Tíminn - 30.01.1976, Side 1

Tíminn - 30.01.1976, Side 1
MNGIRÍ Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jöröur Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- jhólmur—Rit' Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 12-60-60 & 2-60-66 Fjölmenni við útför Hermanns Jónassonar Kista Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráðherra borin úr Dúmkirkjunni I Reykjavik I gær. Likmenn eru taldir frá hægri: Ólafur Jóhannesson dómsmálaráöherra, Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra, Geir Haligrimsson forsætisráð- herra, Lúðvík Jósefsson alþingismaður, Ásgeir Bjarnason forseti sameinaðs Alþingis, Gylfi Þ. Gislason al- þingismaður og Þórarinn Þór- arinsson alþingismaður. Jón Sigurðsson fyrrv. bóndi á Stóra-Fjarðarhorni i Stranda- sýsiu sést ckki á myndinni, en Jón var fulitrúi Stranda- manna. Fleiri myndir frá útförinni eru á bls. 2 og inni i blaðinu eru ræður Sigurbjörns Einars- sonar biskups og séra Árna Pálssonar. Timamynd Gunn- ar. Sjá bls. 2 BREZKU VEIÐIÞJÓFARNIR HÉLDU ÚT ÚR LANDHELGI Brezka ríkisstjórnin veitir togaraeigendum styrk Gsal-Rey kjavik — Brezku togaraskipstjórarnir, sem verið hafa á tslandsmiðum aö undan- förnu, ákváðu i gærmorgun, eftir atkvæðagreiðslu sin á milli, að krefjast herskipaverndar. Þeir sendu siðan skeyti til Bretlands, þar sem þvi var lýst yfir, að fengju þeir ekki loforð stjórn- valda fyrir kl. 12 á hádegi, myndi togarahópurinn sigla burt af miðunum. A hádegi hafði engin slik yfirlýsing borizt frá brezkum stjórnvöldum og togararnir héldu þvi af stað út úr islenzkri land- helgi, en þá var allur togaraflot- inn búinn að vera aðgerðarlaus á miðunum i tvo sólarhringa. Að sögn talsmanns Landhelgis- gæzlunnar i gær sigldi togaraflot- inn suður með landinu, ásamt eftirlitsskipunum, Othello og Hausa, og dráttarbátunum Lloydsman og Euroman. Varð- skipin fylgdu togarahópnum eftir, ogum miðjan dag i gær fékk Tim- inn þær upplýsingar hjá Land- helgisgæzlunni, að nokkrir rvð- kláfar hefðu dregizt nokkuð aftur úr aðalhópnum,.og þeir togarar, sem voru fremstir i flokki, höfðu horfið úr sjónmáli varðskipanna. Samkvæmt brezkum heimild- um eru herskipin þrjú, sem voru hér á miðunum siðast, fyrir utan 200-milna mörkin og biða nýrra fyrirm æla. Ekki er vitað hvað togaraskip- stjórarnir ætlast fyrir, en brezka stjórnin ákvað i gærkvöldi að veita togaraeigendum styrk sem svarar 35milljónum isl. kr. vegna veiðitapsins að undanförnu. Brezkur togari á leiö út úr landhelgi lslendinga i fylgd varðskips i gærdag. Ljósmynd: Landhelgisgæzlan. „Ekkert látið uppi" Mó-Reykjavik — Viðræður Geirs Hallgrimssonar forsætis- ráðherra við forsætisráðherra Breta voru ræddar á fundi rfkis- stjórnarinnar i gærmorgun. Björn Bjarnason, deildarstjóri i forsætisráðuneytinú, sagði i gærkvöldi að ekkert yrði að svo stöddu látið uppi um hvað rætt hefði verið á fundinum. Er þvi ekki hægt að skýra frá, hvort skeyti Harolds Wilsons hafi ver- ið svarað, en eins og skýrt var frá i gær sendi Harold Wilson Geir Hallgrimssyni skeyti, þar sem hann itrekaði kröfu Breta um að ekki kæmi til tiðinda á miðunum á meðan rikisstjórnir landanna velta fyrir sér útkom- unni i viðræðunum i London. Engir fundir voru á Alþingi i gær, en þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins var á fundi siðdegis i gær. Ekki er vitað til þess, að aðrir þingflokkar hafi haldið fundi i gær. f dag kl. 14 munu viðræður forsætisráðherra landanna verða ræddar á sameiginlegum fundi landhelgis- og utanrikis- nefnda. Að þeim fundi loknum verður fundur i þingflokki Fram- sóknarflokksins. Skákmótið í Hollandi: Friðrik sigraði! Gsal-Reykjavik. — Friðrik ólafsson, stórmeistari, tryggði sér sigur i Hoogovenskákmótinu I Wijk aan Zee I Hollandi I gær. er hann sigraði Hollendinginn Sosonko i 25 leikjum. Friðrik hlaut þvi alls 7 1/2 vinning, eins og Ljubojevic, seni leitt hcfur mótið mestan hluta þess, en hann gerði i gær jafntefli við Tal. Úrslit mótsins uröu þessi: 1.-2. Friörik og Ljubojevic 7 1/2 vinning. 3.-4. Tal og Kurajica 6 1/2 vinning. 5.-6. Smejkal og Browne 5 1/2 vinning. 7.-9. Anderson, Ree og Dvorecki 5. vinninga. 110.-11. Langeweg og Sosonko 4 1/2 vinning. 12. Boehm 3 vinninga. -------------► o íslendingar eiga rúm- lega 1% fiskiskipaflota veraldar -----------þ- O

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.