Tíminn - 04.03.1976, Síða 7

Tíminn - 04.03.1976, Síða 7
Fimmtudagur 4. marz 1976. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Rannsóknar- lögregla ríkisins Nýlega hefur verið lagt fram i neðri deild stjórnarfrumvarp um rannsóknarlögreglu rikis- ins. Tildrög þess eru þau, að haustið 1972 skipaði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra fjóra lögfræðinga i nefnd, sem skyldi athuga hvernig hraða mætti afgreiðslu dómsmála i héraði. Áður- nefnt frumvarp er samið af þessari nefnd. Aðal- efni þess er, að komið verði á fót sérstakri stofn- un, rannsóknarlögreglu rikisins. Yfirmaður þess- arar stofnunar nefnist rannsóknarlögreglustjóri, sem þykir heppilegra orð en rannsóknarstjóri. Ljóst er, að embætti rannsóknarlögreglustjóra rikisins verður mjög þýðingarmikið. Þykir þvi eðlilegt, að það heyri beint undir dómsmálaráð- herra, enda þarf rannsóknarlögreglustjóri að hafa jafna aðstöðu gagnvart öllum lögreglustjór- um á landinu stöðu sinnar vegna. Hann verður að sjálfsögðu að hlita fyrirmælum rikissaksóknara lögum samkvæmt eins og aðrir lögreglustjórar. Stofnun rannsóknarlögreglu rikisins hefur þá breytingu m.a. i för með sér, að yfirsakadómar- inn i Reykjavik verður ekki lengur yfirmaður rannsóknarlögreglunnar i Reykjavik, svo sem nú er. Er þar með stigið spor i þá átt að aðskilja dómsvald i opinberum málum og lögreglustjórn, þó að ekki þyki fært að stiga það skref til fulls. Tæplega verður um það deilt, að rétt sé að fylgja fordæmi annarra þjóða um slikan aðskilnað. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að starfandi verði sérstök rannsóknarlögregludeild við lögreglu- stjóraembættið i Reykjavik, er rannsaki til fulln- ustu vissa flokka brotamála, þar á meðal brot á umferðarlögum, sem er einn umfangsmesti málaflokkurinn a.m.k. að þvi er málafjölda varðar. Þegar er starfandi sérstök umferðardeild hjá lögreglustjóraembættinu i Reykjavik. Má ljóst vera, að það verður kostnaðarminna fyrir rikissjóð og verulegt hagræði fyrir almenning, að slik brot séu rannsökuð til fullnustu á sama stað i stað þess sem nú er, að frumrannsókn fer fram hjá lögreglustjóraembættinu, sem siðan sendir málin til rannsóknarlögreglu til áframhaldandi rannsóknar. Rannsóknarlögreglu rikisins er aftur á móti ætlað að rannsaka meiri háttar afbrot, svo sem brot á hegningarlögum. Ætlazt er til, að hún hafi á að skipa hinum hæfustu mönnum, sem völ er á, sérfróðum á ýmsum sviðum rannsókna.Ekki er sizt nauðsynlegt, að þar séu menn sérfróðir um bókhaldsrannsókn, en rannsókn mála dregst oft úr hófi fram, þegar bókhaldsrannsókn þarf að framkvæma. Rannsóknarlögreglustjóri á að geta sent sérfræðinga sina til aðstoðar lögreglustjór- um hvar sem er á landinu, þegar þörf krefur. Einnig er eðlilegt, að rannsóknarlögregla rikisins hafi með höndum rannsóknir i þeim málum, sem spanna yfir mörg lögsagnarumdæmi, svo sem oft er t.d. i smyglmálum. í greinargerð frumvarpsins er bent á, að þessi nýskipan mála kunni.að hafa nokkurn aukinn kostnað i för með sér, enda þótt jafnframt yrði komið á ýmsum skipulagsbreytingum, sem gætu leitt til sparnaðar. Enginn mun þó telja slikan kostnaðarauka eftir. Aðalatriðið er að styrkja réttarfarið og tvimælalaust verður stigið stórt spor i þá átt með þeirri nýskipan, sem hér er fyrirhuguð. ERLENT YFIRLIT ___________N______ Hörð kosninga- barátta í Florida Tekst Carter að sigra Wallace? Carter i hópi fylgismanna i Florida (JRSLIT prófkosninganna, sem fóru fram i Massachu- setts i fyrradag, hafa aöallega vakiö athygli vegna sigurs Jacksons öldungadeildarþing- manns, en hann fékk flest at- kvæöi hinna sjö frambjóöenda demókrata, sem kepptu þar. Hann fékk aö visu ekki nema 24% greiddra atkvæöa, en þetta sýnir eigi aö siöur aö hann nýtur vaxandi fylgis. Jackson gaf einnig kost á sér sem frambjóöandi demókrata fyrir forsetakosningarnar 1972, en hann fékk ekki nema 2% af atkvæöunum, sem voru greidd 1 prófkjörinu þá. Segja má, aö hann hafi veriö aö undirbúa framboö sitt fyrir forsetakosningarnar 1976 stööugt siöan, og hefur honum oröiö sérstaldega vel ágengt aö þvi leyti, aö hann hefur fengiö rifleg framlög I kosn- ingasjóö sinn. Einkum fær hann rifleg fjárframlög frá Gyöingum, en litiö er á hann sem helzta talsmann Israels i öldungadeildinni. Jackson hefur tvimælalaust gildastan kosningasjóö þeirra fram- bjóöenda demókrata, sem hafa gefiö kost á sér til þessa. Prófkjöriö I Massachusetts er fyrsta prófkjöriö, sem Jack- son tekur þátt i aö þessu sinni, og mun sigur hans 1 þvl reyn- ast honum verulegur styrkur. Vafalltiö styrkir þaö aöstööu hans I prófkjörinu, sem fer fram I Florida á þriöjudaginn kemur, en þar keppir hann aöallega viö þá Wallace, rikis- stjóra I Alabama, og Carter, fyrrum rlkisstjóra I Georglu. Jackson hefur ekki þótt sigur- vænlegur þar, en hins vegar hefur hann bundiö miklar von- ir við prófkjöriö I New York, sem fer fram 6. aprll. Hann nýtur öflugs stuönings Gyöinga, sem eru mjög fjöl- mennir þar. Fyrir Jackson yröi þaö mikill ávinningur, ef hann ynni sigur I næststærsta riki Bandarikjanna. ÚRSLITIN i Massachusetts uröu nokkurt áfall fyrir Cart- er, sem fékk ekki nema um 14% atkvæöanna hjá demó- krötum, og varö fjóröi I röö- inni. Tvennt er taliö hafa or- sakaö þetta. Annaö er þaö, aö eftir prófkjöriö i New Hamps- hire, þar sem hann varö sigur- sælastur, hafa keppinautar hans beint spjótum sinumgegn honum I vaxandi mæli, eins og venjan er aö veröi hlutskipti þess, sem þykir sigurvæn- legastur. Hitt er þaö, og senni- lega hefur þaö ráöiö meiru, aö Carter hefur litiö beitt sér I Massachusetts, þvl aö hann hefur lagt aöaláherzlu á bar- áttuna viö Wallace i Florida. Fyrir Carter skiptir höfuömáli aö sigra Wallace þar, en Wallace vann þar mikinn sig- ur I prófkjörinu 1972. Sigri Carter i Florida hefur hann mjög styrkt aöstööu slna. Sennilega eru úrslitin I Massa- chusetts verst fyrir Carter aö þvl leyti, aö Wallace reyndist honum fylgissterkari þar, en hann fékk um 18% atkvæð- anna. Þaö sýnir, aö Wallace á einnig verulegu fylgi aö fagna utan Suöurrlkjanna. Kosningabaráttan i Flórida vekur þó ekki mesta athygli sökum þess aö þeir Carter og Wallace leiöa þar saman hesta slna. Aðalathyglin þar beinist aö gllmu þeirra Reagans og Fords. Reagan hefur steftit markvisst að þvl aö sigra þar, og hingaö til hafa skoöana- kannanir spáö honum sigri. Ford hefurhins vegar veriö aö vinna á. Þeir voru þar báöir á kosningafundum um siöustu helgi og virtist Ford þá veita betur. Þaö yröi verulegur sig- ur fyrir Ford, ef hann ynni prófkjöriö i Florlda, og ynni svo aftur I Illinois, en þar fer fram prófkjör viku seinna. Tapi Reagan I báöum þessum rlkjum, er vonlítiö fýrir hann aö halda baráttunni áfram. Aðstaða Fords myndi hins vegar versna verulega, ef hann biöi ósigur bæöi I IUinois og Flórida, en þó ekki veröa vonlaus, þvi aö andstaöan gegn Reagan myndi þá haröna. Fyrir Ford er þaö verulegur styrkur, aö hann vann mikinn sigur I Massachusetts, þar sem hann fékk einn 70% at- kvæðanna. Hvorki hann eöa Reagan tóku verulegan þátt i baráttunni þar, heldur ein- beittu sér að Florida, eins og Carter. (JRSLITIN i Massachusetts virðast leiöa i ljós, aö Udall, fulltrúadeildarþingmaöur frá Arizona, er fylgissterkastur meðal hinna frjálslyndari demókrata, sem hafa gefið kost á sér til framboös. Hann fékk 18% atkvæöanna eöa jafnmikiö og Wallace. Hann varö einnig hlutskarpastur þeirra INewHampshire.Eftir úrslitin I þessum tveimur rikj- um reikna flestir meö því, aö þeir Fred Harris, fyrrum öldungadeildarþingmaöur frá Oklahoma, og Sargent Shriv- er.mágur Kennedy-breðra, séu úr sögunni. Sennilega gildir þetta einnig um Birch Bayh, öldungadeildarþingmann frá Indíana. Þaö gæti oröiö Udall mikill styrkur, ef allir þessir þremenningar heltust úr lest- inni og hann yröi einn um að afla sér fylgis meöal frjáls- lyndari demókrata. Raunverulega má segja, að eftir þessi fyrstu prófkjör séu ekki nema fjórir eftir af þeim demókrötum, sem hafa gefiö kost á sér, eöa þeir Jackson, Carter, Wallace og Udall. Enginn þeirra hefur enn tryggt sér það forskot, aö geta talizt sigurvænlegastur á flokksþinginu, sem útnefnir forsetaefni demókrata. Enn bendir þvl margt til, að Hu- bert Humphrey veröi forseta- efni demókrata, en hann tekur ekki þátt I prófkjörum. Athyglisvert er, aö þaö virt- ist mjög sigurvænlegt aö vitna til stuönings þeirra, sem mest létu taka til sln viö rannsókn Watergatemálsins. Þannig hampaði Udall þvi, aö hann nyti stuönings Cox, sem Nixon lét reka, en Jackson hampaöi meömælum frá Ervin, sem var formaöur þeirrar nefndar öldungadeildarinnar, sem haföi máliö til meðferöar. Þá kann þaö aö hafa styrkt Jack- son nokkuð, aö hann lýsti yfir þvi, að hann myndi gera Pat Moynihan, fyrrum sendiherra hjá Sameinuöu þjóöunum, aö utanrikisráöherra sinum, ef hann yrði forseti. Moynihan er aö sönnu umdeildur, en hefur aflaö sér fylgis ýmissa meö þvi aö vera ómyrkur i máli. Þ.Þ. Ford meöal blómarósa f Florida Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.