Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 31, janúar 1976. Jarðhitarannsóknum á Vest- fjörðum haldið áfram í sumar ★ Tilraunaborun á Reyðarfirði í sumar? ★ Úttekt á jarðhita á Snæfellsnesi fyrirhuguð FB-Reykjavik. Fyrirhugað er að hefja rannsóknir á jarðhita- svæðum á Vestfjörðum með jarðeðlisfræðilegum mælingum á sumri komanda, samkvæmt upplýsingum Axels Björnssonar hjá Orkustofnun. Ráðgert er, að fara með stærri bor til Tálkna- fjarðar, Suðureyrar og ísafjarö- ar og bora þar, en þær holur, sem boraðar hafa verið á þess- um stöðum spá nokkuö góöu um framtiðina, hvað hitaveitu snertir. Axel sagði i samtali við Tim- ann, að til þessa hefði litið verið leitað að jarðhita á Vestfjörð- um, og jarðhitasvæði ekkert verið könnuð með jarðeðlis- fræðilegum mælingum. Þá hefðu svæðin verið kortlögð, og jarðfræði þeirra skoðuð. 1 sum- ar og i haust voru gerðar nokkr- ar rannsóknarborholur vestra á Tálknafirði, Suðureyri og á Isa- firði. A Suðureyri sagði Axel, að telja mætti vist, að nægilegt vatn væri fyrir hendi til þess að hita staðinn upp með hitaveitu. Þangað verður farið með stóran bor i sumar, og endanlega geng- ið frá holunni og hún útbúin þannig, að hægt verði að fara að huga að hitaveituframkvæmd- um. Svipaða sögu sagði hann, að mætti segja um Tálknafjörð. Þótt árangurinn hefði ekki orðið eins góður þar og á Súganda- firði. Ekki er enn komið nægi- legt vatn til hitaveitu, en þar ætti að mega fá meira vatn með frekari borunum. Á ísafirði er nýlokið við eina tilraunaholu, en Axel kvað niðurstöður ekki liggja fyrir enn. Þrátt fyrir það sagði hann, að allt benti til þess að vænlegt væri að fara til tsafjarðar með stærri bor og halda áfram borunum. — Næsta skrefið er að hefja jarðeðlisfræðilegar rannsóknir, og þær verða framkvæmdar i sumar, auk frekari borana, sagði Axel. — Að svo komnu máli munum við ekki hafa aðstöðu til þess að sinna stórum verkefnum á Austfjörðum. Það er takmark- að, sem við komumst yfir á einu sumri, og við getum ekki sinnt næstum þvi öllu, sem við erum beðnir um, sagði Axel ennfrem- ur. — Til þess skortir bæði mannafla, fé og tæki. Þó er áætlað að bora eina rann- sóknarholu eystra I sumar, og hefur verið talað um, að hún verði á Reyðarfirði, en endan- lega ákvörðun hefur þó ekki verið tekin enn. Hitastigið i holunum á Vest- fjörðum er fremur lágt. A Tálknafirði er það um 50 stig, en yfir 60 stig á Suðureyri. Hitinn á þessum slóðum er miklu minni en t.d. hér i Reykjavik, enda hitastigullinn miklu lægri þarna i jarðskorpunni. Til glöggvunar má geta þess, að vatnið i holun- um i Mosfellssveitinni er um 80 stig, og hvorki meira né minna en 120 stig i holunum i Laugar- nesi. Þá gat Axel þess, að verið væri að flytja borinn Jötunn úr stað á Laugalandi i Eyjafirði. Myndi senn verða hafizt handa um að bora aðra holu þar, 700 metra frá þeirri fyrri, sem ný- lokið er við. Sú hola gaf um 95 sekúndulitra af sjálfrennandi 93 stiga heitu vatni, og er þetta ein bezta borholan á lághitasvæð- um landsins. A döfinni er að bora fleiri hol- ur á Siglufirði, og má telja lik- legt, að Siglfirðingar fái með þeim nægilegt vatn fyrir hita- veitu sina. Talað hefur verið um að gera úttekt i sumar á jarðhita á Snæ- fellsnesi fyrir þéttbýliskjarnana þar, Ólafsvik, Sand, Stykkis- hólm og Grundarfjörð, og er það áframhald rannsókna, sem hafnar voru sl. sumar. Sjálfvirkur sími á Breiðdalsvík, Djúpa- vogi og Stöðvarfirði Gsal-Reykjavik. — Á komandi hausti verður komið upp sjálf- vlrkum simstöðvum i Breið- dalsvik, Djúpavogi og Stöövar- firði, en simstöðvarhús hafa verið i byggingu á þessum stöðum og voru húsin orðin fokheld um slðustu áramót, að sögn Siguröar Þorkelssonar, forstjóra tæknideildar Pósts og sima. Þessi kauptún eru í hópi hinna siðustu sem fá sjálfvirkan sima. Flestar svcitir landsins eru enn án sjálfvirks slma, en á siðustu misserum hafa þó nokkrar sveitastöðvar verið teknar i gagnið, s.s. á Hvann- eyri, Varmahlið og á Húsatólft- um á Skeiðum. Gert var ráð fyrir þvi, að' byggingu stöðvarhúsanna I áðurnefndum kauptúnum yrði lokið um s.l. áramót, en að sögn Sigurðar gat það ekki orðið sökum fjárskorts, og þvi ákveðið að byggja húsin i tveimur áföngum. Sigurður sagði að ekki lægi fyrir nein áætlun um það, hvenær sjálfvirkur simi yrði kominn um allt land. Hann sagði, að Póst og simamála- stofnunin hefði gert bráða- birgðaáætlanir öðru hverju, en vegna fjárskorts stofnunar- innar, væri næstum ógjörningur að segja nákvæmlega til um það. — Við erum að byrja á þeim þéttbýliskjörnum i dreifbýlinu, sem við komumst að með þægi- legu móti, en ég vil geta þess, að það verður ekki hjá þvi komizt, að kostnaður á hvern notanda i dreifbýlinu sé mun meiri en i þéttbýlinu — og það gerir okkur naúðugan þann eina kost, að doka svolitið við, sagði Sigurður. Um þessar mundir er verið að bæta langlinusambandið við Norðurland, og sagði Sigurður, að þessi margumtalaða ör- bygljuleið yrði væntanlega tekin i gagnið fyrri hluta þessa árs. Af öðrum framkvæmdum Pósts- og sima má nefna, að verið er að stækka sjálfvirku stöðvarnar i Reykjavik. A Akureyri er verið að auka við númerum, og sömu sögu er að segja um Vestmannaeyjar, en þar verður fjölgað númerum um 600 á árinu, og veröur stöðin þar þá orðin svipuð á stærö og fyrir gos. Bréf frá einum bankaráðsmanni Búnaðarbankans: Biður um rannsókn af hálfu Seðlabankans FYRSTA LOÐNAN TIL SIGLUFJARÐAR OG HORNAFJARÐAR BH-Reykjavik. — Fyrsta loðnan barsttil Sigluf jarðar og til Horna- fjarðar i gær. Þá lönduðu Gisli Arni 500 lestum á Homafirði og Sigurður 650 lestum á Siglufirði. Þrjú önnur skip tilkynntu um afla i gær. Á Vopnafirði lönduðu Reykjaborgin 430 lestum og Helga II 3-20 lestum, og Sæbjörg landaði 290 lestum á Stöðvarfirði. Veiði var treg i gær, eins og ljóst má vera af þessum fregnum, en þó mun veður á miðunum hafa verið gott. Það nægði þó ekki til þess að loðnan léti aðra i sig ná en þegar hefur verið getið. Ályktun blaðstjórna vikublaðanna á Ákureyri: Ríkisstyrkur viku- blaðanna úti á landi verði ein milljón kr. FB-Reykjavikl — Blaðstjórn Dags á Akureyri hefur samþykkt áskorun um að rikisstyrkur til blaða úti á landsbyggðinni verði hækkaður frá þvi, sem nú er. Samþykktin var gerð 24. janúar, og næstu daga á eftir gerðu blað- stjórnir hinna þriggja viku- blaðanna á Akureyri einnig samþykktir, sem efnislega eru samhljóða þeirri, sem blaðstjórn Dags gerði. Askorun blaðstjórnar Dags er á þessa leiö: „Blaðstjórn Dags á Akureyri samþykkti á aðalfundi sinum, 24. janúar 1976 að beina þeirri ákveðnu ósk til stjórnvalda, að stærri hluti rikisstyrks til blaðaútgáfu landsmanna renni til blaöa utan Reykjavikur en nú er. Tillaga blaðstjórnar Dags i þessuefnier sú, að styrkur rikis- sjóðs til dreifbýlisblaða, sem eru vikublöð og koma reglulega út allt áriö nemi 1 milljón kr. á ári, miöað við núverandi verðlag og 8 siðna blöð i venjulegri dagblaðs- stærö. Styrkurinn verði hlutfalls- lega minni eða meiri, ef um annan tölublaðafjölda er að ræða, og verði hann veittur beint til viðkomandi blaða. Er þess vænzt að þingmenn þessa kjör- dæmis svo og aðrir þingmenn dreifbýlisins fylgi máli þessu fast fram.” Aðalfundur FUF í Reykjavík: Karl Árnason, sem er fulltrúi Frjálslyndra og vinstrimanna i bankaráði Búnaðarbankans, hefur skrifað Seðlabankanum bréf, sem einnig hefur verið sent fjölmiðlum, þar sem farið er Þóra Þorleifsdóttir endurkjörinn formaður — á aðalfundi Félags Framsóknar- kvenna í Reykjavík Aðalfundur Félags Fram- sóknarkvenna i Reykjavik var haldinn s.l. miðvikudag. Á fundinum var Þóra Þorleifsdóttir endurkjörin formaður félagsins. Aðrar i stjórn voru kjörnar: Guðný Laxdal, Elin Gisladóttir, Kristin Karlsdóttir og Sigurveig Erlingsdóttir. 1 varastjórn voru kjömar: Dóra Guðbjartsdóttir, Sólveig Alda Pétursdóttir, Sól- veig Alexandersdóttir, Sigrún Sturludóttir og Jónina Guö- mundsdóttir. Þóra Þorleifsdóttir. fram á, að eftirlitsdeild Seðla- bankans taki til rannsóknar at- riði, sem hann telur sig ekki hafa fengið um fullnægjandi upplýsingar. Varðar þetta einkum stöðu útibús Búnaðarbankans i Stykkishólmi gagnvart aðal- bankanum, og skuldir tiu mestu skuldanauta þess, og þó sérstak- lega auknar skuldir ónefnds fyrirtækis siðan á árinú 1972. Gerir bankaráðsmaðurinn einnig þá kröfu, að almenn lán- þegaskrá um heildarskuldir allra skuldunauta Búnaðarbankans og útibúa hans verði látin banka- ráðinu i tée Telur hann banka- stjóra Búnaðarbankans hafa haft slik tilmæli sin að engu. Með bréfinu til Seðlabankans fylgdi einnig til fjölmiðla annað bréf, er hann hafði skrifað for- manni bankaráðsins, Stefáni Val- geirssyni, um sama efni. Bankastjórar og formaður bankaráðs segja aftur á móti að bankaráðsmenn hafi alltaf átt að- gang að þeim upplýsingum, sem Karl Árnason ræðir um. Sveinn Grétar Jónsson endurkjörinn formaður A aðalfundi FUF i Reykjavik, sem haldinn var s.l. miövikudag, varSveinn Grétar Jónsson endur- kjörinn formaður félagsins. Aðrir i stjórn voru kjörnir: Ás- geir Eyjólfsson, Björk Jónsdóttir, Daniel Þórarinsson, Pétur Orri Jónsson, Pétur Sturluson, Sigur- jón Einarsson, Sigurður Haralds- son, Valgerður Brynjólfsdóttir og Ragnar Atli Guðmundsson. I varastjórn eiga sæti: Alfreð Þorsteinsson, Ingþór Jónsson, Kjartan Jónasson og Sigurður Haraldsson. A fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun um land- helgismálið: Aðalfundur FUF i Rvk., hald- inn 28. janúar 1976, itrekar við stjórnvöld, hve litið svigrúm ertil samninga við Breta i landhelgis- málinu vegna ástands fiskstofna umhverfis landið. Fundurinn fel- ur jafnframt stjórn félagsins að fylgjast vel með upplýsingum, sem fram koma á næstu dögum um viðræður Islendinga og Breta i London, og fylgja fast eftir skoðunum félagsmanna til varn- ar efnahagslegu sjálfstæði lands- ins. Sveinn G. Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.