Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 30. janúar 1976. TRÚNAÐUR VID VINDINN Guðlaugur Arason: VINDUR, VINDUR VINUR MINN. Iðunn. Reykiavik 1975. 231 bls. Þetta er fyrsta skáldsaga ungs höfundar. Hún er fyrstu persónu frásögn ungs manns sem býr einn með aldraðri frænku sinni. Sögusviðið er sjávarþorp. Maður þessi sem Eingill (■!) nefnist starfar i beinaverksmiðju, ekur þar hjól- börum daginn langan með beinum sem fara ,,siðan inni ó- kunna heiminn beinustu leið til heitu landanna þarsem börnin eru svört með hvit augu og stór- an maga”. Vitneskjan um þetta gefur starfinu gildi i augum Eingils, en annars hefur hann næsta litil tengsl við samfélagið i kringum sig. Hann fer einför- um, les bækur bókasafnsins eftir stafrófsröð og gerir vind- inn að trúnaðarvini sinum. Hon- um er sagan sögð i niu stilabók- um. Sögumaður hefur orðið ungur fyrir þeirri reynslu við dauða móður sinnar, að siðan er hann ekki heill á geði. Hann getur ekki komizt i samband við ann- að fólk en unir sér bezt i fjörunni þar sem hann býr sér til jarð- hús. Þegar fram i sækir verður samfélagið ágengara og Eingill sjálfur leitást við að brjóta af sér skelina. Um sinn hefur hann mest samskipti við freka og hræsnisfulla hreppstjórafrú og dóttur hennar, unga skáldkonu, sem hann dregst að og sýnir inn i helgidóm sinn, jarðhúsið. Um það er lýkur kemur reyndar upp úr dúrnum að þau eru hálfsyst- kin! 1 seinni hluta sögunnar ber það við aðEingillgengur fram á sjórekið lik ifjörunni: „Köldum svitasló útum mig. Þetta hlaut að vera útlendingur. Ég óskaði Thor Vilhjálmsson: FUGl.ASKOTTtS. Útgefandi: tsafoldarprentsmiðja hf. Reykjavik 1975. 252. bls. t umræðum um þessa nýju bók var henni iðulega likt við Foldu, þrjár „skýrslur” Thors frá 1972. Vist er sitthvað likt með þessum verkum, en Fluglaskottis minnir einnig mjög á fyrri skáldrit Thors tvö, Fljótt, fljótt, sagði fuglinn (1968) og Óp bjöllunnar (1970). Samhengið i öllum ritum Thors Vilhjálmssonar er raunar aug- ljóst. Fram til þessa hefur hann að likindum notið almennari vinsælda fyrir ferðaþætti sina en skáldverk. En þeirra beztar undirtektir hlaut Folda: hún flytur einnig „ferðasögur”, og sama er að segja um þessa nýju bók. Fuglaskottis og Folda eiga sameiginlega episka grind eða uppistöðu: Islendingar á ferða- lagi erlendis íþað á reyndar ekki við fyrstu skýrslu Foldu) En þar sem skopið setur mestan svip á Foldu, er F'uglaskottis þegar alls er gætt alvarlegra verk, enda þótt skopfærslu sé einnig beitt, einkum i lýsingu Ármanns, sem verður að teljast aðalpersónan. Innviðir verksins eru með nokkuð öðrum hætti eins og siðar mun að vikið. Og það er vert að hafa i huga að hinn episki „raunsæilegi” frá- sagnarháttur bókarinnar er að- eins lausleg uppistaða hennar eða útlinur. 1 Fuglaskottis er likt og áður i bókum Thors stunduð fjölbreytileg mynda- sýning, og þar er margt talað (eintöl væri frekar að nefna en samræður þótt fólk tali hvert við annað) og skirskotað i ýmsar áttir til sögu og samtiðar, listar og stjórnmála að hætti höfund- ar. Sjálf atburðarásin verður býsna hæg og skiptir reyndar minnstu máli. Af þeim sökum er Fuglaskottis engan veginn jafn- aðgengilegt verk og Folda og i- burðarmeira. Að þessu ieyti likist sagan fremur hinum tveim bókunum sem að ofan voru nefndar. Fuglaskottis gerist i Suður- löndum eins og fleiri bækur höfundarins, sviðið er Italia, þött aldrei sé það nefnt. Sögu- þess heitt og innilega að þetta væri útlendingur sem einginn þekkti. Hvergi ætti heima. Ætti eingan að. Hétiekki neitt. Ég hefði viljað gefa allt mitt tilað fá sönnun fyrirþvi.aðhonum hefði skolað hér upp af hreinni tilvilj- un og myndi skola aftur út af sömu tilviljuninni. 1 trausti þessa stakk ég höndunum undir likamann og snéri honum á bak- ið”. En maðurinn reynist vera vinnufélagi Eingils, verkamað- urinn Óli rauði. Eingill ber Sól- eyju dóttur hans tiðindin og verður þetta til þess að hann veitir henni riflega fjárhagsað- stoð, enda hafði hann ekki nein not fyrir kaup sitt i beinaverk smiðjunni! Um sögulok eru þau tekin að búa saman, en sam- band Eingils við vindinn verður til að torvelda það. Virðist Eing- ill hafa i hyggju að hverfa frá öllu saman, en saga hans gæti byrjað að nýju með litlum dreng, bróður Sóleyjar, sem hænzt hefur að Eingli. Eins og sjá er sitthvað býsna reyfaralegt i þessum söguþræði. Þjóðfélagsmynd sögunnar er næsta kunnugleg, jafnvel furðu- gamaldags. Embættismenn þorpsins eru allir spilltir hræsn- arar. Sýnu verstur er prestur- inn, ágirnd og fláræði holdi klætt, likt og gerðist i sögum um aldamót þar sem „prestar voru skitmenni samkvæmt fastri reglu”, eins og Halldór Laxness hefur skýrt frá i bernskuminn- ingum sinum. Og læknirinn verður að opinbera mannvonzku sina, hann getur ekki unnt gamalli konu þess að timinn er sólarhringur á undan Allra heilagra messu. Segir hér af fjórum Islendingum, tveim körlum og tveim konum. Mest fer fyrir Ármanni, glaðbeittum burgeis á „heimspólitiskri kynnisferð”. Bernódus er lista- maður, kannski næst þvi að vera málsvari höfundar. Ár- mann er til þess kominn meðal annars að taka heim með sér barn Alfeu Magnhildar. Hin konan nefnist Þjóðbjörg. Sagan skiptist i tvo hluta. „1 fyrri hluta bókarinnar er mikið um það fjallað hvernig þetta fólk orkar hvað á annað”, sagði Thor i blaðaviðtali, ,,en i seinni hlutan- um er meira um kynni þess af erlendu fólki og þá langar mig til að vita hvað getur komið upp i þeim kynnum.” (Þjóðviljinn 30. nóv. 1975) Thor segir einnig að hann hafi haft mjög gaman af að skrifa bókina. Og það leynir sér ekki. Myndir og likingar þyrlast óaf- látanlega fyrir augu lesandans, oft skemmtilegar ogskarpar, en stundum lika of langsóttar og sviðsetning höfundarins verður býsna áberandi. Það var talið mikið vandamál skáldsagna- höfunda eitt sinn (og er kannski enn) hvernig þeir ættu að byggja sögumanninum út úr verkinu, eða öllu heldur fela ná- vist hans. Þetta virðist ekki striða á Thor. Hann gerir ekkert til að leyna sjálfum sér. Sjálfur frásagnarhátturinn með sinni stöðugu myndasmiði er viðs fjarri þvi sem almennt er kennt við raunsæilega sagnagerð. Verk Thots eru jafnan mjög huglæg i eiginlegri merkingu, þrátt fyrir að höfundurinn sé jafnútsmoginn og raun ber vitni að bregða upp svipmyndum. Þetta veldur spennu i bókunum, tilfinningalegri streitu sem get- ur orkað sterkt á lesandann, en jafnframt gert honum erfiðara fyrir að nálgast verkið, krafizt meira af honum en hann er reiðubúinn að leggja fram, að deyja ífriði. Hinu rauða verka- mannsheimili er á hinn bóginn lýst eins og gerðist á kreppuár- unum. En það sem einkum bendir til nútimans er svall veizla mikil sem haldin er heima hjá skáldkonunni. Þar eru saman komnir allmargir hippar sem dýrka Frey af mikl- um móði. Þannig verða ýmsar Guðlaugur Arason. allkátlegar timaskekkjur i sög- unni. Af þessu má auðvitað draga þá ályktun að Guðlaugur Ara- son hafi ekki vald á efniviði sin- um, og er slikt naumast tiltöku- mál um byrjanda. Ekki þarf heldur að undrast að þjóðfélags- skilningur hans sé yfirleitt næsta einfaldur og barnalegur. Enda er annað sem meira máli skiptir i sögunni og gefur henni gildi sem yfirskyggir barna- skapinn. Sjálislýsing Eingils er liftaug verksins. Vist er hún endurtekn- minnsta kosti i fyrstu lotu. Sem dæmi um frásagnarhátt- inn má taka nokkrar linur við upphaffyrsta kafla siðari hluta sögunnar: „Vatnsbunan stóð úr gapandi fiski varaþykkum með syfjuleg- anaugnasvip ogþung augnalok, og sperrta ugga eins og hann kitlaði af þvi að nakin gyðja i vatnsfallinu hé!t honum að stór- um brjóstum sinumi hún Thor Vilhjálmsson. eggjaði þau kannski með svöl- um bronsfiskinum breiðum og kúptum og dálitið flirulegum, en hennar svipur var ættaður frá flæmska málaranum Jan van Eyck hvernig sem þvi vék við i þessuheita framandi umhverfi fjarri höfn og kramara þrifnaði”. Við sjáum hér dæmi um þá „kvikmyndatækni” sem Thor beitir og alkunn er en um leið vitum við vel af þeim sem er á bak við augað. Honum nægir ekki að lýsa þvi sem ber fyrir sjónir, heldur verður hann einnig að bera það saman við annað með persónulegri skir- skotun. Ætli það segi mörgum lesendum mikið, þótt nefndur sé þessi flæmski málari? En auðvitað geta menn farið til og skoðað myndirhans, og kannski ingasöm úr hófi fram. Yfirleitt hefði sagan batnað við verulega styttingu. En samt heldur hún lesandanum föstum og það staf- ar af þvi að frásagnargáfa Guð- laugs Arasonar er ótviræð. 1 lýsingum sinum á þessum und- arlega einfara gæðir hann sög- una einlægri tilfinningu. Höf- undur sem býr yfir þeim upp- runalegu eiginleikum sem hér koma fram, getur náð góðum árangri með þjálfun og sjálfs- aga. Rammi bókarinnar eru „sam- ræður” Eingils við vindinn. Á þessu heldur höfundur af smekkvisi. Og einangrun Eing- ils lýsir hann af furðu miklu ör- yggi. Það er til að mynda trú- verðugt hversu athöfn á borð við þá að kaupa stilabækur kostar þennan mann mikla áreynslu. Og einstökum atriðum er vel lýst: fjöruferðum hans, hvernig hann grefur sér jarðhús, hvern- ig hann berst við veðrið á leið til Sóleyjar að bera henni andláts- fregn föður hennar, líðan hans við jarðarför Óla. Þannig verður Eingill sjálfur lifandi persóna þótt það samfélag sem hann hrærist i sé á marga lund klaufaleg smið. Að visu ekki djúp persóna eða margbrotin, en lifandi eigi að siður. Það er oft gaman að fylgjast með þvi hvernig höfundar sem bersýnilega aðhyllast ,,rót- tæka” þjóðfélagsafstöðu koma upp um rómantiskar tilhneig- ingar sinar og einstaklings- hyggju. Svo er um Guðlaug Ara- son. Ljóst er að hann vill mála fulltrúa hinnar vondu yfirstétt-' ar og embættismannaaðals sem brennur er það ætlunin með þessu. Annars er mikill leikur i höfundinum og hann hefur gaman af áð brjóta virðuleg munstur bókmenntafræðanna. einkum þannig að lesandinn er minntur á þann sem á pennan- um heldur. Skemmmtilegasta dæmi þess er að finna i fimmta kafla siðari hluta. Bernódus skoðar sig um: ,,A borðinu var stór IMB-rit- vél og nokkur blöð i henni, hann las ekki þann texta fyrr en seinna svo hann verður ekki skráður fyrr en nokkru aftar.” Þannig má viða i þessari bók finna ýmislegt sem er fróðlegt til athugunar þeim sem vilja gaumgæfa formlega sam- setningu bókmenntatexta. En þessi aðferð Thors er svo per- sónuleg að varla mun öðrum höfundum hent að likja eftir henni. Að ofan var minnzt á spennu textans. Hún er meðal annars fólgin i hinni öru hrynjandi stilsins sem knýr lesandann til að lesa hratt, en jafnframt er textinn svo hlaðinn myndum og tilvisunum að heita má ógjörningur að festa hendur á þvi öllu nema staldrað sé oft við Þetta getur reynt nokkuð á þolinmæði lesandans og gerir honum erfitt að ná saman heild- armynd i huga sér. En ef til vill er ástæðulaust að fást mjög um hana. Thor Vilhjálmsson heyrir til þeirri skáldakynslóð, sem mótaðist i lok styrjaldar og upphafi kalda striðsins. Það setur óafmáanlegt mark á þessi skáld, bækur Thors með gleggri hætti en annarra prósahöfunda. Einhverskonar örvæntingarfull barátta við tómleikann i greip dauðans virðist mér vera inntak margra verka hans, einnig Fuglaskottiss. Fólk bókarinnar eru lifsþreyttir borgarar.sem reyna að fóta sig i heimi sem þeir hafa ekkert vald á. Þeir hugga sig við list og dekkstum litum. Samfélags- gagnrýni sýnist vera honum á- hugamál. En jafnframt bregður hann upp, af greinilegri samúð, mynd af utangarðsmanni sem helztvill ekkertsækja til samfé- lagsins. Hann og vindurinn eru sammála um að maður sem ekki fellur inn i umhverfi sitt eigi að „fá að lifa i friði i sinum eigin heimi”. Umhverfið gerir honum það ókleift. En þetta við- horf, að einstaklingurinn skuli fá að lifa afskiptalaus af öðrum, er vitanlega öldungis andfélags- legt. Um það breytir engu þótt Eingill gleðjist i hjarta sinu vegna þess að beinin sem hann ekur fara til svangra barna i' Af- riku. Hin bölsýna niðurstaða sög- unnar virðistsú að trúnaður við náttúruna og sjálfan sig geti ekki farið saman við þátttöku i samfélaginu eins og það er. Milli þessa verða árekstrar þar sem einstaklingurinn fer halloka. Eingill verður að velja milli vindsins og Sóleyjar. Og hann velur að fórna vindinum aleigu sinni, sjálfum sér. Ann- ars staðar á hann sér ekki lifs von. Og sá mannskilningur sem kemur fram i lýsingu sögunnar á Eingli og sálarlifi hans er hvorki barnalegur né grunnfær. Sagan býr yfir heilum kjarna. Frumsmiðar ungra höfundar eru jafnan gallaðar, en ann- markar þeirra mis misjafnlega illkynjaðir. Ég held að gallarnir á þessari fyrstu sögu Guðlaugs Arasonar séu góðrar ættar. Þeir eru eðlilegir fylgifiskar ónógrar reynslu og þekkingar höfundarins og geta hæglega horfið þegar honum vex fiskur um hrygg. Og kostir sögunnar eru greini- legir. Þess vegna hygg ég að nú sé til þess meiri ástæða en oft áður að vænta góðra verka frá ungum höfundi. Framvegis verður tekið eftir þvi sem kemur frá hendi hans. Gunnár Stefánsson. hámenningu, skelfast eyðingar- öflin og glundroðann, en fólkið er þess með öllu vanmegnugt að smiða sér örlög sin sjálft. Þessu lýsir kona nokkur sem á orða- stað við Bernódus i seinni hluta bókarinnar: ,,Þó talað væri um byltinguna, þá yrði hún varla á morgun og ekki daginn eftir morgundaginn, hvað þá að maður legöi sjálfan sig i lima i dag. Hún var einhverntima langt i burtu og gerði enga kröfu til þin, þessa manns m'eð þreytu kynstofnsins, ættardofann sem bannár athöfn og býður velværu i munaði meðan heimurinn brennur. I fagurfræðilegum munaði með skarpleg- um orðræðum og hugmynda- samanburði sem engum þjónar. 011 þessi fágun og þekking, hverjum gagnar það? ” 1 bókarlok grillir þó i ein- hverja von um að losna úr vita- hring tómleikans. Bernódus segir að kannski ættu þau ,,að tala um mikilvægari málefni. Kannski tala minna segja meira. Við ættum að tala um, hvernig bjarga mætti mann- kyninu... Við ættum að tala um sósialismann, og hvernig væri hægt að gera hann mannúðleg- an og láta hann þjóna fólki...” Þetta væru vitaskuld brýn viðfangsefni, en á þeim er ekki tekið i þessari bók. Hér er staðnæmzt við itarlega uppmál- un tómleikans. Bækur Thors Vilhjálmssonar eru i eðli sinu ljóðrænar. 011 áherzla hvilir á viðbrögðum einstaklingsins, tilfinningum hans gagnvart um- heiminum. Samfélagshyggja er fjarri höfundinum eins og öðrum módernistum. A siðari árum hefur i kjölfar vaxandi þjóðfélagsgagnrýni komið fram i skáldskap veru- legt andóf gegn hinum „borga rale gu ” viðhorfum módernista. Þess höfum við séð merki i bókmenntum okkar. En hver sem framvindan verður hyggégaðrit Thors Vilhjálms- sonar muni jafnan skipa sér- stakt rúm i islenzkum prósa- skáldskap. Fuglaskottis bætir reyndar litiu við þá mynd, sem við áttum fyrir af höfundinum. En bókin er nýtt sýnishom af lifsskilningi hans og rittækni. Gunnar Stefánsson. AAedan heimurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.