Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. Dráp var aðeins spennandi skemmtun fyrir hann. Alain Grenouille kemur á morðstaðinn til að sýna lögreglunni, hvernig hann framdi morðið. Tiu minútum seinna var hann látinn. EF MORÐINGINN manninn á hjólinu, siðan hvernig hann gerði út af við hann með seinna skotinu. Jacky horfir á sem lamaður. Honum ofbýður. Þá gerist það. Alain Grenouille snýr sér við og litur á Jacky. Hann veit ekki, að þessi ungi maður er sonur fórnarlambs hans. En Jacky sér ekki betur en að broskippir fari um andlit Grenouilles, og hann sér rautt, tekur upp hnifinn og rekur hann i bakiðá morðingjanum, sem hafði snúið sér við aftur. Grenouille deyr á leiðinni i sjúkrahúsið. Lög- reglan tekur Jacky fastan. Jacky gat auðvitað ekki vitað það, að Alain Grenouille var með taugakippi i andlitinu, sem birt- ust eins og bros. Samúðaralda gekk yfir landið. Fjörutiu þúsund Frakkar skrif- uðu undir áskorun um að láta Jacky lausan. Meira að segja fað- ir tvöfalda morðingjans segir: — Ég get ekki fundið neina sök hjá honum. Niu dögum eftir að Jacky Piet- kiewicz var tekinn fastur, var hann aftur frjáls ferða sinna. — ‘Það er alveg eðlilegt að ég verði dæmdur fyrir það sem ég gerði, sagði hann þá, — en ef kvið- dómendurnir gera sér raunveru- lega grein fyrir athöfn minni, vona ég að hegningin verði ekki ströng. í október 1975, þegar réttar- höldin höfðu farið fram, hugsaði hann og talaði á annan hátt. Krafa um sýknun hans kemur úr öllum áttum. Bréf eru skrifuð, blöðin og ineira að segja sjón- varpið, krefjast sýknunar. Sak- sóknari rikisins reynir i örvænt- ingu að_ hamla á móti þessum straumi'. — Þið hafið um tvær leiðir að velja, segir ákærandinn við kviðdóminn. — Annaðhvort leggið þið blóðhefndinni lið, eða þið leitið réttar. Blóðhefnd þýðir uppbyggingu á þjóðfélagi, sem þekkir enga miskunn né fyrir- gefningu, þar sem engin von er um bót og betrun og enginn réttur er til varnar. Það væri að gefa af- tökum án dóms og laga lausan tauminn. Dómur er kveðinn upp yfir Jacky Pietkiewicz: Tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdómur. Hinn ákærði er dæmdur á pappírnum, en er eftir sem áður frjáls maður. Þrátt fyrir þennan væga dóm lætur fólkið í réttar- salnum i ljós óánægju sina. — Ég er vonsvikinn, segir Jacky lika. — Rétturinn var ekki mjög mann- legur. Mér finnst ég vera saklaus. BROSAÐ Er ungur maður morðingi, ef hann drepur morðingja föður sins? Þessari spurningu þurfti kviðdómur i Versölum i nágrenni Parisar að svara. Tvær ástæður gerðu kviðdómnum erfitt um vik að svara. Tugþúsundir höfðu látið i ljós samúð með unga mannin- um, sem hafði hefnt föður sins. Hann hafði aldrei aðhafzt neitt, sem braut i bága viö lög og rétt. Morðinginn, sem hann drap, var hinsvegar dæmigerð landeyöa, iskaldur morðingi, sem hafði drepið að gamni sinu. Þessi blóðuga sorgarsaga hófst snemma morguns i júli fyrir fjór- um árum. Klukkan 4.15 ekur málarinn Victor Pietkeiwicz (49 ára gamall) á skellinöðrunni sinni frá bilaverksmiðjunni i Vill- ennes rétt hjá Paris á leið heim til sin úr vinnu. Ekkert rýfur þögn morgunsins nema hljóðið i skelli- nöðrunni. Bill kemur i ljós. Við stýrið á stolnum Fiat 127 situr Robert L., 16 ára, og við hlið hans slæpinginn Alain Grenouille. Hann er einn af niu börnum i fjölskyldu, sem faðirinn vanrækir, hann hefur verið á uppeldishælum, hann er þjófur og hefur verið i fangelsi. Hann heldur ástolinni byssu með sjónauka. Alain Grenouille hafði sagt við vin sinn: — Þú keyrir og ég skýt á alla, sem mér lizt ekki á. Þetta verður fjári skemmtilegt. Sá fyrsti, sem þeir hitta, er Victor Pietkiewcz á skellinöðr- unni sinni. Alain Grenouille er ekki lengi að hugsa sig um. Hann lyftir byssunni, miðar og skýtur. Maðurinn á skellinöðrunni er ekki eina fórnarlambið á þessari nóttu. Alain Grenouille skýtur á fimm aðra að gamni sinu. 19 ára gamall námsmaður, sem vann i friinu sinu sem varamaður i slökkviliði, lætur einnig lif sitt. Að lokum aka þeir á tré og her- lögreglan tekur þá báða höndum. Byssan með sjónaukanum gefur til kynna hverjir þeir eru. Fjórar manneskjur eru eins og lamaðar við fréttina um dauða málarans Victor Pietkiewicz. Það eru kona hans, tvær dætur og sonurinn Jacky. Jacky, sem var 21 árs, þegar þetta gerðist, tók föður sinn algjörlega sér til fyrir- myndar. — Ég lærði allt af hon- um, ég vildi alltaf vera eins og hann. Timinn liður. Jacky er dug- legur og áreiðanlegur i starfi sinu i bilaverksmiðjunni. Hann verður ástfanginn, trúlofar sig og giftist. Hann hefur þó ekki náð sér eftir dauða föður sins. Tiu mánuðum eftir morðið kemur mágur Jackys, Daniel, i uppnámi heim. — Vegurinn er fullur af lögreglumönnum. Ég held þeir séu að setja morðið á svið. Jacky kippist við. Morðið á föð- ur hans hafði verið framið á veginum. Ef morðið verður sett á svið, hlýtur morðinginn að vera viðstaddur lika. Hann flýtir sér samt sem áður ekki á staðinn. Hann fer með konu sina til tann- læknis og fer aftur heim. Meðal brúðkaupsgjafanna, sem þau höfðu fengið, þegar þau giftu sig fyrir mánuði, er hnifur. Hann stingur honum á sig. Það er óskiljanlegt enn þann dag i dag, hvernig hann komst framhjá lögreglunni. Hann er allt i einu kominn inn i miðjan hring- inn. Farið er yfir i smáatriðum, hvernig morðið átti sér stað. Alain Grenouille sýnir lögreglu- manni, án þess að blikna, hvernig Hann drap morðingja föður sins. Jacky Pietkiewicz I réttarsalnum. hann skaut fyrsta skotinu á Hann var dæmdur, en þarf ekki aðfara i fangelsi. HEFDI EKKI Svo fer hann heim. Dóm- stólarnir hafa komizt að niður- stöðu, sem vottar skilning á þvi af hverju hann drap, en lætur um leið i ljós, að réttarfarið geti ekki tekið þvi eins og sjálfsögðum hlut. (Þýtt og endursagt MM.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.