Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 17
16 TÍMINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. Sunnudagur. 25. janúar 1976. TÍMINN 17 11 II •: ' m m m m m m EINN DAG, ekki alls fyrir löngu, þegar éljagusur gengu yfir Reykjavik og nágrenni hennar, en sólin skauztfram á milli skýj- anna, hvenær sem hún sá sér færi, lagði blaðamaður frá Timanum leið sina inn að Hátúni 12 i Reykjavik, þar sem Fjálfs- björg landssamband fatlaðra hefur af miklum myndarskap reist hús fyrir fatlað fólk. Maðurinn,sem sóttur varheim, heitir Þorbjörn Magnússon. Þor- bjöm er einn þeirra manna, sem hafa glimt við mikla erfiðleika og sigrað þá. Ekki þó svo að skilja, að sjúkdómur hans hafi verið sigraður, öðru nær, heldur hefur sjukdóminum ekki tekizt að sigr- ast á Þorbirni, óbilandi kjarki hans og þrautseigju. Saga slikra manna er jafnan holl lesning, og ekki með öllu ófróðleg, einkan- lega fyrir þá, sem leggjast i rúm- ið um leið og þeir finna til kveisu- stings eða kvefvellu. Sveitapiltur af Austur- landi — En nú skulum við heyra, hvað Þorbjörn hefur að segja. — Er langt siðan þú komst hingað að Hátúni 12? — Ég var með þeim fyrstu sem fluttu inn i þetta hús, fyrir rösk- lega hálfu þriðja ári, en áður hafði ég verið álika lengi á Reykjalundi, eða um það bil hálft þriðja ár. — En hvaðan bar þig að, þegar þú komst á Reykjalund? — Ég kom austan af Reyðar- firði, þar sem ég hafði átt heima i tuttugu og átta ár. — Það er þá eins og undirritað- ur þóttist vita, að þú værir upp runninn af Austuriandi? — Já, ég er Austfirðingur i húð og hár, næstum svo langt aftur sem ég veit. Ég fæddist að Hallgeirsstöðum i Jökulsárhlið 3. júli 1920. Foreldrar minir voru Magnús Arngrimsson frá Galta- stöðum ytri i Hróarstungu og Helga Jóhannesdóttir frá Syðri-Vik i Vopnafirði. Ég fluttist að Másseli i Jökuls- árhlið, þegar ég var á öðru aldursári, og átti þar heima á meðan ég var i Hliðinni. — Þú hefur auðvitað vanizt öll- um algengum sveitstörfum, eins og aðrir unglingar á þeim árum? — Já, og kunni þvi vel. Hafi verið eitthvað einmanalegt i Hlið- inni á uppvaxtarárum minum, þá fann ég að minnsta kosti ekki til þess, þvi að ég þekkti ekkert ann- að. Mér þótti gaman að sýsla við kindur, og hefði áreiðanlega unað mér vel við það, ef heilsan hefði leyft. — Hvenær varðst þú fyrir þinu heilsufarslega áfalli? — Þegar ég var rúmlega árs- gamall, datt ég niður stiga, og þá hefur mænan i mér áreiðanlega skaddazt. Þetta kom þó ekki i veg fyrir það að ég lærði að ganga. Ég mátti heita sæmilega hraustur til gangs fram yfir fermingu. Ég get eiginlega ekki talið að byrji að' halla -undan fæti, neitt að ráði, fyrr en ég var sextán til sautján ára. Ég fór þá smám saman að eiga erfiðara með allar hreyfing- ar. — Fór þetta svo að lýsa sér sem iömun i fótum? — Nei, það var fyrst aðallega i mjöðmum, og þó öllu fremur i mjóhryggnum, en að visu varð lika fljótt nokkur vöðvarýrnun i fótum, einkum ofan til, og svo uppi i bakinu. Þessu fylgdi mikil þreyta og erfiðleikar á að hreyfa liðamót. — Og þetta er allt þessu eina áfalli að kenna, þegar þú datzt niður stigann forðum? — Já, ég held að óhætt sé að rekja orsakirnar þangað. Ég veit ekki til þess að yfirleitt hafi neitt annað gerzt, sem hafði getað valdið sjúkdómi minum. Hins vegar hafa aðrar ytri aðstæður sjálfsagt valdið nokkru um. Ég vann likamlega erfiðisvinnu á meðan ég gat, og ég man, að ég var oft mjög þreyttur, þegar ég var að smala fé upp um öll fjöll, eða bera vatn. Auðvitað hef ég i raun og veru aldrei haft orku til þess að vinna slik verk, þótt ég gerði það. Hugurinn stóð til frek- ara náms — Langaði þig ekki að komast i skóla, svo bókhneigður sem þú ert, eins og þú átt kyn til? — Ég fór i héraðsskólann á Eiðum árið 1940, þegar ég stóð á tvitugu, og var þar i tvo vetur. — Þá hefur heilsan enn verið allgóð? — Ég gekk alla stiga hjálpar- laust, og mátti heita sæmilega hress. Þegar Eiðaverunni var lokið, fór ég heim til min og var eitt sumar heima, en mig langaði að halda áfram námi, og hugðist nú fara i Samvinnuskólann. Ég fór hingað suður til Reykjavikur og hitti Jónas Jónasson, skólastjóra Samvinnuskólans, en hann taldi ýmis tormerki á þvi að ég gæti stundað nám i skólanum. Þar var engin heimavist, og ekki einu sinni nein ibúð i húsinu, en aftur á móti miklir stigar, og þegar hér var komið sögu, átti ég orðið býsna erfitt um gang, svo mér leizt ekki á að þurfa að stunda nám á einum stað, sofa á öðrum og jafnvel kaupa fæði i hinum þriðja. Ég hélt þvi heim aftur, „Það tekur þvi ekki að vera að vola þessa stiittn stund...’ — segir Þorbjörn Magnússon, sem hefur frá unglingsárum átt við alvarlega fötlun að stríða Þorbjörn Magnússon. austur á æskustöðvarnar. Ég fór austur með Esjunni, kom við á Reyðarfirði og skilaði þar ávisun, sem ég hafði fengið til þess að greiða byr junarkostnað af hugsanlegri dvöl i Samvinnu- skólanum. Og sem ég var nú þarna stadd- ur i kaupfélaginu á Reyðarfirði til þess að skila ávisuninni, sem ég aldrei þurfti að nota, þá var staddur þar hjá kaupfélags- stjoranum gamall kennari minn frá barnaskólaárum minum, Kristinn Arngrimsson. Þegar hann vissi, hvernig á ferðum min- um stóð, spurði hann Þorstein kaupfélagsstjóra, hvort hann gæti ekki látið mig fá eitthvað að géra. Þorsteinn hugsaði sig um andartak og sagði svo: „Hann ætti að geta skrifað einhverjar nótur.” Og með voru örlög min ráðin. Ég skrapp snögga ferð heim til min, en að mánuði liðn- um var ég setztur inn á skrifstofu i kaupfélaginu á Reyðarfirði, og sat þar i tæpa þrjá áratugi, eins og ég sagði áðan. í kaupfélaginu á Reyð- arfirði — Voru ekki einhverjar milli- ferðir á milli heimilis og vinnu- staðar, sem gerðu þér erfitl fyrir? — Ég bjó á gistihúsinu á Reyðarfirði, sem stendur við sömu götu og kaupfélagið, en hinum megin götunnar, og svo sem fimmtíu til sextiu metrar á milli húsanna. Fyrstu fjögur árin komst ég þessa leið hjálparlaust, en að þeim liðnum varð ég fyrir þvi óhappi að lenda i bilslysi, með þeim afleiðingum, að annar handleggur minn lamaðist alveg um skeið. — Áður hafði ég þurft að nota langan staf til þess að styðja mig við, en eftir að hand- leggurinn varð máttvana, var fokið i það skjól, og mátti nú heita að ég væri i rúminu næstu vikurnar. Samt dreif ég mig til Reykjavikur og ætlaði að reyna að komast inn á sjúkrahús, i þeirri von að eitthvað væri hægt fyrir mig að gera þar. En þau voru þá öll yfirfull, og engin leið að taka við manni eins og mér, sem ekki gat sagt, að ég væri eig- inlega neitt veikur! Aður en ég fór að heiman, hafði ég látið hringja til frænku minn- ar, Jóhönnu Björnsdóttur frá Surtsstöðum, og hún bjargaði mér, eins og oft, bæði áður og sið- ar. Ég dvaldist hjá henni i einar fimm eða sex vikur hér i Reykja- vik, hún sá um að fá lækna til þess að skoða mig, og það bar þó þann árangur, að fengin var nuddkona til þess að koma heim til min, þar sem ég bjó hér. Hún beitti bæði nuddi og rafmagni, og vist lagað- ist handleggur minn smám saman. Að öllu þessu loknu, fór ég aftur austur á Reyðarfjörð. Ég neytti allra bragða sem mér gátu i hug komið til þess að stiga i fæturna, en það tókst ekki, hvernig sem ég fór að, og hefur ekki tekizt enn. — Gazt þú þá tekið við starfi þínu i' kaupfélaginu? — Já, en nú þurfti aðbera mig upp og ofan stiga. Ég bjó á efri hæð gistihússins, en borðaði venjulega á neðri hæðinni. Auð- vitað hafði ég ökutæki, hjólastól- inn minn, sem ég ferðáðist i yfir götuna, ogsvo þurfti að bera mig upp á skrifstofu kaupfélagsins. Þetta ástand varaði i tuttugu og fjögur ár, þvi að það voru aðeins fyrstu fjögur árin af tuttugu og Tlmamynd GE. átta, sem ég komst á milli hjálparlaust. — Og við þessar aðstæður hefur þú unnið fulla vinnu, eða kannski rúmlega það? — Fulla vinnu? Ja, það getur svo sem vel verið. Ég veit að minnsta kosti að þeir sem áttu er- indi við mig, voru þakklátir fyrir að það væri þó hægt að ganga að mér visum á minum stað. Ekki þyrfti að óttast að ég væri á hlaupum út um hvippinn og hvappinn. Hitt vil ég taka skýrt fram, fyrst viðerum á annað borð að tala um þetta, að ég héföi aldrei getað stundað mina vinnu i kaupfélaginu á Reyðarfirði svo lengi sem raun varð á, ef ég hefði ekki notið hjálpar þeirra ágætu félaga minna, sem alltaf voru reiðubúnir til aðstoðar, hvenær sem ég þurfti á þvi að halda. Það var ekki einungis að mér væri hjálpað á milli húsa, heldur var mér lika færður hádegismatur og miðdagskaffi frá gistihúsinu á skrifstofuna, þar sem ég vann. Vinnan er hverjum manni nauðsyn — Nú ert þú kominn hingað suður i Hátún 12 i Reykjavík. Hvernig kannt þú svo við þig i þessu nýja umhverfi? — Mér hefur aldrei leiðst, hvar sem ég hef verið, og ég uni mér ágætlega hér. Mér finnst dagur- inn meira að segja aldrei nógu langur. — Hefur þú einhver ákveðin verkefni með höndum hér? — Ég er „upptekinn við að gera ekki neitt.” Flestir menn myndu ekki kalla þetta neina vinnu. — Ertu ekki bókavörður húss- ins? — Jú, en það eru ekki nema þrir timar i viku, sem fara til þess að sjá um útlán á bókum fyrir Borgarbókasafnið. Það sýnir okkur þá velvild að færa okkur bækur hingað, og svo annast ég útlánin hér innan húss, bæði fyrir vistfólk og starfslið. — Er ekki mjög góð aðstaða hér fyrir þá, sem ekki geta hreyft sig nema í hjólastólum? — Jú, enda er húsið byggt sér- staklega með það fyrir augum, að menn geti komizt allra sinna ferða innan veggja þess, þótt þeir séu bundnir við að nota hjólastól. — Aðstaða lamaðs og fatlaðs fólks i þjóðfélaginu hefur stór- batnað á siðari árum. — Já, mikil ósköp, það er hafið yfir allan efa. Aður þurftu flestir, sem svo var ástatt um að sitja þar sem þeir voru komnir, flestir inni á heimilum. Hinir, sem einhverra hluta vegna komust út á vinnu- markaðinn, voru hreinar undan- tekningar. — Enn mun þó sitthvað á skorta til þess að allt sé eins og æskiiegast væri i þessum efnum. Hvað telur þú brýnasta hags- munamál lamaðs og fatlaðs fólks á tslandi núna? — Að þvi sé séð fyrir nægri og góðri vinnu við þess hæfi. Það er mikið nauðsynjamál, hvernig sem á er litið. Vinnan er hverjum einstaklingi nauðsyn, bæði til lifs- fyllingar og til þess að afla tekna, og þjóðfélagið þarf að nýta starfs- krafta allra þegna sinna, hvort sem þeir eru það sem kallað er fullvinnandi eða ekki. Hvað lam- að og fatlað fólk áhrærir kemur ýmiss konar pökkunarvinna helzt til greina, og svo skrifstofustörf. Annars er það mjög misjafnt hvað hverjum einstaklingi hent- ar, og fer auðvitað mest eftir þvi hvers eðlis fötlun hans er. Beztur er bóklesturinn — Það fer ekki á milli mála, að þú ert búinn að vinna mikið afrek um dagana. En hvað heldur þú að þér hafi þótt skemmtilegast af þvi sem þú hefur fengizt við? — Að lesa bækur. Bækur hafa verið mítt hálfa'lif, og má segja að ég sé alæta, þegar lestur er annars vegar. Þó hef ég mestar mætur á ljóðum og ljóðrænum skáldsögum. — Og sjálfur munt þú ekki vera alveg saklaus af þvi að hafa haft yrkingar um hönd? — Litið var, en lokið er. Ég bar þetta dálitið við á unglingsárun- um, og svo varð það venja að leita til mfn um að sulla einhverju saman, þegar þorrablót stóðu fyrir dyrum á Reyðarfirði. Venjulega var beðið um að þetta væri eitthvert flim og spé um náungann, helzt þá sem þorra- blótin önnuðust hverju sinni. Jú, ég reyndi að gera þetta eftir beztu getu, — en það er allt liðin tfð. — Kanntu ckki eitthvað sem óhætt er að láta flakka? — Þetta var allt svo bundið stað og stund, að það myndi ekki skiljast nema af örfáum kunnug- um, og þvi er þýðingarlaust að birta það i blöðum. Ég hef ekki heldur haldið þessu neitt saman, og er búinn að gleyma mörgu. Mér þykir bara verst, ef vinur minn, Helgi Seijan, hefur haldið þessu dóti til haga, en hann var löngum einn helzti maður þorra- blótanna á Reyðarfirði. Hann hefur stundum farið með visur fyrir mig, sem hann segir að ég hafi ort, en hef löngu verið búinn að gleyma. — Nú þarf að visu ekki mikinn speking til þess að sjá það Þor- björn, að ærið átak muni vera að vinna ævistarf sitt við þær aðstæður, sem lifið hefur fært þér. En mig langar nú samt til þcss að spyrja þig að lokum, hvort þú sért ánægður með lifið, eins og það varð. — Ég hef fyrir löngu sætt mig við hlutskipti mitt i lifinu. Það er nú einu sinni rétt, sem Guðmund- ur Böðvarsson skáld sagði, að „eina ævi og skamma eignast hver um sig”. Mér finnst ekki taka þvi að vera að vola, þótt eitt- hvað sé öðru visi en við hefðum kosið, þessa stuttu stund, sem við staðnæmdumst „á ströndinni frægu við hafið.” — VS. Bækur hafa löngum veriö yndi og eftirlæti Þorbjörns Magnússonar, enda er hann ákaflega fjölfróður maður og viðlesinn og hefur bókmenntasmekk ágætan, eins og bezt sést, þegar gluggað er i bókaskáp hans. Hér má sjá nokkurn hluta bóka hans, sumar i hillum, aðrar á borðinu, — og pipan og gleraugun á sinum stað. Það er þvf fýsilegt að heimsækja Þorbjörn, hvort sem menn vilja ræða við hann sjálfan eða glugga I bók honum til samlætis. TimamyndGE. m m M ::: ■ •ÍÍÍA :i:j:j:j:j m ■ : 1 ■ I! Gistihúsið á Reyðarfiröi. Hér, á efri hæðinni, átti Þorbjörn heima i hart nær þrjá áratugi. liiliislýjllliliil m II 1 íjjijjj II p

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.