Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. ELDGOS Á MÝVA ELDGOS og jarð- skjálftar eru nú mjög til umræðu, einkan- lega þeir atburðir, sem áður hafa orðið i Þingeyjarsýslum. Eins og kunnugt er urðu eldgos á Mý- vatnsöræfum árið 1875, i Sveinagjá og viðar, sem og i öskju. Timinn birtir frásögn þá af eldsumbrotun- um á Mývatnsöræf- um, sem birtist i Fréttum frá íslandi árið 1876. Fellt er úr það, sem segir þar um Öskjugosið. Eldgos eru, svo sem kunn- ugt er, engin ný eða óvenjuleg tiðindi á íslandi, en þó hafa þau verið nokkuð strjál á þess- ari öld. Raunar hefur um nokkur undanfarin ár orðið vart við eldsumbrot i norður- og austurhluta landsins. Þar til má telja jarðskjálftana i Húsavík og viðar nyrðra að á- liðnum vetri 1872, og eldgosiö i Vatnajökli i byrjun ársins 1873. Sá eldur virðist hafa ver- ið afarmikill, en með þvi að hann var svo mjög fjarri byggðum og gosið bar til um hávetur, þá varð hann eigi kannaður, enda gjörði hann litið tjón, — og hversu mikill sem hann hefur verið, þá er fátt sögulegt af honum að seg ja. U pp frá þvi er þessi eld- ur hvarf seint i janúarmánuði 1873, og þar til er eldgosið hófst i janúarmánuði 1875, bar litið á jaröeldum. 1 ýmsum sveitum þóttust menn reyndar stundum sjá eldmistur á lofti og öskufall á jörð, finna jökul- fýlu og heyra eldbresti, en eigi er fullsannað, hvort allar slik- ar sögur, er hafa borizt i munnmælum, eru áreiðanleg- ar. Raunar er eigi óliklegt, að jarðeldar kunni að hafa verið uppi við og við einhvers staðar i óbyggðum, en það þykir mega telja vist, að engir stór- eldar hafi uppi verið á þessu tveggja ára timabili (jan. 1873 til jan. 1875). Nokkru fyrir jól 1874 fór að bera á jarðskjálftum viða norðanlands og austan, en einkum vestan til i Þingeyjar- sýsíu, og fóru þeir vaxandi eftir þvi sem nær leið árslok- um. Mest bar á jarðskjálftum þessum til dala og fjalla, en hvergi urðu þeir jafnmegnir sem i Möðrudal á Fjöllum og þar i grennd. Jarðskjálftarnir voru óviða mjög harðir og eigi heldur langir, en svo tiðir, að eigi varð tölu á komið. Þegar eftir nýár, eða hinn 2. dag janúarmánaðar, voru mest brögð að jarðskjálftunum, voru kippirnir þá svo margir og harðir og þéttir, að kalla mátti, að væri einn jarö- skjálfti allan daginn frá morgni til kvölds. Skulfu þá hús og brakaði i hverju tré, en allt lék á hringli, sem laust var i húsum. Er svo sagt, að i Möðrudal og viðar hafi húsum þá legið við hruni, en eigi er þess getið að jarðskjálftar þessir hafi nokkurs staðar valdið tjóni til muna. Næsta dag, eða hinn 3. dag janúarmánaðar, laust eldin- um upp, skömmu fyrir birt- ingu um morguninn. Sást hann úr nokkrum sveitum nyrðra, einna glöggvast úr Mývatns- sveit. Þaðan var hann að sjá litlu austan en i hásuður. Lagði logann hátt á loft upp, og allbreiður var hann að sjá, einkum niður við sjóndeildar- hringinn. En ekki sást bálið lengi i það sinn, þvi að ský dró fyrir. Næstu daga var dimm- virði á lofti, og sást eigi eldur- inn, en það vissu menn, að hann var uppi lengst af, eins og siðar reyndist. Þegar er eldurinn var upp kominn, urðu jarðskjálftarnir vægari, unz þeir hurfu að mestu um sinn. Eigi vissu menn gjörla, hvar eldur þessi mundi vera, en ýmsir gátu þess til, að hann mundi vera i Vatnajökli, nokkru vestar en eldstöðvarn- ar 1867, eftir stefnunni að ráða. En bráðum sáu menn af ýmsum likum, að eldstöðv- arnar mundu vera norðar en svo, að þær gætu verið i Vatnajökli, og bráðum varð það augljóst, að eldsupptökin mundu vera einhvers staðar i Dyngjufjöllum. En til þess að fá fulla vissu i þessu efni, voru 4 menn gjörðir út úr Mývatns- sveit tilaðleita að eldsupptök- unum. Þeir lögðu af stað 15. dag febrúarmánaðar. Héldu þeir beina leið suður eftir endilöngu ódáðahrauni, og stefndu á Dyngjufjöll hin syðri. Þeir fengu gott og bjart veður, og gekk þeim greiðlega förin. En er þeir voru komnir hér um bil hálfa leið suður undir fjöllin, fóru þeir að heyra drunur miklar, og fundu megna eldlykt, óx hvort tveggja þvi meir sem nær dró fjöllunum, og er þeir komu lengra suður, sáu þeir glöggt reykjarmökkinn bera við loft vestan undir fjöllunum. Eftir harða sólarhringsgöngu kom- ust leitarmenn alla leið suður að Dyngjufjöllum, og fundu þar eldsupptökin I fjalli þvi, er Askja heitir. En nú kom eldur upp á öðr- um stöðvum, en það var á Mý- vatnsöræfum, svo nefnist slétta sú, er liggur á milli Mý- vatnssveitar að vestan, en Jökulsár á Fjöllum að austan. Eldur þessi kom upp 18. dag febrúarmánaðar. Þann dag voru menn á ferð austur yfir öræfin, sáu þeir allt i einu þjóta upp ákaflega mikinn reykjarmökk á hægri hönd við sig, og rétt á eftir sáu þeir eld gjósa upp á sama stað. Að kveldi hins sama dags sást eldur þessi frá Grimsstöðum á Fjöllum, var þaðan að sjá sem eldurinn kæmi upp á mörgum stöðum, en rynni siðan i eitt mikið bál. Nokkrum dögum siðar fundu þeir eldsupptökin vestanvert við gjá þá á öræf- unum, er nefnd er Sveinagjá. Þá er þeir komu þangað, var þar hvergi-eldur uppi, en svo virtist sem loginn væri nýlega hættur, þvi að hraun það, er myndazt hafði við gosið, var á sumum stöðum ennþá vellandi heitt. Jón alþingismaður Sig- urðsson á Gautlöndum, er var einn i flokki þeirra Mývetn- inga, er fóru að leita eldstöðv- anna, lýsir vegsummerkjum eftir gosið á þessa leið: „Eld- urinn hefur auðsjáanlega haft upptök sin á fleiri stöðum, og myndað marga gýga, suma stóra en suma litla. Upp úr sumum gýgunum hefur oltið hálfstorkið hraun, og myndað háar borgir eða hraunhryggi kringum þá. En úr sumum gýgunum hefur komið bráðin hraunleðja, sem runnið hefur áfram og myndað flatt hraun. Voru allir gýgarnir nú hættir störfum sfnum, og voru sumir þeirra tilbyrgðir af hraunvikri þvi, er oltið hafði aftur ofan i þá, en sumir voru opnir, og sá i botnlausar gjárnar i botni beirra. úr flestum þeirra rauk enn heit gufa. Stærstu gigarnir höfðu kastað upp óbræddum steinum, og voru sumir allt að þvi manntak að þyngd. Höfðu þeir eigi komizt nema upp á gigbarmana, en hinir minni — samt hraun og vikur — höfðu kastazt 30 til 40 faðma frá, og komið niður á sumum stöðum i snjóinn og brætt hann undan sér. Ekki sáust nein merki þess, að aska né leir hefði fylgt eldgosi þessu. Hraun það, sem komið hefur úr öllum gigunum til samans, er allt að hálfri bæjarleið á lengd, og 3—4 hundruð faðmar á breidd, þar sem það er breiðast. Það hefur fyllt upp dæld nokkra, sem legið hefur skammt frá elds- upptökunum, og er þvi býsna þykkt á sumum stöðum. Nú var hraunið farið að storkna allt að ofan, en i gegnum hraunsprungurnar sá viða i eldinn hvitglóandi undir, og mun skorpan hafa verið orðin 2—4 feta á þykkt. Var eigi hættulaust að ganga þar um, þvi hraunið þoldi illa manns-. þungann. Skór okkar og sokk- ar skemmdust einnig af hitan- um. Á tveim eða þrem stöðum höfðu myndazt smáborgir úr bráðinni hraunleðju, holar innan, og á stærð við 2—4 tunna ilát. Var ein þeirra minnst, en mjög fögur ásýnd- um, og liktist hún hinu feg- ursta og smágjörvasta járn- steypusmíði. Mundi hún kölluð kjörgripur, ef hún væri i kon- ungahöllum.” — Þetta eldgos, sem hér hefur verið frá sagt, var hið fyrsta gos á Mývatns- öræfum, en þar komu fleiri á eftir og voru flest þeirra meiri en hið fyrsta. Að kvöldi hins 10. dags marzmánaðar kom aftur eldur upp hér um bil á sömu stöðvum og eldgosið 18. febr., eða litlu norðar. Eldur þessi sást úr Mývatnssveit þegar um kvöldið, er hann kom upp, en daginn eftir var hann hul- inn af ógurlegum reykjar- mekki og stórum skýjabólstr- um. Daginn þar eftir, eða hinn 12., fóru 3 Mývetningar austur á öræfin að skoða gosið, virtist eldurinn þá vera nokkuð i rén- um, en þó var hann enn uppi, nálægt 700 til 800 föðmum norðar en hraun það, er komið hafði úr fyrra gosinu (18. febr.). Voru þar nú komnir 14—16 eldgigar, stærri og smærri, i beinni linu frá suðri til norðurs á hér um bið 200 faðma löngu svæði. Gusu þeir glóandi hraunleðju hátt á loft upp með geysilegum hraða og grenjandi hljóði og hvellum, en eigi fór gosið þá lengra en 10 faðma frá gigunum. Mátti sjá merki þess, að gosið hefði dagana á undan farið miklu lengra, þvi að hraunmöl úr gosinu fannst i 300 faðma fjarska frá gigunum. Annað merki þess, hve gos þetta hef- ur verið mikið, var hraun-malarkambur, 50—60 feta hár, er myndazt hafði vestanvert við gigana, þar sem áður var slétta eða jafn- vel dæld. Allt i kringum gig- ana hafði hraunflóð runnið, en mest þó i norður, var það orðið hér um bil 500 faðmar að breidd að sunnanverðu, en allt að mílu að lengd. Jakob bóndi Hálfdánarson á Grimsstöðum við Mývatn, er var einn i för- inni, og skýrt hefur frá gosi þessu, lýsir hrauninu þannig: „Skorpið var það og svart sem önnur hraun, en undir þvi var að ólga fram og færast út hvit- glóandi leðja, likust gjalli, svo var hún brennandi, þegar hún kom i ljós út úr hraunröðinni, að við þoldum ekki nema með mesta hraða að seilast til hennar með göngustöfunum, en innan 2 minútna var komin svört skorpa á þetta.... Yfir hrauninu lá hvitblá gufa, til að sjá með hristing, likt þvi sem vér nefnum landöldu, en sum- ir nefna tiðbrá, nema hvað þetta var þeim mun meira, að fjöll þau, er við blasa hins veg- ar við hraunið, sýndust sem i gagnsærri þoku, en svo er gufa þessi smágjör að við sáum hana ekki innan 60 faðma fjar- lægðar, þegar við stóðum við hraunið. Til að reyna að sjá sem bezt yfir, gengum við upp á hraunmalarkambinn norð- ast, og var þá hvarvetna yfir hraunið að lita sem i kolagröf, þegar loginn er i þann veginn að brjótast upp úr kurlinu”... A heimleiðinni, þegar myrkt var orðið, sýndust eldskoðun- armönnum gosin til að sjá sem bál, en áður en það hvarf þeim, var komið upp nýtt gos norðan til við hraunröðina, þar höfðu þeir oft um daginn séð gufukúfa koma og hverfa. Gos þetta virðist hafa staðið um nóttina og svo daginn eftir, og það kvöld sýndist þeim, er til sáu, það hafa aukizt. Nú bar litið á gosunum i nokkra daga, þangað til 18. marz. Þá um kvöldið i heið- skiru veðri.litlu fyrir sólsetur, þutu upp á svipstundu 4 eða 5 reykjarstólpar með litlu milli- bili, nokkru sunnar en fyrr. Það var fyrir sunnan allt hag- lendið á öræfunum suður undir Ódáðahrauni, i beinni stefnu milii eldstöðvanna i Dyngju- fjöllum og eldstöðvanna á Mý- vatnsöræfum. Þessu gosi fylgdu dunur miklar og dynk- ir. „Þegar kvöldaði gjörði reykurinn þoku- eða skýja- band fyrir ofan fjallabrúnir, sem náði yfir 1/4 hluta sjón- deildarhrings, en uppkomu- kúfarnir urðu glóandi rauðir stólpar, var það allmerkileg sjón”. Næsta dag fóru 2 menn að skoða þetta gos, komusl þeir ekki nær þvi en hér um bil i 150 faðma fjarlægð, þvi að eigi þótti þeim árennilegt lengra að fara fyrir óhljóðum, hita og birtu. Nú héldu gosin áfram i nokkra daga, og voru litil hlé á milli. En eigi voru þau mjög stórkostleg, þangað til 23. marz, þá kom upp eldur nokkru norðar en fyrr, eða rétt um þjóðveginn, er liggur yfir öræfin vestan úr Mývatnssveit og austur i Múlasýslur. Er svo talið, að þar sem eldur sá kom upp, séu nær 4 milur vegar að Reykjahlið, en tæpar 2 milur að Grimsstöðum á Fjöllum. Þennan dag kom og eldur upp miklu viðar þar i grennd, og svo er sagt, að þá hafi 40eídar séstuppi, stærri og smærri. — Það þykir einsætt, að þessi tvö stórgos, er siðast eru nefnd (18. og 23. marz), hafi verið með hinum mestu gosum á ör- æfunum, en eigi verður hér sagt gjör frá þeim, með þvi að nákvæmari skýrslur um þau eru ekki fyrir hendi.... Nú er þar aftur til að taka, að eldur hófst að nýju á Mý- vatnsöræfum. Það var 4. dag aprilmánaðar um kvöldið. Eldurinn hafði nú komið upp suður og austur af fjalli þvi, er Búrfell heitir, milli þess og Jökulsár. Annan dag eftir fóru nokkrir menn að skoða eldinn. Á leiðinni þangað heyrðu þeir duhur svo miklar og þungar, að þeim þótti likast þvi, sem margir stórfossar steyptust af fjallsbrún fram. Þá er þeir komu á eldstöðvarnar, sáu þeir, að eldurinn kom upp úr 3 hraunborgum, er voru hver suður af annarri, og hafði eld- urinn hlaðið þær utan um sig af jafnsléttu. 50 til 80 faðma vestur af borgum þessum hafði við eldsumbrotin mynd- azt jarðsprunga mikil, og land þar sokkið hér um bil 3 mann- hæðir, hallaðist hið sokkna land upp á við til austurs. Um kvos þessa hafði eldhraunið runrrið suður og austur af borgunum, en nú er þessir menn voru á ferðinni, rann það til suðurs og vesturs, og sáu þeir, hvernig eldstraum- urinn þokaðist áfram. Af eld- borgunum var sú hin nyrzta stærst, og varaflöng að lögun. í henni voru eldgigarnir svo margir og þéttir, að eldarnir upp úr þeim sýndust sem eitt bál á 300 faðma löngum spöl. Einn af ferðamönnum þeim, er gos þetta skoðuðu, segir svo frá, að eldstöplar hafi staðið jafnt og þétt upp úr borginni, og að sjóðandi hraunið hafi spýtzt hér um bil 200—300 fet i loft upp i samanhangandi stöpli, likt og þá er hver gýs. Gosinu lýsir hann þannig: „Toppurinn á stöplinum breiðist út og fellur niður i smápörtum eins og dropar úr vatnsgosi, og dökknuðu þeir jafnharðan og þeir losnuðu við stöpulinn og klofnuðu i marga parta, og sprungu æ meir og meir, eftir þvi sem þeir kóln- uðu, en þó voru þeir svo bráðnir, er þeir komu niður á barminn, að úr þeim skvettist eða þeir flöttustút likt og vatni hefði verið skvett”. Slika eld- stöpla sáu þeir marga koma upp úr eldborginni, helzt til endanna, og gátu þeir stund- um talið milli 20 og 30.' Bláa gufu lagði upp af gosi þessu, varð hún þvi þynnri og ljós- leitari sem ofar dró, en svo var mikið afl i henni, að hana lagði beint i loft upp mörg hundruð faðma, þótt hvass vindur væri. Miklar dunur voru niðri i borginni af hinum vellanda eldi, en stundum heyrðust hveilir svo miklir, sem skotið væri af fallbyssum. Likt var gosið i hinum syðri borgunum, en nokkru minna. Að kvöldi hins 8. dags aprilm. og fyrra hluta nætur bar mikið á eldgangi nálægt hinum sömu stöðvum. Lagði eldrauðan bjarma hátt á loft upp, og úr vestursveitum var útsýni til austurloftsins hið skrautlegasta, og með fjöl- breyttum litum eftir skýjalög- um. Sást þá eldurinn viðs veg- ar um Norðurland, og var viða bjart i húsum inni sem af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.