Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 21. janúar 1976. TÍMINN 19 Fimmtudagsleikritið eftir Kristin Rey A fimmtudagskvöld verður flutt i útvarp leikritið ,,Æsa Brá” eftir Kristin Reyr. Höfundur nefnir það samkvæmisleik með eftirmála, Jörfagleði þjöðarinnar með viðeigandi afleiðingum. Leikstjóri er Steindór Hjörleifs- son, en Sigriður Þorvaldsdóttir leikur titilhlutverkið. Tdnlist er eftir höfundinn. Kristinn Reyr er fæddur i Grindavik árið 1914. Hann lauk verzlunarskólaprófi 1935 og hefur stundað skrifstofu- og verzlunar- störf, m.a. verið bóksali i Kefla- vik i mörg ár. Kristinn hefur gefið út átta ljóðabækur á árunum 1942-74 og þrjú sönglagasöfn. Ennfremur ritsafnið „Leikrit og ljóð” 1969. Sjónvarpsleikritið „Deilt með tveim” var frumsýnt haustið 1971. ,,Æsa Brá” er þriðja leikritið, sem útvarpið flytur eftir Kristin Reyr. Hin eru: ,,Að hugsa sér” (1968) og ,,Ó, trúboðsdagur dýr” (1974). Hverfasamtök framsóknarmanna í Breiðholti Aðalfundur Hverfasamtaka framsóknarmanna i Breiðholti verður haldinn fimmtudáginn 22. janúar kl. 20:30 að Rauðarár- stig 18 (Hótel Hof). Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi mætir á fundinum og ræðir Um málefni hverfisins. m Hiiil Perlusteinn Hver eru umsvif 100 þús. tonna perlusteins- verksmiðju Fjórir meginþættir ákvarða hagkvæmni og samkeppnishæfni perlusteinsvinnslu. 1. Náma- vinnsla og ámokstur á bila. 2. Flutningur frá Prestahnúki til verksmiðju. 3. Vinnsla i verk- smiðju ( möiun, þurrkun og sigt- un), ásamt geymslu og útskipun. 4. Flutningur með skipi frá verk- smiðju á markað. Áætlun hefur verið gerð um þætti 1—3, en um 4 verður að semja við skipafélög. Námavinnsla fer fram með jarðýtu og hjólaskóflu eða öflugri gröfu. Litilla sprenginga er að vænta. Flutningar frá Prestahnúki færu fram 7 mánuði ársins og yrðu að byggjast á sérstöku flutn- ingakerfi, lokuðu vegakerfi, sem byggt yrði og rekið á kostnað verksmiðju, og stórvirkum efnis- flutningavögnum með tengivögn- um, sem ekki yrðu háðir almenn- um þungatakmörkunum og nytu undanþága frá almennum að- flutningsgjöldum af bifreiðum, enda ekki notaðir til annars en umræddra flutninga. Flutningar eftir vegakerfi, sem að hluta eða öllu ley ti er i tölu þjóðvega og háð almennum ákvæðum um þunga- takmörkun og aðflutningsgjöld- um af flutningatækjum, myndu gera rekstur verksmiðjunnar ó- arðbæran. Vinnsla i verksmiðju færi fram á einfaldri vakt allt árið. Geymsla yrði að vera fyrir 60 þús. tonn af ómöluðu hráefni, en Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður að Hallveigarstöðum þann 28. jan. n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Fjölmennið Stjórnin. Hverfasamtök framsóknarmanna í Breiðholti Aðalfundur Hverfasamtaka framsóknarmanna i Breiöholti verður haldinn fimmtudaginn 22. janúar kl. 20:30 að Rauðarár- stig 18. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi mætir á fundinum og ræðir um málefni hverfisins. Hveragerði — Ölfus Framsóknarfélag Hveragerðis og ölfuss heldur áriðandi félags- fund fimmtudaginn 22. janúar á venjulegum fundarstað kl. 9. Stjórnin. Kópavogur Þorrablót framsóknarmanna verður i Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 24. janúar næstkomandi. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Þátttaka tilkynnist i sima 40656 — 41228 — 40322 og 41815 fyrir 20. þessa mánaðar. Stjórnin. Kanarí- eyjar Þeir sem áhuga hafa á ferðum til Kanaríeyja (Teneriffe) i febrú- ar, gefst kostur á ferð hjá okkur 19. febrúar (24 dagar). Góðar íbúðir, góð hótel. Sérstak- ur afsláttur fyrir flokksbundið f ramsóknarfólk. örfá sæti laus. Þeir, sem eiga pantaða miða, en hafa ekki staðfest pöntun sina með innborgun eru beðnir um að gera það strax, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að missa af ferðinni. Haf- ið samband við skrifstofuna að Rauðarárstig 18, simi 24480. Skrifstofan er opin frá kl. 9-6 virka daga nema laugardaga frá 9- 12. Viðtalstímar alþingismanna ^ ^ °9 -mmmm borgarfulltrúa ^ Framsóknarflokksins Sverrir Bergmann, varaalþingismaður og Guðmundur G. Þórarinsson, varaborgarfulltrúi verða til viðtals að Rauðarár- stig 18, laugardaginn 24. þ.m. kl. 10.00—12.00. reiknað með geymslu fyrir 5000 tonn af unnu og flokkuðu efni. Út- skipun i skip yrði með færibönd- um. Samkvæmt áætlunartölum er stofnkostnaður talinn vera 1127,1 milljón kr., þar af kostnaður vegna verksmiðju 427 millj. kr. og kostnaður vegna vegagerðar 465 millj. kr. Mannaflaþörf er talin vera 40 manns, 3 við námu- vinnslu, 15 við flutningatæki og 22 i verksmiðju. Liklegt fob-verð- mæti afurða er 470 millj. kr. Aðalfundur FR Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldinn i Hótel Esju miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.30. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Ræða, Einar Agústsson, utanrikisráð- herra. III. önnur mál. kRóm Félags- heimili ■__■ Skrifstofur MUSGOGN Grensásvegi 7 WSfe Einnig úrval borða Skrifstofustólar 11 gerðir frá kr. 12.600.- Framleiðandi STÁLIÐJAN Sími: 40260 h/f Fiskm jöls- framleiðendur: Fyrirsjóanleg stöðvun verksmiðja BH—Reykjavik — A fundi, sem Félag isi. fiskmjölsframleiðenda hélt sl. þriðjudag. var eftirfar- andi tillaga samþykkt i einu hljóði: „Fundur i Féiagi islenzkra fiskmjölsframleiðenda. haldinn i Reykjavik 20. janúar 1976, hefur athugað skýrslu þá, sem fulltrúar kaupenda i yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins við ákvörð- un loðnuverðs til bræðslu 18. þ.m. hafa gert og liggur fyrir fundin- um. Telur fundurinn athugasemdir þær. sem fulltrúar kaupenda i nefndinni gerðu við verðákvörð- unina, vera réttmætar. Gifurlegt tap er fyrirsjáanlegt. Byrðar þær. sem lagðar eru á verksmiðjurnar við loðnuvinnsluna með umræddu loðnuverði eru þvi meiri en svo. að unnt verði að standa i skilum við greiðslur til loðnuflotans og annarra viðskiptamanna verk- smiðjanna. Fundurinn telur þvi óhjákvæmilegt. að úr þessu verði bætt af hálfu stjórnvalda. þvi annars er fyrirsjáanleg stöðvun verksmiðjanna vegna taprekst- urs.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.