Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflua HVERT SEAA ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 21. tbl. — Þriðjudagur 27. janúar 1976—60. árgangur TÆNGm** Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t3 Týr klippti og Wilson skipaði togurunum að hæ FJ—Reykjavik. Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, g'af strax og fréttist af klippingu varðskipsins Týs þau fyrirmæli til brezku togaranna á islands- miðum að þeir hættu veiðum I bili, aðþvier segir I fréttaskeyt- um frá London i gær. Til- kynningin um klippinguna kom inn á viðræðufund Wilsons og Geirs Hallgrimssonar og brá Wilson við hart með framan- greindum hætti. Fyrirmæli Wilsons voru á þá leið, að togararnir skyldu hifa inn vörpurnar og biða frekari fyrirmæla. Það var klukkan 13:30 i gær, að varðskipið Týr skar á báða togvira Boston Blenheim FD-137, en skipstjóri togarans hafði ekki farið að fyrirmælum skipherra varðskipsins um að hætta veiðum. Lét skipstjtíri togarans setja veiðarfærin i sjó og skar þá varðskipið tafarlaust á báða togvirana. begar þetta gerðist var Boston Blenheim í miðjum hópi brezku togaranna, en allir aðrir skipstjórar höfðu farið að fyrirmælum skipherra varðskipsins og hætt veiðum. Skipherra á Tý er Guðmundur Kjærnested. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Samkvæmt Reutersfréttum i gærkvöldi gaf Harold Wilson þá brezku togurunum á tslands- miðum ieyfi til að hefja veiðar á ný. Fylgdi það orðsendingu for- sætisráðherrans, að togararnir skyldu halda sig i hóp og hif a. ef islenzkt varðskip kæmi og biða með frekari veiðar þar til varð- skipið væri farið aftur. ¦¦¦HHHHHj OLAFUR JOHANNESSON: Aðgerðirnar báru tilætl- aðanárangur ^•^B t«1 FJ—Reykjavik. Ef þetta er rétt, að Wilson hafi skipað togurunum að hætta veiðum, þá hafa aðgerð- ir okkar á miðunum í dag borið tilætlaðan árangur, sagði Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, i samtali við Timann igær- kvöldi. Ef þetta er rétt, þá hafa Bretar skilið þetta mál rétt, sagði ráðherrann. Það skal tekið fram, að samtal þetta við dómsmálaráðherra átti sér stað áður en fréttir bárust af þvi að Wilson hefði leyft togurun- um veiðar að nýju. Varðskipið Týr á siglingu Brezku fiskifræðingarnir hvika frá 300 þús. tonnum Síðasti fundurinn í dag FJ—Reykjavik. Þriðji við- ræðufundur Geirs Hallgrimssonar, forsætis- ráðherra, og Harold Wilsons, átti að hefjast klukkan hálf ellefu i dag, en islenzka viðræðunefndin er væntanleg heim i kvöld, Fyrsti viðræðufundur for- sætisráðherranna á laugar- dag stdð i sex klukkutima. Á sunnudag unnu fiskifræðing- ar og aðrir sérfræðingar að gerð skýrslu um málið og i gær hittust forsætisráðherr- arnir aftur og ræddu skýrslu sérfræðinganna. Stóð sá fundur f sex og hálfa klukku- stund, sem varð allmiklu lengri timi, en ráð hafði ver- ið fyrir gert. 1 fréttatilkynningu um viðræðurnar segir, að for- sætisráðherrarnir hafi rætt allar hliðar landhelgismáls- ins itarlega. FJ—Reykjavik. Það má segja, að eftir fundinn i dag standi brezku fiskifræðingarnir ekki eins fast og áður á sínum 300 þúsund tonnum, Byrjað frá grunni FJ-Reykjavik. — Þessar viðræö- ur hafa verið með þeim hætti, að við höfum byrjað alveg frá grunni, sagði Þórarinn Þórarins- son, formaður utanrikismála- nefndar, í viðtali við Timann i gærkvöldi. — Hér hefur mikið verið rmlt um verndunarsjónar- mið, og þvi hefur eðlilega komið mjög til kasta fiskifræðinga. Tel ég það mjög vel ráðið, að við skul- um hafa svo sterka sveit fiski- fræðinga með. okkur. sagði Jón Jrinsson, forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunarinnar í viðtali við Tímann i gærkvöldi. Iraunog veruber ekkisvo mik- iðá milli imati á þorskstofninum, sagði Jón. Og báðir aðilar eru sammála um að nauðsynlegt sé að gripa til róttækra aðgerða til að koma hrygningarstofninum upp aftur. Við stöndum enn fast á okkar 230þúsund tonna ársafla, þar sem viðviljum leggja áherzlu á að nauðsynlegar aðgerðir verði framkvæmdar á sem stytztum tima. Bretar halda aftur á móti i 300 þúsund tonna ársafla og miða þá við að geta náð sömu friðun á þremur árum og við viljum gera á einu. Þarna er nú munurinn en það má segja að eftir fundinn i dag standi brezku fiskifræðingarnir ekki eins fastog áður á sinum 300 þúsund tonnum. GEIR HALLGRIMSSON: Erum að reyna að finna grundvöll FJ-Reykjavík. — Eg vil ekkert um það segja, svaraði Geir Hallgrimsson, þegar Timinn talaði við hann i gærkvöldi og spurði hann, hvort hann teldi viðræðurnar við Wilson hafa leitt i ljós einhvern samkomu- lagsgrundvöll. Aðilar hafa orðið sammála um að láta ekkert eftir sér hafa um málið, sagði forsætis- ráðherra. En við erum að reyna að finna grundvöll. Forsætisráðherra vildi ekk- ert segja þegar hann var spurður um klippingu varðskipsins Týs og viðbrögð fundarmanna i London við henni. OLLU DAUÐA GUÐMUNDAR Þrír menn í gæzluvarðhald vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar FJ-Reykjavík. — Þrlr mannanna, sem undanfarið hafa setið i gæzluvarðhaldi vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar hafa nú játað að hafa lent í átökum við hann, og hefðu þau leitt til dauða hans. Siðan hefðu þeir bundizt samtökum um að losa sig við lik- ið, og var þá fjórði. maðurinn kvaddur til til þess að aka þeim út fyrir Hafnarfjarðarbæ. Lik Guðmundar er enn ófundið. Þá hefur rannsókn þessa máls leitt til nýrrar rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar i Keflavik. og hafa nú þrir menn verið úrskurðaðir I gæzluvarð- hald vegna hvarfs hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.