Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. A Veöramóti i Göngusköröum. - 111,111 * Byggt og búið í gamla daga ,0> i „Fjörunni” á Akureyri viö konungskomuna. Eizti hluti Akureyrar um 1910 Auökúlukirkja Myndirnar t'imm, sem hér koma fyrir sjónir, eru fengnar að láni i Minjasafni Akureyrar. Tvær eru teknar i innbænum á Akureyri, sem kallaður hefur verið „Fjaran”. Onnur þeirra sýnir hús skrýdd vegna komu Friðriks konungs áttunda árið 1907. Til hægri blasir við hús Hallgrims Einarssonar ljós- myndara. E.t.v.hefur hann tek- ið þessar myndir. A hinni Akureyrarmyndinni, sem tekin mun hafa verið um 1910, sér yfir „Fjöruna”, Poll- inn og út á Oddeyri. Margar skútur og bátar eru á Pollinum, Gamla kirkjan sést fyrir miðri mynd, og yzt til hægri stendur gamall torfbær. Mikið hefur breytzt siðan! Myndin af ferðalagi á hestum gæti verið tekin fyrir hálfri öld eða meir, eftir búningi fólksins að dæma, Getur einhver frætt um hana? Landslagið i baksýn er sérkennilegt. Litum á hina áttstrendu, ein- kennilegu Auðkúlukirkju i Húnavatnssýslu. Hún er falleg og auðkennileg með súlur sinar og turnskraut. Hún mun hafa verið reist árið 1895, og er þvi um áttrætt. Hún var farin að láta allmikið á sjá, en hlaut við- gerð og var endurvigð 1974. Snúum aftur ögn austur á böginn og virðum fyrir okkur heyskaparfólkið og gamla bæinn á Veðramóti i Göngu- skörðum f Skagafirði. Myndin tekin um 1892. Fólkið skipar sér framan við myndarlegt, torf- þakið timburhús. Samkvæmt upplýsingum frá Minjasafninu eru nöfn fólksins sem hér segir — talið frá vinstri: Jón Sigurðs- son og Jón Eiriksson vinnu- menn, með orfin á lofti. bá Benedikt Böðvarsson (?) og Gisíi Guðmundsson, einnig vinnumenn —styðjast fram á orfin. Siðan fimm vinnukonur með hrifurnar sinar, þær Engilráð Guðmundsdóttir, Ingi- björg Sigurðardóttir, Margrét Friðgeirsdóttir, Jóhanna (Jóa) og Ingibjörg. Við bæjardyr: Guörún Þ. Björnsdóttir, heima- sæta, giftist siðan Sveinbirni Jónssyni byggingarmeistara. Næst húsfreyjan borbjörg Stefánsdóttir, er heldur á Björgu Björnsdóttur, sem giftist Bjarna i Vigur. Við hlið þeirra stendur húsbóndinn, Björn Jónsson hreppstjóri, og utar til hægri Björnsynirnir: Stefán (dó ungur), Jón, siðar skóla- stjóri á Sauðárkróki, Sigurður, siðar bóndi á Veðramóti og Þor- björn, si"ðarbóndi á Geitaskarði i Langadal, Húnavatnssýslu. Þau voru fólksmörg heimilin i gamla daga, mörg hver. Nú er óviða þvi að heilsa. Vinnumenn og vinnukonur úr sögunni og kaupafólk fátt. Vélar komnar i staðinn, en heldur eru það „kuldaleg” skipti! Fólk á feröalagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.