Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. april 1976. TÍMINN 7 lendur gjaldeyrir um 600 milljón- ir. Framleiðslukostnaður Kröfiu Gerður hefur verið samanburð- ur á framleiðslukostnaði nokk- urra virkjana og er þá miðað við að þær séu fullgerðar og fullnýtt- ar og miðað við verð við stöðvar- vegg. Niðurstaðan er sú, að fram- leiðslukostnaður á kilóvattstund i Sigöldu og Hrauneyjarfossi verði á bilinu kr. 1.50 til 1.80, i Kröflu- virkjun um 1.80, i Viíiinganes- virkjun i Skagafirði um 2.30. Er framleiðslukostnaður Kröflu þvi mjög sambærilegur við hagkvæmustu vatnsaflsstöðv- ar. Þvi er haldið fram, að með virkjun Kröflu sé stigið of stórt spor i einu og að við eigum að virkja á þann veg, að afl og orka sé fullnýtt um leið og aflstöðin tekur til starfa. Það er ekki hægt að fallast á þetta viðhorf. Það myndi leiða af sér næstum sifelldan orkuskort, lama atvinnulifið og valda erfið- leikum og óhagræði fyrir almenn- ing. Fyrr á árum kom þetta allt of oft fyrir. En sem betur fer hefur önnur stefna orðið rikjandi. Dæmi skal hér nefnt. Árið 1953 tók til starfa Irafossvirkjun i Sogi með 31megavatta afli og jókst uppsett afl þar með úr 23.6 MW i 54.6 MW eða um rúm 130 af hundraði. Og á sama ári var fullgerður annar á- fangi Laxárvirkjunar með 8 megavöttum og óx aflið þá úr 4.6 MW i 12.6 eða um rúm 170%. Þessi stóru framfaraspor urðu til mikillar gæfu, næg,raforka var fyrir hendi hin næstu ár, á Suður- landi i 6 ár, á Norðurlandi i 7 ár. Slik framsýni örvar framtak og framfarir. Atvinnureksturinn hefur öryggi fyrir orku á næstu árum — getur gert áætlanir og ráðist i nýjár framkvæmdir og umbætur sem á orkunni byggj- ast.” Staðhæfingar um halla Þá gat ráðherra um stuðning heimamanna við Kröfluvirkjun, en sagði siðan: „Það hefur verið staðhæft, að reksturshalli Kröflu verði á ári 1 milljarður króna. Það er torvelt að átta sig á þvi, hvernig þessi furðufrétt er til orðin. Helzt hafa menn komiztað þeirri niðurstöðu, að hún sé þannig til komin, að ráðgjafarverkfræðingar Kröflu- nefndar hafa áætlað árleg útgjöld Kröflu, þegar hún er fullgerð, um einn milljarð króna, en höfundar furðufréttarinnar og auðtrúa blaðamenn hafa sleppt tekjum af orkusölu Kröflu, sem eru áætlað- ar nokkru hærri upphæð. Er þetta eitt dæmi af mörgum um fáránlegar fullyrðingar i þessu máli. En þegar menn höfðu búið til þennan halla, með þvi að taka að- eins útgjöldin, en sleppa tekjum, þá var skammt i næstu staðhæf- ingu: Halli hjá Rafmagnsveitum rikisins verður lika einn milljarð- ur, þá eru komnir tveir. Hér mun lika hafa láðst að telja fram, m.a. þann tekjustofn Rafmagnsveitna rikisins, verðjöfnunargjaldið, sem skilar á ári a.m.k. 700 mill- jónum. En Rafmagnsveitur rikisins hafa ekki um ár, heldur áratugi, átt við fjárhagsleg vandamál að glfma. f þvi erindi um fjármál raforkufyrirtækja, sem mest hef- ur verið rangtúlkað og misnotað, kemst Jóhannes Nordal svo að orði: „Hins vegar eiga Rafmagns- veitur rikisins við ýmis sérstök vandamál að glima, vegna þeirra erfiðu verkefna, sem þeim hefur verið fengin ihend- ur. Er þar fyrst að telja raf- væðingu sveitanna og annars strjálbýlis, þar sem bæði stofn- kostnaður og rekstrarútgjöld eru miklu hærri en i þéttbýlli hlutum landsins. Hefur Rarik þvi i reynd verið falið hvort tveggja i senn að reka raforku- fyrirtæki á viðskiptalegum grundvelli og að veita félags- lega þjónustu i formi raforku- dreifingar og frarnleiðslu langt undir kostnaðarverði i þeim landshlutum.þarsem aðstæður eru erfiðastar.” Nú voru blaðamenn búnir að búa til halla á tveim vigstöðvum og var hvor upp á milljarð. Mill- jarður var orðinn móðins. Þess- vegna kom þriðji milljarðurinn til nú um helgina. Svo er mál með vexti, að þegar fyrrverandi rikis- stjórn gerði samning við landeig- endur i Þingeyjarsýslu og Laxár- virkjun, var þvi lofað, að byggður skyldi laxastigi á kostnað rikis- ins. Og nú fékk einn blaðamaður- inn þá snjöllu hugmynd og lét hana á þrykk út ganga, að laxa- stiginn mundi kosta einn milljarð. „Það er taxtinn”, sagði mætur maður i Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Orkumál hafi forgang 1 rauninni ættiekki að þurfa um það að deila, að orkumálin, virkj- un vatnsfalla og jarðhita, nýting innlendra orkugjafa, verða að hafa forgang. Þeirri stefnu hefur margsinnis veriðlýst yfir af hálfu rikisstjórnarinnar, og um þetta virðast flestir landsmenn sam- mála. En til þess að virkjanir verði að veruleika og eðlileg þró- un megi verða i þeim málum, þarf einkum þetta þrennt: lánsfé til langs tima, aukið eigið fjármagn og. raunhæfa verðlagningu á seldri orku. Ef lánamarkaðir erlendis eru i öldudal eins og nú. lán litt fáanleg nema til fárra ára, má ekki gefast upp og leggja árar i bát, heldur bregðast við með ábyrgð og manndómi, finna leiðir og axla byrðarnar. Það verður að taka hinskammvinnulán, en stefna að þvi að breyta þeim við fyrsta færi og lengja þau með nýjum lántök- um. Afkoma og lánstími Þegar meta skal afkomu raf- stöðvar, ræðst hún meðal annars mjög af lánskjörum, einkum Iánstima. Raforkuver endast yfirleitt langan aldur, eins og reynslan sýnir. Elliðaárstöðin er orðin 55 ára og Ljósafossstöðin nær fer- tug. Báðar eru i góðu gildi. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að lán til byggingar rafstöðva séu til langs tima, svo að endurgreiðsla stofn- kostnaðar dreifist á áratugi. Það er rangt að leggja slika byrði á örfáum árum á eina kynslóð. Sé þess krafizt, að skilað sé aft- ur á 7 eða 10 eða 15 árum stofnfé rafstöðva verður greiðslubyrðin óhæfilega þung. Slik krafa er ó- eðlileg og tiðkast hvergi i raf- orkuiðnaði i öðrum löndum svo vitað sé. Greiðslubyrði lána er dreift sæmilega jafnt yfir eðlileg- an endingar- eða afskriftatima. Lán til Sogsvirkjana voru yfir- leitt til 20 ára og stærsta lán til Búrfellsvirkjunar var til 25 ára. Fáist ekki lán til langs tima, þegar mannvirkið er reist, verður siðar að framlengja lán eða taka ný lán til þess að lengja lánstim- ann, endurfjármögnun er óhjá- kvæmileg. Þessi aðferð er iðulega viðhöfð innanlands og utan. Ég vil nefna nýlegt dæmi. 1 janúar 1974 var gengið frá láni af hálfu Landsvirkjunar vegna virkjunar Sigöldu. Lánsupphæðin var 30 milljónir dala. Lánið er til 10 ára, afborgunarlaust fyrstu 7 árin, en greiðist siðan þannig: 3 millj. dala ár hvert 1981, ’82, ’83, en eftirstöðvar, 21 milljón dala 1984. Þegar samið var um þetta lán, þótti ljóst, að breyta yrði greiðslu þeirri, sem fram á að fara á árinu 1984. Þetta var rætt við lánveit- endur, en ekki gengið frá þvi, hvernig lánsbreytingin yrði. Heildar virkjunarkostnaður er nú áætlaður nær 13 milljarðar. Mið- að við gengi dollars í dag er sú greiðsla, sem fram á að fara á ár- inu 1984 3.7 milljarðar isl. kr„ eða rúm 28% af virkjunarkostnaði. I áætlunum sinum gerir Lands- virkjun ráð fyrir, að sú upphæð, sem fellur i gjalddaga árið 1984 dreifist á f jögur ár. En fyrirgreiðsla tilþessað létta greiðslubyrði jafnvel af mjög hagkvæmum virkjunum, hefur einnig verið með öðrum hætti. Þegar hefur rikissjóður veitt Landsvirkjun svonefnd „vikjandi lán”. Slik lán, sem Landsvirkjun hefur tekið hjá rikissjóði eru tvö. Það fyrra var tekið árið 1967, að upphæð 200 millj. kr„ þar af 127 milljónir króna i isl. krónum, en afgangurinn i erlendri mynt. Hið Lionsfélagar kynna „Rauðu fjöðrina”. Frá vinstri Jóhann Briem, Gunnar Þormar, Jósep Þorgeirs- son, sem er umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar hér á landi og Þorvaldur Þorsteinsson. Timamynd: Róbert. Lionshreyfingin: Selur ,Rauðu' fjöðrina til styrktar vangefnum gébé—Rvik. — í annað skipti mun Lionshreyfingin á Islandi selja „Rauðu fjöðrina” að þessu sinni til styrktar vangefnum. Hreyfingin er tuttugu og fimm ára á þessu ári og á siðasta umdæmisþingi var ákveðið að minnast þessara timamóta með sameiginlegu átaki allra Lions- klúbbanna á landinu, og munu klúbbarnir selja „Rauðu fjöðr- ina” hver i sinu byggðarlagi og nágrenni þess. Hér á landi eru nú starfandi sjötiu og tveir Lions- klúbbar og i þeim eru um þrjú þúsund félagar. Gert er ráð fyrir að gengið verði i flest hús á land- inu og „Rauða fjöðrin” seld. Lionshreyfingin hefur áður gengizt fyrir landssöfnun árið 1972 en þá var „Rauða fjöðrin” seld i þágu sjónverndar. Var fénu, sem nam um fimm milljón- um króna, einkum varið til þess að byggja upp fullkomna aðstöðu fyrir augnsjúklinga á Landakots- spitalanum og einnig voru keypt tæki til sjónprófunar sem dreift siðara var allt i erlendri mynt, að upphæð 300 millj. kr. Þessi lán eru þess eðlis, að vextir og afborganir greiðast þá fyrst, þegar hreinar tekjur að við- bættum afskriftum ná þvi að vera jafnar eða einum og hálfum sinn- um hærri en heildargreiðsla vaxta og afborgana af öðrum lán- um. Til þessa hafa hvorki afborgan- ir né vextir verið greidd af lánum þessum, en vextir bætzt viö höf- uðstól. I árslok 1975 nam höfuð- stóll þessara tveggja lána 1.446 milljónum króna. 1 annan stað verða eigendur orkuvera, rikið og sveitarfélög, að huga að þvi, hvernig unnt sé að afla fjár til þess að leggja fram fjármagn — ekki sem lánsfé, heldur sem stofnfé. Til þess þarf væntanlega að leita nýrra tekju- stofna. I þriðja lagi þarf að hagá g jald- skrám orkuvera þannig, að þeim gefist kostur á að safna nokkrum sjóði til endurnýjunar og stækk- unar. Borgarstjórn Reykjavikur hefurhagað fjármálum Hitaveitu Reykjavikur á þann veg. Hún hef- ur hækkað gjaldskrá hitaveitunn- ar á hálfuöðru ári úr 22.76 kr. fyr- ir hvert tonn upp i 50 kr., eða um rúmlega 120%. Það er að nokkru leyti til þess gert að standa undir stækkun þessa þjóðþrifafyrirtæk- is. Kynning og sölumennska Ný viðhorf, ný vinnubrögð eru nauðsynleg á mörgum sviðum. 1 orkumálum þarf að taka upp skipulagða kynningu á þeim möguleikum, sem raforkuver og hitaveitur hafa upp á að bjóða, til þess að leysa af hólmi erlenda orkugjafa. Það þarf aðhvetja at- vinnurekstur og einstaklinga til þess að hverfa frá notkun oliu og nota i hennar stað rafmagn, heitt vatn og jarðgufu, þar sem þess er kostur og það þarf að skýra, hverra kosta er völ fyrir nýjar iðnaðarhugmyndir. Hér er mikið og þarft verk að vinna, mikilvægt fyrir öll héruð þessa lands, en mikilvægast fyrir islenzku þjóð- ina alla. var um allt land til að leita að gláku á frumstigi, en gláka var þá langtum útbreiddari hér en i nágrannalöndum okkar. Fé þvi, sem safnast mun þegar „Rauða fjöðrin” verður seld dag- ana 9„ 10. og 11. april n.k. á að verja til tækja- og áhaldakaupa til styrktar vangefnum i öllum landshlutum. Vangefnir eru mjög útundan i þjóðfélaginu og margt skortir á aðbúnað þeirra. Is- lendingar eru mjög vanþróaöir i þessum málum i samanburði við nágrannaþjóðirnar. Menntun og aðstaða vangefnum til handa hér á landi er mjög áfátt, t.d. njóta þeir engrar tannlæknaþjónustu og heimili þau sem eru starfrækt hér, eru hvorki nógu mörg né nógu vel að tækjum eða áhöldum búin. Margvisleg verkefni biða úrlausnar fyrir vangefna. Þeir munu nú vera um fimmtán hundruð talsins i landinu, en að- Bretarnir o Scylla F-71, Baechante F-69 og Tartar F-133. Auk þess voru með flotanum dráttarbátarnir States- man og Euroman og birgðaskipið Alvin. Eru Bretarnir greinilega að flylja allan sinn flota smám saman af Austf jarðamiðum. Svæðinufyrir austan á Hvalbak verður haldið opnu fyrir veiði- þjcía næstu þrjá til fjóra daga. Þar eru að minnsta kosti ein frei- gáta, Andromeda og einn dráttar- bátur. Að það svæði verður aðeins onið i örfáa daga til viðbótar þýðir að vemdarskipin sem þarna eru, munu fara vestur fyrir. Fyrir þá togara, sem enn eru þar að veið- um verður ekki um annað að gera en færa sig vestur með vemdar- skipunum eða hverfa af tslands- miðum. Ekki kemur til mála, að brezku togararnir geti fiskað einskipa og án aðstoðar herskipa vegna is- lenzku varðskipanna. Einnig mun það vafasamur leikur f> rir togar- ana að fara án verndar ;oröur og vestur með landinu. 1 gærkvöldi hafði ekkert frétzt um hvort brezku togararnir héldu sem leið lá vestur með eða stönz- uðu i Reykjafjarðarálnum, sem er alfriðaður fyrir veiðum. eins er rúm fyrir fjögur hundruð þeirra á stofnunum og á annað hundrað eru á biðlista. Á Vestur- og Austurlandi eru engin heimili fyrir vangefna, en viðkomandi aðilar á þessum stöðum hafa ákveðið að beita sér fyrir bygg- ingu heimila fyrir þetta fólk, t.d. hefur þegar verið hafinn undir- búningur að byggingu heimilis á Egilsstöðum. Þá er nauðsynlegt að byggja skóla handa vangefnum, enda er hægt að þjálfa þá ótrúlega mikið ef byrjað er á unga aldri. Það væri hægt að þjálfa þetta fólk til ýmissa starfa og siðan gæti það fengið atvinnu á vernduðum vinnustöðum. Það er von þeirra sem að söfn- uninni standa, að almenningur taki Lionsfélögum og aðstoðar- fólki þeirra vel þegar þeir berja að dyrum og bjóða fólki „Rauðu fjöðrina” og stuðla þannig að bættri aðstöðu vangefinna híér á landi. íþróttir O Kolbeinn Kristinsson, ÍR ...14 (■unnar Þorvarðarss., Njarðv. . 14 Kjarni Gunnar, ÍS...........12 Torfi Magnússon. Val........12 Jón Jörundsson, ÍR.......... 7 Bjarni Jóhannesson, KH...... 6 Jónas Jóhanness., Njarðv.....2 Guðsteinn Ingimarss., AR.M. ... 1 Jón Héðinsson. ÍS .......... 0 Landsliðið hefur æft daglega að undanförnu og hafa þeir Kristinn Stefánsson og Birgir Orn Birgis stjórnað æfingum liðsins. Allir leikmannanna munu leika a.m.k. einn af landsleikjunum þremur. sem leiknir verða við Portúgala. Fyrsti landsleikurinn fer fram i Laugardaishöllinni annað kvöld kl. 20 — en siðan fara hinir tveir fram i Njarðvik á föstudagskvöld og laugardag. Strax að landsleikjunum lokn- um verður valið 9 manna lið úr landsliðshópnum. til að keppa á Polar Cup. Tiundi maðurinn bæt- ist siðan við hópinn. en það er Simon ólafsson, sem er væntan- legur hingað til landsins frá Bandarikjunum 14. april og mun hann þá byrja að æfa með lands- liðinu. —SOS Hólmarar fjöl- menna í leikhús MÓ—Reykjavlk. — Leikfélagið Grimnir i Stykkishólmi frumsýndi barnaleikritið Drekann hása, á sunnudaginn var við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Þann dag voru tvær sýningar á Drekanum i Stykkis- hólmi og var uppselt á þær báð- ar. Einnig var þá sýning á leik- ritinu Pétri og Rúnu en það leik- rit hefur Grimnir sýnt að undanförnu. Þennan dag sáu fjórir af hverjum tiu ibúum Stykkishólms leiksýningu hjá Grimni. Næstu sýningar á Drekanum hása, verða i Logalandi i Borgarfirði n.k. laugardag og verður sýningin kl. 16.00. Þá um kvöldið sýnir Leikfélagið Grimnir svo leikritið Pétur og Rúna i Logalandi. Leikstjóri Drekans hása, er Signý Pálsdóttir, en með hlut- verk Drekans fer Gisli B. Konráðsson. Aðrir leikendur eru Hrafnhildur Axelsdóttir, Friðrik Kristinsson. Ólafur Þor- valdsson, Rannveig Sigurðar- dóttir. Hrafnhildur Hrafnkels- dóttir. Skúli Ingvarsson, Hannes Stigsson og Þór Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.