Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 7
TIMINN 7 HELCARSPJALL Tómas Árnason, alþingismaður: Byggðasjóður — byggðastefna Eitt mikilvægasta ákvæöið i máicfnasamningi núverandi rikisstjórnar er að verja skuli 2% af útgjöldum á fjárlaga- frumvarpi til Byggðasjóös. Stjórnarandstæðingar hafa haft mikia tilhneigingu til þess að gera iitið úr þessu ákvæði. En hvaða áhrif hefur þetta á mögu- leika Byggðasjóðs til útlána. Effyist er litið á árið 1975 og borin saman framlög til Byggðasjóðs samkvæmt lögum um Framkvæmdastofnunina eins og þau voru og siðan sam- kvæmt ákvæðum stjórnarsamn- ings núverandi stjórnarflokka verður útkoman þessi. 1 fyrra tilfeliinu hefðu framlögin úr rikissjóði orðið 100 millj. kr. og skattgjald af álbræðslu i Straumsvik til Byggðasjóðs 95 millj. kr. eða samtais 195 millj. kr. Samkvæmt stjórnarsamn- ingi núverandi stjórnarflokka voru framlög rikisins til sjóðs- ins á árinu 1975 860 millj. kr. Lit- um svo á árið 1976 og gerum sambæriiegan samanburð. Ef engin breyting hefði verið gerð á um framlag úr rikissjóði hefði það verið áfram 100 miilj. kr. eins og ákveðið var i lögum um Framkvæmdastofnun rikisins á sinum tima. Algjaldið til Byggðasjóðs myndi nema á þessu ári um 100 millj. kr. svo samtais hefði þetta numið 200 millj. kr. A fjárlögum er hins vegar ákveðið framlag til Byggðasjóðs á árinu 1976 að upphæð 1.123 millj. kr. Það liggur þvi ljóst fyrir, að árin 1975 og 1976 hefðu framlög til Byggðasjóðs numið sam- kvæmt hinnieidriskipan um 400 millj. kr. en samkvæmt ákvæð- um stjórnarsamningsins um 2000 millj. kr. Þessar tölur eru algjörlega sambærilegar hvort tveggja I krónum og sýna fullkomlega samanburð á þvi hvernig framiögum var háttaö til Byggðasjóðsins samkvæmt lögunum um Framkvæmda- stofnunina og hvernig þeim er nú háttað: Það þarf ekki að eyða mörg- um orðum að þvi hversu öflugur Byggðasjóðurinn verður, þegar hann hefur starfað undir þess- um kringumstæðum I nokkur ár. Sjóðurinn þarf ekki að starfa ákaflega mörg ár til þess að efl- asl svo mikið, að hann geti i vaxandi mæii tekið að sér fjármögnun enn stærri verkefna heldur en hann hefur þegar unnið að. Þá er rétt að vikja að þvi i stuttu máli, hvernig Byggða- sjóður hefur varið fjármagni sinu i stórum dráttum. Byggðasjóður hefur tekið verulegan þátt i uppbyggingu fiskiskipaflotans á undanförn- um árum, þótt Fiskveiðasjóður hafi þar forystu. Varið hefir verið fjármagni til nýsmiði fiskiskipa, bæði innaniands og utan, einnig til kaupa á notuðum fiskiskipum, svo og til endur- bóta. Þá hefur sjóðurinn lánað til uppbyggingar fiskvinnslu. Frystihúsaáætlunin hefur með- al annars verið fjármögnuð með verulegu fjármagni úr Byggða- sjóði, til viðbótar við ián Fisk- Tómas Arnason. veiðasjóðs. Þá hefur Byggða- sjóður einnig lánað til uppbygg- ingar annarrar fiskvinnsiu, svo sem saltfiskverkunar, rækju- vinnslu, skelfisks og fl. Byggðasjóður hóf á seinasta ári, talsverðar lánveitingar til landbúnaðarins, eða samtals 184 millj. kr. Ber þar hæst lán- veitingar til uppbyggingar vinnslustöðva landbúnaðarins. Þá hefur Byggðasjóður alltaf iánað talsvert til iðnaðar bæði framleiðsluiðnaðar og þjónustu- iðnaðar. A siðastliðnu ári mun sjóðurinn hafa lánaö nær 200 millj. kr. i þessu skyni. Oft hefir verið um viðbót að ræða við lán Iðniánasjóðs og Iðnþróunar- sjóðs. Þá hafa lánveitingar til sveitarfélaganna verið veruleg- ar. Már þar nefna þátttöku Byggðasjóðs i lánveitingum til gatnagerðarframkvæmda i kaupstöðum og kauptúnum, lánveitingum til uppbyggingar atvinnulifs á ýmsum stöðum, til vélvæðingar og fl. mætti nefna. Svo hefir sjóðurinn lánað til hitaveituframkvæmda. Tilgangurinn með stofnun Byggðasjóðs er fyrst og fremst sá að spyrna gegn byggðarrösk- un i landinu, stuðla að endur- uppbyggingu og eðlilegri þróun atvinnulifsins á landsbyggðinni. Hér er um að ræða hreina varn- arstyrjöld gegn byggðaröskun- inni, sem er eitt alvarlegasta þjóðfélagsvandamál sem þjóðin hefir átt við að striða. Verið er að rehna að nálgast vandamálið á jákvæðan hátt meö því meðal annars að bæta viö fjármögnun hinna almennu lánasjóða með viðbótarlánum úr Byggðasjóði, til þess að cfla og breikka at- vinnuiifið úti á landi og styrkja byggðina til sjálfsbjargar. Sið- ustu ár hefur náðst mjög veiga- mikill árangur i baráttunni við byggðaröskunina, hvort sem metið er á mælikvarða mann- fjöldaþróunar eða meðaltekna. Arið 1974 mun vera fyrsta árið sem fólksfjölgun hefur orðið meiri úti á landsbyggðinni en i höfuðstaðnum og á Reykja- vikursvæðinu. Aðeins á Vest- fjörðum hefur oröið stöðnun. Ég er I engum vafa um, að starf- semi Byggðasjóðs á rikan þátt i þeirri breytingu til batnaðar, sm orðiö hefur viða um landið og hefur stórum aukið á bjart- sýni fólks um framtið byggðar sinnar. Ég trúi þvi, að því aðeins geti þjóðin hagnýtt auðlindir iandsins, að byggð eflist og blómgist, ekki aðeins á Stór- Reykjavikursvæðinu, heldur einnig sem viðast um landið. Við skulum muna, að við búum i harðbýiu landi, þar sem eldgos, jarðskjálftar, snjóflóö, óveður og ýmsar fleiri hættur leynast. Þess vegna er það þýðingar- mikið að dreifa byggðinni um landið. Það eykur á öryggi og sjálfstraust þjóðarinnar i bráð og lengd. Fyrir áramótin lýsti forsætis- ráðherra þvi yfir, að ríkis- stjórnin myndi leggja fram frumvarp til laga um breyting- ar á Framkvæmdastofnun rik- isins. Með slikri lagasetningu þarf að lögfesta það ákvæði stjórnarsamnings núverandi stjórnarflokka, að 2% af út- gjöldum á fjárlagafrumvarpi skuli renna til Byggöasjóðs. Stefna núverandi ríkisstjórnar er einmitt m.a. að tryggja framtið Byggðasjóðs, að efla Byggðasjóðinn svo að hann geti i vaxandi mæli tekist á við af- leiðingarnar af hinni stórkost- iegu byggðaröskun, ssem orðið hefir i iandinu á undanförnum áratugum. Þó margt fleira komi til er sterkur Byggðasjóður snar þáttur í öflugri byggðastefnu. Skipbrotslíf UM EFTIRÞANKA JÓHÖNNU Enda þótt dagblöðin flest hafi birt ritdóma um Eftirþanka Jó- hönnu eftir Véstein Lúðviksson og bókarinnar hafi verið getið auk þess, er þó ýmislegt fleira hægt um söguna að segja. Þetta hefur verið kallað skemmtisaga. Það þykir mér skritið. „Eitt skipbrotslif starir i sorgarsæinn, sökkvir augum i hjarta sins eymd, þess auður er týndur, þess ákvörðun gleymd. Getum' við kallað þetta gamankvæði? Skemmtun er auðvitað það sem styttir manni stundir enda er langsemi gamalt nafn á leiðindum. Menn eiga sér margs konar dægradvöl i sambandi við áhugamál sin og verjast leiðind- um með mörgu öðru en beinum gamanmálum eða skemmti- atriðum. En þó við gleymum timanum við að lesa hæstaréttardóma eða læra Pundið og Einræður Starkaðar eftir Einar Bene- diktsson veljum við sliku frem- ur önnur nöfn en kalla það skemmtilestur. Eftirþankar Jóhönnu er harmsaga úr islenzku þjóðlifi þessara tima. Sagan er ljót enda fjallar um nauðganir, mann- dráp og sjálfsmorð. Ungar dæt- ur gera uppreisn gegn mæðrum sinum, hlaupa að heiman og fullkomna sjálfstæðisbaráttuna með þvi að láta kerlinguna vita að þær sofi hjá hverjum sem þeim sýnist. Þetta eru fyrirbæri liðandi daga og það er enginn hlutur eðlilegri en að söguskáld velji sér þau að viðfangsefni. Meiriháttar ógæfuspor sem örlögum valda i þessari sögu eru stigin i sambandi við drykkjuskap. Áfengið er sá mikli ógæfuvaldur sem leggur lif manna i rústir. Bæði segir frá stjórnlausum sidrykkjumönnum og örlaga- hvörfum við tækifærisdrykkju þeirra, sem áfengisnautn er ekki orðin að ástriðu. Þó er ekki allt sem að er áfenginu einu um að kenna. Höfundur er raunsær og veit að veilurnar búa i eðli okkar hvort sem atvikin mikla þær eða hemla. Ræturnar að ógæfu Jó- hönnu liggja i hégómaskap móðurinnar. Henni finnst eigin- maðurinn ekki nógu finn. Hana langar til að eiga sér finan heldrimann og Jóhönnu finnst að hún sé si og æ að minna á hvaðá það bresti. En henni þyk- ir vænt um föður sinn og stendur með honum. Þannig snýzt hún gegn móður sinni. Föðurmissir- inn og söknuður eftir hann breikkar þetta bii. Svo er Jó- hanna i hópi þeirra sem oft nota greind sina til að leita að brodd- um i þvi sem aðrir segja. Það er mikill vandi að haga orðum sin- um við þá sem viíja finna móðg- un i þvi sem sagt er. Jóhanna á hjálpfýsi i rikum mæli. Seinni mann sinn finnur hún I drykkjudái á dyraþrepun- um og hirðir hann þar. Þetta eru meðfram almenn brjóstgæði en þó einkum löngun til að annast eitthvað ósjálfbjarga sem þarf verndar og umhyggju við. Sú löngun býr i mannlegu eðli, — bæði karla og kvenna — en e.t.v. almennt rikari hjá konum. En Jóhanna hefur erft hégómaskap móður sinnar. Og þegar hún hefur i meira en 10 ár vakað yfir þessum aumingja til að verja hann fyrir ástriðu sinni með næsta takmörkuðum árangri reyndar, og hann hættir að drekka i félagsskap Hvita- sunnumanna þolir hún það ekki. Segi hann að trúin hafi frelsað sig finnst henni það afneitun alls sem hún hafði á sig lagt og blátt áfram sagt til að gera litið úr sér. Og hún má ekki til þess hugsa að sækja samkomur trú- bræðranna með manninum þvi að þá hætti hún að vera það litla sem hún væri. Hégómaskapurinn, krafan um eigin stærð og metnað, lætur ekki að sér hæða. Maðurinn vildi vera henni góður en nú fann hún sig ekki lengur ábyrga fyrir velferð hans. Aður var það sæla að sjá hann koma ódrukkinn heim að kvöldi. Nú var það jafnvel raun þvi það var öðrum að þakka og minnti á þýðingarleysi hennar. Og hjónabandið varð óþolandi. Hörður er vesalingur. Það er hans æviólán að faðir han var þjösnalegur harðstjóri, sem ætl- aði að berja i hann hörku. Hann var sjómaður sem löngum var að heiman og þegar hann var heima virðist hann oft hafa ver- ið undir áhrifum áfengis svo að þjösnaskapurinn nyti sin. Kynni Harðar við óþokkann Bubbu i Tripolibió voru áfall, sem hrottaskapur föðurins gerðu verra og varanlegra. Mágur Harðar stal úr sjálfs hendi. Hann var dugandi fram- kvæmdastjóri byggingasam- vinnufélags og siðan starfsmað- ur bæjarins og dró sér fé. Hann flýði land. Hörður áskaði sig um þrennt: Dauða bróðursins, fall mágsins og að hafa barið tengdamóður sina. Allt gerðist þetta i ölæði. Og allt er þetta langt að baki. En þó að Hörður sé drykkju- maður er hann enn vel verki farinn og virðist eftirsóttur starfsmaður. Hann getur valið um konur til að búa með. Og hann vinnur hylli barna þeirra svo að heldur er of en van. En þetta er ekki nóg. Honum finnst engin leið til önnur en binda endi á þetta lif. Jóhanna veit að hún getur ekki treyst Herði. Það getur enginn. Hún finnur að hann langar meira til að fá lausn frá lifinu en halda þvi áfram. Henni finnst það mikill sigur að hann leitar til hennar um traust og styrk til að taka inn svefnmeðalið. Og hún veit að þaðan i frá missir hún hann ekki til hinna. Hé- gómaskapurinn gamli er enn að verki. Þetta er saga um mikla ógæfu, — saga um skipbrotslif. En frásögnin er mannleg og notaleg — raunar hlýleg. Og hér er i rauninni verið að kveikja vita til að sýna og vara við sum- um þeim blindskerjum sem mörgum verða til ásteytingar. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.