Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sumiudagur. 25. janúar 1976. 26 o* Ovelkominn gestur Nú var hann ótrúlega líkur Neil. Þau voru á leið gegn um garðinn á bak við húsið eftir að haf a sett hestana í hús. Það haf ði verið hressandi gola uppi í f jöllunum og þau höfðu hleypt á sprett á sléttunni. Jane var í þungum þönkum en tók eftir því að David var áhyggjufullur á svip. Hann horfði svolítið forvitni- lega á hana, dáðist að grænu pesynni, sem átti svo vel við gráu reiðÞuxurnar. — Við Dick ætlum ekki að gifta okkur, David, sagði hún allt í einu og leit snöggt á hann. — Ég fer á laugar- daginn og held, að við munum ekki sjást aftur. Ef...nema þú getir komið að heimsækja mig...Hún hik-• aði.— Ég mun sakna þin, David. Ég er vist ekki lagin að lýsa tilf inningum mínum, en mér þykir vænt um þig, og ég vil ekki að þú haldir, að ég sé vanþakklát. David var alvarlegur á svip. — Mér þykir vænt um að þú skulir segja mér það, Jane. Þú hefur nú ekki verið sérlega hamingjusöm að sjá undanfarið, en ég hélt að það væri eitthvað annað að. — Nú? Hún leit hissa á hann og velti fyrir sér, hvað hann hefði haldið.— Hvað hélstu þá, að það væri? spurði hún létt. — Dick hef ur verið heilmikið með Eve Wilson. Ég hélt að það væri þess vegna. — Nei...ég hafði ekki hugmynd um það. Hún sá, að honum þótti leitt að hafa sagt þetta og f lýtti sér að bæta við: — David, hvað er það, sem þú ert að reyna að segja mér? — Þykir þér ennþá vænt um Dick? spurði hann vand- ræðalega. Hún þrýsti handlegg hans og brosti uppörvandi. — Nei. Skömmu eftir að ég kom hingað, gerði ég mér Ijóst, að mér hafði skjátlast hrapalega. Gerir það þér auðveldara að segja mér, það sem þér liggur á hjarta? Hann brosti og létti greinilega. — Já, svo sannarlega. Ég vildi síður særa þig, en mér f innst að þú ættir að f á að vita hvað er að gerast hér. Nú voru þau komin heim að húsinu og stígvélin henn- ar skullu glaðlega á plönkunum. Þegar þau komu að verandartröppunum, sagði Jane: — Við skulum setjast hérna andartak, svo þú getir sagt mér allt saman. Hún settist niður á eina tröppuna með handleggina ut- an um hnén og dró David niður við hlið sér. — Eve og Dick voru ástfangin..já þau voru það árum saman, en foreldrar hennar vildu ekki að þau gift- ust....þau sendu Eve til útlanda og vonuðu að hún gleymdi honum eða hitti annan. En nú lítur út fyr- ir...Hann leit vandræðalegur til hliðar og röddin dó út. — Ég skil....Heldurðu að þau séu ennþá ástfangin? David kinkaði kolli og horfði á tærnar á stígvélunum sínum. Það kom lítil hrukka á enni Jane.— En það er eitt, sem ég skil ekki. Hvers vegna ættu foreldrar Eve að hafa á móti því að hún giftist Dick? — Hún verður rík, þegar foreldrarnir deyja. Hún er einkabarn þeirra. — En Dick verður það líka, þegar hann verður myndugur, ekki satt? David hló kuldalega. — Dick á ekki eyri, nema það sem hann hefur í laun sem kúreki. — En....sagði Jane undrandi og glennti upp augun. — Hann á þó búgarðinn..Hún sneri sér að David. — Er það ekki satt? — Hmmmm....! Nú hefur Dick verið að segja sögur rétt einu sinni, skilst mér. Neil á Conway-búgarðinn. — Ó...Veslings Dick. Jane vissi ekki, hvernig hún átti að bregðast við. — Það hef ði ekki verið nauðsynlegt f yrir Dick að segja það til að hafa áhrif á mig. Hvers vegna heldurðu, að hann hafi gert það? — Ég skil hann að einu leyti. Pabbi minn og Jim frændi, sem var pabbi Dicks, áttu búgarðinn saman. Moiru frænku hef ur aldrei liðið vel hérna og taldi Jim á að selja pabba sinn hluta. Þau fluttu til Vancouver, keyptu þar hús og lifðu við allsnægir um tíma. En því miður tef Idi frændi djarft og tapaði mestöllu að lokum. Rödd Davids varð óstyrk. — Loks gat hann ekki meira og skaut sig. — Skelfilegt, sagði Jane lágt. — Já, þetta var áfall fyrir okkur öll og hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir Dick. Hann var ekki nema sautján ára, þegar það gerðist. — Komu svo frænka þín og Dick hingað? Veslings Moira Conway...það getur ekki hafa verið gaman fyrir hana að koma aftur til staðar sem húr\ missti svona, og auk þess undir þessum kringumstæðum. Jane fannst hún skilja hana mun betur nú, eftir að hafa heyrt þessa sögu. Ég trúi þessu ekki. 1 stað þess að j Þá erum við séttir ' til að gæta þess!') llliMiiíil: SUNNUDAGUR 25. janúar 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. „Alle Menschen mussen sterb- en”, hugleiðing um sálma- lag eftir Johann Pachelbel. Marie-Claire Alain leikur á orgel. b. Kvartett fyrir flautu og strengjahljóðfæri i A-dúr (K298) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. William Bennett og Grumiaux-trióið leika. c. Kvintett i c-moll op. 52 eftir Louis Spohr. Félag- ar i Vinaroktettinum leika. d. Pianótónlist eftir Jean Sibelius. Ervin Laszlo leikur. 11.00 Messa i Neskirkju. Prestur: Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Organisti: Reynir Jónasson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Svipmyndir úr sögu Gyðingdóms. Séra Rögn- valdur Finnbogason flytur fjórða og siðasta hádegiser- indj sitt: „Hvað er maður- inn, að þú minnist hans”? 14.00 Kúrsinn 238. Drög að skýrslu um ferð m/s Brúar- foss til Bandarikjanna i október 1975. Farmur: Hraðfrystur fiskur. Fyrsti áfangi: Akureyri—Seyðis- fjörður, lestun o.fl. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Tækni- vinna: Þórir Steingrimsson. 15.00 Miðdegistónleikar. Frá keppni unglingakóra á Norðurlöndum i Helsing- borg s.l. ár. — Guðmundur Gilsson kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Árni i Hraunkoti” eftir Armann Kr. Einarsson. IV. þáttur: „Eltingarleikur við smyglarana”. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Árni i Hraun- koti: Hjalti Rögnvaldsson. Rúna: Anna Kristin Arn- grimsdóttir. Bjarni sýslu- maður: Ævar Kvaran. Jón trésmiður: Valdemar Helgason. Svarti-Pétur: Jón Sigurbjörnsson. Súkkulaði- kallinn: Rúrik Haraldsson. Aðrir. leikendur: Einar Sveinn Þórðarson, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, Magnús Ragnarsson og Þórður Þórðarson. Sögumaður: Gisli Alfreðs- son. 17.05. Létt-klassisk túnlist. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ijónshjarta” eftir Astrid Lindgren Þorleifur Hauksson les þýð- ingu sina (14). 18.00 Stundarkorn með breska sellóieikaranum Julian Lloyd Webber. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina tii Benedikts Gröndals, formanns Aiþýðuflokksins. Frétta- mennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson sjá um þáttinn. 20.30 Tónlist eftir Eyþór Stefánsson. Guðmundur Jónsson, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Frið- björn G. Jónsson og Skag- firska söngsveitin syngja lög eftir tónskáldið. Ólafur Vignir Albertsson og Guðrún Kristinsdóttir leika með. — Alti Heimir Sveins- son flytur formálsorð. 21.05 „Tertan”, smásaga eftir Benny Andersen. Dagný Kristjánsdóttir les þýðingu sína. 21.15 Tónskáida verðlaun Norðurianda 1976 Þorsteinn Hannesson tónlistarstjóri flytur formálsorð og ræðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.