Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur. 25. janúar 1976. TiMINN 15 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðals,træti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsingasImX, 19523. Veröjt lausasölu úr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. V Blaðaprent JT.fi Verkmenntun ■ þógu atvinnulífsins Fyrir einni viku gekkst Stjórnunarfélag íslands fyrir ráðstefnu, sem hafði það markmið að vekja athygli á mikilvægu máli: Stöðu verkmenntunar i landinu. Þessi ráðstefna stóð i tvo daga, og sátu hana fulltrúar ýmissa skóla, launþegasamtaka, atvinnurekenda, iðnfræðsluraðs, iðnfræðslulaga- nefndar, sem nú hefur starfað i þrjú ár, og sumra atvinnugreina. Meðal þeirra, sem ráðstefnuna sóttu, var Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra. En alls voru ráðstefnugestir um 150. Fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu, Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri, flutti inngangserindi, en siðar reifuðu fjölmargir aðrir sjónarmið sin og komu fram með margvislegar ábendingar. Loks var fjallað um hugmyndir ræðumanna i umræðu- hópum. Megintónninn á þessari ráðstefnu var sá, að efla bæri stórlega verkmenntun i landinu, þar sem það væri leið til aukinnar velmegunar fyrir þjóðina. En að sjálfsögðu er slikt einnig réttlætismál, þar sem margir, sem ekki hafa hug á bóknámi, eða eru ekki sérstaklega til þess fallnir, hafa aftur á móti hina beztu hæfileika á þvi sviði, þjóðinni jafndýr- mæta, ef rækt er lögð við þá._Voru menn sammála um, að tengsl yrðú að vera sem traustust milli verkmenntunarinnar og atvinnulifsins i landinu, svo að kunnátta fólks nýttist sem bezt að námi loknu. Þá þótti skipta miklu máli, að bóknám og verknám yrði fléttað saman, endurskoðun verk- menntunarkerfisins yrði þáttur i endurskoðun á framhaldsmenntun yfirleitt og námsbrautir skipulagðar á þann hátt, að svo og svo stórir hópar fólks höfnuðu ekki i blindgötu i skólakerfinu. 1 framhaldi af þessu var rætt um nauðsyn þess, að námsfólk gæti með greiðu móti skipt um náms- braut. Tengdust þessar umræður þvi, hvernig endurmenntun ætti að fara fram, sem og fræðslu fullorðins fólks. Mjög var um það rætt, að hve miklu leyti ætti að tengja skólana atvinnuvegum þjóðarinnar og þá á hvern hátt. Þá bar á góma, hvaðan fé ætti að koma til að kosta verkmenntunarkerfið, og var á það bent, að rikið kostaði menntaskóla að fullu, en iðn- skóla aðeins að hálfu leyti. Að sjálfsögðu er það harla óeðlilegt, að verk- menntun sé gert lágt undir höfði, einkum þegar til þess er litið, að tæknivæðing eykst frá ári til árs, og þjóðinni verður æ meiri þörf á fleira og fleira fólki, sem kann vel fyrir sér i þeim efnum. Bóknám er vitaskuld gott og gagnlegt, og þjóðin hefur þörf fyrir margt langskólagengið fólk. En einhliða áherzla á slikt nám er ekki heppileg. Það er hin vinnandi hönd, sem lagt hefur grunninn að öllu þjóðfélagskerfinu, og án slikra handa hrynur byggingin i rúst. Það er rangur og skaðlegur hugs- unarháttur, að verknám sé i nokkru óæðra öðru námi, og það er vegur til ófarnaðar, ef blundandi, eða jafnvel auðsæir hæfileikar ungiinga til þess að tileinka sér handverk og tæknikunnáttu eru van- metnir. Þess vegna er nú lika stefnt að aukinni og bættri verkmenntun. ERLENT YFIRLIT :__________\______ Verður Carter hlutskarpastur? Hann sigraði glæsilega í lowa Carter og kona hans ÞAÐ ÞYKIR nú komið i ljós, að einn hinna tólf stjórnmála- manna, sem hafa gefið kost á sér til framboðs fyrir demó- krata við forsetakosningarnar i Bandarikjunum i haust, ætli að reynastmun vænlegri til að afla sér fylgis en hinir ellefu keppinautar hans. Þetta þótti m.a. koma i ljós við eins konar forkjör fulltrúa, sem eiga að velja þingfulltrúa á flokksþing demókrata i Iowariki, en það þing á að kjósa fulltrúa á landsfund demókrata, sem endanlega velur forsetaefmi. Þetta forkjör fór fram siðast- liðinn þriðjudag og reyndist Jimmy Carter, fyrrum rikis- stjóri i Georgiahafa langmest fylgi. Hann fékk 27,6% at- kvæðanna, en sá, sem næst honum kom, Birch Bayh, öld- ungadeildarþingmaður frá Indianariki, fékk ekki nema 13,2%. Næstir komu þeir Fred Harris, fyrrum öldungadeild- arþingmaður frá Oklahoma, með 9,9%, Morris Udall þing- maður frá Arizona með 5,9% og Sargent Shriver, mágur Kennedybræðra, með 3,3%, en önnur forsetaefni tóku ekki þátt ikeppninniaðþessu sinni. Flest atkvæði eða 37,2% fengu fulltrúar, sem eru ekki bundn- ir neinum einstökum fram- bjóðanda. Úrslit þessi urðu mjög i samræmi við það, sem spáð hafði verið. Blaðamönnum, sem hafa fylgzt með forseta- efnunum undanfarið, kemur yfirleitt saman um, að Carter hafi tekizt að afla sér mest fylgis. Þannig er honum spáð verulegs fylgis i prófkjörinu, sem fer fram i New Hamps- hire 24. febrúar, en fyrst mun þó reyna verulega á hann við prófkjörið i Flórida, sem fer fram 9. marz. Þar verður Wallace rikisstjóri i Alabama, aðalkeppinautur hans. Takist Carter að sigra hann, þykir hann hafa skapað sér mjög sterka aðstöðu i næstu próf- kjörum á eftir. Vinnubrögð Carters i sam- bandi við undirbúning fram- boðs hans, minnir á ýmsan hátt á starfsaðferðir McGov- erns fyrir kosningarnar 1972. Carter varð langfyrstur til að tilkynna framboð sitt, en hann gerði það 12. desember 1974, eða tæpum tveimur árum áður en forsetakosningarnar fara fram. Siðan hefur hann unnið sleitulaust að framboðsmál- um. Hann hefur heimsótt flest riki Bandarikjanna, sum oft, og komið sér upp skrifstofum og aflað sér stuðningsmanna, sem hafa unnið að þvi að kynna hann. Smátt og smátt hefur þetta borið árangur, einkum þó eftir að fjölmiðlar fóru að veita þvi athygli, að hann væri farinn að vinna á meira en aðrir keppinautar hans. íáróðrisinum leggurCarier einkum áherzlu á tvennt. Hið fyrra er það, að hann hefur ekki starfað i Washington og er þvi óháður kerfinu þar, bæði þinginu og stjórninni. Þpssueröfugtfarið með flesta képpinauta hans, sem eru ým- ist þingmenn, fyrrv. þing- menn eða fyrrv. stjórnaremb- ættismenn i Washington. Hið siðara er það, að hann er hvorki langt til vinstri eða hægri, heldur miðjumaður, ef svo mætti orða það, sem yfir- leitt hneigist að umbótastefnu, en sé þó ihaldsamur f ýmsum greinum. Hann mælir með auknum tryggingum. berst gegn skattaundanþágum, sem aðallega komu rikum skatt- greiðendum að notum, og styður réttindamál blökku- manna, en þó i hófi. Hann vill draga Ur rikisútgjöldum, m.a. til landvarna og telur Bandar- ikin eiga að draga úr skuld- bindingum sinum erlendis. Hann vill viðurkenna rétt Palestinuaraba til eigin heim- kynna. I málflutningi sinum leggur hann áherzlu á rök- semdir. Honum þykir vera sérlega lagið að svara fyrir- spurnum blátt áfram og öfga- laust. Framganga hans vekur þvi traust. Hann virðist vera hinn mesti vinnuþjarkur, enda má segja, að hann sé nú búinn að vinna látlaust að framboði sinu með ferðalögum, fundar- höldum og heimsóknum á vinnustaði i meira en ár, án þess að láta nokkuð á sjá. JAMES Earl Carter, venju- lega nefndur Jimmy Carter, er fæddur i sveitaþorpi i Geogiu 1. október 1924. Faðir hansvar böndi, sem rak verzl- un með búskapnum, þótti ihaldssamur, en var i góðu á- liti og átti um skeið setu á fylkisþinginu i Georgiu. Móðir hans var hjúkrunarkona, hjálpsöm og félagslynd, eins og ráða má af þvi, að þegar hún var 68 ára gömul, fór hún til Indlands og starfaði i hin- um svonefndu friðarsveitum þar i tvö ár. Carter er talinn likjast móður sinni um margt. Að áeggjan eins ættingja sins hóf hann nám við skóla sjó- hersins i Annapolis, þegar hann var nitján ára og lauk námi þar þremur árum siðar með góðum vitnisburði. Næstu ár vann hann undir stjórn Rickover flotaforingja að hönnun nýs kjarnorkukafbáts. Þetta starf féll honum þó ekki til lengdar og hélt hann heim- leiðis 1953 og- tók við búi og verzlun föður sins, sem honum tókst að gera að allstóru fyrir- tæki á fáum árum. Það er nú virt á 750 þús. dollara. Brátt hóf hann afskipti af stjórnmál- um og var hann kjörinn i öld- ungadeild þingsins i' Georgiu 1962. Árið 1966 gaf hann kost á sér sem rikisstjóra, en féll i prófkjöri hjá demókrötum. Hins vegar sigraði hann i próf- kjörinu hjá demókrötum 1970 ogvar kosinn rikisstjóri. Hann reyndist stjórnsamur sem rikisstjóri og er sérstaklega haft orð á þvi, að hann sam- einaði um 300 stjórnarskrif- stofur og stofnanir, sem heyrðu undir rikisstjóraemb- ætti, i 22 og kom þannig á verulegum sparnaði. Hann reyndist umbótasamur á margan hátt, en jafnframt fastur á fjármuni. Hann þótti frjálslyndur i málefnum svertingja og naut þvi stuðn- ings þeirra. I Georgiu má ekki kjósa rikisstjóra tvö kjörtima- bil i röð, enda var Carter far- inn að hugsa hærra áður en kjörtimabilinu lauk i ársbyrj- un 1975. Hann var þá búinn að bjóða sig fram sem forseta- efni. Carter er kvæntur maður og eiga þau hjón þrjú börn uppkomin. Þ-Þ- Carter að ræða við kjósanda i skóverksmiöju i New Hampshire. — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.