Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 21. janiiar 1976. TÍMINN 17 Sigurður og Lovísa voru sterkust — þau sigruðu bæði þrefalt d Akranesi SIGURÐUR Haraldsson og Lovlsa Sigurðardóttir —bæöi úr T.B.R. — voru sterkust á opnu badmintonmóti á Akranesi, þar sem þau sigruðu bæði þrefalt. Sigurður sigraði Harald Korniliusson (T.B.R.) I einliða- leik — 15:10 og 15:13 — og I tvlliöaleik sigruðu þeir Sigurður og Jóhann Kjartansson (T.B.R.) þá Harald og Hæng Þorsteinsson (T.B.R. — 17:18— i5:i3og 15:7. Sigurður og Lovlsa sigruöu svo Harald og Hönnu Láru Pálsdóttur (T.B.R.) i tvenndarleik — 9:15 — 15:7 og 15:10. Lovisa sigraði einnig i einliðaleik kvenna — Svanbjörgu Pálsdóttur úr KR 11:5 og 11:4. Lovisa og Hanna Lára sigruðu slöan þær Svan- björgu Pálsdótturog Kristinu Kristjánsdóttur (T.B.R.) i tviliðaleik — 15:9 og 15:9. — SOS. Það verður ekk- ert aefið eftir" — segir landsliðsmaðurinn úr Val, Jón Karlsson, sem er — VALSLIÐIÐ er að vissu leyti vængbrotið/ þar sem Stefán Gunnars- son getur ekki leikið með vegna meiðsla. En það verður ekkert gefið eftir — við vitum að þessi leik- ur hefur mikla þýðingu f yrir okkur og getur skipt sköpum í baráttunni um meistaratitilinn/ sagði Jón Karlsson, landsliðs- maðurínn snjalli úr Val, sem er kominn til lands- ins og mun leika með Valsliðinu hinn þýðingar- mikla leik gegn FH-ing- um í Hafnarfirði í kvöld. — Ég trúi statt og stöðugt á sigur Vals-liðsins, sem hefur lært af tapinu gagn Haumum — strákarnir taka sig örugglega á og sýna FH-ingum, hvað i þeim býr. FjH-liðið er skipað gamal- reyndum leikmönnum, með mikla reynslu að baki. Ég tel þó, að friskleikinn hjá Vals-liðinu vegi upp á móti reynslunni hjá FH-liðinu, sagði Jón. Það er ekki að efa, að leikur Vals og FH i Firðinum i kvöld er einn þýðingarmesé leikur ís- landsmótsins. FH-ingar unnu yfirburðasigur i leiknum gegn Val i Laugardalshöllinni (21:16) i fyrri leik liðanna. — Við reyn- um að gera þar breytingar á og snúa dæminu við, sagði Jón, og siðan bætti hann við: — Leikur- inn verður örugglega spennandi og tvisýnn — annað hvort liðið sigrar með 2ja marka mun — ég vona að það verði Vals-liðið. Tveir leikir verða leiknir i Hafnarfirði i kvöld — Vikingur mætir Gróttu kl. 20, og siðan leika FH-ingar gegn Val. —SOS kominn til landsins og leikur með Valsliðinu gegn FH JÓN KARLSSON.... gat ekki leíkiö með Vals-iiðinu gegn Haukum, þar sem hann var er- lendis. Hann mun stjórna Vals- liðinu á leikvelli gegn FH. STEFAN GUNNARSSON.... mun tæplega taka þátt I keppni á næstunni, þar sem hann varð fyrir þvi óhappi að togna illa á ökkla i leik Vals og Hauka. íslendingar ,verptu eggjum' — þegar þeir mættu ítölum í Róm í undankeppni Olympíuleikanna í blaki islendingar „verptu eggj- um" í Róm, þar sem þeir töpuðu (3:0) fyrir Itölum í undankeppni Olympíuleik- anna í blaki. islenzku landsliðsmennirnir áttu aldrei möguleika gegn sterkum (tölum, sem höfðu algjöra yf irburði í leiknum — þeir sigruðu í öllum þremur hrinunum með 15:0 — en á fagmáli blak- manna er það kallað „egg", þegar hrinur tapast með núlli. Hinir óreyndu leikmenn is- lenzka liðsins mættu mikilli mót- spyrnu i Róm. Ahorfendabekk- irnir voru þétt setnir, þegar þeir mættu ttölum, og áhorfendur hvöttu sína menn kröftuglega með hrópum og köllum allan leik- inn. tslenzka liðið lék aðeins tvo leiki i undankeppninni, þar sem liðin frá Venesúela og Indónesiu mættu ekki til keppninnar. Hinn leikur liðsins var gegn Grikkjum, og tapaðist hann einnig 0:3, en þá fóru hrinurnar þannig: — 1:15, 2:15 og 1:15. Þegar útséð var um að liði(i frá Indónesiu og Venesuela mættu, léku tslendingar tvo vináttu- landsleiki — gegn Bandarikja- mönnum og Tyrkjum, t þeim leikjum stóð islenzka liðiö sig vel, þrátt fyrir að það tapaði þeim báðum — 0:3. Orslitin gegn Bandarikjamönnum urðu — 6:15, 5:15 og 3:15, og siðan var leikin ein aukahrina, þar sem Banda- rikjamenn sigruðu 15:6. Tyrkir sigruðu aftur á móti — 15:12, 15:7 og 15:3. -SOS Elmar aerir bað gott í V-Þýzkalandi j Elmar, sem væri einn bezti maður liðsins og hefði átt stór- góða leiki með liðinu að undan- förnu. Það er greinilegt, að Elm- ar er I góðri æfingu — og það er ekki að efa, að hann mun styrkja islenzka landsliðið mikið — þegar það fer að glima við hin erfiðu verkefni, sem framundan eru. —SOS E LMA R GEIRSSON, landsliðsrriaðurinn snjalli úr Fram, gerir það gott með sínu nýja liði i V- Þýzkalandi — Eintracht Trier. Hið viðlesna v-þýzka iþrótta- blað „Kickers” sagði nýlega, að Trier-liðið hefði verið heppið að fá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.