Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.01.1976, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 27. janúar 1976. METSðCUBÆXUR Á ENSKU í VASABROTI t Í ZÁ fyrir ffóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Stjórnarkreppan d Itolíu: Minnihlutastjórn til tveggja mánaða? rleuter/Róm. Likur voru taldar á þvi i gærkvöldi, að Aldo Moro, fráfarandi forsætisráðherra ttaliu, hefði fundið bráðabirgða- lausn á stjórnarkreppunni þar i Viðurkenna Portúgalir AAPLA? Reuter/L issabon . Stjórn Portúgals ætlar enn uni sinn enga afstöðu að taka til deilunnar í Angóla. Hins vegar lét utanrikis- ráðherra Portúgals orð falla á fundi I byltingarráði hersins um helgina, sem skilin hafa verið þannig, að Portúgalsstjórn muni viðurkenna stjórn MPLA, þegar hún sýni í verki vilja sinn til að vera fulltrúi allrar angólsku þjóðarinnar. landi, þannig að ekki þurfi að ganga til þingkosninga, eins og allar Hkur hafa bent til að undanförnu. Tillögur Moros felast i þvi, að hann myndi minnihlutastjórn kristil. demókrata næstu 2 mán. og hafa leiðtogar sósial- demókrata lýst þvi yfir, að þeir muni styðja slika rikisstjórn án allra skilyrða. Leiðtogar lýðveldisflokksins hafa lýst þvi yfir, að þeir muni taka ákvörðun um stuðning við slika stjóm, þegar hún leggur tillögur sinar fyrir þingið. Áreiðanlegar heimildir herma, að Moro hafi i gærkvöldi verið i stöðugu sam- bandi við de Martino, leiðtoga sósialista, vegna máls þessa, og er Moro að reyna að tryggja nauðsynlegan stuðning hans við minnihlutastjórn flokks sins. Með hugmyndinni um minni- hlutastjórn til tveggja mánaða, er meiningin að leyfa sósialistum og kristilegum demókrötum að á- kveða stefnu sina á flokksþingum þeirra, sem haldin verða i febrúar og marz n.k. f Jj| W l "'lf fi NIGERIA Öryggisráðstafanir vegna OPEC fundarins í París: 5000 lögreglumenn gæta 13 ráðherra! Reuter/Paris. Fjölmennur og öflugur öryggisvörður gætir nú ráðherrafundar OPEC, samtaka oliuútflutningsrikja, sem fram fer i Paris. Er þessum umfangs- miklu öryggisráðstöfunum ætlað að koma I veg fyrir, að ekki endurtaki sig atburðir i likingu við þá, er áttu sér stað i Vinar- borg i sl. mánuði, er OPEC ráðhcrrunum var öllum rænt af fáum skæruliðum, er þeir komu saman til fundar. 5000 lögreglu- menn gæta þeirra 13 fjármála- ráðherra, sem fundinn sitja. Upphaflega hafði verið ráðgert að fundur þessi yrði haldinn i Vinarborg, en þvi var breytt af Angola: 29 Suður- Afríkanar fallnir Reuter/Höfðaborg. Stjórn Suður-Afriku viðurkenndi i gær, aö 29 suður-afriskir her- menn hefðu fallið í bardögun- um i Angola. Hins vegar var það skýrt tekið fram að sveitir stjórnar Suður-Afriku hefðu unnið flestar þær orrustur, sem þær hefðu tekið þátt i i Angola. Því var lýst yfir að hersveit- ir Suður-Afriku myndu dvelja við landamæri Angola, þar til tryggt væri öryggi Suðvest- ur-Afriku (Namibiu). ísraelsmenn veita kristnum Líbönum landvistarleyfi verði þess óskað Reuter/Metulla, israel. Simon Peres, varnarmálaráðherra isra- els sagði i gær, að hann hefði gefið yfirmönnum i israclska hernum fyrirmæli um að leyfa kristnum Libönum að halda inn fyrir landa- mæri israels, ef þeir siðarnefndu æskja þess. Peres sagði á blaðamannafundi i Norður-Galileu, að honum hefðu borizt óskir um það frá leiðtogum kristmna manna i Libanon, að för kristinna Libana innfyrir isra- elsku landamærin yrði ekki heft. Peres sagði hins vegar að enn sem komið væri hefði engin not- fært sér heimild þessa, og ekki kvaðst hann vænta þess, að svo yrði, meðan vopnahléð i Libanon væri enn virt. öryggisástæðum. Oryggisverðir eru bæði inni i byggingunni, þar sem ráðherrarnir þinga, og eins fyrir utan hana og f nærliggjandi götum. Engir nema fréttamenn fá að koma nálægt aðal- innganginum. Franski innanrikisráðherrann fór sjálfur á vettvang i gær til þess að ganga úr skugga um það, hvort öryggisvörðurinn væri nægilega öflugur. . Siðustu daga hafa landamæra- verðir i Frakklandi fengið sér- staklega ströng fyrirmæli um að hafa mjög strangt eftirlit með öllum ferðum útlendinga inn i landið. Verkefni fundarins, sem hófst i gær, er að ákveða, hvernig hagað verði i' einstökum atriðum i lán- ’veitingum úr 1000 milljón dollara sjóði, sem ætlaður er tilstyrktar þró un a rl öndu n um. Stjórnarflokkurinn á Ítalíu: Ford geri grein fyrir greiðslum CIA til ítalskra stjórnmálamanna Reuter/Róm. Framkvæmda- nefnd kristilega demókrata- flokksins á ttaliu,. samþykkti einróma á fundi i gær, að fara þess á leit við Ford, Bandarikjaforseta, að hann geri fulla grein fyrir þvi hvort ein- hverjar greiðslur liafa farið fram af hálfu CIA, leyniþjón- ustu Bandarikjanna, til italskra stjórnmála manna. Andreotti, fjármálaráðherra ttaliu, hefur orðið fyrir ásökun- um um að hafa tckið við fé frá CIA. Bandaríkin beita neit- unarvaldi Reuter/New York. — Tilraun- ir i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að komast að málamiðlunarsamkomulagi um ályktun um ástandið i Mið-Austurlöndum mistókust algjörlega i gær. Er þvi talið liklegt, að Bandarikjamenn muni beita neitunarvaldi gegn samþykkt tillögu sex rikja þriðja heimsins um að viður- kenndur verði réttur Palestinumanna til að stofna sjálfstætt ríki. A-Þjóðverjar vilja fó Guillaume- hjónin framseld Reuter/Dusseldorf. Vestur-þýzkur dómstóll heimilaði i gær fulltrúum austur-þýzku stjórnarinnar að heimsækja Guillaume hjónin, sem nýlega voru fundin sek um landráð fyrir vestur-þýzkum dómstól og dæmd I 13 og 9 ára fangelsi. Þetta er i fyrsta skiptið sem austur-þýzka stjórnin hefur sýnt Guillaume málinu einhvern áhuga, og er þetta túlkað sem þögul viðurkenning þeirra á tengslum þeirra við Guillaume og njósnastarfsemi hans. Það var i siðustu viku, sem sendinefnd Austur-Þýzkalands fór þess á leit að fá að hitta Guillaume, og er talið að tilgang- urinn sé að reyna að fá Guillaume framseldan til Austur-Þýzkalands i skiptum fyrir Vestur-Þjóðverjann Rainer Schubert, sem i gær var dæmdur i 15 ára fangelsi fyrir að hjálpa Austur-Þjóðverjum á ólöglegan hátt til þess að komast yfir til Vestur-Þýzk alands. Talsmaður Bonn-stjórnarinnar skýrði frá þvi i gær, að það kæmi aldrei til mála að framselja Guillaume, jafnvel þó boðnir væru 20 vestur-þýzkir fangar i stað hans. ,,Nóvemberbyltingin" í Portúgal: 150 fangar krefjast opinberra réttarhalda Reuter/Lissabon. Pólitiskir fangar, sem handteknir voru vegna byltingartilraunarinnar misheppnuðu I nóvember hafa ritað Franscisco Da Costa Gomes, Portúgalsforseia bréf, þar sem þcir fara þess á leit við hann, að þeim verði sleppt úr haldi, og opinber réttarhöld fari fram yfir þeim, til að skera úr um sekt þeirra og sakleysi. Er hér um 150 fanga að ræða, og er þeim haldið i Custoias fang- elsinu i Oporto. Þeir lýsa ákærum þeim, sem fram hafa komið á hendur þeim I opinberri skýrslu stjórnarinnar, sem lýgi og hálf- sannleik. Menn þessir voru úrskurðaöiri gæzluvarðhald eftir uppreisnar- tilraunina, en þeim hefur verið haldiö án opinberrar ákæru á hcndur þeim. Er njósnum KGB í Evrópu stjórn- að fró Luxemborg? Reuter/Luxemborg. Anatoli Mascheriakov, fyrsti sendiráðs- ritari i sendiráði Moskvu i Luxemborg, neitaði i gær að segja álit sitt á fréttum, scm birzt hafa nýlega i timaritum i Luxemborg, þess efnis að hann sé yfirmaður 12 manna njósna- liðs KGB, sem aðsetur hafi við sendirá ðið. Timarit eitt sagði i siðustu viku, að Luxemborg væri mið- stöð njósnastarfsemi Sovét- manna i Evrópu, og að Masch- eriakov væri yfirmaður þeirrar njósnastarfsemi. Yfirvöld i Luxemborg hafa heldur ekkert viljað tjá sig um málið. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að sendiráðsritarinn myndi sennilega fara fram á viðræður við forsætisráðherra Luxemborgar bráðlega. Timaritið sem fréttina birti, sagði, að einungis væru skráðir 5 diplómatar við sovézka sendi- ráðið i Luxemborg, en þar væru hins vegar 30 aðrir starfsmenn, sem hefðu ýmis önnur starfs- heiti, svo sem bilstjórar, garð- yrkjumenn, brytar o.s.frv. Blaðburðar- fólk óskast ireiðholt Ljósheimar Seljahverfi Skipholt Tunguvegur t Símar: 1-23-23 og 26-500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.