Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 9
TÍMINN 9 „Ágætu vigslugestir — ungir sem aldnir. Bæjarstjórn Akraness er það mikið fagnaðarefni að iþróttahús- ið skuli nú þegar vera nothæft og geta tekið til starfa þessa dagana. Bæjarstjórnin fagnar enn fremur og býður velkominn, þann mikla mannfjölda sem hér er saman- kominn og tekur þátt i þeim há- tiðahöldum, sem fram fara i dag. Alveg sérstaklega unga fólkið — sem á að erfa landið — og fjöl- mennt hefur i þessa höll æskunn- ar á Akranesi. Þetta er mikill við- burður i sögu bæjarins og alger timamót i iþrótta- og kennslumál- um hans. Umræður um byggingu iþrótta- hússins hófust i bæjarstjórn á ár- unum 1963-1964 og framkvæmdir 1965. Þær gengu hægt fyrstu árin, þannig að i árslok 1970 var bygg- ingarkostnaðurinn aðeins kr. 12 millj. Um siðustu áramót var hann hins vegar kominn i kr. 90 millj., og af þeirri upphæð er framlagið á siðasta ári langmest, eða um kr. 55 millj. Hér hefur þvi mikið afrek verið unnið á árinu 1975, og endaspretturinn varð styttri, en gert var ráð fyrir. 1 ársbyrjun 1974 var um það rætt, og þótti mikil bjartsýni, að iþróttahúsið tæki til starfa á árinu 1977. Húsið er þvi tekið i notkun ári fyrr en þá var áætlað. Að visu er enn eftir að innrétta mikið hús- rými i kjallaranum, þótt aðal- hæðin sé frágengin. Þar biður mikið verkefni á næstu árum. Miklir möguleikar geta þar skap- azt fyrir félags- og tómstunda- starf. Þannig er bygging iþrótta- hússins mjög fyrir framtiðina og vaxandi bæ, og er það vel. Iþróttahúsið er þó ekki eina stórframkvæmd bæjarins hin sið- ustu ár. Það fer áreiðanlega ekki fram hjá mörgum, að nú stendur yfir mikið framfaratimabil i Akraneskaupstað. Auk iþrótta- hússins hafa margar aðrar fjár- frekar framkvæmdir verið til meðferðar. Má þar nefna sjúkra- húsið, en þar var unnið á s.l. ári fyrir kr. 50 millj. og mikilvægum áfanga náð. Hafnarframkvæmdir fyrir kr. 55 millj. Jarðhitaleit að Leirá fyrir tæpar kr. 30 millj. Bygging elliheimilis fyrir kr. 26 millj. og gert fokhelt á árinu. Framkvæmdir á iþróttavellinum fyrir kr. 9 millj. auk margs ann- ars, sem unnið var að á s.l. ári, en heildarframkvæmdir bæjarins munu nema um kr. 250 millj. Þá má enn fremur geta þess, að vorið 1974 var lokið byggingu byggðasafnsins i Görðum, þ.e. þessum áfanga, og haustið 1974 var hafin kennsla i nýbyggingu gagnfræðaskólans, er hafði staðið yfir i aðeins tvö ár, mikil og glæsileg bygging, eins og kunnugt er. Mér finnst nauðsynlegt að þetta komi hér skýrt fram, svo ekki verði sagt, að þessi glæsilega bygging hafi orðið til á kostnað annarra. Hún er þáttur i mikilli og alhliða framfarasókn Akra- neskaupstaðar hin siðustu ár. Þannig verður vonandi einnig haldið áfram hin næstu. Margar stórframkvæmdir eru nú til meðferðar hjá bæjarstjórn- inni. Skal þar bent á hitaveitu- framkvæmdir, umfangsmiklar hafnarframkvæmdir mikið átak i Daniel Ágústinusson, forseti bæjarstjórnar Akraness flytur ávarp sitt. Avarp Daníels Agústínussonar forseta bæjarstjórnar: Iþróttahúsið þáttur í mikilli framfarasókn Akraneskaupstaðar varanlegri gatnagerð, bygging nýs barnaskóla, svo nokkuð sé nefnt. Að baki þessum miklu framkvæmdum stendur öflugt og þróttmikið atvinnulif i vaxandi bæ, sem tryggir bæjarbúum stöð- uga atvinnu og gefur þeim mögu- leika til að leggja fram sinn hluta. Enn fremur skilningur stjórn- valda þvi flestar þessar fram- kvæmdir eru háðar opinberum fjárvéitingum lögum sam- kvæmt. Eftir að iþróttahúsið var teikn- að, var ákveðið að steypa það upp að hálfu, en gera allan grunninn. Stærð salarins var ákveðin 20x40 m. Fyrri áfangi hefði þvi orðið 2 kennslusalir 10x20 m að stærð. Frá þessu var horfið og ákveðið að steypa allt húsið upp og inn- rétta svo helminginn af þvi. Frá þvi var einnig horfið og allt húsið innréttað i einu lagi. Kannski hef- ur þetta seinkað byggingunni eitt- hvað, en áreiðanlega eru allir þvi fegnir nú, að iþróttahúsið var byggt i einum áfanga. Þvi fögn- um við þessu stóra og glæsilega húsi i dag. Iþróttafélögin á Akra- nesi skrifuðu bæjarstjórninni og hétu sjálfboðavinnu, ef allt húsið væri byggt strax. Ahugi þeirra átti sinn þátt i þvi, að húsið var byggt i einum áfanga, og iþrótta- fólkið hefur staðið við fyrirheit sin með miklum sóma. Það hefur á siðasta ári unnið sjálfboðavinnu fyrir 2-3 millj. kr., og það er ein skýringin á þvi, hversu snemma húsið er tekið i notkun. íþróttafólkið á Akranesi hefur oft áður unnið sjálfboðavinnu við iþróttamannvirki. Skal þess sér- staklega minnzt nú, að gamla iþróttahúsið — sem kvatt er i dag — var að mestu byggt af félögum úr l.A. i sjálfboðavinnu á nokkr- um mánuðum fyrir 30 árum. Þetta hús hefur öll þessi ár verið eina iþróttahús bæjarins og dug- að ótrúlega vel. Ég tel þessa sjálfboðavinnu mjög til fyrirmyndar og fagna henni, hvort sem hún var unnin nú eða fyrir 30 árum. Hún tengir æskuna hlýjum böndum við um- ræddar byggingar og skapar um þær gott andrúmsloft. 1 nafni bæjarstjórnarinnar vil ég alveg sérstaklega þakka öllum — bæði lifs og liðnum — sem nú, og fyrir 30 árum, hafa lagt fram sjálf- boðavinnu við umrædd mannvirki i þágu æskunnar á Akranesi. Stuðningur rikisins við þessa framkvæmd er einnig mikill. Það er gert ráð fyrir að rikið greiði um 50%, þegar allt verður gert upp. Ég vil þakka þeim, sem stutt hafa bæjarstjórnina við útvegun þess fjár. Sú var tiðin, að rikið greiddi engin fjárframlög til iþróttamannvirkja, og ég minnist þess frá þriðja tug aldarinnar, að ýmsar kempur á Alþingi töldu það vitaverða meðferð á fjár- munum rikisins að verja þeim til byggingar sundlauga, iþrótta- húsa eða annarra iþróttamann- virkja, Islendingar hafa stundað iþróttir á liðnum öldum með góð- um árangri, án þess að slikt bruðl ætti sér stað á opinberu fé, sem nú væri farið fram á. Með setningu iþróttalaganna árið 1940 verða alger straumhvörf i þessum efnum. Iþróttamann- virki eru viðurkennd styrkhæf, og iþróttasjóður er stofnaður. Emb- ætti iþróttafulltrúa rikisins er stofnað og i það skipaður Þor- steinn Einarsson, sem hefur gegnt þvi siðan, eða i 35 ár, með miklum myndarbrag. Hann hefur jafnan lagt áherzlu á vandaðan undirbúning iþróttamannvirkja og byggingu þeirra. Minnugur þeirra orða, að vel skal vanda, það sem lengi á að standa. Hann hefur einnig lagzt gegn öllum fljótfærnislegum framkvæmdum i byggingum iþróttahúsa, sem ýmsir hafa talið sér trú um, að hægt væri að koma upp með ódýr- um hætti á skömmum tima. Þor- steinn Einarsson hefur verið óþreytandi að ferðast um landið og leiðbeina um byggingu iþrótta- mannvirkja og miðla af mikilli reynslu sinni. Þetta hús hefur ekki farið varhluta af þvi. Það er þvi ánægjulegt, að hann skuli vera með okkur hér i dag. Uppeldisgildi iþróttanna er löngu viðurkennt. Það er með þær, eins og Goethe sagði um sönginn: ,,Þar söngur ómar, seztu glaður, það syngur enginn vondur maður.” Iþróttirnar bæta hvern mann, sem þær stunda. Þær heimta reglusemi, ástundun, kapp og dugnað, svo nokkur árangur eigi að nást. Þær gefa ungu fólki á við- kvæmum aldri markmið, sem keppterað. Þær eru andleg og lik- amleg heilsubót hverjum manni. Fy rir skólastarfið á Akranesi hef- ur þetta nýja hús mikla þýðingu. Með þvi er hægt að fullnægja kennsluskyldunni i iþróttum og taka upp ýmsar nýjungar i iþróttakennslunni, sem gerir skólalifið skemmtilegra en áður og fjölbreyttara. - Bæjarstjórnin, og bæjarbúar almennt, fagna dýrmætum tima- mótum i iþrótta- og kennslumál- um bæjarins. Bæjarstjórnin þakkar byggingarnefndinni fyrir mikið og gott starf, en i henni hafa áttsæti: Adam Þ. Þorgeirs- son, Rikharður Jónsson og þrir siðustu bæjarstjórar, þeir: Magnús Oddsson, Gylfi Isaksson og Björgvin Sæmundsson. Að lokum vil ég gera þetta er- indi, eftir skáldið Orn Arnarson, sem hann orti við vigslu annars húss, að minum siðustu orðum hér i dag: ,,Þessi höll skal vörn og vigi vorhug fólksins ljá, frjálsri hugsun, háum kröfum, heitri vaxtarþrá. Hér skal eld á arni finna, æska þessa lands: Trú á lifið, trú á manninn, trú á þroska hans.” m. 1 A þessari mynd sést vesturgafl hins nýja og glæsilega Iþróttahúss Akurnesinga. (Tlmamyndir Þórólf- ur). Efnt var.til margs konar iþróttahalds. Á þessari mynd sjást knatt- spyrnumenn frá Akranesi i innanhússknattspyrnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.