Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur. 25. janúar 1976. TÍMINN 9 stofnunina að halda uppi eld- varnaeftirliti i skipum, en það er einkum fólgið f þvi, að við höfum i okkar þjónustu sérfróðan mann i rafmagni. Hann fer um borð i skipin og mælir þar upp rafkerfi skipanna og gerir athugasemdir og leiðbeinir. Rafkerfi fiskiskip- anna eru oft yfirhlaðin (töflurn- Þorldkshöfn var aðal mulningsvélin d bdtaflotann.... ar) vegna nýrra tækja, sem stöð- ugt eru að bætast við vegna tækniþróunar. Viðteljum að þetta eftirlit hafi gefið góða raun. Eru forráðamenn skipa kærulausir? Fiskiskip okkar eru oft undir mjög litlu eftirliti i höfnum. Menn láta sig kannski hafa það, að hafa skipin mannlaus — jafnvel vikum saman — með ljósavélar i gangi og jafnvel kynditæki, ef skipið er við bryggju. Eldsvoðar i bátum i höfnum eru óhugnanlega tiðir eins og allir vita, en þeir stafa oft af sliku eft- irjitsleysi. ,,óeðlilegir” skipstap- ar? — Ef rætt er um skipstapa. Eru þeir óeðlilega margir hér, ef orða má það á þennan hátt, t.d. miðað við önnur lönd? — Þvi er ekki að leyna, að skipstapar eru óeðlilega miklir hér við land. Ekki stafar það þó einvörðungu af rysjóttu veður- fari. Ég vil til dæmis nefna hina tiðu skipstapa af völdum elds- voða. Það er lika eftirtektarvert, að i flestum tilfellum kemur eld- urinn upp í vélarrúmi skipanna. Þetta leiðir hugann að þvi', hvort ekki sé eitthvað athugavert við frágang i vélarúmi skipanna, eða vörzlu þess. Við minntumst á það hér að framan, að eftirlit er nú haft með rafbúnaði skipanna á vegum Samábyrgðarinnar, en þrátt fyrir það virðast eldsupptök oft benda á rafkerfið og eins og áður sagði, þá er oft búið að yfir- hlaða rafkerfið af rafmagnstækj- um. *— Litið er orðið um strönd, Skrifstofur Samábyrgðarinnar eru i þessu húsi við Lágmúla. allavega minna en áður var. Stærstu tjónin sem verða, eru brunatjón i höfnum, brunatjón i hafi, og þegar bátana rekur á land i höfnum. Viða eru erfiðar Borgar London fyrlr dsiglingatjónin? — Hingað til hafa þessi tjón verið greidd hafnir og þá getur þetta komið fyrir. — Er hugsanlegt að neitað sé að tryggja skip I ákveðnum höfn- um, vegna hættu? — Það hefur vissulega verið rætt um að setja einhver slik mörk, en það er á hinn bóginn margt sem kemur þar til greina. Það er atvinna fólksins i viðkom- andi byggðum og harkalegar að- gerðir kæmu illa niður á saklausu fólki. — Nú hefur það komið i ljós, að varðskipin eru tryggð i Bretiandi. Nú er verið að sigla á þau, og væntanlega er ekki gert ráð fyrir ásiglingum af þessari tegund. Hvernig er litið á þessi árekstra- tjón i London? — Hingað til hafa þessi tjón verið greidd. Komast öldruð fiskiskip á ellilaun? — Þú hefur sett fram hug- myndir um að gömul fiskiskip gætu komizt á nokkurs konar elii- laun. Geturðu skýrt frá þessum hugmyndum i stuttu máii? Só dagur kostaði 60 milljónir — Já, þetta er viss hugmynd, sem ég vil ekki endilega halda fram að sé min, en ég hef hugleitt þetta mál, vegna þess að Sam- ábyrgðin er með svokallaða bráðafúatryggingu. Ég hef oft hugleitt það, hvort ekki væri ómaksins vert, að hugsa sér þann möguleika, að stofnað sé til eins konar „elli- tryggingar” fyrir skip. Það, sem ég hef i huga er það, að þegar menn eru búnir að eiga skip og gera það út i 20—25 ár, þá sé við- komandi bátseigandi búinn að greiða iðgjald i sérstakan sjóð, og hann geti þá gengið að sérstökum bótum til endurbyggingar, eða nýsmiði á fiskiskipi. Það hefur borið á þvi, að menn sem hafa gert út lengi, oft með góðum árangri hafa lent i miklum vandræðum með að endurnýja skip sin eftir áratuga útgerð. Sjvarútvegsráðherra hefur gert ráðstafanir, sem kannski má segja að gangi i þessa átt. Nú hafa verið teknar frá 50 milljónir króna úr gengismunasjóði til þess að bæta mönnum skip, sem hafa verið ónýt, en bætur hafa ekki fengizt fyrir. Elztu fiskiskipin eru frá fyrsta áratug aldarinnar, eða frá 1905. Meginstofn islenzkra fiskiskipa er byggður á árunum eftir 1953. Samtals eru þetta 910 skip. Ef tekin eru skip á bilinu 50—100 er meðalaldur þeirra 21 ár. Dýr dagur — Nú steðja fjárhagserfiöleik- ar að útgerðinni. Hvernig kemur þetta niður á Samábyrgðinni? — Þegar útgerðinni gengur illa, þá dragast iðgjaldagreiðslur, og þá dregur úr hraða á greíðslu bóta þegar stór tjón verða. Rekstur félagsins hefur gengið þokkalega, þrátt fyrir skips- skaða, en það er mest þvi að þakka, að viðhöfum góðanendur- tryggingasamning erlendis. Svo- kallaða toppa-tryggingu. Þessi trygging hefur gert okkur það kleift að halda uppi eðlilegri starfsemi. — Hvað voru stærstu tjónin á seinasta ári? — A árinu 1975 urðu 22 alskað- ar. Vátryggingaverð þessara skipa er 331 milljónir króna sam- tals, en það er rúmlega helming- ur af álögðum iðgjöldum ársins. Stærsti skaðinn var 38,2 mill- jónir króna, en dýrasti dagurinn hjá okkur var 3. nóvember, þegar þrir bátar ónýttust i óveðri á Eyr- arbakka. Sá dagur kostaði 60 milljónir, sagði Páll Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar að lokum. JG Foreldrar vanheilla barna Fundur verður haldinn i Vikingasal Hótels Loftleiða mánudaginn 26. janúar kl. 20. Karin Axeheim, rektor og Dr. Ingrid Liljeroth, sálfræðingur flytja erindi um þroskahefta barnið og foreldra þess. Umræður Erindin verða túlkuð á islenzku. Styrktarfélag vangefinna, Foreldrafélag þroskaheftra barna á Suðurlandi, Foreldrafélag barna með sérþarfir, Foreldra og -kennarafélag öskjuhliðarskóla. ■~4- tfetrarbjónusta 0 ' 0 rt/.t í\r*J. < f $ >w* r ‘Æ Hitaveita Reykjavikur óskar að ráða 0 starfsmann til tjÉ * *'1 skrifstofustarfa, $ vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsókn, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist skrifstofunni, Drápuhlið 14, fyrir 5. febr. n.k. új CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL Stillt kúpling Þrýstiprófað kælikerfi Yfirfara öll Ijós og stillt aðalljós Hemlar reyndir Stýrisbúnaður skoðaður Ath. rúðuþurrkur og sprautur 1. Mótorþvottur 9. 2. Hreinsun á raf- 10. geymasamböndum 3. Mæling á raf- n. geymi og hleðslu 12. 4. Skipt um loftsíu 13. 5. Skipt um bensín- síu í blöndungi 14. 6. Skipt um platínur 15. 7. Skipt um kerti 8. Ath. viftureim 16. Innifalið í verðinu: Kerti, platínur, loft- og bensínsía og vinna Verð m/sölusk.: 4 cyl. kr. 8.652 6 cyl. kr. 9.651 8 cyl. kr. 10.248 Hitaveita Reykjavikur. SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzl: 84245-84710

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.