Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. janúar 1976. TÍMINN 5 Ofgunum vísað Sigurlaug Bjarnadóttir, einn af alþm. Sjálfstæðis- fókksins, ritar mjög skyn- samlega grein i Mbl. si. föstudag um landhelgis- deiluna og af- stöðuna til Atlantshafsbanda- lagsins. t grein hennar er vis- . að á bug öllum öfgum, sem fram hafa komiö vegna deil- unnar, bæði af hálfu kommún- ista og þeirra afla innan Sjálf- stæöisflokksins, sem vilja „taka þegjandi og þakksam- lega viö hverju þvi, sem aö okkur kann að vera rétt” frá Atlantshafsbandalaginu. Seg- ir Sigurlaug i grein sinni, að slik afstaða samrýmist ekki heilbrigðu, alþjóðlegu sam- starfi, sem byggi á hugsjón jafnréttis og gagnkvæmrar viröingar sjálfstæöra þjóða. Viljandi eða óviljandi t grein sinni segir Sigurlaug m.a.: „Gnginn þarf að undrast, þótt Islenzkir kommúnistar gerist nú háværir og heimti úrsögn úr Nato. Til þess þarf ekkert þorskastrið. Enginn þarf heldur að efast um, að á- tökin við Breta að undanförnu hafa virkað sem vatn á myllu Nato-andstæðinga. En ábyrgir tslendingar, sem gera sér grein fyrir þvi, að einangraðir frá bandaiagsþjóðum okkar, heyjum við ennþá vonlausara strið, kippa sér ekkert upp við þessi viðbrögð kommúnista. Þótt okkur sé heitt i hamsi um þessar mundir, þá gripum við ekki til þess örþrifaráðs aö segja okkur úr Nato, — svo fremi, að viö veröum ekki hraktir úr þvi fyrir aðgerðir — eða aðgerðarleysi sjálfra bandalagsþjóða okkar. Þar getur fleira komið til en bein hernaðarihlutun, sem Bretar hafa gripið til i iilræmdum þorskastriðum. Skilningsleysi á sérstöðu okkar innan banda- lagsins sem smáþjóðar i erf- iöu landi með óvenjulega ein- hæft atvinnulif, að viöbættum hreínum kúgunaraögerðum I viöskiptamálum gæti, viljandi eða óviljandi, neytt okkur til að beina viðskiptum okkar annaö og um leið til einangr- unar frá þeim þjóðum, sem við höfum viijað — og viljum eiga samleið meö, viðskipta- lega og menningarlega.” Ekki aðeins kommúnistar í framhaldi af þessu segir Sigurlaug Bjarnadóttir alþm.: „Þetta hljótum við aö reyna að gera bandalagsþjóðum okkar skiljaniegt I fullri hrein- skiini.og þá um leið, að það sé langt I frá, að það séu bara kommúnistar á tsiandi, sem hugsa eitthvað i þessa átt,” eins og hún kemst að orði. Ritstjórum Mbl. væri hollt aö lesa grein Sigurlaugar Bjarnadóttur, áður en þeir halda lengra á þeirri braut að stimpla alia þá, sem gagnrýn- ir hafa verið á Atlantshafs- bandalagiö, sem „viðhlæjend- ur kommúnista”. —a.þ. á bug Dagsbrún mótmælir samning- um við erlendar þjóðir Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á félagsfundi Dags- brúnar sem haldinn var i Iðnó sunnud. 25. jan. 1976: Fundur i Verkamannafél. Dagsbrún haldinn 25. jan. 1976 itrekar fyrri mótmæli um samninga við erlendar þjóðir um veiðar i islenskri fiskveiðilög- sögu. Fundurinn minnir á að samkvæmt hinni svörtu skýrslu fiskifræðinga okkar er hámarks- aflinn sem veiða má á Islands- miðum sviþað aflamagn og is- lendingar hafa veitt einir. Allir samningar við erlenda aðila verða þvi samningar um að minnka okkar afla um sama magn og samningar kynnu að kveða á um. Fundurinn vekur sérstaka athygli á þvi að á sama tima og forsætisráðherra stendur i samningamakki við Breta i London er verið að tala um hér heima að leggja hluta fiskiskipa- flotans og þegar fram liður á árið verði að stöðva megin þorra af fiskveiðum Islendinga. Þetta mundi skapa magnaðra atvinnu- leysi og meiri kjaraskerðingu en þekkst hefur um árabil. Fundurinn skorar á allt verka- fólk að snúast til einarðrar varnar gegn þvi að ekki verði samið yfir það slikt atvinnuleysi og slik kjaraskerðing. Fundurinn lýsir yfir þvi að Dagsrún er reiðubúin til samstarfs við alla þá aðila sem vilja hindra þá þjóðar- ógæfu sem samningar við breta mundu leiða yfir islensku þjóðina. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fundur i Verkamannafél. Dagsbrún haldinn 25. jan. 1976 samþykkir að veita trúnaðar- mannaráði heimild til að lýsa yfir vinnustöðvun Dagsbrúnarmanna I samráði við önnur verkalýðs- félög til að knýja á um nýja kjarasamninga. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Eitt þekktasta merki á i Norðurlöndum SmuntBK', BATTERB7 RAF- GEYMAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum — 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggjandi KJ ARMULA 7 - SIMI 84450 Rafhitun 20 kw rafmagnsketill fyrir húshitun og heitt vatn til sölu. Upplýsingar i sima 91-44466 eftir kl. 20. Nýkomnar ÝTUTENNUR á dráttarvélar. Kr. 30.000. Sekura öryggishús fyrir URSUS C 355 á kr. 74.00. VÉIABCCG SUNDABORG Klettagörðum 1 Simi 8-66-80 Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30. Stjórnandi JINDRICH ROHAN Einleikari PETER TOPERCZER pianóleikari. A efnisskrá er „Tristan og Isolde” forleikur eftir Wagner, Pianókonsert i G-dúr eftir Ravel og 3 þættir úr „Föðurland mitt” eftir Smetana. Aðgöngumiðar seldir i Bókabúö Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustig 2 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Askriftarskirteini að siðara misseri eru seld á skrifstof- unni að Laugavegi 120 (Austurbæjarútibú Búnaðarbank- ans) 2. hæð. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN. SÉRFRÆÐINGUR óskast i hálft starf á Barnaspitala Hringsins frá 1. marz n.k. Möguleiki er á aukningu siðar i þrjá fjórðu hluta starfs. Æskilegt er að umsækjendur hafi kynnt sér sérstaklega nýbura- þjónustu (neonatologi). Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 25. febrúar n.k. AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins. Einn frá 1. febrúar n.k. og tveir frá 1. marz n.k. Ætlazt er til að þéir starfi i 6 mánuði hver. Umsóknum ber að skila til skrifstofu rikisspitala fyrir 29. jan. og taki sérstaklega fram hvenær óskað er eftir að starf hefjist (sth. lengdan umsóknar- frest). Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI Og HJbKRUNARFRÆÐINGAR óskast á öldrunarlækningadeild Landspítalans við Hátún nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi 24160. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á lyflækningadeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi 24160. H JÚKRUN ARFRÆÐIN GUR eða LJÓSMÓÐIR óskast á kvenlækna- deild (5-A) nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi 24160. RÖNTGENTÆKNAR. Þrir röntgentæknar óskast til starfa á Röntgendeild Landspitalans frá 15. febrúar n.k. Umsóknum ber að skila á skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. febrúar n.k. LÆKNARITARI óskast á Barnaspitala Hringsins i fullt starf nú þegar. Upplýsingar veitir lækna- fulltrúi Barnaspitalans, simi 24160. Reykjavik, 23. janúar 1976. SKRIFSTOFA R Í KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 sjálflokandi viðgerðarhlekkir fyrir snjókeðjuþverbönd Ef kcðjuband slitnar.er sjaltlokandi viðgerðarhlekkur settur I stað liins brotna. iHckkurinn lokast af þunga bilsins og keðju- bandið er þarmeð lagfært. — Nauðsynlegt þeim, sem nota snjókeðjur. — 8 stykki i pakka. — Póstsendum umallt land. ARMULA 9 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.