Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 20
fyrirgódan mut ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Kartöfluskorturinn í Evrópu: Engir innflutnings- tollar til EBE ríkja fyrst um sinn — von um aukinn innflutning Palestínskar hersveitir komnar til Beirut frá Sýrlandi Reuter/London. Fregnir frá Tel Aviv og Washington I gær hermdu, að palestínskar her- sveitir hefðu haldið inn fyrir iandamæri Lfbanon frá Sýrlandi og berjist þar með vinstri sinn- um og múhameðstrúarmönn- um. Hins vegar virðist Ijóst, að hersveitir þcssar séu ekki eins fjölmennar og hægri sinnar i Libanon hafa gefið til kynna. Þvi virðist ljóst, að venjuleg- ar sýrlenzkar hersveitir séu ekki komnar tií Libanon, enda má Hklegt telja, að slikt hefði komið af stað nýju allsherjar- striði fyrir botni Miðjarðarhafs. Simon Peres, varnarmála- ráöherra Israels, varaði Sýr- lendinga aftur við afleiðingum þess, að þeir blönduðu sér i deil- urnar i Libanon. Reuter/Brussel — Efnahags- bandalag Evrópu, EBE, sem nú stendur frammi fyrir einum al- varlegasta kartöfluskorti, sem gert hefur vart við sig innan að- iidarrikja bandalagsins, tók þá ákvörðun á fundi I gær, að fresta álagningu innflutningstolla á venjulegar kartöflur þar til 28. marz i von um, að innflutningur kartaflna til aðildarrikjanna muni aukast fram til þess tima af þeim sökum. UNRWA: Flytur frá Beirut til Vínar Reuter/Vin — Akveðið hefur verið, að Aðstoðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til handa Palestinuflóttamönnum, UNRWA, sem hefur aðsetur I Beirut i Líbanpn, flytji aðal- skrifstofur sinar til Vinar- borgar, vegna hins alvarlega ástands, sem rikir i Beirut, höfuðborg Libanons. Flutn- ingur þessi er þó aðeins til bráöabirgða. Skrifstofa þessi hefur starf- að frá þvi á árinu 1949, og er verkefni hennar m.a. að koma Palestinuflóttamönnum fyrir á viðunandi landsvæöum. Þess má geta, að Islendingar hafa veitt fé til skrifstofu- starfs þessa. Það voru landbúnaðarráðherr- ar aðildarrlkjanna, sem ákvörð- un þessa tóku. Þeir frestuðu hins vegar ákvörðun um það, hvort af- nema ætti innflutningstolla á nýj- um kartöflum um stundarsakir. Kartöfluframleiösla I aðildar- rikjum bandalagsins var 20% fyr- ir neðan meðalframleiðslu, og er ástæðan einkum óhagstætt veður- far um sáningartimann i vor, og þurrkarnir I sumar. Af þessum sökum hefur verð á kartöflum hækkað gifurlega á mörkuðum i Evrópu. Ítalía: Vinstri sveifla Reuter/Róm — Skoðanakönn- un, sem i dag birtist i italska blaðinu l’Espresso sýnir, að nýjar þingkosningar á ttaliu myndu leiða til þess, að sam- anlagt myndu kommúnistar, sósialistar og óháðir vinstri menn fá 53% atkvæða, þar af kommúnistar 35,5%. Portúgal: Carvalho handtekinn Reuter/Lissabon — Carvalho, einn af herforingjum þeim, sem byltu stjórn Caetanos I Portúgal 1974, var handtekinn i gær, ákærður fyrir að hafa átt þátt i hinni misheppnuðu byltingartil- raun fallhlifarhermanna 25. nóv- ember sl. Bandarískir embættismenn: Öruggur sigur MPLA Reuter/Lissabon — Háttsettir starfsmcnn Bandarikjastjórnar skýrðu frá þvi I gær, að óumflýj- anlegt væri, að frelsishreyfingar þær í Angóla, sem njóta stuðnings bandarisku stjórnarinnar, biðu ósigur I átökum við MPLA, sem nýtur stuðnings Sovétstjórnar- innar. Svipmynd frá átökunum á tslandsmiðum Fiskveiðideilan við Breta: Samkomulaa lei&ir til stórfellds atvinnuleysis — segja talsmenn brezka fiskiðnaðarins um samningaviðræður við Islendinga Japan: Minnk- andi útflutn- ingur Reuter/Tokýó — Bráða- birgöatölur frá viðskiptaráöu- neyti Japana sýna, að sam- dráttur varð i útflutningi landsmanna á siðasta ári,- i fyrsta skipti I 20 ár, að því er skýrt var frá af opinberri hálfu I Japan I gær. Bráðabirgðatölur þessar sýna, að samanlagt verðmæti útflutnings nam 59,058 mill- jónum dollara, og er það 0,2% minna en i fyrra. ÍJtflutningur bifreiða og sjónvarpstækja jókst árið 1975, en samdráttar varð helzt vart i útflutningi stáls, „kemiskra” efna og vefnaðarvöru. Útflutningur til Bandarikj- anna dróst saman, en samtim- is jókst útflutningur til komm- únistarikja. Þ.ö.-Reykjavik Af fréttum Reuters-fréttastofunnar I London i gær má ráða, að ákvörðun brezku rikisstjórn- arinnar um að kalla freigáturn- ar þrjár, sem nú eru á tslands- miðum, út fyrir 200 miina mörk- in, hafi hlotiö misjafnar undir- tektir innan brezka fiskiðnaðar- ins, þar sem engin trygging hafi verið gefin fyrir þvi af hálfu Is- lendinga að islenzku varðskipin myndu hætta að áreita brezku togarana. Talsmenn brezka fiskiðnaðar- ins hafa sent rikisstjórninni orð- sendingu, þar sem þeir segja, að það muni leiða til stórfellds at- vinnuleysis, ef brezka rikis- stjórnin gangi að tilboði Islend- inga um 65 þúsund tonna veiði- kvóta (en það tilboð er reyndar úr gildi fallið) fyrir Breta. Roy Hattersley, aðstoðar- utanrikisráðherra Breta, sagði I ræðu á brezka þinginu i gær, að það væri von og álit rikisstjórn- ar Bretlands, aö I kjölfar ákvörðunar hennar um að kalla herskipin út fyrir 200 milurnar, komi ekki til frekari áreitni af hálfu islenzku varðskipanna I garð brezkra togara. Hann sagði, að flotanum yrði aftur beitt til verndar, ef svo færi, að varðskipin héldu uppteknum hætti. Brezkir embættismenn skýrði frá þvi I gær, að brezka stjórnin væri fús til samninga um veiöi- kvóta undir 100 þúsund tonnum á ári, er ekkert tilboð hefði bor- izt frá islenzku rikisstjórninni, þar að lútandi. Niels P. Sigurðsson, sendi- herra Islands I London, sagði i viðtali við fréttamenn i London i gær, að íslendingar muni ekki hækka fyrra tilboð um 65 þús- und tonn vegna þess, hve fisk- veiðar væru þýðingarmikill þáttur i Islenzku efnahagslifi. Bretar fóru upphaflega fram á 130 þúsund tonna ársafla, en Reuters-fréttastofan segir, að aðilar brezka fiskiðnaðarins ótt- ist nú mjög, að tslendingum takist að koma þessari tölu niður um helming. KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar i Lindarbrekku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.