Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 7. apríl 1976. Aðeins sjálft flugið gæti verið ánægjulegra en skíðaíþróttin I suðurhluta V-Þýzkalands hafa skiðaunnendur komizt upp á lag með að nota þristrent segl sér til hjálpar. Slik segl fyrirfinnast oft i litlum seglskútum. Þau eru notuð sem loftbremsa. Skiða- maðurinn getur ýmist ,teygt úr handleggjunum eða beygt þá, ogbreytt þannig yfirborði segls- ins, flutt likamsþungann til og þannig ýmist hert á hraðanum eða minnkað hann. Þannig getur hann flogið léttilega yfir ýmsarójöfnur, likt og væri hann flugdreki. A myndinni sést hvernig seglinu er beitt, og nú getur skiðagarpurinn runnið með glæsibrag og öryggi niður hinar bröttustu brekkur. Þau lofa góðu Innan skamms verður hafizt handa um kvikmyndun eins frægasta verks Knuts Hamson, Viktoria. Með aðalhlutverk fara Pia Degarmark og Thommy Berggren, sem slógu eftir- minnilega i gegn i myndinni Elvira Madigan. Leikstjóri verður Bo Widerberg, og þeir semfylgzthafa meðgangi mála i kvikmyndaheiminum undan- farin ár, hika ekki við að halda þvi fram, að út úp samvinnu þessara þriggja aðila geti ekki komið annað en snilldarverk. Vonandi verður þeim að trú sinni. Meðfylgjandi mynd er af Piu og Thommy. Biblía frá 16. öld á fornsölu í Astrakan Það er ekki algengt, að bók frá hendi fyrsta rússneska prentar- ans, Ivan Fjodorov (d. 1583), skjóti upp kollinum. Fyrir skömmu komst þó fornbóka- verzlun i Astrakan yfir eitt eintak af þessari sjaldgæfu út- gáfu. Var þar um að ræða eintak af hinni svonefndu Ostrog-bibliu i gylltu skinnbandi. Ivan Fjodor- ov stofnsetti fyrstu rússnesku prentsmiðjuna i Mosvku árið 1563, er hann var djákni við kirkju i Kreml. Fyrst prentaði hann Postulanna gjörningar og guðspjöllin, og siöan tvær bæna- bækur. Hann var ákærður fyrir trúvillu og flýði ásamt aðstoðar- manni sinum, Mstislavet, til Litháen, og siðan til Lvov, þar sem hann prentaði fyrsta rúss- neska stafrófskverið. Kaþólska prestastéttin var honum þó fjandsamleg, og bauð Konstant- in Ostrovski fursti honum að setjast að i Ostrog. Þar var komið upp handa honum fyrsta flokks prentsmiðju á þeirrar tiðar mælikvarða, þar sem hin fræga Ostrogbiblia var prentuð árið 1581. Varð þetta meistara- verk bókagerðarlistarinnar siðasta verk Fjodorovs „Segðu MÉH frá stelpunni sem bjó einu sinni i næsta húsi við þig.... ég skal ekkert verða ösku- vondur.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.