Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. Menn 09 mákfni Nýjar viðræður verða að byrja frá grunni Nokkurra daga óveöurskafli gerði samgöngukerfi landsins óvirkt aö nokkru leyti. Flugsamgöngur lágu niöri, fjallvegir lokuðust og umferö I borg og bæjum lagöist aö mestu niöur þegar verst lét. Skólar aflýstu kennslu og menn áttu i erfiöleikum aö komast til vinnu á réttum tima. Þetta minnir okkur á hve lslendingar eru háöir veðurfari og náttúru landsins þrátt fyrir tækni og tæki, sem auðvelda lffsbaráttu. Myndin er úr Breiðholti. Timamynd Róbert. Tilkynning, sem bar árangur Það er tvimælalaust, að álykt- un, sem var gerð á fundi þing- flokks Framsóknarmanna að Hallormsstað i september 1973, markaði þáttaskil i þorskastyrj- öldinni, sem þá stóð yfir. Efni þessarar ályktunar var á þann veg, að það myndi leiða til stjóm- málasambandsslita við Bretland og endurskoðunar á afstöðunni til Atlantshafsbandalagsins, ef brezk herskip héldu áfram til- raunum til að sigla á islenzk varðskip. I framhaldi af þessari ályktun var brezku stjórninni til- kynnt, þegar ásiglingarnar héldu áfram, að stjórnmálasamband- inu yrði slitið innan sex daga, ef brezku herskipin hefðu ekki áður farið út fyrir mörk fiskveiðiland- helginnar. Þetta leiddi til þess, að Heath óskaði eftir viðræðum við Ólaf Jóhannesson, er lauk með lausn deilunnar. Strax eftir að brezku herskipin hófu ásiglingar á varðskipin i þorskastriðinu nú, var sú krafa borin fram hvað eftir annað hér i blaöinu, að Bretum yrðu tilkynnt stjórnmálasambandsslit, ef ásiglingunum héldi áfram. 1 sam- ræmi við það lýsti rikisstjórnin yfir þvi 8. þ.m., að einsýnt væri, að áframhaldandi ásiglingar myndu leiða til stjórnmálasam- bandsslita. Næsta dag bættíst svo við ein ásiglingin enn og lýsti ut- anrikismálanefnd Alþingis ein- róma yfir þvi daginn, sem Luns. kom hingað (14. jan.), að stjórn- málasambandsslit væru rökrétt afleiðing af þessari yfirlýsingu rikisst jórnarinnar, ef niðurstöður dómkvaddra manna leiddu i ljós, að ótvirætt hefði verið um á sigl- ingu að ræða. Úrskurður um það lá svo fyrir tveimur dögum siðar (16. jan.) og endurnýjaði þá utan- rikismálanefnd áðurnefnda sam- þykkt sina. Það var þannig full- ljóst áður en Luns fór héðan, að til stjórnmálasambandsslita myndi koma, að óbreyttum aðstæðum. Rikisstjórnin gekk svo endanlega frá yfirlýsingu sinni um stjórn- málasambandsslitin siðastl. mánudag (19. þ.m.) Um kvöldið sama dag, birtist tilkynning brezku stjórnarinnar um að brezku herskipin yrðu kvödd út fyrir 200 milna mörkin og að Har- old Wilson myndi bjóða Geir Hall- grimssyni til viðræðna um lausn deilunnar. Tilkynningin um slit stjóm- málasambandsins hefur þvi borið árangur nú eins og 1973. Það hef- ur enn sannazt, að einbeitni ber sinn drangur, þegar henni er réttilega beitt. Hver verða áhrif Nato? Vafalitið hefur það svo átt sinn þátt i umræddum viðbrögðum Breta, að bæði nú og 1973 hefur Atlantshafsbandalaginu og þátt- tökurikjum þess verið gert ljóst, aö óvægið þorskastrið gæti haft ófyrirsjáanleg áhrif á afstöðu Is- lands til Nato og varnarstöðvar Bandarikjanna á Keflavikurflug- velli. I áðurnefndri ályktun þing- flokks Framsóknarmanna 1973 var þetta greinilega áréttað. Rik- isstjómin lét Tómas Tómasson segja þetta greinilega á fundi fastaráðs Atlantshafsbandalags- ins, sem var kvaddur saman að ósk hennar 12. þ.m. Þá óskaði hún eftir, að Luns kæmi hingað til þess, að hann gæti gert öðrum bandalagsþjóðum þetta nægilega ljóst. Grindvikingar áttu svo drjúgan þátt i þvi að kynna þetta sjónarmið. Það reynir þó fyrst á það hvaða áhrif Nato og Bandarikin hafa á Breta, þegar til nýrra viðræðna kemur. Reynist brezk stjórnar- völd áfram ósanngjörn i kröfum sinum, mun það m.a. verða talið merki um áhrifaleysi eða vilja- leysi Nato og Bandarikjanna i þessum efnum, og viðhorf Islend- inga til þessara aðila ráðast mjög af þvi. Afstaða Grindvíkinga Það er rétt, að islenzkir stjórn- málamenn hafa ekki viljað blanda saman landhelgismálum og varnarmálum. Almenningur hefur hins vegar gert þetta og mungera það. Afstaða Islendinga til varnarmálanna i framtiðinni mun þvi fara verulega eftir þvi, hvort eða hvernig landhelgisdeil- an viö Breta leysist. Það yröi Nato til óhags, ef brezku herskip- in kæmu til sögunnar að nýju, en þó til enn meira óhags, ef gerðir yrðu samningar, sem telja mætti óhagkvæma Islendingum. Fyrir þá, sem hafa viljað halda landhelgismálinu og varnarmál- unum aðskildum, tjóir ekki annað en að gera sér þetta ljóst. Al- menningur blandar þessum mál- um saman, hvort sem stjórn- málamönnum fellur það miður eða ekki. Ljóst dæmi um þetta eru mót- mælaaðgerðirnar, sem hafa átt sér stað á Keflavikurflugvelli, einkum af hálfu Grindvikinga. Þar hafa yfirleitt verið að verki þeir, sem hafa verið fylgjandi varnarsamstarfi við Bandarikin. Þeir eru hins vegar orðnir þreytt- ir á sinnuleysi Bandarikjanna, þegar minnsti bandamaður þeirra er fótum troðinn. Þetta er skiljanleg afstaða. Liklegt er, að þeim, sem þannig hugsa, eigi eft- ir að fjölga ef ekki nást hagstæöir samningar við Breta. Ályktun Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn er glöggt dæmi um þetta. Hann hefur alltaf verið fylgjandi aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. Nú hafa þingflokkur og framkvæmda- stjórn Alþýðuflokksins samþykkt að „ögranir og ofbeldi Breta i fiskveiðilandhelgi okkar hljóti að hafa örlagarik áhrif á viðhorf Is- lendinga til varnarsamstarfs ts- lands innan Atlantshafsbanda- lagsins og aðildar þess að þvi.” Formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, segir i Alþýðu- blaðinu fyrra laugardag, að rétt sé, að „allir viti, að takist ekki að stýra málinu farsællega i höfn, geta ekki aðeins varnarmálin, heldur og sjálf aðildin að banda- laginu, komið til endurskoðun- ar.” Það er vafalaust, að þetta við- horf Alþýðuflokksins á nú góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Islend- ingar vilja fá úr þvi skorið, hvort þeir eiga einhvers stuðnings að vænta hjá bandamönnum sinum eðaekki. Svörin við þvi geta ráöið miklu um viðhorf almennings til utanrikismálanna i framtiöinni. Tómas Tómasson sendiherra túlkaði tvimælalaust rétt afstöðu þjóðarinnar, þegar hann sagði á Natofundinum, að Islendingar myndu endurskoða stöðu sina i bandalaginu, ef Bretar héldu ó- sanngirni sinni áfram. Islending- ar vænta stuðnings frá banda- mönnum sinum, og þó einkum Bandarikjunum. Vonbrigöi i þessum efnum geta haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar, ef ekki nást samningar við Breta, sem geta talizt viðunandi og þeir hef ja þorskastrið að nýju. Grundvöllur nýrra viðræðna * Það er vissulega verulegur árangur, að Bretar kalla herskip sin út fyrir mörk fiskveiðiland- helginnar og óska eftir viðræðum milli forsætisráðherranna um málið. Þó er þetta ekki aðalatrið- ið, heldur hitt, hvort skilningur brezkra stjórnvalda á ástandi þorskstofnsins og forgangsrétti strandrikisins hefur nokkuð auk- iztfrá þvi,sem verið hefur hingað til. Það veltur alveg á þessu, hvort nokkur endanlegur árangur næst af viðræðum forsætisráö- herranna eða ekki. Af hálfu Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra hefur jafnan verið lýst yfir þvi, að komi til nýrra viðræðna milli Islendinga og Breta, verði að byrja á þeim frá grunni. Fyrri viðræður verða ekki lagðar neitt til grundvallar, og öll tilboð, sem komið hafa fram i þeim, eru úr sögunni. Eðli- legur grundvöllur nýrra viðræðna er sú skýrsla, sem islenzkir fiski- fræöingar hafa samið um ástand þorskstofnsins, og brezkir fiski- fræðingar hafa fallizt á i höfuðat- riðum. 1 viðtali við fréttamanna Rikisútvarpsins eftir ráðherra- fund Nato i desember, lýsti Call- aghan utanrikisráðherra Breta sig fylgjandi þvi, að fyrst verði athugað i nýjum viðræðum hve mikil heildarveiðin mætti vera. Þetta kom aldrei til verulegrar athugunar i hinum fyrri viðræð- um. í framhaldi af þvi, þegar sér- fræðingar hafa orðið ásáttir um heildarveiðina, kemur það að sjálfsögðu næst til athugunar, hvað strandrikinu ber samkvæmt forgangsrétti þess. íslenzk þjóðernishyggja Tfminn birti siðastl. miðviku- dag athyglisvert erindi, sem sr. Heimir Steinsson flutti á sam- komu Framsóknarmanna i Grimsnesi i haust. Heimir vék m.a. að þjóðernismálum og sagði: „Þjóöerniskennd íslendinga er afeigin toga, —ólik mörgu þvi,er i sögunni gengur undir þessu nafni. Hún er ekki hávaðasöm eða hvatvis, alls óskyld hergöngum og trumbuslætti. Við höfum raun- ar ekki lært hana á vigvöllum, heldur af sambúðinni við landið. Hin þögula og um aldur óútkljáða lifsbarátta islenzkrar alþýðu i harðbýlu og þó gjöfulu umhverfi hefur mótað þessa tilfinningui brjóstum okkar: Hér eigum við heima, þetta er okkar land, með kostum og göllum. Alhvitur jök- ull, hrjóstrug öræfi, grösugur hagi, gróin tún, fénaður i haga, gullinn særinn, — þarna eru rætur þeirrar hljóðlátu ástar, sem bær- 'ist i brjóstum okkar og tjáð hefur verið öld fram af öld á þeirri tig- inbornu og meitluðu tungu, sem varð burðarás islenzkrar há- menningar i ellefu aldir. Það er þá einnig einkenni is- lenzkrar þjóðerniskenndar, að hún hefur aldrei getið af sér ein- strengingslega þjóðernisstefnu, aldrei skapað glaðbeitta þjóðern- issinnaflokka, er næðu varanleg- um áhrifum. Hugmyndir um slikt eiga það jafnvel til að kalla fram bros i annað munnvik Islendings- ins. Það er eins og okkur finnist, að verið sé að býsnast yfir sjálf- sögðum hlut. Hinu er ekki að neita, að is- lenzkir stjórnmálaflokkar eru misjafnlega opnirfyrir þeirri föð- urlandsást, sem án orða býr við hjartarætur manna i byggðum þessa lands. Ýmis stjórnmálaöfl til hægri og vinstri hafa löngum veriðönnum kafin við að safna að sér erlendum kenningum og leið- beiningum og flytja heimamönn- um þessa spekt. Fólkið i landinu, almenningur dreifbýlisins hefur sjaldnast verið ginnkeyptur fyrir sliku. Sizt er hægt að ætlazt til þess, að landsmönnum falli það i geð, er islenzkir leiðtogar beint eða óbeint framganga i tröllatrú á hjartahrein stórveldi i austri eða vestri. Hér á landi er sú stefna að öðru jöfnu mest metin, sem i þessu tilliti fer bil beggja og tr.eystir þvi bezt, sem islenzkt er. Þess vegna heldurfólkið i landinu tryggö við slika stefnu, eflir slikt islenzkt miðsóknarafl.” íslenzk utanríkisstefna Heimir Steinsson segir enn- fremur: „Þar með er ekki sagt, að þetta fólk sé öðrum mönnum hávaða- samara um þjóðernistilfinningu sina. Umræður um þjóðernismál hafa verið ofarlega á baugi um árabil, og kemur þar einnig til ágreiningur um utanrikisstefnu og landvarnir. A þessum vett- vangi hafa hæstfyrirliðar tveggja öfgahópa: Annar hópurinn vill hafa að engu þá staðreynd, að Is- lendingum er það brýn nauðsyn að tryggja öryggi sitt með nokkr- um hætti. Af ýmsum hvötum er þess krafizt, að við til fullnustu slitum þvi hernaðarsamstarfi, sem veitir okkur nokkra von um setugrið i landinu á ævinlega við- sjálum timum. — Hin er sú stefn- an, er á engan hátt vill hrófla við úreltum hugsunarhætti kalda striðsins, en heimtar, að rikjandi ástandi varnarmálum Islendinga verði óbreytt um ófyrirsjáanlega framtið og áhrif Bandarikja- manna hér á landi jafnvel fremur aukin en rýrð. Hvorug þessara stefna er is- lenzk að eðli til, enda báðar mengaðar alþjóðahyggju, taka fremur mið af hugmyndafræði- legu þrátefli risavelda en af is- lenzkum sérhagsmunum. íslenzk er hún hins vegar sú utanrikisstefna, sem reynt hefur verið að móta siðustu fimm árin. Hún er byggð á raunsæju sjálfs- mati smáþjóðar, er hlýtur með nokkrum hætti að sjá sér far- borða i veröld, sem er grá fyrir járnum. En jafnframt er kjarni þessarar stefnu sá, að aldrei skuli nokkurt tækifæri látið ónotað til að draga úr þeim hættum, sem ævinlega fylgja þátttöku dverg- rikis i vopnaleik trölla. Hugmyndin um vaxandi for- ræði tslendinga yfir herstöðinni i Keflavik er hér athyglisverðust. Við þá hugmynd voru margar vonir bundnar, og svo er enn, enda er þessi hugmynd sem fyrr yfirlýst og óbreytt stefna þeirra, er að henni stóðu.” — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.