Fréttablaðið - 14.11.2005, Page 78

Fréttablaðið - 14.11.2005, Page 78
 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR34 Ofurtala 6 7 28 29 31 11 13 20 27 32 38 1 12 9 9 1 2 8 6 6 5 3 2 5 12. 11. 2005 9. 11. 2005 Tvöfaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag Fyrsti vinningur gekk ekki út. Fyrsti vinningur gekk ekki út. 11 Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur miðvikudag- inn 16. nóvember, sem jafnframt er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, en það var að tillögu menntamálaráðherra sem ríkisstjórn Íslands ákvað að 16. nóvember yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert. Bókmenntafræðingurinn Jón Karl Helgason segir alla daga vera daga íslenskrar tungu, því hún sé töluð svo víða á degi hverjum. „En þetta er eins og ár aldraðra, ár trésins og önnur til- valin tímamót þar sem tilefni er fundið til að halda íslenskri tungu á lofti. Það hefur líka skilað ágætis árangri og allir taka virkan þátt: skólarnir, söfnin og fjölmiðlar,“ segir Jón Karl og minnist lítillar málfarslöggu sem bjó í höfði flestra Íslendinga til langs tíma. „Þessi málfarslögga passaði upp á að menn segðu ekki neina vitleysu og slettu ekki of mikið, en mér sýnist hún ekki vera í sama formi og áður. Það er að sumu leyti gott því þegar ég starfaði í útvarpi fann ég oft að margir voru smeyk- ir við hljóðnemann og óttuðust að segja einhverja vitleysu, en á sama tíma finnst mér við orðin einum of afslöppuð,“ segir Jón Karl og vill sjá hinn gullna meðalveg þegar kemur að málfarslögreglustörfum Íslendinga. „Á þessum degi veltir maður þessum hlutum fyrir sér og sér þá meðal annars að jafnvel þótt fólk sé í viðtölum hikar það ekki við að sletta, en sennilega er maður sjálfur orðinn kærulausari,“ segir Jón Karl og vill ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi. „Það er misjafnt hvað fólk vandar mál sitt, en tungan þarf ákveðið frelsi til að endurnýja sig og því brjóta menn stundum reglurnar til að tryggja að hún haldi lífi og þrótti.“ Að mati Jóns Karls er ástæða þess að unga fólkið slettir æ meira ekki sú að íslenskan þyki púkaleg. „Þetta gengur í bylgjum. Á tímabili þóttu dönsku sletturnar fínar og svo tóku ensku sletturnar við. Það er hluti af uppreisn hverrar kynslóðar að gera uppreisna á sviði tungumálsins líka. Sú þróun er tungumálinu eðlileg, en við þyrftum að vera meira vakandi yfir íslenskunni, enda dýrmætur arfur og tungumál sem engin önnur þjóð talar,“ segir Jón Karl og telur Jónas Hallgríms- son standa fyllilega undir nafni, þar sem dagur íslenskrar tungu er einmitt kenndur við það ástsæla þjóðar- skáld. „Það er sama hvar komið er að Jónasi og mætti nefna fjölmörg ljóð, en persónulega er ég afar hrifinn af því sem þeir Fjölnismenn þýddu. Þeir fóru skemmtilega leið og ögruðu því sem þótti gott og var viðtekið á þeim tíma. En skemmtilegast við Jónas er mál hans sem er enn skiljanlegt og eðlilegt hverju mannsbarni, þótt langt sé síðan hann orti ljóð sín.“ SÉRFRÆÐINGURINN JÓN KARL HELGASON UM DAG ÍSLENSKRAR TUNGU Málfarslöggan úr formi Síðasta vetur og í haust hefur sr. Þórhallur Heimisson staðið fyrir námskeiðum um þær hugmyndir sem liggja að baki metsölubók- inni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown. Nú hefur áhuginn smitast út fyrir landsteinana því ráðgert er að halda námskeið fyrir Íslend- inga sem búsettir eru í Svíþjóð og Danmörku næsta vor. „Þetta hefur verið að þróast og það hefur verið mikill áhugi fyrir þessum námskeiðum,“ segir Þórhallur en hann var staddur í Svíþjóð og hafði ekki mikinn tíma til að spj- alla. „Við höfum stefnt að þessu í smá tíma og nú virðist þetta vera brátt að veruleika.“ Þær kenningar sem varpað er fram í bókinni hafa valdið mikl- um úlfaþyt meðal fræðimanna en þar er nýstárlegum hugmyndum varpað fram um Jesú, hvernig Nýja testamenntið hafi orðið til og ekki síst hvort María Magda- lena hafi verið barnsmóðir Jesú. Þessi námskeið hafa vakið gríð- arlega mikla lukku hérlendis og sóttu það um sjö hundruð manns á sínum tíma. Var það ekki síst uppbyggingin á þeim en nám- skeiðin voru hálfgerð leynilög- reglurannsókn þar sem ekkert var gefið upp um niðurstöðuna fyrirfram. Meðal þess sem farið var ofan í saumana á var gralinn en hann er mikið ræddur í Da Vinci lykl- inum. Nýjar kenningar halda því meðal annars fram að hann sé hvorki barn né barn Maríu held- ur eitthvað skelfilegasta vopn allra tíma. „Þá var einnig kafað ofan í sögu krossferðanna, must- erisriddaranna og margvíslegra leyniregla innan kirkjunnar,“ bætir Þórhallur við og því ljóst að brottfluttir Íslendingar fá nóg að hugsa um þegar Þórhallur kemur til Skandinavíu. ÞÓRHALLUR HEIMISSON Námskeið hans um Da Vinci Lykilinn hafa vakið mikla lukku og þau eru nú orðin útflutningsvara til Svíþjóðar og Danmörku. Brottfluttir Íslendingar læra um Da Vinci lykilinn LÁRÉTT 2 éta græðgislega 6 þverslá á siglutré 8 gogg 9 þrá 11 gangþófi 12 póll 14 flatfótur 16 belti 17 rá 18 klettasprunga 20 tveir eins 21 þefa. LÓÐRÉTT 1 ármynni 3 utan 4 verkfæri 5 kraft- ur 7 skilyrða 10 frostskemmd 13 suss 15 glyðra 16 hætta 19 löng og lág hæð. LAUSN LÁRÉTT: 2 háma, 6 rá, 8 nef, 9 ósk, 11 il, 12 skaut, 14 ilsig, 16 ól, 17 slá, 18 gjá, 20 ll, 21 nasa. LÓÐRÉTT: 1 árós, 3 án, 4 meitill, 5 afl, 7 áskilja, 10 kal, 13 uss, 15 gála, 16 ógn, 19 ás. Í kvöld mun einn ástsælasti en jafnframt umdeildasti tónlistar- maður landsins, Bubbi Morthens, halda útgáfutónleika í Þjóðleik- húsinu. Reyndar er tæpt hálft ár liðið frá því að plöturnar Ást og Paradís komu út en það skiptir ekki öllu þegar Bubbi Morthens á í hlut. Um er að ræða tvenna tónleika en með honum á sviðinu verður einvalalið tónlistamanna: Guðmundur Pétursson, Jakob Smári Magnússon, Björn Stef- ánsson, Barði Jóhannsson, Hrafn Thoroddsen og Bjarni Sigurðsson. Bubbi var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Tónlistarmaðurinn sagði að það væri ákveðinn galdur að fara upp á sviðið og það væri drifkraftur- inn. „Þetta er eitt af þeim augna- blikum sem gera manni kleift að vera í núinu,“ útskýrði hann og tók skýrt fram að þetta tónleika- stúss þætti honum síður en svo leiðinlegt. „Ef svo væri þá myndi ég bara hætta,“ sagði hann. Fáir tónlistarmenn hafa samið jafnmarga slagara og Bubbi en þeir eru ófáir sem eiga sín eftir- lætis Bubba-lög. Tónlistarmaður- inn segir þó að hann sé eingöngu að spila á sínum eigin forsendum og líti á þetta sem ögrun. „Ég spila ekki lög sem ég er beðinn um og stundum tek ég þau út af dag- skránni ef einhver biður um þau,“ segir hann ákveðinn en bætir þó við að það hafi ekki farið mikið fyrir frammíköllum og óskalög- um í seinni tíð. „Ég spila samt alltaf einhver lög sem hafa orðið vinsæl þó að stærsti hluti tónleik- anna núna fari í plöturnar tvær,“ Hann viðurkennir þó að sum lög fái hvíld í nokkur ár. „Ég fæ samt aldrei ógeð á lögunum mínum,“ bætir hann við. Bubbi hefur verið þekktur fyrir að pústa aðeins út á tónleikum og þykir stundum heldur óvæginn í gagnrýni sinni á menn og mál- efni. Hann segir þó að þetta sé æði misjafnt. „Undanfarna mán- uði hef ég bara spilað og ekki sagt orð. Þetta fer bara eftir því hvað er efst á baugi,“ útskýrir hann og bætir við að þetta form henti best þegar menn eru einir með kassagítarinn. Þrátt fyrir að nú sé rúmur ald- arfjórðungur síðan Bubbi braust fram á sjónarsviðið er hvergi farið að slá á sköpunarkraftinn. „Þetta er endalaus brunnur og ég er að semja nýtt efni í dag, er að skrifa texta og þegar þeir fara að skríða saman kemur tónlistin í kjölfarið,“ segir Bubbi. freyrgigja@frettabladid.is BUBBI MORTHENS: SPILAR EKKI ÓSKALÖG Heldur tónleika á eigin forsendum BUBBI MORTHENS Segir hvergi vera farið að slá í sköpunarkraftinn og nú sitji hann sveittur við að skrifa texta fyrir næstu plötu.FRÉTTABLAÐIÐ / PÁLL HRÓSIÐ ...fær Helena Jónsdóttir fyrir vel heppnaðan dans fyrir eistneska fanga. FRÉTTIR AF FÓLKI Hryllingsmyndin Hostel var heims-frumsýnd í Smárabíói á laugardag. Fyrir sýningu stigu leikstjórinn Eli Roth, framleiðandinn Quentin Tarantino og helstu leikarar á svið og Roth og Taramtino ávörp- uðu salinn. Roth sagðist hafa trú á því að hann yrði gerður brottræk- ur frá Íslandi að sýningu lokinni en myndin er löðrandi í blóði, ofbeldi og kynlífi. Eyþór Guðjónsson er fyrirferð- armikill í fyrri hluta myndarinnar sem íslenski stuðboltinn Óli og hvatti Roth sýningargesti til þess að hjálpa sér að gera Eyþór heimsfrægan með því að tala um hann á internetinu. Þeir Tarantino mærðu svo íslenska drykkjumenningu í hástert og Tarantino upplýsti að hann væri þegar farinn að leggja drög að næstu Íslandsferð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var á meðal frumsýningargesta og sat undir öllu blóðsullinu en fjöldi áhorfenda fór í gegnum sýninguna meira og minna með lokuð augun. Eftir sýningu Hostel var haldið teiti á veitingastaðnum Rex þar sem troðið var út úr dyrum. Eli Roth og Tarantino héldu sig úti í horni ásamt Ísleifi B. Þórhallsyni, stjórn- anda Októberbíófest, Friðrik Þór Friðriks- yni leikstjóra, sem er góðkunningi Tar- antinos, og nokkrum öðrum útvöldum. Tarantino fór mikinn og var greinilega í banastuði og talaði út í eitt með miklu handa- pati og tilþrifum. Það fór hins vegar öllu minna fyrir knattspyrnu- kappanum Dam- ien Duff úr Chel- sea sem skemmti sér í Reykjavík ásamt félaga sínum Eiði Smára Guðjohnsen. Duff spókaði sig meðal annars á Oliver og þótti sparkfróðum gestum staðarins það býsna spaugilegt að það virtist nánast enginn þekkja Duff eða gera sér minnstu grein fyrir því hver væri þar á ferð. SVÖR 1 Ómar Stefánsson 2 SímVerk 3 Sveinn Þorgeirsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.