Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 30. janúar 1976, Vafasöm handtaka Það var skritið, sem kom ný- lega fyrir leikarann, sem lék aðra vondu systurina i ösku- busku i Konunglega leikhúsinu i Aberdeen. Dag einn kom ræn- ingi i banka i borginni. Hann heimtaði, að honum yrði afhent- ur peningakassinn strax, ann- ars spryngi sprengja, sem hann héldi á i skókassa, i loft upp. Bankaræninginn fékk þarna 2500 sterlingspund og slapp i burt. Honum var lýst svo, að hann væri 6 feta hár, með langt nef, brúna, siða hárkollu og mikið farðaður i andlit. En ekki var erfitt að rekja slóðina, og fyrstistaðurinn sem lögreglunni datt i hug að athuga, var Kon- unglega leikhúsið i borginni. Þar var þrjóturinn, sem svaraði alveg til lýsingarinnar, Walter Sparrow. Hann er nefnilega 6 feta hár, með langt nef, rauða hárkollu og mikla andlitsförðun. Þetta gervi tilheyrir hlutverk- inu, sem hann er nú að leika, vondu systurinni i öskubusku. Enn fremur var hann með skó- kassa i búningsherberginu sinu. Og það sem verst var, hann var vel þekktur hjá lögreglunni, þvi aðhann hefur ferðazt um landið með leikflokki sem sýnir: Aðgát! Hér er þjófur i nánd. Bankastarfsfólkið benti á hann i myndasafninu sem liklegan bankaræningja. Walter Sparrow, sem er 48 ára gamall Lundúnabúi, átti sér einskis ills von, þegar iögreglan kom allt i einu á vettvang um miðnætti i húsi einu, þar sem hann var staddur. — Þegar ég kom til dyra, var mér tilkynnt, að lög- reglan hefði heimild til að hand- taka ig vegna bankaráns. Ég hló bara fyrst, þvi að ég hafði ekki einu sinni heyrt um ránið. En ég hætti að hlæja þegar þeir sögðu mér, að ég hefði þekkzt. En allt fór þetta vel. Hr. Sparrow sagði: — Ég held að ég geti sannfært ykkur um að ég sé ekki rétti maðurinn. Konan hans, Patricia Colette, sem leikur hina vondu systurina, sagði, að þetta hefði verið ónotaleg lifs- reynsla. — En við viðurkennum, að lögreglan verður að vinna sitt verk. Þeir fóru vel að okkur. Og Grampian lögreglumaður sagði: — Herra Sparrow og allir aðrir höfðu fulla samvinnu við okkur, og lögreglan er ánægð yfir að þarna var ekkert sam- band við glæpinn, sem framinn var. Sýningin heldur áfram, og herra Sparrow heldur áfram að leika illfyglið og allir hlæja. Hér er mynd af herra Sparrow i gervinu sem vonda systirin i öskubusku. fyrirsæta en hún getur annað. Kvikmyndafélög hafa heldur ekki látið á sér standa og brátt mun Marina, sem varð önnur leika i kvikmynd á móti landa sinum Horst Buchholz, sem kvað vera eftirsóknarvert þar i landi. Yfirleitt gera Þjóðverjar sig ekki ánægða með hið næstbezta, en eru fyllilega ánægðir með Mariu sina Langner, sem varð númer tvö i keþpni um titilinn Ungfrú Alheimur. Marina býr i heimaborg sinni Munchen og fær fleiri atvinnutilboð sem Næstfallegust er nóg fyrir hana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.