Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 1
Bretarnir opna nýtt verndarsvæði á íslandsmiðum TOGARAR OG VERNDARSKIP Á LEID Á VESTFJARDAMID OÓ-Reykjavik. Mikil skipalest var á siglingu vestur, með Norð- urlandi i gær. Þar voru á ferð 15 brezkir togarar, þrjár freigátur, tveir dráttarbátar og birgðaskip. Að sjálfsögðu fylgdist band- heigisgæzlan með ferðalaginu af Gsal-Reykjavik — Atján ára gamall piltur frá Akureyri við- urkenndi I fyrrinótt við yfir- heyrslur hjá lögreglunni á Akureyri, að hafa myrt Guð- björn Tryggvason aðfaranótt s.l. sunnudags. Pilturinn gat ekki gefið neina haldbæra skýr- ingu á verknaðinum, en sagði að sig hcfði gripiö löngun til að fremja morð. Snemma beindist grunur lög- reglunnar að pilti þessum, og var hann handtekinn á sunnu- dagskvöld. Aður en pilturinn framdi ódæðisverkið brauzt hann inn i sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar á Akur- eyri, og stal þar riffli og skaut þar nokkrum skotum til þess að reyna vopnið. Skammt frá sjó, úr lofti og úr landi. Voru Bretarnir á leið á Vestfjarðamið, þar sem opnað verður verndar- svæði fyrir veiðiþjófana. (Jti af Ilvalbak voru enn 19 brezkir tog- arar i gær og er þar herskip og dáttarbátur þeim til aðstoðar, en kirkjunni á Akureyri hitti pilt- urinn þetta kvöld, tvo unga menn og miðaði á þá með riffl- inum. Ekki lét hann þó verða af þvi að skjóta á mennina, og sagði að riffillinn væri óhlaðinn. Skömmu siðar er talið að pilt- urinn hafi mætt Guðbirni, og hafi þeir talazt litillega við. Ekki er vitað að til oröasennu hafi komið milli þeirra, en pilt- urinn skaut siðan fimm skotum að Guðbirni og hæfðu þau öll, þrjú i hnakka hans, eitt i andlit rétt fyrir neðan auga, og eitt i öxl. Við yfirheyrslur telur pilt- urinn, að hann hafi staðið 4-5 metra frá Guðbirni er hann lét skotin riða af. Eftir ódæðisverkið hélt piltur- inn heim til sin, sem er skammt þvi svæði verður lokað eftir þrjá eða fjóra daga, að þvi er hlerað hefur verið i talstöðvum Bret- anna. Igær var búizt við að togararn- ir yrðu komnir á miðin næstu nótt. Eitthvað mun vera orðið frá morðstaðnum, og faldi morðvopnið i snjó við skúr einn, ekki fjarri heimili sinu. Um morguninn er lik Guðbjörns lannst á vegarkanti við Heiðar- lund, fundust þar hjá tóm skot- hylki og morðvopnið fannst svo nokkru siöar. Piltur þessi hefur komið við sögu lögreglunnar á Akureyri fyrir ýmiss smáaf brot, Ekki er vitað til þess að Guð- björn heitinn hafi þekkt piltinn nokkuð, en Guðbjörn var á leið til kunningja sins er hann varð á vegi morðingjans. Pilturinn verður fljótlega sendur i geðranr.sókn. Guðbjörn Tryggvsson var 28 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Brezkir vciðiþjófar á Aust- fjarðamiðum. Þaðan verða þeir að hverfa eftir 3-4 daga, en þá verður verndarsvæðið við ísland aftur eitt — en nú út af Vestfjörðum. dauft yfir aflasæld fyrir austan, en núna er kolinn að leita upp á grunnslóð úti fyrir Vestfjörðum og þekkja brezku togaraskip- stjórarnir það frá gamalli tið, en flatfiskurinn er eftirsóttasti afli þeirra á tslandsmiðum. Guð- mundur Sveinsson á ísafirði, sagði i gær, að sennilega yrðu brezku togararnir á svæði allt frá Horni vestur undir Látrabjarg, á grynningunni 20-30 milur úti. Bretarnir hafa sjaldan verið mik- ið úti á Halamiðum, en sækjast helzt eftir flatfiskinum og ýsunni út af Djúpálnum. Þetta þýðir að þeir verða heldur nær landi vestra en úti fyrir Austfjörðum undanfarna mánuði. Það verður sérstaklega slæmt fyrir linuskipin, að fá brezku tog- arana á þessi mið. Gerðir eru út um 20 linubátar frá Vestfjarða- höfnum. Þeir róa alltaf út á 20-30 milur. Veiða þeir aðallega stein- bitnúna.Er hætta á að þeir verði fyrir veiðafæratjóni, er Bretarnir fara að skarka á þeirra miðum. Fáir islenzkir togarar eru að veiðum fyrir vestan, eru þeir flestir að veiðum á suðurslóðum við vestanvert landið. Um kl. 1.00 i gær voru brezku skipin komin vestur undir Húna-. flóa. Með brezku togurunum fimmtán voru þrjár freigátur, Framhald á bls. 7. 18 ára piltur viðurkennir morðið á Akureyri: Segist hafa verið gripinn morðæði Aætlunarstaöir: Blönduós — Sigiuf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif .Súgandafj: Sjúkra- og allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 leiguflug um Réttarhöld hefjast í dag Gsal-Reykjavik — Kærur vegna meintra landhelgisbrota tiu is- lenzkra netabáta á Selvogs- banka i fyrradag voru i gærdag sendar bæjarfógetaembættun- um á Selfossi, i Keflavik og i Vestmannaeyjum — og hefjast réttarhöld i málum skipstjóra bátanna i dag hjá sakadómum áðurnefndra embætta. Bátarnir sem hér um ræðir voru að veiðum á alfriðaða svæðinu á Selvogsbanka er varðskipið Þór kom að þeim. Sex bátanna voru frá Þorláks- höfn, þrir frá Suðurnesjahöfn- um og einn frá Vestmannaeyj- um. í dag Samvinnu* bankinn: Árið 1975 eitt hag- stæðasta ár í sögu bankans --------► o Laxfoss seldur — Lagarfoss á sölulista »-----► 0 Gunnar Thoroddsen orkumálaráðherra: ^Eðlilegt að halda fram j kvæmdum við Kröflu áfram samkvæmt áætlu" AÞ-Reykjavik. — t mjög itar- legri ræðu, er Gunnar Thorodd- sen orkumálaráðherra flutti á Alþingi i gær, gerði hann grein fyrir Kröfluvirkjun. Færði ráð- herrann rök fyrir þvi, að eðlilegt væri að halda framkvæmdum við virkjunina áfram sam- kvæmt áætlun. Enginn fjár- hagslegur ávinningur væri af þvi að fresta tilteknum fram- kvæmdum. Þvert á mdti væri nauðsynlegt að koma Kröflu- virkjun i gagnið sem fyrst, vegna síaukinnar eftirspurnar eftir orku á Norðurlandi, auk þess, sem unnið væri að undir- búningi stofnlinu til Austurlands samkvæmt heimild i lögum um Kröfluvirkjun. Nefndi Gunnar Thoroddsen, að Sambandsfyrirtækin á Akur- eyri hefðu leitað eftir kaupum á viðbótarraforku fyrir iðnfyrir- tæki sin. Sömuleiðis væri áhugi á aukinni raforkunotkun til iðnaðar á öðrum stöðum á Norðurlandisvo sem á Húsavik, Sauðárkróki og Blönduósi. Sagði ráðherrann, að jafnvel, þótt kleift yrði að flytja um byggðalinu 8MW leysti það ekki raforkuvandamál Norðurlands, nema að hluta til. Orkumálaráðherra sagði, að náttúruhamfarirnar á Kröflu- svæðinu kæmu ekki i veg fyrir áframhaldandi framkvæmdir. Jarðskjálftahrinan væri að mestu gengin yfir, og boranir myndu ekki truflast af þeim sökum. Þá benti hann á, að stöðvarhúsið við Kröflu væri sérstaklega hannað með tilliti til jarðskjálfta. 1 ræðu sinni sagði orkumála- ráðherra, að i framkvæmda- áætluninni væri tekið mið af þvi, að næg gufa yrði tiltæk á þessu ári fyrir fyrri vélasamstæðuna með fullum afköstum, 30 MW. Næðist hins vegar ekki nægilegt gufumagn væri hægt að reka stöðina i upphafi með minna afli. Gunnar Thoroddsen orku- málaráðherra visaði á bug stað- hæfingum um, að reksturshalli á Kröflu yrði 1 milljarður á ári. Sagði hann, að torvelt væri að átta sig á þvi, hvernig þessi furðufrétt hefði orðið til. „Helzt hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að hún sé þannig til komin, að ráðgjafaverkfræðing- ar Kröflunefndar hafa áætlað árleg útgjöld Kröflu, þegar hún er fullgerð, um einn milljarð króna, en höfundur furðufrétt- arinnar og auðtrúa blaðamenn hafa sleppt tekjum af orkusölu Kröflu, sem eru áætlaðar nokkru hærri upphæð”, sagði ráðherrann. Þá vék orkumálaráðherra, að þeirri stefnu rikisstjórnarinnar að nýta innlenda orkugjafa og sagði: „Til þess, að virkjanir verði að veruleika og eðlileg þróun megi verða i þeim mál- um, þarf einkum þetta þrennt: Lánsfé til langs tima. Aukið eig- ið fjármagn. Og raunhæfa verð- iagningu á seldri orku.” Siðan sagði Gunnar Thorodd- sen: „Ef lánamarkaðir erlendis eru i öldudal eins og nú, lán litt fáanleg nema til fárra ára, má ekki gefast upp og leggja árar i bát, heldur bregðast við með ábyrgð og manndómi, finna leiðir og axla byrðarnar.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.