún er ekki hávaðasöm eða hvatvis, alls óskyld hergöngum og trumbuslætti. Við höfum raun- ar ekki lært hana á vigvöllum, heldur af sambúðinni við landið. Hin þögula og um aldur óútkljáða lifsbarátta islenzkrar alþýðu i harðbýlu og þó gjöfulu umhverfi hefur mótað þessa tilfinningu i brjóstum okkar: Hér eigum við heima, þetta er okkar land, með kostum og göllum. Alhvitur jökull, hrjóstrug öræfi, grösugur hagi, gróin tún, fénaður i haga, gullinn særinn, — þarna eru rætur þeirrar hljóðlátu ástar, sem bær- ist i brjóstum okkar og tjáð hefur verið öld ,fram af öld á þeirri tiginbornu og meitluðu tungu, sem varð burðarás islenzkrar há- menningar i ellefu aldir. Það er þá einnig einkenni is- lenzkrar þjóðerniskenndar, að hún hefur aldrei getið af sér ein- strengingslega þjóðernisstefnu, aldrei skapað glaðbeitta þjóð- ernissinnaflokka, er næðu varan- Sjómannafélag Reykjavíkur: VIÐKVÆAA VEIÐISVÆÐI SN\Á Timanum hefur borizt eftirfar- andi: „Fundur i stjórn og trúnaðar- mannaráði Sjómannafélags Reykjavikur, stærsta sjómanna- félagi landsins, sem haldinn var 15. jan. 1976, sendir öllum áhöfn- um varðskipanna og öðru starfs- liöi landhelgisgæzlunnar beztu árnaðaróskir með sin vel unnu störf. óskar fundurinn fjölskyld- um þeirra farsældar og þeim allra heilla i baráttu sinni við brezka veiðiþjófa og leigu- ræningja. Fundurinn telur, að þótt langt hafi verið gengið i samningum við Vestur-Þjóðverja hafi þeir þegar sannað gildi sitt með sölum is- lenzkra togara þar i landi, bættra viðskiptakjara og stuðnings þeirra i baráttunni við Breta. Fundurinn fagnar yfirlýsingu rikisstjornarinnar um að 65 þús tonna tilboðið til Breta hafi verið dregið til baka og telur jafnframt að úr þessu beri islenzku þjóðinni að þrauka án nauðungar- samninga undir ginandi fallbyssukjöftum Breta, unz úr- ' slit verða kunn á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ef árásarþjóðin dregur skip sin út fyrir 200 milna mörkin og til samninga þarf að koma, vegna viðskiptakjara og efnahagsá- stands islenzku þjóðarinnar, verði þess gætt að ekki verði gengið of nærri ofveiddum fiski- stofnum og viðkvæm veiðisvæði smáfisks verði alfriðuð. Fundurinn telur, að nú þegar verði að slita stjórnmálasam- bandi við Breta, kveðja sendi- herra okkar heim og fylgja fast eftirkærum okkar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fastaráðs Atlantshafsbandalagsins, en aðild að þessum stofnunum er traust og hald islenzku þjóðar- innar i viðureigninni við Breta, eins og nú er. Ef ekkert mark verður tekið á röksemdum okkar á þessum vettvangi, fyrir lifs- tilveru þjóðarinnar, ber okkur að endurskoða afstöðu okkar til Atlantshafsbandalagsins. tslenzk þjóð lifir ekki á aðild að bandalagi þessu, heldur fiskveiðum og fisk- vinnslu fyrst og fremst og sölu þeirra afurða. Þá skilyrðislausu kröfu verður að gera til varnarliðsins hér á landi, að það verndi landhelgi ukkar og land fyrir árás ræningja, hvaða þjóðar sem er. Einnig tryggi það frjálsar siglingar kaupskipa, rannsóknar- skipa, björgunarskipa og fiski- skipa um hafsvæðið umhverfis ts- land , svo sem við höfum heitið skipum annarra þjóða, þótt um fiskveiðitakmarkanir sé að ræða i fiskveiðilögsögu okkar. Þá verði þess krafizt af varnar- liðinu, að það fylgist með atburð- um á fiskimiðum innan 200 milna markanna, m.a. með myndatök- um og öðrum upplýsingum um at- halnir erlendra fiski- og „verndarskipa” til landhelgis- gæzlu islendinga, svo sem Nimrod flugvélarnar gera nú til brezka ræningjaflotans, þótt á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.