Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 25.01.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. kom þessi jafnaldra hennar frá Frakklandi i sumarheimsókn til þeirra i Noregi, og þá lærði Berit bæði að skilja og tala frönsku. Það kom henni að góðu gagni siðar. 3. Titanic klauf öldur At- lantshafsins með mikl- um hraða. Að jafnaði fór skipið 22 sjómilur á klukkustund (1 sjómila er 1852 m). Þetta var þó enginn methraði. Jafn- vel árið 1912 voru til nokkur skip hraðskreið- ari. En þegar tekið er tillit til þess, að skipið var i sinni fyrstu ferð og vélar skipsins höfðu ekki enn náð fullum gang- hraða, þá mátti segja að þetta væri ágætur gangur. (Til saman- burðar má geta þess, að hraðskreiðustu islenzku skipin nú á timum fara venjulega með 14 til 16 sjómilna hraða á klukkustund). Á þessum árum var mikil samkeppni um hraðamet milli Evrópu og Ameriku og talið, að oft væri sýnd litil gætni, er keppt var eftir að setja met. Var álitið, að útgerðarfélagið hefði ætlað Titanic að setja met, og það jafnvel i þessari fyrstu för. Ekki er talið að farþegarnir hafi neitt óttazt þessa hraðasamkeppni. Skipið var svo stórt og vandað og skrautið og öll þæg- indi meiri en þá þekkt- ist, svo að farþegar gleymdu þvi jafnvel, að þeir væru á skini úti á reginhafi. Auk þess voru allir fullvissir um, að skip þetta gæti alls ekki sokkið. Á meðan Titanic var i smiðum, hafði gufuskipafélagið gefið blöðunum nákvæmar lýsingar á hinum f jórtán vatnsþéttu skilrúmum, það yrði að koma i veg fyrir, að skipið gæti sokkið, þótt það yrði fyrir árekstri. Verk- fræðingarnir sögðu, að þótt 13 skilrúm spryngju, gæti 14. hólfið haldið skipinu á floti. — í þessum 11 f sglaða farþegahópi grunaði engan slys eða óhöpp. Allir farþegarnir höfðu hlakkað til að ferðast með þessu risavaxna skrautlega skipi, og nú var aðeins keppt að þvi að njóta lifsins. Sækja af kappi sundhöllina, leika á tennisvellinum og skemmta sér við dans- inn á kvöldin. Það var á fimmtu- dagskvöld, sem Titanic fór frá Southamton. All- an föstudag og laugar- dag var veðrið kyrrt. Með vaxandi hraða klauf Titanic öldur At- lantshafsins, og ekkert markvert bar til tiðinda. Farþegarnr skemmtu sér og undu vel hag sin- um. Allt benti til þess, að Titanic myndi ná til New York eins og áætlað var, þriðjudagskvöldið 16. april. Á sunnudags- morguninn var veðrið enn þá gott og kyrrt i sjóinn. Nokkrir farþeg- anna, sem áður höfðu siglt yfir Atlantshafið, töldu þó, að óvenjulegur loftkuldi væri þama yfir hafinu, og væri það merki þess, að mhíill rekis væri i nánd. Is- rekið út af New-Found- land er alltaf hættuleg- ast um vor- og sumar- sjálflokandi viðgerðarhlekkir fyrir snjókeðjuþverbönd Elkeöjuband slitnar,er sjaltlokandi viðgerðarhlekkur settur i staðhins brotna. Hlekkurinn 'okast af þunga bilsins og keðju- bundið er þarmeð lagfært. — Nauðsynlegt þeim, sem nota snjókeðjur. — 8 stykki í pakka. — Póstsendum umalit land . ARMULA 9 - SIMI 84450 Vauxhall VIVA GM 1VAUXHALL Nú bjóöum við fyrri árgerð af Vauxhall Viva Deluxe á kr 1.075.000; Næsta sending hækkar um kr 315 þús. Mjög hagstæð greiðslukjör ef samið er strax. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁDIIIII A O DCVV lAWÍU' CÍlfll QQQOfl ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 Anton AAohr: Árni og Berit Ævintýraför um Afríku timann og þess vegna sveigja millilandaskipin oft út af venjulegri sigl- ingaleið, þegar mest er hætta á isreki. Um miðjan april er isrekið einmitt að byrja. Ef fullrar varúðar hefði verið gætt, hefði skip- stjórinn ekki tekið stefn- una svona norðlæga, en ef til vill var það krafa gufuskipafélagsins um methraða yfir hafið, sem átti sök á þessari óvarkárni. Þetta hefði lika vel getað heppnazt, þar sem ekki var liðið lengra en þetta fram á vorið, en einmitt þetta vor — vorið 1912 — var isrekið óvenjulega mikið og óvenjulega snemma á ferð, þar sem sumarið áður hafði verið sérlega kalt og stórar isbreiður teygðu sig langt suður með austurströnd New-Foundlands. En sök skipstjórans eykst þó enn við það, að snemma á sunnudags- morguninn hafði hann fengið loftskeyti frá frönsku skipi á þessum slóðum, sem varaði við óvenjulega mikli isreki. Að skipstjórinn skyldi þrátt fyrir þetta halda sömu stefnu og sama hraða, er meiri fifl- dirfska en hægt er að fyrirgefa, jafnvel þótt skipstjórinn sjálfur fórnaði lifi sinu, þegar allt var komið i óefni. 4. Seinni hluta sunnudagsins lagðist is- köld þoka yfir hafið. Skyggni var mjög slæmt, og öðru hvoru gekk á með krapaskúr- um. Þegar veðrið kóln- Útboð Kröflunefnd óskar eftir tilboðum i málningu stöðvarhúss og kæliturnaþróa Kröfluvirkjunar. Útboðsgögn verða afhent i verkfræðistofu vorri, Ármúla 4, Reykjavik, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 18. febrúar 1976 kl. 11,15 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Borgarfjörður Bújörð óskast í Borgarfjarðarsýslu. Tilboð merkt „Borgarfjörður 1884” send- ist afgreiðslu Timans fyrir 15. febrúar. m n Wi r i.y ; *. i Tilkynning frá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar Ráðningarstofa Reykjavikurborgar hefur flutt skrifstofur sinar úr Hafnar- búðum v/Tryggvagötu i Borgartún 1. Ráðningarstofa Reykjavikurborgar. ■V w. S'jHl ■iK m H ■ j«t W/ 4j';; Í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.