Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur. 25. janúar 1976. TÍMINN 13 NSORÆFUM 1875 tunglsljósi. Þótt það kvöld bæri einna mest á eldinum, þá ætla menn það eigi hafa komið af þvi, að eldur væri þá uppi i mesta lagi, heldur af þvi, að loftslagi var svo háttaö, að skýin á austurloftinu fyrir austan eldinn köstuðu eld- bjarmanum til baka vestur yfir sveitir. Hinn 10. april kom enn eldur upp nálægt þeim stöðvum, er eldarnir höfðu komið upp 18. febrúar og 10. marz. Sá eldur var allmikill, en hann datt snögglega niður næsta dag, og lá niðri nokkra daga, þar til hann aftur kom upp á sama stað20. april. Þá voru eldsum- brotin og dunurnar meiri að heyra en nokkru sinni fyrr. A fyrsta sumardag fóru 4 menn að skoða það, er hér hafði gerzt, og var það eigi lftið. Þar sem áður höfðu verið fagrar, grasi grónar sléttur, var nú að sjá hrikalegur fjallshryggur, með mörgum eldgigum. t þremur þeirra voru dunur fjarskalegar og hvellir miklir á milli, hristist jörðin svo sem allt ætlaði um koll að keyra. Gigarnir spúðu i sifellu bæði grjóti og gjalli hátt i lpft upp. Stærstusteinarnir voru 45 sek- úndur á niðurleiðinni, en gjall- ið og sindrið fór svo hátt, að á- horfendur misstu sjónar á þvi, þar til er það kom aftur niður langar leiðir þaðan eins og hriðardrifa. Hvitglóandi eldá rann vestur úr gigunum og hefur mönnum svo sagzt frá, að voðalegt hefði verið, að sjá hana vella og heyra hana grenja á jafnfögru landi. Þetta eldgos stóð i 4 daga, eða til 24. april. Þá datt það niður aftur, og upp frá þvi var lengi kyrrt þar á öræfunum. Mikil vegsummerki voru orðin á öræfunum eftir öll þessi gos og eldsumrót. Hraunið, sem myndazt hafði, var talið hátt á 3. milu að lengd, en misbreitt, þar sem það var breiðast, var það yfir 1000 faðma, en þar sem það var mjóst, nálægt 500 faðma. Mjög var hraunið kömbótt, ó- slétt og laust i sér, svo að ill- fært var yfir það bæði mönn- um og skepnum. Yfir að lita var hraunið hvitflekkótt, sem virtist vera af gufu, er lá yfir þvi, en sums staðar var brennisteinslitur á. Upp úr hrauninu stóðu viða eldborgir, eins og smáfell i stórum þyrp- ingum. Voru þær skeifumynd- aðar, og að þvi leyti ólikar hin- um fomu eldborgum i Mý- vatnshrauni, sem eru eins og kollótt fell eða hólar með skál i miðju. Þá höfðu og viða i hinu nýja hrauni myndazt gjár, jarðföll og sprungur, höfðu sumar þeirra horfið aftur und- ir hraunið, en sumar stóðu eftir, voru þær sums staðar 3 álna breiðar, en sums staðar hafði jörð sigið öðrum megin við sprungurnar, og þannig myndazt gjáveggir, fullar 2 mannhæðir. Þannig voru hin helztu vegsummerki eftir eld- ganginn á öræfunum um vet- urinn og vorið, en siðar varð þó enn nokkur breyting á, þvi að eigi var eldsumbrotum þar enn með öllu lokið. Eftir öll þau umbrot og býsn, sem hér hefur verið sagt frá að framan, varð nú langt hlé, svo að hvergi urðu menn elda varir. 1. og 2. júli sögðu .rnenn aftur kominn upp eld á Mývatnsöræfum, nokkru aust- ar en á hinum fyrri stöðvum, en sú sögn var siðar borin aft- ur, og virðist eigi mikið hafa kveðið að þeim eldgangi. Nú leið og beið enn nokkra hrið, þangað til hinn 15. dag ágúst- mánaðar. Þá kom enn upp stóreldur á Mývatnsöræfum, og er hann talinn mestur allra þeirra elda, er þar höfðu verið uppi. Milli dagmála og hádeg- is þann dag fannst á Grims- stöðum á Fjöllum snöggur kippur af jarðskjálfta, og þvi nær i sömu svipan sáu menn viðs vegar úr sveitum nyrðra mikla reykjarstróka þjóta upp af Mývatnsöræfum, og að þvi tjöld i loftinu, en jörðin, sem við stóðum á, og klettarnir i kring hristust sem á þræði léku. Þvi næst vallt hraunflóð ofan af norðurbarmi gigsins, en hinn hái eldstólpi hvarf, og tómir steinar og sindur flaug nú upp úr gjánni. Þetta grjót- gos breytti ýmislega lagi og stærð, stundum liktist það bý- flugnasveim að sjá innan i reyknum, vart hærra en 100 fet yfir gignum, en stundum skaut upp heljarmiklum strók með skothörðu kasti, meðan brast við og gnast i grjótmöl- inni, er hún dundi út um loftið. Þá kom stundarhlé, en er minnst varði, kom hvellur hraunglóð mikil. Upp úr hinni nýju keilu stóð nú þykkur stólpi rauðglóandi, en gegnum allar glúfur á hliðunum skein i logandi glóðir, svo bjartar, að keilan sýndist öll eldi vafin. Við norðurrætur eldgigsins var m inni gfgur, og annar litlu norðar upp úr sjálfu hrauninu. Niðri i þessum gigum heyrðist mikið brak og brestir við og við, en upp úr þeim lagði bjarta loga, og hraunflóð mik- ið vall úr þeim yfir sandana þarikring.Nóttvarkomin, þá er þeir Watts hurfu aftur frá eldunum til tjalds sins, og tók Watts þá að skilnaði glóandi hraunmola og kveikti með Austan Námaskarðs — þar skiptast á hraunflákar og meira og minna gróið land. búnu eldgos mikið á hinum sömu stöðvum, sem gosin höfðu verið um vorið. Watts jöklafari var þá staddur á Stóruvöllum i Bárðardal, og er hann sá, hvað gjörðist, brá hann skjótt við og lagði af stað til að skoða gosið, en varð veðurtepptur einn dag. Hinn 17. ágúst lagði hann austur á öræfin við annan mann. Þegar þar var komið, sáu þeir 20 reykjarstróka i sömu linu. Við norðurenda þeirra voru 2 þétt- ar þyrpingar af svörtum hól- um. Upp úr syðsta hólnum stóðu 2 svartir reykjarstöplar, en þeir kæfðust aftur niður af veðri og þykku vikurmistri, er lá yfir hrauninu. 1 norðan- verðum hólaklasanum gaus upp strókur miklu meiri, þar var aðalgigurinn, og spýtti hannupp úr sérgrjóti, ösku og mistri. Stóð svo nokkra stund, en þá herti aftur á gosinu, og lýsir Watts þeim atburðum þannig: „Skyndilega heyrðist vobrestur mikill, og allt varð i ljósum loga i kringum giginn, skot reið eftir skot, en logandi björg flugu i loft upp og hurfu okkur upp i hin þykku gufu- mikill, rifnaði þá norðurhlið hraunketilsins, og vall þar fram hvitglóandi hraunflóð, sem ólgaði og steyptist eins og fossfall niður yfir hið dökkva hraun frá i vor, fylgdi flóðinu þýkk svæla og smellir og brestir, en björg og steinar brustu og sundurleystust, og loks varð flóðið að ljósrauðri, seigri eldleðju, sem fyllti gjótur eldra hraunsins, og myndaði palla, sem lýstu fyrst um stund, en sortnuðu smám saman og hurfu niður i hraun- ið”. Að miðaftan var rokkið, svo var eldmóðan mikil, en kringum gosið sjálft var bjart af eldinum. Fóru þeir Watts þá svo nærri gosinu sem fært var fyrir hita og hás'ka, og lit- uðust um. Gosið hafði komið upp úr svörtum hraunborgum, er allar til samans mynduðu óreglulega keilu. 1 keilu þess- ari hafði í fyrri gosunum opn- azt mikill gigur, en norður- barmur hans sprungið frá við gosin. Upp úr miðri skál þess gigs stóð aftur önnur keila, og það var hún, er nú var að gjósa. Norðurbrúnin var hér einnig brostin, og vall þar út — Ljósmynd Tlminn —GE honum i tóbakspipu sinni. Frá tjaldinu horfðu þeir enn lengi á eldana. Logaði upp úr gigun- um alla nóttina, en niðri fyrir dundi og drundi með voðaleg- um gný og ógnarbraki. Um morguninn eftir kannaði Watts aftur hinar rjúkandi hraunborgir. Hafði aðalgos- borgin hækkað hér um bil um 50 til 60 fet um nóttina, en þá var gosið i rénun. Fyrir sunn- an aðalborgina voru nú komn- ir 3 gigir, gusu 2 þeirra þéttum reyk, en upp úr einum þeirra lagði ljósgula brennisteins- gufu. Meðfram endilangri gjá þeirri hinni miklu, er myndazt hafði i fyrri gosunum, stóðu hér og hvar hraunborgir mis- stórar, og rauk meira og minna úr þeim öllum, en mest úr þeirri mestu. Dæld mikil, er sums staðar var meira en hálf mila að breidd, hafði myndazt umhverfis gjárnar og borg: irnar, og djúpar sprungur voru viða um sandana, snertu þær allar eins og hraunlinan sjálf, en dýpkuðu og vikkuðu eftir þvi sem nær dró dældinni, og er að henni kom, hurfu þær allar i eitt óskapnaðarumrót. Upp úr öllum þessum sprung- um hafði gosið, og enduðu þær allar i mörgum smárifum, er voru hvitar um barmana af brennisteini. Ekki gat Watts kannað gosið og vegsummerk- in eftir það eins nákvæmlega og hann vildi sökum hitans og goslofts þess, er lagði upp úr hrauninu mörg hundruð fet frá aðalgosinu. Þetta gos, sem hér hefur verið frá sagt, var hið mesta og siðasta stórgos á Mývatns- öræfum. Úr öllum gosunum á öræfunum hafði komið hraun- gýti, sindurog aska, en enginn reglulegur vikur. Þar á móti hafði úr Dyngjufjallagosinu mestmegnis komið vikur og vikuraska, og jafnframt vatnsflóð nokkuð. En þó að þessi mismunur hafi verið á gosunum, er eigi óliklegt, að þau kunni eigi að siður að hafa staðið í einhverju sambandi hvort við annað, og ein eldæð hafi legið i jörðu niðri milli hvorra tveggja aðaleldstöðv- anna, allt sunnan úr Dyngju- fjöllum og norður á Mývatns- öræfi. Á hvorugum stöðunum komu stóreldar upp eftir þetta, eða frá miðjum ágúst- mánuði og allt til ársloka. Á siðasta sumardag kom þó enn eldur talsverður úpp á Mý- vatnsöræfum, en datt snögg- lega niður aftur. Lengi sást eftir það rjúka á báðum aðal- eldstöðvunum við og við, og þaðþótti mönnum auðsætt, að ekki mundi eldurinn vera v slokknaður um árslokin. Þá er að geta um tjón það, er leiddi af gosum þessum. — Tjón það, er leiddi af gosunum á Mývatnsöræfum, var furð- anlega litið, eða að minnsta kosti miklu minna en við mátti búast, svo nærri sem eldstöðv- arnar voru mannabyggðum. Þess er áður getið, að eld- hraunið rann yfir þjóðveg þann, er liggur yfir öræfin. Þetta olli þvi, að þjóðveginn varð að færa norður fyrir hrauntaglið, en það er eigi mjög langur spölur, og varð þvi krókurinn á leiðinni ekki mikill. Meira tjón gjörði hraunflóðið með þvi að spilla afréttarlöndum Mývetninga. Á svæði þvi, er hraunið rann yfir, voru hagleysur að sunn- anverðu, en undir þvi norðan- 'erðu varð gott beitarland. iðar skemmdist og afréttur, :i þar sem hraunið sjálft igðist yfir, þvi að nokkuð af æaunmölinni þeyttist langar eiðir, og kom niður sums úaðará góð haglendi. Þá voru )g hættur miklar búnar fénaði nanna, er gengur þar um ör- æfin, af sprungum þeim og jarðföllum, er myndazt höfðu i hrauninu og þar i kring, en tal- in er það bót i máli, að gjár þessar séu viða svo óárenni- legar, einkum i hrauninu sjálfu, að engin skepna leggi sjálfráð út á þær á auðri jörð, en meiri hættuvon er aftur á vetrardag, þá er snjór liggur yfir. Eigi hefur þó heyrzt get- ið, að af þessu hafi leitt fjár- tjón til muna. Það má telja allmerkilegt, og furðanlega hlifð. að ekkert manntjón varð af gosum þessum, svo djarft sem margir fóru, er þeir voru að skoða gosin, þvi að það bar nokkrum sinnum til, að þar sem menn höfðu staðið um stund, og þótzt óhultir, brast jörðin rétt á eftir sundur eða seig niður, eða eldur kom þar upp, og hraunflóð vall yfir. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.